Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 11
Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar um ummæli forseta fslands
Sammála um nauðsyn þess
að breikka umræðuna
„ÉG ER algjörlega sammála ýmsu því sem hæst-
virtur forseti sagði í ræðu sinni á Hólum, til dæm-
is nauðsyn þess_ að breikka umræðuna um vinnu
að erfðafræði á Islandi og að hætta að beina henni
að hagsmunum einstaklinga eða einstakra fyrir-
tælga heldur beina henni að þjóðarheOl," sagði
Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagrein-
ingar, um ummæli Olafs Ragnars Grímssonar for-
seta um erfðavísindi í ræðu hans á Hólahátíð á
sunnudaginn.
Kári Stefánsson kvaðst alltaf hafa lagt áherslu á
að þetta starf snerist fyrst og fremst um hagsmuni
þjóðarinnar en ekki hag einstaklinga eða einstakra
fyrirtækja. „í því sambandi vil ég benda á að fyrir
rétt rúmlega einu og hálfu ári varð þetta fyrirtæki,
Islensk erfðagi’eining, til. Nú vinna hér 230 manns,
við höfum flutt tugi af hámenntuðum Islendingum
til baka fi’á útlöndum og þannig gert þjóðinni kleift
að nýta sér þann auð sem liggur í menntun þenTa
og þekkingu. Við höfum líka gefið samfélaginu enn
eina ástæðu til að íjárfesta betm- í skólakerfi sínu,
jafnt í háskóla sem annars staðar."
Verðmæti fyrir samfélagið
„Ég held því ft-am að með þessu höfum við búið
til meiri verðmæti fyrir samfélagið sem slíkt og ís-
lenska þjóð heldur en fyrir nokkurn einstakling
eða nokkurt einstakt fyrirtæki. Ég held að við höf-
um sýnt samfélaginu hvemig á að búa til þjóðar-
heill úr vinnu af þessari gerð og ég held að það
verði ekki betur gert.
Ég held því hins vegar fram að forsetinn hafi
verið að vinna þarft verk með því að reyna að
hrista umræðuna úr því farinu að beina athyglinni
að einstaklingum eða einstökum fyritækjum,“
sagði Kári. Hann vildi aðspurður ekki ræða hvort
ummæli forsetans kynnu að hafa haft áhrif á fjár-
festa eða viðskiptamenn Islenskrar erfðagreining-
ar.
82 þátttak-
endur á borg-
arskákmóti
BORGARSKÁKMÓTIÐ var hald-
ið í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær á
212 ára afmæli borgarinnar. Úr-
slit urðu þau að fimm skákmenn
urðu efstir og jafnir, en Jón Garð-
ar Viðarsson sein tefldi fyi'ir
Hróa hött var úrskurðaður sigur-
vegari á stigum. Hann hlaut sex
vinninga af sjö eins og Davíð
Ólafsson (Borgarskjalasafn), Sæv-
ar Bjarnason (Dressmann á Is-
landi), Bragi Halldórsson (ÍTR)
og Halldór Grétar Einarsson
(EJS).
82 keppendur tóku þátt í mót-
inu og lék Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarsljóri, fyrsta leikinn
í einni skákanna. Fyrsta Borgar-
skákmótið var haldið á 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar árið
1986 og hefur mót verið haldið á
hverju ári síðan. Eins og undan-
farin ár stóðu Taflfélag Reykja-
víkur og Taflfélagið Hellir í sam-
einingu að mótinu.
Morgunblaðið/Kristinn
ARNAR Gunnarsson (Samvinnuferðir-Landsýn) og Harpa Ingólfsdóttir (SPRON) að tafli.
Þróun launa á almennum markaði og hjá hinu opinbera
Ahyggjur af
misvægi launa
BJÖRN Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands íslands,
segir að áður hafi verið bent á hina
nýju launastefnu ríkisstjórnarinnar
þar sem greinilega virðist aðrar
stærðir uppi á borðum fyrir hluta
ríkisstarfsmanna en launafólk á al-
mennum vinnumarkaði. „Við álykt-
uðum um þetta, Verkamannasam-
bandið, í vor þar sem við vöruðum
við hvaða afleiðingar þetta gæti
hugsanlega haft, miðað við þá aðal-
línu, sem var lögð í kjarasamningum
á sinum tíma.“
Aðspurður um þýðingu þess sem
nú er fram komið um að lífeyris-
skuldbindingar ríkisins væru langt
umfram forsendur fjárlaga sagðist
Björn Grétar ekki þekkja það mál
nægilega vel til að tjá sig um það
„en þetta segir mér eitt; að það
verður að vanda betur til sérfræð-
innar í þessu ef það kemur í ljós að
það er ekkert að marka forsendur
fjárlaga," sagði hann.
