Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ottast að öfgahópar sambandssinna á N-Irlandi hugsi sér til hreyfíngs
Tilræðið sagt hafa breytt
pólitísku landslagi
Omagh, Belfast, Madrid, London. Reuters.
SAMTÖKIN „Hið raunverulega IRA“ lýstu í gær
sprengjutilræðinu í Omagh síðastliðinn laugardag
á hendur sér en kváðust aldrei hafa ætlað að valda
dauða óbreyttra borgara því markmiðið hefði ver-
ið að valda fjárhagslegu tjóni í miðbæ Omagh.
Sögðu samtökin jafnframt að þau hefðu gefíð
næga viðvörun vegna sprengjunnar.
David Ervine, leiðtogi Framsækna sambands-
sinnaflokksins (PUP) sem tengsl hefur við öfga-
hóp mótmælenda UYF, sagðist í gær á sjónvarps-
stöðinni Sky hafa rætt við talsmenn UVF og kvað
ljóst að þeir væru afar næi-ri því að binda enda á
vopnahlé sitt og efna til stríðs við „Hið raunveru-
lega IRA.“ Sagðist hann ekki lengur geta talið
UVF-menn á að halda aftur af sér.
David Trimble, forsætisráðherra N-írlands og
leiðtogi Sambandsílokks Ulster (UUP), mun í
kvöld eiga fund í Dublin með Bertie Ahern, for-
sætisráðherra írlands, um aðgerðir þær sem írsk
stjórnvöld hyggjast grípa til þannig að hægt sé að
draga hryðjuverkamennina sem stóðu að tilræðinu
skjótt til ábyrgðar. Hefur þegar verið ákveðið að
koma á fót sérstöku úrvalsliði lögreglumanna í
þessu augnamiði.
Staðfesting þess að „hið raunverulega IRA“ hafi
staðið að tilræðinu kemur ekki á óvart og var
grunaður höfuðpaur samtakanna jafnvel nafn-
greindur í dagblöðum í fyrradag. Talið er að
margir af helstu sprengjusérfræðingum IRA hafi
gengið til liðs við þessi nýju samtök, m.a. sá maður
sem stóð fyrir alræmdu sprengjutilræði IRA í
Brighton árið 1984 þar sem reynt var að ráða
Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands,
af dögum.
Samfélag á N-írlandi lamað
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í
gær í dagblaðsgreinum í The Belfast Newsletter
og The Irísh News vonum sínum í þá veru að
óhæfuverkið í Omagh yrði til þess að styrkja,
fremur en veikja, ásetning manna um að Belfast-
samkomulagið skilaði langþráðum friði. Margir
eru hins vegar uggandi um framtið friðarumleit-
ana og enn fleiri telja fáránlegt að hafa orðið
friður í flimtingum í kjölfar slíkra atburða.
Sagði Paul Bew, prófessor við Queens-háskóla í
Belfast, í samtali við Reu ters-fréttastofuna að íbú-
ar N-írlands væru á nálum sem aldrei fyn- enda
væri ljóst að illvirkið í Omagh hefði breytt lands-
lagi n-írskra stjórnmála. ,Annað hvort verður það
til þess að mjaka hlutunum í rétta átt eða fólk mun
snúast gegn friðarsamkomulaginu," sagði Bew.
Flokkur lýðveldissinnaðra jafnaðarsinna
(IRSP), stjórnmálaai-mur Frelsishers Irlands
(INLA), lýsti því í gær yfir að engar forsendur
væru lengur fyrir vopnaðri baráttu lýðveldissinna
á N-írlandi. Hvatti IRSP því INLA og önnur sam-
tök skæruliða til að binda enda á öfgaverk sín.
INLA eru lítil samtök skæruliða sem klufu sig úr
írska lýðveldishernum (IRA) árið 1975 og hafa í
gegnum tíðina staðið fyrir nokkrum illvirkjum,
myrtu m.a. Airey Neave, sérlegan vin og aðstoðar-
mann Margrétar Thatcher, árið 1979.
