Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ plntgmmMfiM! STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. CLINTON I GJÖRNIN GAVEÐRI UMHEIMURINN hefur í forundran fylgzt með sífelld- um uppákomum, sem leitt hafa af rannsókn Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, á einkalífi Clintons Bandaríkjaforseta. Misserum saman hefur bandarísk stjórnsýsla og stjórnmálalíf verið í hálfgerðu uppnámi vegna rannsóknarinnar og bandarískir fjölmiðlar hafa farið hamförum í málinu. Pegar allt kemur til alls snýst það ekki um embættisfærslu forsetans heldur um hjú- skaparbrot, sem er einkamál hans og fjölskyldu hans. Rannsókn Starrs hefur beinzt að því að sýna fram á, að Clinton hafi ekki sagt sannleikann um brot sitt og svo virðist sem ósannindi forsetans um það skipti mestu máli en ekki embættisfærsla hans að öðru leyti. Þeir, sem taka þátt í stjórnmálum, ganga ekki að því gruflandi, að til þeirra eru gerðar miklar siðferðilegar kröfur og meiri en almennt gerist. Þeir komast ekki held- ur hjá því að vera í sviðsljósinu og verða að sæta því, að athyglin beinist að þeim persónulega ekki síður en að verkum þeirra. I því felst ákveðinn fórnarkostnaður við þátttöku í opinberu lífi. Spurningin er sú, hve langt hægt er að ganga í umfjöllun um einkalíf þessa fólks. Friðhelgi þess er grundvöllur mannréttinda og stjórnmálamenn eiga kröfu á að njóta hennar. Þar hljóta takmarkanir á opinberri umfjöllun að liggja. Ekki verður betur séð, en að rannsóknardómarinn og fjölmiðlar hafi farið offari í umfjöllun um einkalíf Banda- ríkjaforseta. Clinton er ekki eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur átt við kvensemi að stríða og reynt að leyna því með þögninni. Það alvarlega í máli Clintons fyrir þjóð hans og umheiminn er, að hann hefur mátt eyða ómældum tíma og kröftum í málareksturinn, sem betur hefði verið varið í umfjöllun um þau vandamál, sem við er að etja jafnt heima fyrir sem erlendis. Að sjálfsögðu skiptir siðferði einstaklinganna miklu og ástarsamband utan hjónabands þykir ekki til fyrirmyndar í Bandaríkjunum þótt vægar sé tekið á því í ýmsum lönd- um öðrum, enda sýna skoðanakannanir að forsetinn virð- ist halda velli andspænis almenningsálitinu þar vestra þrátt fyrir játningar sínar. Slíkt eiga menn við samvisku sína en ekki ríkjandi lög. Það liggur a.m.k. ekki fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi gerzt sekur um meinsæri en slíkt hefði getað orðið honum skeinuhættara en þær ávirðingar sem hann nú hefur játað og beðist afsökunar á. AMINNING BISKUPS ALLAR GÖTUR frá því kristni var lögtekin á Þing- völlum við Öxará árið eitt þúsund hefur kristin kenn- ing - öllu öðru fremur - mótað lífsviðhorf, menningu og siði þjóðarinnar. Kristnin er ein meginuppistaðan í menn- ingararfleifð okkar og samfélagsgerð. Það veganesti, sem þjóðin lagði upp með fyrir þúsund árum, „að a.llir menn skyldu kristnir vera og skírn taka“, hefur reynzt einstak- lingum og kynslóðum vel í blíðu og stríðu í tímans rás. „Við erum að búa okkur undir að minnast þess,“ sagði biskup landsins, herra Karl Sigurbjörnsson, á Hólahátíð, „er þjóðin hafnaði heiðnum átrúnaði, heiðnum vættum, og gekk Kristi á hönd. Síðan hefur Guð og góðir englar hans verið ákallaðir um vernd og hlífð og sú vernd signir landið okkar. Gleymum því ekki. Snúum ekki baki við því í oflæti auðs og velsældar. Það varðar mestu um hverja vegferð, sérhvern spöl, að Guð sé með í för.