Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Á SUNNUDEGINUM var farið í siglingu og spilað og sungið úr fær- eysku söngbókinni. •^UM 40 manns lögðu leið sfna til Ólafsvíkur frá Færeyingafélaginu í Reykjavík og sýndu dans. ANNA Sofia Garbo og Katrín Richardsdóttir, sem er í bol sérstaklega prentuðum í tilefni af færeyskum dögum. Morgunblaðið/Sigga Önnu Sofiu Garbo. SÝND var hausun og flökun við höfnina. Morgunblaðið/Ástgeir Finnsson SKERPIKJÖT, þurrkað hvalkjöt og spik var gefið í skemmu við höfnina. BARNAKÓR söng færeysk lög undir stjórn .2 Fjölmennt á Klifí GEYSIMIKIÐ líf og fjör var á færeyskum dögum í Ólafsvík um helgina. Þrátt fyrir fremur óhag- stætt veður í byrjun helgarinnar hálffylltist bærinn af fólki sem kom víða að. Veðrið varð siðan mjög gott og fjölmennt var á há- tfðahöldunum. Undirbúningstími var skamm- ur því hugmyndin kom seint fram. Flest atriði hátíðarinnar voru byggð þannig upp að það var undir fólkinu sjálfu komið hvort þau heppnuðust og það tókst svo sannarlega. Gerðu allir, heimamenn og gestir, góðan róm að.^ Á dagskránni var m.a. margs- konar fræðsla um Færeyjar og færeyska menningu. Má þar nefna að félagar úr Þjóðdansafé- lagi Færeyinga í Reykjavík stigu færeyskan dans og sungu ásamt viðstöddum og margs konar fær- eyskur matur var á boðstólum. Þá var margvíslegt annað á dagskrá svo sem bryggjuball, flugeldasýning, dorgkeppni, íþróttir og götuball við Stekkjar- holt í blíðunni á laugardagskvöld- ið, en síðan var stórdansleikur á Klifi þar sem færeyska hljóm- sveitin „Twilight" lék fyrir dans- inum. Hartnær 400 manns voru á þessum dansleik sem var sá næst- fjölmennasti sem haldinn hefur verið á Klifi. Aðeins hátíðarsam- koman afmælisárið 1987 var fjölmennari. _ Engan þarf að undra þótt Ólsarar hugi að tengslum við Færeyjar því í kringum sjö- unda áratuginn var hér ævin- lega fjöldi Færeyinga í vinnu á sjó og iandi, margt heima- manna á ættartengsl við Færeyinga og allmargir búa hér. Öll þessi samskipti við Færeyingana voru með þeim hætti að aldrei bar skugga á. Hefir hér ávallt ríkt hlýhugur til þeirra. KRAKKARNIR undirbúnir áður en þeir fara upp á pallinn að syngja. Þeir voru bæði í íslenskum og færeyskum þjóðbúningum. FAGURT vífaval í þjóðbúningum. ÞAÐ var bjart yfir öllu í Ólafsvík á fyrstu færeysku dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.