Jeltsín rek-
ur helsta
efnahags-
ráðgjafann
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
rak í gær Alexander Livshits, helsta
ráðgjafa sinn í efnahagsmálum, úr
embætti. ínterfax-fréttastofan hafði
auk þess eftir háttsettum heimildar-
manni að Sergei Kíríjenkó, forsæt-
isráðherra, og Sergei Dubinin, yfir-
maður rússneska seðlabankans,
hefðu boðist til að segja af sér en
Jeltsín hafnað.
Staðfesti talsmaður forsetans í
Kremlín hins vegar að frekari
breytingar yrðu sjálfsagt gerðar á
ríkisstjóm Jeltsíns áður en yfir lyki.
Almenningur í Rússlandi reyndi í
gær mjög að fá rúblum sínum skipt
í bandaríska dollara eftir að gengi
rússneska gjaldmiðilsins var í raun
fellt á mánudag. Aðrir reyndu að
versla eins mikið og hægt var enda
er búist við að verð á ýmsum nauð-
synjavörum hækki gífurlega í kjöl-
far gengislækkunarinnar.
Kíríjenkó hefur reyndar neitað
því að gengið hafi verið fellt en að-
gerðir ríkisstjórnar Rússlands,
sem fólu í sér að þak á gengi
rúblunnar gagnvart Bandaríkja-
dollar var hækkað, ollu samt sem
áður verulegu gengisfalli hennar.
„Við getum ekki látið rússneskan
efnahag riða til falls,“ sagði Guent-
er Rexrodt, ráðherra efnahags-
mála í gær, „en Rússar verða að
vera meðvitaðir um að ekki er
hægt að komast hjá víðtækum
efnahagsúrbótum."
Sjúganov harðorður
um forsetann
Stjórn Jeltsíns reyndi í gær að
sannfæra erlenda fjárfesta um að
greiðslustöðvun á lánum, sem var
tilkynnt í gær, hefði ekki áhrif á
skuldir Rússlands erlendis, enda
eiga þær allar að koma til greiðslu
eftir að 90 daga greiðslustöðvun
lýkur.
Gennadí Sjúganov, leiðtogi
kommúnista sem eru í stjórnarand-
stöðu í Rússlandi, varaði erlenda
fjárfesta hins vegar við því í gær að
þeir myndu aldrei sjá fjármuni sína
aftur ef þeir héldu áfram að veita
„úrkynjuðum og ósiðlegum
drykkjumanni“ stuðning sinn, og
var hann þar að vísa til forsetans.
Hóta kommúnistar að efna til mót-
mæla um allt Rússland vegna efna-
hagsstjórnar Jeltsíns og jafnframt
hyggjast þeir á nýjan leik leitast við
að ákæra forsetann fyrir embættis-
afglöp.
tfVL'Jth
Reuters
Hótaði sjálfsmorði
ÓNEFNDUR maður (t.v.) kom sér fyrir á Krymský'-
brúnni í Moskvu í gær og hótaði að svipta sig lífi
með því að stökkva fram af ef honum yrð ekki
greitt jafnvirði einnar milljónar króna í reiðufé.
Geðlæknar á vegum lögreglunnar ræddu við mann-
inn og tókst að lokum að telja hann á að liætta við
fyrirætlan sína. Rússneskir fjölmiðlar sögðu mann-
inn vera fyrrverandi lögregluþjón sem hvergi hefði
getað fengið vinnu eftir að hafa setið tvö ár í fang-
elsi.
Madeleine Albright heimsækir vettvang í Tansaníu og Kenýa
„Stöndum þéttar
saman en fyrr“
Dar-es-Salaam, Nairóbí. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, vottaði fórnarlömbum sprengjutilræð-
anna í Dar-es-Salaam og Nairóbí virðingu sína í
gær þegar hún heimsótti sendiráð Bandaríkjanna í
borgunum tveimur. Albright sagði ódæðin í Aust-
ur-Afríku myndu styrkja samband Bandaríkjanna
við Kenýa og Tansaníu. „Hryðjuverkamenn vildu
stía okkur í sundur, en hafa í raun valdið því að við
stöndum þéttar saman en fyrr,“ sagði utanríkisráð-
herrann á blaðamannafundi í Dar-es-Salaam.
