Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Umhverfísráðherra
skrifar umhverfisráð-
herra Bretlands
Áhyggjur
vegna at-
viks í
Sellafíeld
UMHVERFISRAÐHERRA hef-
ur sent aðstoðarforsætisráðherra
og umhverfísráðherra Bretlands
bréf þar sem lýst er áhyggjum
vegna nýlegs atviks í kjarnorku-
endurvinnslustöðinni í Sellafield
þar sem geislavirk efni sluppu út.
Var starfsfólk þar sent í læknis-
skoðun til að kanna hvort það
hefði orðið fyrir skaða af völdum
þeirra.
í bréfi sínu til Johns Prescotts
minnir Guðmundur Bjarnason á
fyrri yfirlýsingar íslenskra stjórn-
valda þar sem lýst er þungum
áhyggjum vegna öryggis kjarn-
orkuendurvinnslustöðva í Bret-
landi og mengunar frá þeim og
segir að atvikið í Sellafield veki
enn einu sinni spumingar um ör-
yggi þar. Á hinn bóginn sé ástæða
til að fagna breyttri afstöðu Breta
á nýlegum fundi umhverfisráð-
herra aðildarríkja OSPAR-samn-
ingsins um vernd Norðaustur-Atl-
antshafsins. Þar samþykktu Bret-
ar og Frakkar að þeir myndu
hætta losun geislavirkra efna í
hafið fyrir árið 2020, en þessar
þjóðir eru þær einu sem stunda
slíka losun og endurvinnslu á
geislavirkum úrgangi.
I niðurlagi bréfsins segir um-
hverfisráðherra að þessi yfirlýsing
eigi að varða veginn fram á við og
tryggja að losun geislavirkra efna
út í umhverfið fari minnkandi.
Clinton játar sam-
band við Lewinsky |ji "
| Fimm handteknir
vegna tilræðisins
Éissss: vEsfL SSsIS tssssás
'-MÍWzS: seggg
„Ég afvegaleiddi fólk, g
jafnvel eiginkonu mína“ |
Fjodorov
h»kkad-
ur í eigti ;
SSHÚ3
ro««u
Fimm handteknir
vegna tílræðisins
HHIIlj zWMM ííSi ”
Skipt um frétt
á forsíðu
SKIPT var um frétt á forsíðu
Morgunblaðsins í gær eftir að
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hafði flutt ávarp sitt til
bandarisku þjóðarinnar. Ávarpið
var flutt klukkan 2 að íslenskum
tíma i fyrrinótt. Þegar skipt var
um fréttina hafði um helmingur
upplags Morgunblaðsins verið
prentaður.
Bifhjólaslys á Kringlumýrarbraut
OKUMAÐUR bifhjóls féll og
ökklabrotnaði á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar um hádegisbil í gær.
Ökumaðurinn sagði að bfll hefði
ekið í veg fyrir sig og hefði
hann fallið þegar hann reyndi
að koma í veg fyrir árekstur.
Fundur Kvennalistans um aukið afskiptaleysi í samfélaginu
Afskiptasemi
besta forvörnin
HVAÐ veldur hinu aukna afskipta-
leysi í samfélaginu, sem m.a. kemur
fram í því að fjöldi vegfarenda sem
leið áttu um Reykjanesbraut nótt
eina fyiir skömmu leiddi hjá sér
hjálparbeiðni konu sem varð fyrir
fólskulegri árás karlmanns? Þessi
spuming og fleiri voru ræddar á
opnum fundi sem Kvennalistinn
boðaði til í gær með Georg Kr.
Lárussyni lögi-eglustjóra, Karli
Steinari Valssyni aðstoðaryfirlög-
regluþjóni og Hildigunni Ólafsdótt-
ur afbrotafræðingi.
Lögreglustjóri minnti á ákvæði
hegningarlaga um að refsivert sé að
sinna ekki samborgara í nauð, en
sagði jafnframt að sönnunarstaða
væri mjög erfið í slíkum málum og
að hér hefði ekki fallið dómur fyrir
brot á ákvæðinu. Hann talaði um
mikilvægi grenndarlöggæslu og
sagði að hana þyrfti að efla. Þá lagði
hann áherslu á þjónustuhlutverk
lögreglunnar og sagði unnið að því
að færa hana nær borgurunum.
