Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 21
Djassinn dun-
ar á Selfossi
DJASS
Ilótel Sclfoss
DJASS- OG BLÚSHÁTÍÐ Á
SELFOSSI
Natasza Kurek Group. Nataza
söngur, Hilmar Jensson gítar,
Gunnlaugur Guðmundsson bassa
og Matthias MD Hemstock tromm-
ur. Sveit Agnars Más Magnússon-
ar. Ólafur Jónsson tenórsaxófón,
Agnar Már pianó, Gunnlaugur
Guðmundsson bassa og Matthías
MD Hemstock trommur. Kvartett
Kristjönu Stefánsdóttur. Krisijana
söngur, Vignir Þór Stefánsson pí-
anó, Smári Kristjánsson bassa og
Gunnar Jónsson trommur. Gestur:
Helga Björg Ágústsdóttir selló.
Laugardagskvöldið 15. ágúst. 1998.
ÞAÐ er gleðilegt hve djasshátíð-
ir á landsbyggðinni hafa fest sig í
sessi. Egilsstaðir og Vestmanna-
eyjar um árabil og nú Djass- og
blúshátíð á Selfossi í þriðja skipti -
og komin inn á fjárlög bæjarfélags-
ins. Hátíðin er haldin tvö kvöld og
er það fyrra helgað blús, en það
seinna djassi. Djassinn réð ríkjum
á laugardagskvöldið var og komu
þar fram þrjár hljómsveitir og fékk
hver klukkutíma til ráðstöfunar.
Pólska söngkonan Natasza
Kurek reið á vaðið með verki Wa-
yne Shorters: Footprints, sem
fyrst mátti heyra á skífu Miles
Davis: Miles Smiles. Þetta verk
hefur fest sig á efnisskrám djass-
manna um víða veröld, þótt mér
hafi sjaldan þótt menn gera neina
bragarbót á því. Það var heldur
ekki gert þarna og þótt gítarsóló
Hilmars Jenssonar hafí verið
ágætlega leikin greip leikur hans
mig ekki frekar en oft þegar
Hilmar leikur á bundnari nótum.
Ekki bættist mikið við í næsta
lagi, I Can’t Help It eftir Stewie
Wonder, en þá var komið að lagi
eftir söngkonuna: Takin the Vail.
Ég heyrði hana flytja það við
verstu hugsanlegar aðstæður á
Jómfrúnni í síðasta mánuði, en
hér var annað upp á teningnum og
vann lagið vel á við endurkynnin.
Þá söng hun annað frumsamið lag:
Incantation - særingarþula -
Natasza er of falleg og ljúf söng-
kona til að vekja ógn með söng
sínum, en lagið er skemmtilega
skrifað og Hilmar Jensson fór á
kostum í sólóum sínum og þeir fé-
lagar tengdu síðan lagið glæsilega
við Afro Blue John Coltranes af
Live At Birdland, sem Natasza
söng glæsilega. Gunnlaugur og
Matthías voi-u pottþéttir í i-yþm-
anum og Hilmar frjór í tónasköp-
un sinni. Það verður gaman að
heyra Natöszu Kurek sveitina á
Jazzhátíð Reykjavíkur í septem-
ber - sér í lagi verði fleiri frum-
samin lög á efnisskránni. Hún býr
yfir ósvikinni skáldaæð þótt hún
eigi margt eftir ólært sem söng-
kona.
Eyþór Gunnarsson forfallaðist á
síðustu stundu og hljóp Agnar
Már Magnússon í skarðið og lék
með Gunnlaugi, Matthíasi og Ólafi
Jónssyni tenórsaxófónleikara.
Þrjú fyrstu lögin voru leikin af
tríóinu - þar af tveir valsar, annar
Vikivaki Jóns Múla. Tríóið var of
laust í reipunum til að tónlistin
virkaði og það skánaði sosum ekk-
ert þegar Ölafur Jónsson bættist í
hópinn með I Hear a Rhapsody.
