Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
AKUREYRI
MORGUNB LAÐIÐ
Formaður skólanefndar Akureyrar
Horfír bjart-
sýnn fram á
veturinn
JÓN KR. Sólnes, formaður skóla-
nefndar Akureyrar, sagðist vona að
staðan í kennaramálum í grunnskól-
um bæjarins yi’ði með þokkalegasta
móti í vetur og hann horfir því bjart-
sýnn fram á veturinn. Jón sagði að
langflestir þeir kennarar, sem sögðu
upp störfum sínum í vor vegna óá-
nægju með kjör sín, hafi skilað sér til
baka.
Um 90 réttindakennarar í grunn-
skólum bæjarins sögðu upp störfum
í vor en í kjölfar samkomulags um
starfskjör þeirra sem bæjarráð sam-
þykkti fyrr í sumar, hafa þeir flestir
skilað sér til baka. Samkomulagið
gerir ekki ráð fyrir hækkun grunn-
kaups, heldur er um að ræða greiðsl-
ur fyrir yfirvinnutíma í samræmi við
starfsreynslu.
Tvær umsóknir bárust um stöðu
aðstoðarskólastjóra við Brekkuskóla
sem auglýst var nýlega, frá Birgi
Sveinbjörnssyni, aðstoðarskólastjóra
Brekkuskóla, og Sigmari Ólafssyni,
fyrrverandi skólastjóra Hafralækj-
arskóla í Aðaldal. Birgir dró umsókn
sína til baka og á fundi í vikunni
samþykkti skólanefnd að mæla með
þvi að Sigmar yrði ráðinn í stöðuna.
Um 260 börn að hefja
skólagöngn
Kennsla í grunnskólum Akureyrar
hefst 1. september næstkomandi og
þá munu um 260 böm hefja skóla-
göngu í 1. bekk. Ráðgert er að 2.450
börn stundi nám í grunnskólum bæj-
arins í vetur í 1.—10. bekk.
Miklar framkvæmdir hafa verið
við skóia bæjarins og að sögn Einars
Jóhannssonar, fulltrúa hjá bygginga-
deild bæjarins, hafa þær gengið
nokkuð vel. „Vinnu er að Ijúka við 1.
áfanga Giljaskóla. Framkvæmdn-
þar eru aðeins á eftir áætlun en þeim
verður Iokið áður en skólastarf hefst.
Einnig er búið að smíða tvær færan-
Sýnt á Retwiáerkstœðinu
Akureyri
Á sama tíma að ári
föstud. 21/8 kl. 20.30
laugard. 22/8 kl. 20.30
Fjögur hjörtu
fimmtud. 27/8 kl. 20.30
föstud. 28/8 kl. 20.30
laugard. 29/8 kl. 20.30
MIOASALA ÍSÍMA L61-3690
legar kennslustofur við Síðuskóla og
eru þá orðnar fimm þar. Og þá er
verið að setja niður eina lausa
kennslustofu við Lundarskóla en
hún var fiutt frá Giljaskóla.“
Að sögn Einars hafa einnig verið
gerðar smávægilegar breytingar á
Oddeyrarskóla og Lundarskóla, til
að taka við nemendum í 8. bekk, sem
verður byi'jað að kenna í báðum
skólum í ár. Framkvæmdum við
jarðvegsvinnu undir nýja álmu við
Síðuskóla er lokið. Búið er að bjóða
verkið út og hefjast framkvæmdir
innan skamms. Gólfflötur nýju álm-
unnar er 900 fermetrar, 600 fer-
metra hæð og 300 fermetra kjallari.
Loks er hafin hönnun á lokaáfanga
við Lundarskóla en Einar sagði
stefnt að því að taka þá álmu í notk-
un næsta haust eins og álmuna við
Síðuskóla.