Karl Steinar benti á að nauðsyn-
legt væri að greina á milli þess að
grípa inn í atburðarás og að til-
kynna atburði eins og t.d. líkams-
árásir.
Morgunblaðið/Kristinn
GEORG Kr. Lárusson, lögreglustjóri í Reykjavík, var meðal þeirra sem
töluðu á opnum fimdi Kvennalistans um aukið afskiptaleysi í samfélaginu.
Næst honum situr Guðrún Ögmundsdóttir, sem stýrði fundinum, og þá
fiindargestirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Sigríður Kristinsdóttír.
Hildigunnur sagði aðgerðaleysi
áhorfenda vel þekkt fyrirbæri, sem
tengdist breytingum á þjóðfélaginu
og þá ekki síst borgvæðingu. „Fólk
leitar að kennileitum í umhverfinu
og athugar hvað hinir gera. Ef aðrir
líta ekki á atvikið sem neyð gerir
enginn neitt og við margar aðstæð-
ur leiðir fólk hvað annað á villigöt-
ur. En ef einhver hjálpar er líklegt
að fleíri geri það líka.“
Andlát
ÞORUNN J. HAFSTEIN
ÞORUNN J. Hafstein
lést á heimili sínu sunnu-
daginn 16. ágúst sl., tæp-
lega 86 ára, í bænum
Red Deer í Albertafylki í
Kanada. Hún og eftirlif-
andi eiginmaður hennar,
dr. Sveinn Þórðarson
(Sveinssonar læknis á
Kleppi), hafa verið bú-
sett í Albertafylki allar
götur frá árinu 1959.
Þórunn var fædd í
Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Marinó
Hafstein sýslumaður og
kona hans, Þórunn E.
Hafstein. Að loknu stúd-
entsprófi frá MR 1931 gerðist hún
blaðamaður, var fyrsta konan sem
kom tO starfa á ritstjórn Morgun-
blaðsins og starfaði þar um árabil.
Hún skrifaði greinina „Kvenþjóðin
og Morgunblaðið" í afmælisblað í til-
efni af 25 ára afmæli blaðsins, 2. nóv-
ember 1938. Hafði hún þá verið
blaðamaður í samfellt 5
ár.
Árið 1943 giftust Þór-
unn og Sveinn. Hann
stundaði nám í Þýzka-
landi á árunum fyrir
síðari heimsstyrjöldina
og var doktor í eðlis-
fræði. Eftir heimkom-
una gerðist hann kenn-
ari í fræðigrein sinni,
eðlisfræði, auk stærð-
fræði og stjörnufræði
4 við MA á Akureyri til
ársins 1953. Þá fluttust
þau að Laugarvatni.
Sveinn varð fyrsti
skólameistari nýstofn-
aðs menntaskóla þar. Arið 1959 tóku
þau sig upp, fluttust vestur til Al-
bertafylkis. Þar stundaði hann
kennslu í sínum fræðum unz hann lét
af störfum vegna aldurs.
Börn Þórunnar og Sveins eru Mar-
inó, búsettur á Seltjarnamesi, og þau
Ellen Nína og Þórður, búsett vestra.
„Og þess vegna spyr ég nú hvort
við séum á mótum nýs tímabils. Fé-
lagslegt taumhald byggist á af-
skiptasemi, sem er sennilega besta
forvömin, en þá er spumingin: Eig-
um við að grípa inn í og taka lögin í
okkar hendur?" Hildigunnur endaði
erindi sitt með því að kasta því fram
hvort yfirskrift næsta tímabils yrði
„Við erum öll lögreglumenn“.
Óku í burtu þrátt fyrir
beiðni konu um aðstoð
Hrossadauði rannsakaður
NÍU hross, sem verið var að flytja
frá Seyðisfirði til Danmerkur,
drápust um borð í Norrænu á
fimmtudaginn.
Að sögn Sigurðar Hanssonar,
dýralæknis hjá embætti yfirdýra-
læknis, vom þessi hross ásamt fleir-
um flutt um borð í Norrænu um há-
degi á fimmtudag en um kvöldið kom
í ljós að þau höfðu drepist. Hrossin
voru flutt í land í Færeyjum og send
þaðan til Danmerkur til kmfningar.