„Þetta er það sem ég hef kallað
hina launastefnuna hjá ríkinu. Það
má kannski skamma okkur fyrir það
að hafa trúað því að við þyrftum
ekki að vera með sterkari varnir í
kjarasamningum okkar en hingað til
höfum við reynt að hlusta á hið tal-
aða orð og reynt að trúa því að það
mundi standa en ég held að það
muni draga mjög úr því í framtíðinni
svo ekki sé meira sagt,“ sagði Bjöm
Grétar.
VMSÍ lætur kanna þróun
á opinbera markaðnum
Hann sagði að Verkamannasam-
bandið væri nú að láta skoða fyrir
sig það misgengi sem orðið hefði
milli launa og kjara, þar á meðal líf-
eyriskjara verkafólks og ýmissa
hópa opinberra starfsmanna. „Það
er verið að skoða það fyrir þær sam-
komur sem verða á okkar vegum í
haust; formannafund aðildarfélag-
anna og framkvæmdastjórnarfund
og einnig aðra fundi þar sem við
byrjum að undirbúa næstu kjara-
samninga. Við munum hefja kjara-
samningaviðræður snemma næsta
haust samkvæmt okkar viðræðuá-
ætlun.“
Björn Grétar sagði að þótt sú við-
miðun kjarasamninga á almenna
markaðnum, að miða við kaupmátt-
arþróun í nágrannalöndunum, hefði
staðist hefði þróunin innanlands
vissulega valdið vonbrigðum.
„Heildarsýnin var að það yrði
ekki sett af stað skriða héma sem
gæti komið af stað verðbólgu og
öðru og minnkað kaupmátt okkar
umbjóðenda en við höfum vissulega
áhyggjur af því að það sem hefur
gerst muni minnka kaupmátt okkar
umbjóðenda ekki síst vegna hugsan-
legra skattahækkana bæði sveitar-
félaga og ríkissjóðs. Við höfum lýst
ábyrgð á hendur þeim sem það
munu gera ef til kemur og þá eigum
við líka við hækkanir, sem sveitar-
stjórnir hafa verið að framkvæma.“
Gjörsamlega úr korti
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
ASI, sagði að allt frá því kjarasamn-
ingar voru gerðii- á almenna mark-
aðnum hafi verið gerðir samningar
þar sem fjölmargir hópar opinberra
starfsmanna hafa farið fram úr þeim
hækkunum sem þar var samið um,
hópar á borð við kennara og leik-
skólakennara. í öðrum tilvikum
hefðu umframhækkanir verið búnar
til með kjaranefndarúrskurðum og
hjá enn öðrum hópum væru þær af-
rakstur fjöldauppsagna, eins og til
dæmis hjá hjúkrunarfræðingum.
,JU1s staðar eru nefndar tölur sem
eru gjörsamlega úr korti miðað við
það sem við náðum fram í okkar
samningum íyrir rúmu ári. Enn einu
sinni er staðan orðin sú að okkar
hópar, tekjulægri hóparnir, leggja
grunn, með samningi sem er betri
en við höfum væntanlega nokkru
sinni gert áður. Aðrfr hópar nota
þann samning sem grunn. Allt sem
þeir fá umfram það sem við fáum er
hrein og klár kaupmáttaraukning. í
raun og veru eru okkar hópar að
verja alla með því að búa til samn-
inga á skynsamlegum nótum þar
sem við spáum í hvað hagkerfið þolfr
og efnahagslífið. Síðan gefa aðrir
okkur langt nef.“
Langtímasammngur
aftur útilokaður
„Þetta er gömul og ný saga sem
leiðir væntanlega af sér að ég held
að það sé útilokað af okkar hálfu að
gera aftur kjarasamning til svona
langs tíma. Það að skapa stöðug-
leika með þriggja ára kjarasamningi
er greinilega mjög óábyrgt gagnvart
okkar félagsmönnum þó það sé talið
ábyrgt gagnvart efnahagslífinu og
samfélaginu. I og með erum við að
gefa okkar félagsmönnum langt nef.
Það er staða sem er algjörlega óá-
sættanleg."
Um fréttir af vanáætlun skuld-
bindinga ríkisins vegna lífeyrisrétt-
inda opinberra starfsmanna sagði
Ari Skúlason að verkalýðshreyfingin
hefði alltaf sagt að þetta ætti eftir að
koma á daginn. „Það gefur augaleið
að þetta fer svona þegar verið er að
flytja laun opinberra starfsmanna
sem hafa að miklu leyti verið í yfir-
vinnu og gi-eiðslum sem ekki gefa
lífeyrisrétt yfir í lífeyrisrétt. Það
hefur í för með sér aukið misvægi
gagnvart okkar fólki því það hækka
allir grunnar.“
Launamunur aukist síðasta ár
„Við erum bundnir í báða skó með
kjarasamningi. Eina haldreipið sem
við höfðum var það að ef kaupmátt-
arþróunin yrði betri í löndunum í
kring. Kaupmáttarþróunin hér hef-
ur hins vegar orðið hagstæðari fyrir
okkar hópa en annars staðar. Við
sitjum bara í súpunni með það að
kaupmáttarþróun annarra hópa hér
heima er miklum mun hagstæðari.
