Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 43
I DAG
BRIDS
Árnað heilla
UniNjiín liiiOiiiiinilur
Páll Arnarson
FYRIR þremur áratugum
skrifaði Svisslendingurinn
Jean Besse grein í The
Bridge World um „hið iðju-
lausa fimmta spil“ - það er
að segja, þá tilhneigingu
varnarspila til að henda
fyrst frá lengsta lit, oftast
fimmta spilinu í lit þar sem
sagnhafi á aðeins fjórlit.
Besse benti á að glöggur
sagnhafi gæti oft dregið
mikilvægar ályktanir af
þessu fyrsta afkasti. En
það er ekki aðeins fimmta
spilið sem er „iðjulaust",
eins og sjá má af þessu
dæmi sem Larry Cohen
setti á blað í sama tímariti,
30 árum síðar:
Norður
* ÁKD54
V D4
* ÁG10
* 732
Suður
* —
» ÁKG1092
♦ 853
*ÁD104
Suður verður sagnhafi í sjö
hjörtum án þess að AV
blandi sér í sagnir. Útspilið
er tromp. Hvernig er best
að spila?
Tvær leiðh’ koma til
álita: (1) Trompa spaða í
þeirri von að liturinn brotni
4-4 og svína svo laufdrottn-
ingu. (2) Treysta á KG í
laufi í austur og svína fyrst
lauftíu. Skortur á innkom-
um í borði gerir það að
verkum að ekki er hægt að
sameina þessai’ leiðir.
Meðan sagnhafi er að
hugsa sig um, tekur hann
fyrsta slaginn heima, en
spilar síðan trompi á
drottningu. Austur á aðeins
eitt tromp og hendir spaða
í hjartadrottninguna. Ein-
kennilegt!
Eitt er víst: Austur hefði
aldrei hent frá fjórum eða
fimm spöðum, þegar hann
horfir á þennan blindan.
Hann á því annaðhvort þrjá
eða færri, eða sex. Hið síð-
arnefnda er mun líklegra í
ljósi þess að austur er að-
eins með einspil í trompi.
Norður A ÁKD54 V D4 ♦ ÁGIO * 732
Vestur Austur
♦ 76 * G109832
V 7653 V 8
♦ D942 ♦ K76
*986 *KG5
Suður
*
V AKG1092 ♦ 853 * ÁD104
Að því athuguðu, notar
sagnhafi innkomuna á
hjartadrottningu til að
svína lauftíu og þakka svo
austri hjálpina.
QffÁRA afmæli. í dag,
i/ O miðvikudaginn 19.
ágúst, verður níutíu og fimm
ára Ingibjörg Þorgeirsdótt-
ir frá Höllustöðum í Reyk-
hólasveit. Ingibjörg átti
lengi heima í Hátúni lOa,
Reykjavík, en nú til heimilis
að Dvalarheimili aldraðra
Barmahlíð, Reykhólum.
/\ÁRA afmæli. í dag,
O vJmiðvikudaginn 19.
ágúst, verður fimmtug
Bjarndis Markúsdóttir,
lyfjatæknir, Ásbúð 58,
Garðabæ. Hún mun ásamt
eiginmanni sínum, Pétri Ma-
ack Péturssyni, taka á móti
vinum og vandamönnum á
heimili þeirra frá kl. 18,
laugardaginn 22. ágúst.
^/\ÁRA afmæli. í dag,
4 V/miðvikudaginn 19.
ágúst, verður sjötugui’ Ottó
Eyfjörð Ólason, Vallarbraut
10, Hvolsvelli. Eiginkona
Ottós er Rjóla Guðlaugs-
dóttir. Ottó verður að heim-
an á afmælisdaginn.
Ljósmynd. Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefm voru
saman 19. júlí sl. í Hafnar-
kirkju af sr. Einari Jónssyni
Signý Knútsdóttir og Hann-
es Ingi Jónsson. Heimili
þeiri'a er á Norðurbraut 6,
Höfn.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu til styrktar
Rauða krossi íslands kr. 2.316. Þær heita Áslaug Magnús-
dóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Kristbjörg Harðardóttir og
Margrét Magnúsdóttir.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.000 til styrktar
Barnaspftalasjóði Hringsins. Þær heita Erla Rós, Fjóla
Ósk, Lovísa Dögg, Harpa Dögg og íris Björk.
Með morgunkaffinu
Ást er...
... að missa matar-
lystina.
TM Rðd U S Pal. OH. — all nghts rosorvod
(c) 1988 Los Angeles Times Syndicato
GLEÐUR mig að kynnast
þér, ég á að passa það að
hlæja alltaf þegar þú
segir brandara.
OG mundu nú að halda
engan fyrirlestur.
STJÖRIVUSPÁ
eftir Franees llrake
LJÓN
Aímælisbarn dagsins: Þú
ert gæddur ríkum forystu-
hæfileikum og laðar fóik að
þér með kímni og kurteisi.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Nú eru miklar annir
framundan svo þú þarft á
öllu þínu að halda. Vertu
varkár og gættu orða þinna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur látið mörg smá-
verkefni hrúgast upp á borði
þínu. Nú er komið að því að
sinna þessum málum og
leiða þau til lykta.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt í hörðum orðræðum
við vinnufélaga þína sem
leiða þó til góðs ef þú gætir
sanngirni í málflutningi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt samningar virðist auð-
veldh’ er góð fyrirhyggja að
lesa smáa letrið vandlega
svo að ekkert komi á óvart
eftirá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er allt í lagi að vera á al-
varlegu nótunum en of mik-
ið má af öllu gera svo þú
skalt leyfa þínu góða lund-
erni að njóta sín.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (DÍL
Þú átt bágt með að einbeita
þér að starfinu þar sem
áhyggjur af einkamálum
dreifa athyglinni. Láttu
einkamálin hafa forgang.
Vog m
(23. sept. - 22. október) » ÚA
Ráðleggingar þínar koma
sér vel fyrir samstarfsmann
þinn. Leyfðu honum að
njóta sannmælis þegar ár-
angurinn kemur í ljós.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
:Nú reynir á þolinmæði þína
því ósanngjarnar afsakanir
verða hafðar uppi í þinn
garð. Allt mun þó fara vel að
lokum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ISih
Þú hefur góðan byr í seghn
en þarft að gæta þess að
kollsigla þig ekki. í upphafi
skyldi endirinn skoða.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) mi
Gættu þess að eigingirnin
nái ekki um of tökum á þér.
Það eru fleiri en þú sem eiga
hrósið skihð.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CÍK!
Þú hefur misst sjónar á
heildarhagsmunum þínum
og þarft því að meta málin
alveg upp á nýtt. Óvæntur
atburður setur strik í reikn-
inginn.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Gættu þess að bregðast ekki
of hart við minniháttar mál-
um. Brjóttu málin til mergj-
ar og leystu þau svo eitt af
öðru.
Stjörnuspána á ad iesa sem
dægradvöi. Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Safnaðarstarf
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænastund kl. 18.05.
Kristín Bögeskov, djákni.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Pella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fímmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
STEINAR WAAGE
HAUSTLÍNAJ\ KOMIN
KIRKJUSTARF
Kr. 13.900
Q
BRUNO MAGLI
DOMUS MEDICA - KRINGLUNNI
www.mbl.is