Margt snoturt gerði kvartettinn í
Yesterday Jerome Kerns, sem er
lag sem gjarnan hvetur djass-
menn til dáða, og þetta hefði getað
orðið nokkuð gott eftir góðan æf-
ingatíma. Síðasta lagið var The
Night Has a Thousand Eyes og þá
fór að hitna í klolunum í einfaldri
karftmikilli spilamennsku - en
þeirra tími var úti og það var gert
hlé og eftir hlé komu svo heima-
menn: Kvartett Kristjönu Stef-
ánsdóttur. Kristjana er eitt glæsi-
legasta djasssöngkonuefni sem við
höfum eignast og nemur nú í
Hollandi eins og margh- þeirra er
spiluðu þetta kvöld m.a. Vignir pí-
anisti hennar. Ballöður og hraðari
lög skipust á og Footprints skaut
upp kollinum og var ekkert
smemmtilegra en fyrrum. Aftur á
móti er alltaf gaman að heyra
sunginn innganginn að gömlum
söngdönsum einsog hún gerði í
Over the Rainbow. Ki-istjana hef-
ur sérstaklega heillandi sviðs-
framkomu og húmorinn er ósvik-
inn, röddin góð, en oft var sveiflan
dálítið broguð og er ekki síst um
að kenna hrynsveitinni, sem trú-
lega þarf oftast að glíma við tón-
list sem byggist á öðrum lögmál-
um en djassinn. Gaman var að
heyra Kristjönu syngja Sometime
I’m Happy sem Sarah Vaughan
hefur gert ódauðlegt. Fraseraði
kórinn var býsna vel unninn, en
skattið heldur tilkomulítið. Það
áttu báðar söngkonur kvöldsins
sameiginlegt að hafa ekki vald á
því tjáningaformi, enda má telja
þá djasssöngvara á fingrunum
sem hafa nálgast góða hljóðfæra-
leikara í spuna. Sellisti bættist við
í gömlum söngdansi, Sing My He-
art, sem var notalega útsettur og
þar lék Vignir sinn besta sóló.
En þrátt fyrir að allt gengi ekki
upp í músíkinni var þetta einstak-
lega ánægjulegt kvöld á Hótel
Selfossi og vonandi dafnar þessi
hátíð og blómstrar.
Vernharður Linnet
Þankalist um ættir,
uppruna og landamæri
í UNDIRDJÚPUM Kaupmanna-
hafnar getur að líta listrænar
birtingarmyndir íslensks hugsun-
arháttar, nánar tiltekið hjá Gall-
ery North á Norregade 7c, ská-
hallt á móti Vorfrúarkirkju.
Fjórir íslenskir listamenn, þau
Alda Sigurðardóttir, Hlynur
Hallsson, Margrét Blöndal og
Steinunn Helga Sigurðardóttir,
eiga það öll sameiginlegt að hafa
verið saman í ljöltæknideild
Myndlista- og handíða-
skólans og þó leiðir
þeirra hafi legið í ólík-
ar áttir hafa þau hald-
ið hópinn og sýna nú
saman í miðborg
Kaupmannahafnar.
Sýningin stendur fram
í miðjan ágúst.
Sandur og útlínur
Steinunn Helga seg-
ir hlæjandi að hún sé
enn á kafi í nostalgíu
og vísar þar til að sýn-
ingar hennar undan-
farið hafa á einhvern
hátt vísað til íslenskrar
arfleifðar, en jafnframt til þess
hve minningin er fallvölt. Verk
hennar nú eru íjórir stálbakkar,
festir upp á vegg, þar sem á er
sandur frá fimm stöðum á Is-
landi, Skálavík fyrir vestan, Búð-
um á Snæfellsnesi, Rauðliólum,
Garðskaga og Kirkjubæjar-
klaustri. Kannski Iaðast hún að
sandi því hún ólst upp í Vík í
Mýrdal, segir hún, með Mýrdals-
sand og Skógasand á næsta leiti.
I huga hennar er litur Islands lit-
ur sandanna. Sandinum hefur
hún safnað frá 1992 og reyndar
víða um lönd, því henni finnst
sandur heillandi hvar sem er, en
það var ekki fyrr en nýlega að
það rann upp fyrir henni hvað
hún ætti að gera við hann.
Það varð úr að hún valdi sér
uppáhaldsstaði og sand frá þeim
stöðum og lét svo sýningarrýmið
marka uppsetninguna. Sandur-
inn verður henni miðill til að tjá
tilfinningar. Bæði sandurinn, lit-
urinn og áferðin höfðar til skiln-
ingarvitanna, sem leiða skoðand-
ann áfram í hugleiðingum.
Hlynur beinir athyglinni að út-
lúium, tekur fyrir nokkur lönd og
dregur upp þau landamæri
þeirra, sem dregin eru af mönn-
unum og ekki mótuð af landfræði-
legum þáttum eins og hafinu.
Pælingar hans beinast að landa-
mærum almennt, raunverulegum
landamærum og persónulegum
landamærum. Og löndin, sem
hann einbeitir sér að, eru Iönd,
sem hann hefur sjálfur heimsótt.
Fjórir ungir íslenskir
listamenn sýna í
Kaupmannahöfn um
þessar mundir. Sigrún
Davíðsdóttir hitti þau
fyrir og heyrði af
vangaveltum þeirra.
