Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Þannig hef ég reiknað þetta út... ef 90%, 5%, 5% það er eins gott fyrir þig að fara
það eru þrír krakkar í fjölskyldu, hef- aftur yfir tölurnar___
ur hver krakki 33'/3% réttindi...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Um falsspámenn
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
EFTIR dr. Sigurbjöm Einarsson -
en þannig er nafn hans oftast ritað -
birtist í Mbl. 5. ágúst grein sem varð-
ar mjög minningu látins íslensks
fræðimanns, sem hugur hans - S.E. -
hefur lengi snúist um. Jafht í ævisögu
sinni sem ævijátningum, og við fjöl-
mörg önnur tilefni hefur hann reynt
að sverta minningu þessa manns og
beitt til þess mikilli hugkvæmni og
leikni. Árangur hefur eflaust orðið
talsverður, hjá manni með slíka að-
stöðu og hæfileika sem dr. Sigurbjöm
heíur til að bera. En ekki get ég tekið
undir það með ritstjómargrein Mbl.
6. ág., að greinin sé fyrst og fremst
ádeila á kunna áhrifavalda erlendis. -
Ekki er ég heldur viss um, að þegar
dr. Sigurbjöm talar, þá hlusti öll
þjóðin.
„Varist falsspámenn“ segir í fyrir-
sögn dr. S.E., og þarf enginn að vera í
vafa um að það er dr. Helgi Pjeturss,
sem fyrstur er talinn, miðað er á og
vitnað í, þó svo að mönnum eins og
Krishnamurti, Stalín, Hitler og Maó
sé síðan bætt á skrána til fyllingar. Af
öðram varasömum mönnum, sem
taldir era þama í framhaldi af dr.
Helga, en ekki nefndir með nafni, era
formenn nokkurra smárra tiúflokka
erlendis, sem skotið hafa upp kollin-
um á síðari áram og endað með
ósköpum - ef treysta má fréttum -
skipulögðum brennu-, sprengju- og
eiturmorðum hundraða fylgjenda,
ásamt foringjunum sjálfum. Hafa
sumir þessara trúflokka kennt sig við
Krist, en aðrir ekki.
Þetta er sá félagsskapur sem dr.
Sigurbjörn lætur sér sæma að velja
íslenskum fræðimanni, sem látinn er
fyrir nærri hálfri öld!! Furðulegt er
slíkt um mann sem lengi hefur tekist
að láta dýrka sig sem einstakt góð-
menni. Trúarlegt ofstæki hlýtur að
búa hér að baki; annað virðist naum-
ast geta komið til greina. En ailir
mega vita, hvemig þjóðum vegnaði,
meðan trúarofstæki hafði full völd.
„Varist falsspámanninn!" segir
hann nú og bendir á dr. Helga, og
virðist erfitt að skilja samhengið í
slíkum málflutningi. Hvaða tilefni
hefur hann gefið til að vera titlaður
þannig? Sú framsýni sem oft kom
fram hjá honum var af öðram toga
spunnin. Báðar heimsstyijaldimar
sagði hann reyndar fyrir, en það var á
grunni þess sem honum hafði skilist
um lífstefnu og helstefnu.
Þama er grandvallarmisskilningur
dr. Sigurbjamar lifandi kominn!
Hann heldur, að hann sé að fást við
spámann, þar sem við vísindamann er
að eiga.
Engum sem með nokkumveginn
opnum huga les rit dr. Helga, getur
dulist, að starf hans miðar fyrst og
fremst að því að skilja og skýra mál-
efnin, ekki að flytja órökstuddan boð-
skap, eins og sumum trúmönnum
hættir óneitanlega til. Alveg sérstak-
lega hættir S.E. til slíks og er þetta
ekki einbundið við dr. Helga. T.d.
réðst hann bæði á Darwin og Brúnó,
meðan honum þótti slíkt fært, þótt
þagnað hafi síðan. Sýnir þetta andúð
hans á þekkingu og framfóram yfir-
leitt. „Ég hafði vægast sagt takmark-
aðar hneigðir til náttúrafræða,“ skrif-
aði hann forðum, og þá verður líka
skiijanlegt, að hann hefur ekki
minnsta áhuga á þeim vísindalega
samanburði, sem er aðalsmerki dr.