Flugfélag Islands
Aldrei meira
að gera í
sjúkraflugi
FLUGFÉLAG íslands hefur
haft í nógu að snúast í sjúkra-
flugi í sumar, bæði innanlands
og milli landa. Friðrik Adolfs-
son, sölustjóri í leiguflugi félags-
ins, sagði að í júlí og það sem af
væri ágúst hefðu vélar félagsins
farið í 36 sjúkraflugferðir.
„Það hefur aldrei verið jafn
mikið að gera í sjúkrafluginu og
síðastliðinn einn og hálfan mán-
uð. Við fórum 17 slíkar flugferð-
h' innanlands í júlí og fjórar
milli Islands og Grænlands. Þá
höfum við farið níu sinnum í
sjúkraflug innanlands nú í ágúst
og sex sinnum milli landa og þar
af í eina slíka flugferð til Brus-
sel í Belgíu. Þá fór vél sjúkra-
flug með nýbura frá Nuuk í
Grænlandi í nótt (fyrrinótt) til
Kaupmannahafnar, með við-
komu á Akureyri.“
Friðrik sagði að félagið væri
nú að fara í fleiri sjúkraflugferð-
ir frá Austfjörðum en áður og
einnig hefði verið meira að gera
i sjúkraflugi frá Grænlandi.
Hann sagði að Piper Chieftain-
vélar félagsins væru notaðar í
sjúkrafluginu innanlands en
Metró-vélar aðallega milli
landa.
*
Húseign í Reykjavík
Höldur ehf. leitar að 3ja-4ra herbergja húsnæði til kaups fyrir
starfsmann: Raðhús, parhús eða hæð með sérinngangi.
Allar upplýsingar:
Reykjavík: Baldur Ágústsson, sími 568 6915
Akureyri: Steingrímur Birgisson, sími 461 3000.
VÉRKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
TIL NEMENDA!
Stundaskrár í dagskóla verða afhentar á skrifstofu skólans föstu-
daginn 22. ágúst frá kl. 13.00—17.00.
Mánudaginn 24. ágúst komi nýnemar á fund með skólameistara í
Gryfjunni kl. 8.15.
Full kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 9.55.
Skólameistari.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
FRAMKVÆMDIR við byggingu nýrrar álmu við Síðuskóla heíjast innan tíðar. Tveimur færanlegum kennslu-
stofum hefur verið komið fyrir á lóð skólans, til viðbótar við þær þrjár sem fyrir voru.
Framkvæmdir við lagningu hitaveitu á Árskógsströnd hafnar
Áætlað að húshitunar-
kostnaður lækki um 40%
Morgunblaðið/Kristján
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við lagningu hitaveitu á Arskógsströnd
en á svokölluðum Brimnesborgum fannst heitt vatn síðastliðið haust.
FRAMKVÆMDIR við lagningu
hitaveitu á Árskógsströnd eru hafn-
ar. Að sögn Þorsteins Björnssonar
veitustjóra verður hafist handa við
að tengja þéttbýliskjarnana þrjá,
Hauganes, Árskógssand og Árskóg,
við hitaveituna en þar býr bróður-
partur íbúa gamla Árskógshrepps.
„Við áætlum að húshitunarkostnað-
ur muni lækka um 40% með tilkomu
hitaveitunnar." Að sögn Þorsteins
munu um 100 hús tengjast veitunni í
þessum fyrsta áfanga og er ársnotk-
unin áætluð um 120 þúsund tonn.
Ekki hefur verið ákveðið hvort eða
hvenær ráðist verður í lagningu hita-
veitu heim á sveitabæina. „Það er
gert ráð fyrir að framkvæmdum við
þennan áfanga verði lokið 1. nóvem-
ber nk. Við vonumst til að þær áætl-
anir standist, þótt ekki megi mikið út
af bregða í veðurfari," sagði Þor-
steinn.
í október í fyrra fannst heitt vatn
á svokölluðum Brimnesborgum,
milli þéttbýlisstaðanna í hreppnum,
og var pi'ufudælt þar í janúar og
febrúar sl. „Við getum dælt með
góðu móti um 18 sekúndulítrum af
74 gráðu heitu vatni úr holunni.