“ Saga okkar geymir ýmis dæmi þess að biskupar og prestar blessuðu þjóðleiðir, einkum torfærur. Oftar en ekki blessa og þjónar kirkjunnar ný mannvirki og nýja starfsemi, ekki sízt á vegum ríkis og sveitarfélaga. Það fer vel á því að halda þeim góða sið. Sjálfgefið er að taka það trúanlegt að „útnefning bergtröllsins Staupasteins sem verndara Hvalfjarðarganga" hafi á engan hátt verið ætlað að vega að kirkju og kristni. Engu að síður eiga áminningarorð biskupsins á Hólahátíð erindi við okkur öll: „Það varðar mestu um hverja vegferð, sérhvern spöl, að Guð sé með í för.“ Óvíst hvort Clinton er laus úr laga- flækjum Bandarískir fréttaskýrendur segja að svo kunni að fara að Kenneth Starr kalli Bill Clinton aftur fyrir rannsóknarkviðdóni þar eð forsetinn hafí neitað að svara spurningum sem hann hafí talið of nærgöngular. Þó segja þeir líklegt að forsetinn hafí með breyttum framburði komið í veg fyrir að Kenneth Starr geti leitt að því líkum að hann hafí gerst sekur um meinsæri. BANDi MEÐ því að játa að hann hefði staðið í óviðeigandi sambandi við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, tókst Bill Clinton Bandaríkjaforseta á mánu- dag að víkja sér undan því sem helst hefði getað leitt til þess að hann yrði ákærður fyrir embættisafglöp, að mati bandarískra fréttaskýrenda. Þrátt fyrir að öðru hafí löngum verið haldið fram hefur rannsókn sér- staks saksóknara, Kenneths Starrs, að mestu snúist um kynlíf - og lygar um kynlíf, segja fréttaskýrendur Los Angeles Times í gær. Hefði Clinton aftur þvemeitað, er hann kom fyrir rannsóknarkviðdómi Starrs síðdegis á mánudag, að hafa átt í kynferðis- legu sambandi við Lewinsky - og þar með hafnað nýjasta framburði henn- ar - hefði Starr getað notfært sér það sem hugsanlegt meinsæri í skýrsl- unni sem hann mun senda þinginu um rannsókn sína. En ekki er þar með sagt að allur vandi forsetans sé úr sögunni. David Kendall, einkalögfræðingur forset- ans, tjáði AP að Clinton hefði svarað „sannleikanum samkvæmt", en sum- um „mjög nærgöngulum spuming- um“ hefði hann svarað af einlægni en ekki í smáatriðum. Þetta kann að leiða til þess að Starr stefni forsetan- um aftur til að bera vitni. Lögmenn sem L.A. Times segir hafa „fylgst náið með rannsókn St- arrs“ benda á að forsetinn geti legið vel við höggi á að minnsta kosti fjór- um sviðum. Meðal annars í tengslum við gjafir hans til Lewinsky, atvinnu- tilboðin sem henni voru gerð, fyrri neitanir hans á kynferðislegu sam- bandi í eiðsvömum yfirlýsingum og fund hans með Lewinsky 28. desem- ber þar sem þau kunna að hafa rætt um leiðir til að hylma yfir sambandið. Fréttaskýrendur sögðu í gær ein- boðið að rannsókn Starrs væri ekki lokið, þótt ráðgjafar forsetans hefðu vonað að svo væri. Dick Morris, sem var einn helsti ráðunautur forsetans er hann sóttist eftir endurkjöri, tjáði Fox-sjónvarpinu í gær að hann hon- um hefði verið stefnt fyrir rannsókn- arkviðdóminn. Morris lét af störfum 1996 vegna kynlífshneykslis. Þá er ekki talið ólíklegt að Lewin- sky, sem þegar hefur borið vitni fyrir rannsóknarkviðdómnum, verði kölluð til öðm sinni, og einnig er fastlega gert ráð fyrir að Betty Currie, einka- ritari forsetans, verði gert að bera vitni. Áhyggjur af gjöfum „Áhyggjurnar snúast aðallega um Betty Currie og gjafirnar," er haft eftir fyrrverandi lögmanni í Hvíta húsinu. Hafi forsetinn beðið Currie að endurheimta gjafimar sem hann gaf Lewinsky eða beðið Lewinsky að skila þeim til Currie gæti saksóknari haldið því fram að þar væri um að ræða vísbendingar um að forsetinn hefði reynt að hylma yfir ósannsögli sína um sambandið. Þegar