Helga, en fer þess í stað að tala um
„ritningu" hans. Sannleikann í þeim
efnum virðir hann ekki.
2.
Vegna þess valds, sem stendur á
bak við árásina, verður að fara hér
nokkrum orðum um aðalatriði.
Kenning Nýals er vissulega ekki
neinn óskipulegur samtíningur, eins
og sumir virðast hugsa sér að vís-
indin eigi að vera. Né heldur er hún
„kerfi“ þar sem öllu er stranglega
raðað á tilteknar hillur. Líkari er
hún symfóníu, eins og merkur mað-
ur sagði um hana eitt sinn. I raun og
sannleika er með henni komið fram
viðhorf til þekkingarinnar, sem vís-
indi nútímans vanhagar nú mest um,
þrátt fyrir hinn margvíslega ávinn-
ing sem orðinn er af starfi þeirra.
En alveg sérstaklega er hún, fyrir
hvem sem er, efni í jákvæða lífs-
skoðun, sem ber langt af öllu sem
staðið hefur til boða í þeim efnum.
Líf eftir dauðann er hér orðið óhjá-
kvæmileg vísindaályktun, og er ekki
trúaratriði lengur. Því fer fjarri að
það skaði viðfangsefni trúmanna og
presta, að skilningur náist á því sem
þeir eru að boða. Líklegra er að mun
betur verði hlustað á þá, þegar farið
verður að tala um skýringar. Og hér
er það sem Nýall kemur til sögunn-
ar. Hann kemur til að sætta trú og
vísindi. Hann kemur einnig til að
efla íslenskuna, og er hið eina sem
bjargað gæti í því efni. Hann er hin
eina heimspeki sem skýrir efni trú-
arbragðanna án þess að gera þeim
rangt til. Eðli drauma, rétt skiiið,
skýrir eðli guðlegrar handleiðslu,
fyrirbæna, helgiáhrifa - og þá ekki
síður ýmsra merkilegra frásagna í
fornum ritum kristninnar, sem efa-
semdamennirnir hafa talið hé-
gómann einberan.
Ekki get ég skilist við þetta án
þess að minnast á vísindaþróun þá,
sem nú er að verða, þar sem nýir
þættir vekja mikla athygli. Sumir
landar vorir kættust mjög af því um
1930, að kenning kom utan úr heimi
þess efnis að hvergi væru reiki-
stjörnur nema með sólinni okkai-. Al-
heimur - milljónir vetrarbrauta -
átti að vera gersamlega dautt leik-
svið, tilraunastofa lánlítillar, líflausr-
ar eðlisfræði. Skömmu síðar kom þó
upp, að jafnvel útreikningarnir, sem
áttu að hafa leitt þetta í ljós, stóðust
ekki. Nú er það fundið, með nýrri
tækni, svo óyggjandi er, að reiki-
stjörnur eru með öllum þeim nálæg-
um sólum, sem athugaðar hafa verið.
Liggur þá beint við, eins og Brúnó
sagði þegar á 16. öld, að hvarvetna
séu reikistjörnur. Þessi niðurstaða
hafði undireins þau áhrif að umræð-
ur um líf í alheimi urðu miklu frjáls-
legri en áður. Svo er nú komið að
framsæknasta og öflugasta deildin í
NASA er sú sem kennd er við
Astrobiology - stjörnulíffræði. En
þetta vísindaheiti var fyrst notað af
dr. Helga Pjeturss. Eru litlar horfur
á því, að dr. S.E. eða nokkrum öðr-
um takist að hindra framgang þeirr-
ar vísindagreinar - né heldur
margra annarra greina, sem stefna
nú í sömu átt. Framsókn vísindanna
verður ekki stöðvuð, og síst af öllu,
ef sönn heimspeki nær þar að ráða
ferðinni.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.