Umræður um uppbyggingu heilsuræktarstöðvar við Laugardalslaug
SAMÞYKKT var á fundi borgar-
ráðs í gær að kannaður verði áhugi
einkaaðila á að koma inn í uppbygg-
ingu og rekstur heilsuræktarstöðv-
ar í tengslum við- sundlaugamar í
Laugardal í Reykjavík. Var borgar-
verkfræðingi og framkvæmdastjóra
íþrótta- og tómstundaráðs falið að
undirbúa tillögu um hvernig standa
skuli að slíkri könnun.
Stefán Hermannsson borgar-
verkfræðingur og Ómar Einarsson,
framkvæmdastjóri ÍTR, rituðu
borgarráði í framhaldi af umsókn
Bjöms Kr. Leifssonar í vor um lóð
til að byggja á líkamsræktarstöð og
aðstöðu til líkamsræktar sem rekin
yrði í tengslum við sundlaugarnar.
Telur umsækjandinn að húsið þurfi
A
Ahugi einkaaðila
verði kannaður
Tvenns konar samningsform
mögulegt
að vera 2.500 fermetrar og að þar
yrði rými fyrir sjúkraþjálfun,
hnykklækni, gufuböð, leirböð, leik-
fiminámskeið og meðferðaraðstaða.
Borgarverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri ÍTR telja jákvætt að
hafa slíka aðstöðu í tengslum við
sundlaugarnar en telja það jafn-
framt umhugsunarefni hvemig rétt-
lætanlegt sé að einn einkaaðili fái
lóð og eigi mannvirki á Laugardals-
svæðinu og nánast inni á lóð sund-
lauganna. Segja þeir einfaldast að
semja við einn aðila án samanburð-
ar eða samkeppni, telji borgarráð
það færa leið, en helstu rök fyrir því
séu að þá njóti hann frumkvæðis
síns. Verði hins vegar efnt til sam-
keppni yrði við samanburð að taka
tillit til fleiri þátta en verðs.
Bent er á tvenns konar hugsan-
legt samningsform: Húsinu yrði
afmörkuð sérstök lóð, það væri í
einkaeign en borgin hefði for-
kaupsrétt, gerði fyrirfram sam-
starfssamning og gæti yfirtekið
allar eignir gegn bótum ef tiltekin
skilyrði væru fyrir hendi. Hins
vegar að borgin ætti húsið, rekstr-
araðili greiddi húsaleigu fyrirfram,
t.d. til tíu eða fimmtán ára, en ætti
innréttingar og búnað. Leigu-
samningur og samstarfssamningar
yrðu gerðir til fimmtán ára og
framlengdir um þrjú til fimm ár í
senn.
Lést í
eldsvoða
PILTURINN sem lést þegar
kviknaði í áhaldahúsi Gerða-
hrepps í Garði aðfaranótt laug-
ardags hét Halldór Hörður
Sigtryggsson, til heimilis að
Garðbraut 72 í Garði. Halldór
Hörður var fimmtán ára, fædd-
ur 22. ágúst 1982.
I
!
1
t
>
Meðal fundargesta var ung kona,
Edda Rós Karlsdóttir, sem sagði
frá reynslu sinni af því þegar ráðist
var á hana í miðbæ Reykjavíkur
íyrir um einu og hálfu ári. Henni
tókst að komast undan árásarmann-
inum og út á götu og þvinga bfl til
að stoppa. í bílnum vora þrír ungir
menn. Árásarmaðurinn kom upp að
bflnum á eftir henni, hún grátbað
mennina í bflnum um aðstoð en þeir
fóra að yfirheyra hana um hvort og
hvemig hún þekkti árásarmanninn,
hvar þau hefðu hist og þar fram eft-
ir götunum. Hún sagði eins og var
að hún þekkti hann ekki. „Ég bað
þá að bíða meðan ég fyndi gleraug-
un mín og opnaði bílinn minn en
þeir keyrðu í burtu,“ segir Edda. Að
lokum var það leigubílstjóri sem
kom henni til hjálpar.
Edda varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvort hægt væri að skapa ein-
hvem vettvang íyrir þá sem lent
hefðu í svipuðum aðstæðum, þar
sem jafnvel væri hægt að skipu-
leggja fræðsluherferð. Spyrja mætti
hvers vegna svo margir væru
hræddir við að grípa inn í atburða-
rás og hvað rétt væri að gera við
slíkar aðstæður.
I
[
I
I
\
\
\
l