Clinton gaf eiðsvarna yfir- lýsingu í máli Paulu Jones, sem hún höfðaði á hendur honum fyrir meint kynferðislegt áreiti, var honum lesin almenn skilgreining á kynferðisleg- um samskiptum og að því loknu neit- aði hann að hafa átt slík samskipti við Lewinsky. Fréttaskýrendur telja öruggt að á mánudaginn hafi Clinton verði spurð- ur út í þessa þversögn. f sjónvarps- ávarpi sínu sagði hann svör sín í yfir- lýsingunni hafa verið „í samræmi við lög“, þótt þau hafi verið ónákvæm. Engu að síður gæti Starr bent á svör Clintons í máli Jones og sagt þau vís- vitandi villandi, eiðsvarna yfirlýsingu sem gæti orðið forsenda ákæru fyrir embættisafglöp. Starr hafði sent Clinton stefnu þar sem forsetanum var gert að mæta fyrir rannsóknarkviðdóminn, en stefnan var afturkölluð gegn því að GOTT kvöld. Síðdegis í dag, í þessu herbergi, úr þessum stól, bar ég vitni fyrir embætti sérstaks sak- sóknara og rannsóknarkviðdómi. Eg svaraði spurningum þeirra sannleikanum samkvæmt, þar á meðal spurningum um einkalíf mitt, spurningum sem enginn bandarískur ríkisborgari myndi nokkurn tíma vilja svara. Eigi að síður hlýt ég að axla ábyrgð á öllum gerðum minum, bæði á opinberum vettvangi og í einkalífi. Þess vegna ávarpa ég ykkur í kvöld. Svo sem ykkur er kunnugt, gaf ég eiðsvarna yfirlýs- ingu í janúar sl. um samband mitt við Monicu Lewinsky. Þótt svör mín væru nákvæm lögum samkvæmt veitti ég ekki upplýsingar að eigin frumkvæði. I raun og veru átti ég samskipti við ungfrú Lewinsky sem voru ekki viðeigandi. Satt að segja var það rangt [af mér]. Þarna var um að ræða alvarlegan dómgreindarskort og mistök af minni hálfu og ég einn ber að öllu leyti ábyrgð á því. En ég sagði rannsóknarkvið- dómnum það í dag, og ég segi það við ykkur nú, að ég bað aldrei nokkurn tíma nokkurn að ljúga, hylma yfir eða eyðileggja sönnun- argögn eða bijóta Iög með nokkr- um öðrum hætti. Mér er ljóst að op- inberar yfirlýsingar mínar og þögn mín um þetta mál voru villandi. Eg blekkti fólk, þ. á m. eiginkonu rnína. Það harma ég mjög. forsetinn byðist til þess að svara spurningum saksóknara. Washington Post greindi frá því í gær að við yfir- heyrsluna á mánudag hefði forsetinn vikið sér undan því að svara spurn- ingum sem hann hefði talið óeðlilega nærgöngular og stöðvað spurningar saksóknara þegar umsaminn tími var liðinn, jafnvel þótt saksóknari hefði ekki lokið sér af. Önnur stefna? Fréttaskýrendur telja að í ljósi þess megi búast við því að Starr gefi aftur úr stefnu og reyni að fá forset- ann ákærðan íyrir vanvirðingu neiti hann að verða við stefnunni. Sak- sóknari nefndi þann möguleika er yf- irheyrslan fór fram á mánudag. Lög- menn forsetans gætu brugðist við með því að draga í efa að stjórnar- skráin heimilaði Starr að stefna sitj- andi forseta. Það telst óvenjulegt að Clinton skuli hafa neitað að svara spurning- um á þeim forsendum að þær væru of nærgöngular, segir Washington Post. Kendall sagði hins vegar að forsetinn hefði haft fullan rétt á að neita að svara því spurningarnar hefðu verið Avarp ( CLINTON flytur sjónvarj Allt sem ég get sagt, er að marg- ir þættir réðu gjörðum mínum. í fyrsta lagi löngun til að komast hjá þeirri skömm sem gjörðir mínar leiddu til. Mér var einnig mjög í mun að vernda fjölskyldu mína. Þá tók ég einnig tillit til þess að spurn- inganna var spurt í tengslum við lögsókn sem átti sér pólitískar ræt- ur en hefur nú verið vísað frá. Ennfremur hafði ég verulegar áhyggjur af rannsókn sérstaks sak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.