Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN J. HAFSTEIN, Red Deer, Alberta, Kanada, lést sunnudaginn 16. ágúst. Sveinn Þórðarson, Marinó H. Sveinsson, Svanhildur Alexandersdóttir, Þórður Sveinsson, Mona B. Thordarson, Ellen Nína Sveinsdóttir, Margrét B. Hafstein, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐRÚN HINRIKSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavik, lést sunnudaginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda Björn Lindal Gíslason, Sigurður Lárus Gíslason, Elmer Hreiðar Elmers, Ólafur Lindal Gíslason. Elsku litli sonur minn, bróðir og barnabarn, STEFÁN DARRI FJELDSTED, er látinn. Ingibjörg Alma Fj. Júlíusdóttir, Júlíus Örn Fjeldsted, Júlíus Ólafsson, Sæmunda Fjeldsted Númadóttir. t Elskuleg fósturmóðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HELGA JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 11. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Reynir Ingi Helgason, Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir, Jón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SYLVÍA SIGFÚSDÓTTIR frá Helluvaði, til heimilis á Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsett frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 20. ágúst kl. 13.30. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR A. SIGJÓNSDÓTTUR, Eyjahrauni 11, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öli. Edda Svavarsdóttir, Garðar Gíslason, Dóra Svavarsdóttir, Halidór Pálsson, Friðrikka Svavarsdóttir, Hrafn Oddsson, Áslaug Svavarsdóttir, Ingvar Vigfússon, Svava Svavarsdóttir, Egill Ásgrímsson, Sif Svavarsdóttir, Sævar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. VORDÍSINGA GESTSDÓTTIR + Vordís Inga Gestsdóttir fæddist að Lækjar- bakka, Árskógs- strönd í Eyjafirði, 28.5. 1938. Hún ólst þar upp til 1945, en síðan í Sandgerði. Hún fluttist til Reykjavikur 1963 og bjó þar til ársins 1983 er hún flutti til Keflavíkur og hefur hún átt þar heima síðan. Hún lést á Landspítalanum 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Gestur Sölvason f. 17.9. 1897, d. 21.10. 1954. sjómaður frá Litla-Ár- skógssandi, Kristjana Steinunn Ingimundardóttir f. 4.8. 1903, d. 8.2. 1990, húsmóðir og verka- kona, fædd í Hlíð Garði. Vordís Inga var fimmta í röð sjö systk- ina sinna. Hin eru í aldursröð: Magnús Ragnar, f. 11.6.1927, d. 22.9. 1962. Oddgeir, f. 24.9. 1930, d. 12.12. 1995. Gestur Bergvin, f. 12.4 1933, d. 29.3. 1959. Líney Hulda, f. 3.11. 1935, Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121.) Það var skammt stórra högga á milli í þetta sinn. Aðeins þrjár vik- ur frá því að við kvöddum Huldu systur og nú er það Inga. Hún hafði einmitt orð á því þá að það væri skrítið að vera allt í einu orðin elst af systkinahópnum. Vordís Inga ólst upp á Árskógs- strönd til sjö ára aldurs, en flutti þá til Sandgerðis ásamt móður okkar og systkinum, en foreldrar okkar slitu þá samvistum. Inga lauk barna- og unglingaskólanámi í Sandgerði. Frá unglingsaldri starf- aði hún í físki. Árið 1963 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar til 1983 er hún fluttist til Keflavíkur. Inga vann lengst af hjá Afurðasölu SIS, eða frá ársbyrjun 1963 til ársins 1977. Eftir að hún flutti til Kefla- víkur starfaði hún m.a. í fiskvinnslu bæði í Sandgerði og Keflavík, einnig vann hún við ræstingar á Keflavíkurflugvelli. Inga var mjög skapgóð manneskja, létt og kát og átti mjög auðvelt með að sjá skop- legu hliðarnar á lífinu og gerði óspart grín að sjálfri sér og að vit- leysunni í okkur hinum. í mars sl. brenndist Inga illa á hendi er hún vann við afleysingar í þvottahúsi í Keflavík. Þurfti hún að liggja nokkrar vikur á Landspítal- anum af þeim sökum þar sem hún var það illa brennd að skipta þurfti um húð í tvígang á hendi hennar af þeim sökum. Daginn sem Hulda d. 19.7. 1998. Oddný Sigríður, f. 14.9. 1940, búsett í Garðabæ. Alfa Jenný, f. 6.9. 1944. búsett í Sandgerði. Hinn 20. oktober 1963 giftist Vordís Inga Karli Sigþórs- syni, f. 8.6. 1932, d. 12.7. 1981. Dætur: Erla f. 24.11. 1955. búsett í Reykjavík hennar maður Kol- beinn Steinbergs- son og eiga þau þrjú börn. Hafdís, f. 7.11. 1957, búsett í Reykjavík, hennar maður var Geir Sigurðs- son og eiga þau þijú börn. Haf- dís og Geir slitu samvistun. Barnabarnabörn Vordísar Ingu eru fjögur. Sambýlismaður Vor- dísar Ingu frá 1984 var Magnús Þorsteinsson, f. 6.12. 1933, d. 17.7. 1997. Sambýlismaður Vor- dísar Ingu frá mars 1998 er Ottó Carlsen, f. 5.7.1933. Utför Vordísar Ingu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. systir var kistulögð þurfti síðan að fjarlægja einn fíngur. Ég skoðaði höndina á henni þann dag og lét þau orð falla að það væri agalegt að sjá á henni höndina. O, svaraði hún, þetta hefði getað farið ven-, ég held þó hendinni þó að einn fingur fari. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga minn. Inga var mjög fíngerð kona og alla tíð fannst mér hún vera ákaflega brot- hætt og auðsærð. Hún var ekki allra en var vinur vina sinna. Það er mikið tómarúm sem hefur skap- ast hjá okkur ættingjunum eftir lát þeirra systra og skrítið að geta ekki hringt í þær. Ég þakka þér, kæra systir, fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Megi góður guð blessa þig. Aðstandendum öllum bið ég guðs blessunar, megi góður guð hugga ykkur og styrkja um ókommin ár. Oddný S. Gestsdóttir. Hún amma er dáin, þetta eru orð sem við héldum að við myndum ekki heyra á næstunni, þú varst svo glöð og ánægð síðast þegar við hittum þig, og er gott að fá að minnast þín þannig. Elsku amma, það koma upp margar minningar og flestar eru þær skemmtilegar. Þú varst okkur sem strætó og skutlaðir okkur alltaf hvenær sem var og gerðir þú það alltaf af mestu gleði. Þú varst alltaf að grínast við okkur og var það alltaf jafn fyndið, eða allavega hló maður alltaf að þér. HLÍN SIG URÐARDÓTTIR + Hlín Sigurðardóttir fæddist í Ólafsvík 11. september 1959. Hún lést í Landspítalan- um 19. ágúst 1997 og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 29. ágúst 1997. Elsku Hlín. Með þessum orð- um langar okkur vini þína að þakka þér samverustundir okkar, það er erfitt og ótímabært að þeim skuli vera lokið svo snemma. Þessa dagana eru kross- gáturnar í blöðunum óútfylltar á heimili okkar, það kemur enginn á morgnana stormandi inn úr dyrunum og spyr hvar krossgát- an sé. Alla tíð varst þú full af lífs- gleði og áttir þér þína drauma sem þú stefndir að og hélst ótrauð áfram á hverju sem gekk. Það er aðdáunarvert hversu dug- leg þú varst að byggja upp heim- ili þitt eftir að þú varst orðin ein með hann Ástþór þinn. Ótal margt fer um huga okkar á þessari stundu, við eigum margar góðar minningar um þig frá því við kynntumst en þú áttir oft erfið tímabil á þinni lífsleið. Alltaf var gaman þegar við vorum að undir- búa okkur í ferðalög, allt sem þurfti að hafa meðferðis varð að vera í alveg sérstakri röð, ef svo var ekki varðst þú að laga allt þar til þú varst ánægð, fyrr var ekki lagt af stað. Mikið fjör var þegar við tókum rúnt frá Keflavík til Reykjavíkur, þá var mikið spjallað og sungið á leiðinni. Allt í einu á besta aldri greinist þú með Og þegar maður var einn heima var maður í raun ekki einn heima, vegna þess að þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af því hvori mað- ur væri að svelta, en svo var ekki vegna þín. Svo má ekki gleyma síðasta vetri þegar ég (Geirný) gekk í F.S., þá gafst þú mér lykil að íbúðinni þinni svo að ég gæti komið hvenær sem var og fengið mér að borða, en yfir- leitt kom alltaf einhver vinkona mín með mér og fengum við alltaf súperdós og brauð hjá þér. Og svo mætti lengi telja minn- ingar okkar um þig og þeim mun- um við aldrei gleyma, því það er eitt sem ekki er hægt að taka frá okkur og era það minningar og þökkum við fyrir þær. Elsku amma, Guð geymi þig og varðveiti. Geirný og Helena. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt og allt. Erla og Hafdís. Elsku amma, það er sárt að þurfa að skrifa kveðjuorð til þín núna þegar maður á alls ekki von á því en maður veit aldrei hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Ég og Hafsteinn viljum fá að þakka þér fyrir hjálpina í gegnum veikindin hjá honum, og vonum að þú haldir því áfram þó að það sé annars staðar frá, í hveiri einustu viku fórst þú með okkur til Reykja- víkur í blóðprufu og svo var það okkar siður sem fylgdi í þessum ferðum en það var að koma við á Kentucky áður en við héldum heim á leið. Þú komst heim til okkar á hverjum degi, en áður en þú komst hringdirðu alltaf og athugaðir hvort það væri eitthvað sem Haf- stein vantaði og oftast var það nú kúlusúkk og kókómjólk. Þú og Haf- steinn náðuð óskaplega vel saman því oftar en ekki voruð þið uppi í herbergi að leika í bílaleik. Það var gaman að sjá hversu mikla hamingju hann Öttó hafði fært þér og það sáu allir, vegna þess að við sáum þig aldrei nema brosandi og glaða eftir ykkar kynni. Elsku amma, Guð varðveiti og blessi þig. Bless, bless, þín Vordís og Hafsteinn. krabbamein. Reiðarslag var að fá þær fréttir og hófst mikil barátta við þann erfiða sjúkdóm. Jákvætt hugarfar þitt og bjartsýni ein- kenndu þig þó alltaf, sama á hverju gekk í veikindum þínum, mikil gleði ríkti á meðal okkar þegar talið var að meinið væri far- ið. En ári seinna tók meinið sig upp aftur og í hönd fóru erfiðir tímar, ekki leið sá dagur að við hefðum samband símleiðis eða værum saman, en skaparinn var búinn að ákveða henni annað verk sem við kannski ekki skiljum og eigum erfitt með að sætta okkur við. En eitt getum við sætt okkur við, nú eru hennar erfiðu tímar að baki hér og trúum við því að henni líði betur nú. Við vottum móður hennar, syni og systkinum samúð okkar. Einnig viljum við þakka starfs- fólki deildar lle á Landspítalanum ómetanlegt starf. Valgerður G. Eyjólfsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.