Landamæri eru mikið í hug-
myndaveltunni þessi árin, bendir
Hlynur á. Sjálfur hefur hann bú-
ið í fimm ár í Þýskalandi og þar
hafa nýlega þurrkast út landa-
mæri. Og Evrópa er ekki grónari
en svo að þar hafa orðið til ný
landamæri og önnur þurrkast út
undanfarin ár. Hlynur veltir fyr-
ir sér hvort nýju landamærin,
sem verða til, séu raunveruleg
landamæri. Miðað við hans for-
sendur, sem eru manngerð
landamæri, þá eru hvorki landa-
mæri á íslandi né írlandi, en sé
mið tekið af Norður-írlandi þá
eru landamærin þar vægast sagt
gagnrýnisverð. Og ofan á þessa
landamæraþanka bætast þankar
um persónuleg landamæri, sem
auka enn á víddir þessara þanka,
sem Hlynur er búinn að vinna við
í tvö ár og segir að taki stöðug-
um breytingum.
Ættarmót og saga
Verk Öldu er löng ljósmynda-
ræma af höndum, sem við nánari
athugun eru allt barnahendur.
Hendurnar tilheyra allar systk-
inabörnum Öldu, svo börnin eiga
öll sömu ömmu og afa. Alda fékk
krakkana til sín í myndatöku og
hefur síðan notað myndirnar sem
uppistöðu í ýmis verk, þar á með-
al handaverkið. Það sem vakir
fyrir henni er að ná fram mynd
af því, sem er svo líkt, þar sem
sömu hlutirnir endurtaka sig, en
eru þó ekki allir eins. Úr verður
ein mynd í fjórtán einstökum
hlutum. Að baki liggur einnig til-
vísun til ættfræðiáhuga Islend-
inga og stöðugs tals þeirra um
ættarsvip og ættareinkenni.
Það er ekki ætlun Öldu að
sýna fram á neitt slíkt, heldur að-
eins að nota þennan áhuga sem
hráefni í verk sín. Myndirnar tók
Alda og vann þær síðan í tölvu,
þar sem hún fjarlægði hringi,
sem náðust ekki af, naglalakk og
annað, því á myndunum átti ekki
að vera neitt, sem fólk
gerir sjálft, ekkert
sem fólk gerir til að
búa til eigin únynd,
heldur aðeins það sem
er meðfætt. Alda hef-
ur búið víða á íslandi,
en býr nú á Selfossi.
„Jarðfræði lieimilis-
ins“ eru orðin, sem
Margrét Blöndal hefur
um verk sín, því verk
hennar eru samofin
því sem hún gerir í
daglega h'finu, segir
hún. Hún vinnur
einnig lieima nú þegar
hún er snúin heim eft-
ir námsdvöl í Bandaríkjunum.
Verk hennar er annars vegar
poki með múrsteinsbrotum og
hins vegar marglitar blöðrur
felldar í gifs, en hér er það hugs-
anasamhengi verkanna, sem
skiptir máli. Pokinn, sem múr-
steinsbrotin eru í, er gerður úr
efni utan af gömluin dívan og
múrsteinsbrotin fann hún á Is-
Iandi. Margrét segir hlæjandi frá
að ýmsir hafi undrast að hún ætl-
aði sér að burðast með múrbrot
frá íslandi, en verkin verða að
vera sönn, segir hún. Það dugir
ekki að hirða bara einhver brot
upp einhvers staðar. Þessi sann-
leikur [heilleiki] verkanna vonar
hún að skili sér síðan til skoðand-
ans.
I hennar huga er mikilvægt að
verkin segi sögu, sem liggur
undir yfirborði hlutanna, en sést
ekki við fyrstu sýn, því þannig
skapast ákveðinn heiðarleiki og
raunveruleiki. Gamla verið felur
í sér sögu eftir að hafa verið
lengi í notkun og dregið í sig það
sem farið hefur fram í kríngum
það. Margréti eru blettirnir og
saga þeirra hugleikin, því flestir
leitist yfirleitt við að hylja bletti,
en bætir því líka við að hún sé
ekki upptekin af neinni vanda-
málasögu, heldur aðeins því sem
satt sé. Margrét hefur áður unn-
ið með forgengileg efni eins og
sykur og verkið með blöðrunum
og vatninu er af sama toga.
Vatnið gufar upp, litirnir breyt-
ast.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
ÍSLENSKU listamennirnir sem sýna í Gallery North.
F.v. Hlynur Hallsson, Steinunn Helga Sigurðardóttir,
Margrét Blöndal og Alda Sigurðardóttir.
m
Hugurmn
-
m
Eigum fyrirliggjandi örfáa Durango eðaljeppa með V-8 vél