Ég þykist vita, þó ekki séu komnar
fram tölur um það, að launamunur-
inn í samfélaginu hafi aukist veru-
lega á síðasta ári,“ sagði Ari.
Hann sagði að hingað til hefði
launamunur á almennum markaði
og í opinbera geiranum verið rétt-
lættur með því að lífeyrisréttindi op-
inberra starfsmanna væru svo góð.
Með kerfisbreytingunni í opinbera
kerfinu hefðu þau réttindi enn verið
bætt með því að hækka þann grunn
sem borgað er af inn í sjóðinn.
„Þetta er til þess að breyta þeim
mun sem er milli þessara tveggja
markaða," sagði Ari en sagði að
þessar breytingar næðu að vísu að-
eins til hinna fínni hópa ríkisstarfs-
manna, réttindalega séð, en ekld til
t.d. fólks innan aðildarfélaga ASÍ.
Hundsbit
kært til
lögreglu
EMBÆTTI lögreglustjórans í
Reykjavík hefur borist kæra
vegna meints hundsbits í Mos-
fellsbæ á sunnudag, en talið er
að hundur hafi þá bitið þriggja
ára barn í vörina. Við bitið
rifnaði stykki frá efri vör
barnsins hægra megin og var
það flutt með sjúkrabíl á
bráðamóttöku í Reykjavík, þar
sem gert var að sárum þess, að
sögn lögreglunnar í Reykjavík.
Málið er á leið í rannsókn.
Af og til berast kvartanir
vegna lausra hunda í bænum,
að sögn lögreglunnar í Mos-
fellsbæ, en kvartanir hafa þó
hvorki verið fleiri né færri en
venjulega að undanförnu. Hins
vegar er þó nokkuð um hunda í
bænum, en sækja þarf um sér-
stakt leyfi fyrir þá og er það
m.a. veitt með því skilyrði að
þeir gangi ekki lausir.
Náist hundamir, þar sem
þeir ganga lausir, þurfa eig-
endur þeirra að borga lausnar-
gjald, til að fá þá til baka, en
séu hundarnir á hinn bóginn
ekki sóttir innan tíu daga, er
þeim fargað, að sögn Hauks
Níelssonar, eftirlitsmanns hjá
áhaldahúsi Mosfellsbæjar.
Bilvelta og’
útafakstur
TVEIR ökumenn keyrðu út af
með nokkurra klukkustunda
millibili í Norðurárdal í Borg-
arfirði í fyrrinótt. Fyrri
útafaksturinn varð skammt
fyrir ofan Sveinatungu. Öku-
maður, sem var einn í bílnum á
norðurleið, slapp að mestu
ómeiddur og telur lögreglan í
Borgarnesi það mildi, því bfll-
inn er gerónýtur eftir að hafa
oltið um 20 metra. Ökumaður-
inn er talinn hafa verið ölvaður
og skrámaðist hann lítillega.
Undir morgun ók síðan öku-
maður á suðurleið út af vegin-
um við Fornahvamm og slas-
aðist nokkuð, en ekki alvar-
lega. Talið er að maðurinn,
sem var einn í bílnum, hafí
sofnað við stýrið og ekið út af á
öfugum vegarhelmingi. Um
klukkustund leið þar til komið
var að slysstað og hafði öku-
maður þá misst töluvert blóð.
Naut lögreglan í Borgarnesi
aðstoðar lögreglunnar á
Blönduósi við útkallið og telur
hún fullvíst að bflbelti hafi í
báðum tilfellum bjargað lífi
ökumannanna.
Innbrot
upplýst á
Siglufirði
LÖGREGLAN á Siglufirði
hefur upplýst innbrot í Knatt-
borðsstofuna, sem framið var
aðfaranótt laugardags. Inn-
brotsþjófarnir fóru inn um
glugga Knattborðsstofunnar
og brutu upp spilakassa
Rauða krossins þar sem þeir
höfðu um eitt hundrað þúsund
krónur upp úr krafsinu og
stálu einnig talsverðu af vind-
lingum.
Meðan á rannsókn málsins
stóð var gerð húsleit í einu
húsa bæjarins þar sem lagt var
hald á lítið magn fíkniefna,
sem ætlað var til einkanota.
Tveir menn á fertugsaldri voru
handteknir og játuðu þeir á sig
innbrotið eftir yfirheyrslu lög-
reglunnar. Lögreglan á Siglu-
firði naut aðstoðar rannsókn-
arlögreglumanns frá Sauðár-
ki'óki og hefur þýfið og féð
verið endurheimt.