Albright kannaði fyrst verksummerki sprenging-
arinnar í rústum bandaríska sendiráðsins Dar-es-
Salaam en hélt svo til Nairóbí á vettvang tilræðis-
ins, þar sem Ufundi skrifstofubyggingin stóð.
Dagblöð í Kenýu ítrekuðu í gær gagnrýni sína á
framgöngu Bandaríkjamanna eftir sprenginguna í
Nairóbí en þau hafa áður sakað þá um að hindra
björgun Kenýubúa úr rústunum. Albright vísaði
ásökununum á bug: „Einhver misskilningur hefur
örugglega átt sér stað við björgunarstörfin en
ásakanir um harðýðgi okkar fólks eru rangar."
Reuters
ALBRIGHT kannar rústir bandaríska sendiráðsins
í Dar-es-Salaam.
Bætur
vegna
ófrjósem-
isaðgerða
SÆNSKA ríkinu hafa borist
um 140 beiðnir um bætur
vegna skipulegra ófrjósemis-
aðgerða, sem gerðar voru á
Svíum frá 1935 til 1975. Talið
er að þúsundir Svía hafi verið
gerðir ófrjóar gegn vilja sín-
um. Flestir þein-a sem nú
sækja bætur eru á aldrinum 60
til 80 ára. 125 þeirra eru konur
og fimmtán karlar. Leif Pers-
son, formaður nefndar sem
rannsakað hefur ófrjósemisað-
gerðirnar, segir oft erfitt að
ákvarða hvenær fólk hafi verið
neytt í slíka aðgerð og hvenær
það hafí undirgengist hana
sjálfviljugt. Frá 1935 til 1941
var geðveikt fólk undantekn-
ingalaust gert ófrjótt í Svíþjóð.
Stjórn Nýja-
Sjálands
springur
WINSTON Peters, leiðtogi
Nýja-Sjálandsflokksins, til-
kynnti í gær að flokkurinn
hefði hætt
stjórnarsam-
starfi við
Þjóðarflokk-
inn undir for-
sæti Jenny
Shipley. For-
sætisráðherr-
ann virðist þó
hafa tryggt
sér stuðning
meirihluta þingmanna, m.a.
nokkurra þingmanna Nýja-
Sjálandsflokksins. Shipley rak
Peters úr ráðherraembætti
nýverið vegna andstöðu hans
við sölu eignarhluta ríkisins í
alþjóðaflugvellinum í höfuð-
borginni Wellington.
Dauðadómur
verði endur-
skoðaður
DÓMSTÓLL í Teheran í íran
mun endurskoða dauðadóm yf-
ir þýskum karli, sem var
dæmdur fyrir að eiga vingott
við íranska konu, og taka mál-
ið aftur upp. Þjóðverjinn var
fundinn sekur fyrr á þessu ári
um samlíf utan hjónabands við
ógifta íranska konu. Hún var
dæmd til að þola 99 vandar-
högg. Diplómatar í Teheran
eru vongóðir um að dómurinn
yfir Þjóðverjanum verði mild-
aður eða maðurinn jafnvel
sendur úr landi.
íraksstjórn
neitar enn
samstarfí
ERINDREKI Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) í írak sagði í
gær að yfirvöld neituðu enn
samstarfi við vopnaeftirlits-
nefnd SÞ. Hann sagði Iraks-
stjórn standa fast við þá
ákvörðun sína að vinna ekki
með eftirlitsnefndinni nema
samsetningu hennar yrði
breytt þannig að meint áhrif
Bandaríkjamanna á störf
hennar yrðu sem minnst.
Jenny Shipley