Heita vatnið á Dalvík er hins vegar
ekki nema 63 gráður og orkuinni-
hald vatnsins í Árskógshreppnum
er miklu meira en á Dalvík."
Stofnkerfið tæpir 7 km
Stofnkerfið í þessa þrjá þéttbýl-
iskjarna er tæpir 7 km og dreifi-
kerfið og minni lagnir um 4 km til
viðbótar. Um er að ræða nokkra
verkþætti við framkvæmdina.
Jarðverk ehf. á Dalvík sér um lagn-
ingu dreifikerfisins en tilboð fyrir-
tækisins, sem var það lægsta,
hljóðaði upp á rúmar 19,7 milljónir
króna.
Fitjar ehf. í Sandgerði áttu
lægsta tilboð í byggingu miðlunart-
anks á Brimnesborgum en það
hljóðaði upp á rúmar 7,8 milljónir
króna. Stálpípurnar eru keyptar frá
Seti á Selfossi og kosta tæpar 10
milljónir króna og plaströrin eru
keypt frá ísröri í Hafnarfirði og
kosta tæpar 8 milljónir króna.
Aðspurður um frekari fram-
kvæmdir, sagði Þorsteinn að hita-
veitan hafi sótt um styrk til að bora
hitastigulsholur við Húsabakka í
Svai'faðardal. „Við fengum pening
til að gera hagkvæmniathugun þar
og ég reikna með að það verði gert,“
sagði Þorsteinn, sem sagði þó að
málið ætti eftir að fara fyrir fund
veitunefndar.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri FMN
Dæmdur í 10 mánaða fangelsi
FYRRVERANDI framkvæmda-
stjóri Flutningamiðstöðvar Norð-
urlands, FMN, hefur verið dæmd-
ur í Héraðsdómi Norðurlands, í 10
mánaða óskilorðsbundið fangelsi
og til að greiða FMN um 6,5 millj-
ónir króna með dráttarvöxtum.
Einnig var hann dæmdur til að
greiða 80 þúsund krónur í réttar-
gæslu- og málsvarnarlaun til verj-
anda síns.
Ríkislögreglustjóri höfðaði mál á
hendur framkvæmdastjóranum
fyrrverandi fyrir fjárdrátt og
skjalafals, með því að hafa á tæp-
lega tveggja ára tímabili dregið sér
fé úr sjóði félagsins, samtals rúmar
6,3 milljónir króna, með því að gefa
út og innleysa 36 tékka á reikning
félagsins og nýta allt andvirði eða
hluta andvirðis tékkanna í eigin
þágu.
Játaði sök greiðlega
I dómnum kemur fram að ákærði
hafi leitast við að leyna fjárdrætti
sínum með því að láta bókara fé-
lagsins í té tilhæfulaus gögn og
rangfæra þannig bókhald félagsins
og látið honum m.a. í té tvo tilhæfu-
lausa reikninga í þessu skyni sem
ákærði hafi falsað að öllu leyti.
Ákærði var einnig kærður fyrir
umboðssvik með því að hafa greitt
fyrir vörur og þjónustu, sem hann
nýtti í eigin þágu, með VISA
kreditkorti félagsins.
Ákærði játaði sök greiðlega fyrir
dómi og samþykkti framkomna
bótakröfu upp á tæpar 6,5 milljónir
króna. Á móti kemur að um háar
fjárhæðir er að ræða og leitaðist
ákærði við að leyna fjárdrætti sín-
um með rangfærslum og fólsunum.
Þá hefur hann ekki bætt tjón af
brotinu nema að litlum hluta.
Dóminn kvað upp Erlingur Sig-
tryggsson, settui' héraðsdómari.
t.
t
!
i-
í
t
!
I
t
t
í
l
(
L
I
[
I
t
i
L
I