Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 19
Frysta fóst-
urvísi vegna
framavona
Konum ráð-
ið frá neyslu
grindhvals
Þórshöfn. Morgunblaðið.
FÆREYSKUM stúlkum og konum á
barneignaaldri hefur verið ráðið frá
því að borða grindhvalarengi vegna
þess að of hátt hlutfall kvikasilfurs og
eiturefnisins PCB mælist nú í kjöti
og fitu grindhvala. Segja færeysk
heilbrigðisyfirvöld að PCB, sem safn-
ast fyi-ir í fitu sjávarspendýra, og
kvikasilfur sem er aðallega að finna í
kjötinu, sé í svo miklum mæli í grind-
hvölum, að það kunni að valda fóstur-
skaða í konum sem neyti þess.
Aldalöng hefð er fyrir grindhvala-
veiðum og neyslu grindhvalakjöts í
Færeyjum og er málið þvi viðkvæmt
fyi’ir Færeyinga. Þeir búa ennfrem-
ur við harðar árásii' dýraverndunar-
samtaka, sem telja grindhvalaveið-
arnai- grimmilegar.
Ekki er búist við þvi að viðvaranir
heilbrigðisyfirvalda tii kvenna muni
hafa mikil áhrif á neyslu grindhvala-
kjöts en færeyski landlæknirinn tel-
ur körlum og eldri konum óhætt að
borða gi'indhvalakjöt og -rengi einu
sinni til tvisvar í mánuði. Þunguðum
konum og konum með barn á brjósti
er ráðið frá þvi að borða kjötið og öll-
um stúlkum og konum á barneigna-
aldri ráðlagt að láta hvalrengið alveg
vera.
-----------------
Fundur í
Burma
Rangoon. Reuters.
LEIÐTOGAR herforingjastjórnar-
innar í Burma áttu í gær fund með
fulltrúum lýðræðishreyfingarinnar í
landinu (NLD) í fyrsta skipti í um
eitt ár. Kom fram í yfirlýsingu
stjórnvalda að loknum fundinum að
þau vonuðust til þess að þessi fundur
yrði sá fyrsti af mörgum þar sem
leitast yrði við að auka traust milli
stjórnvalda og NLD .
Aung San Suu Kyi, leiðtogi NLD,
var ekki viðstödd fundinn. Hún situr
enn í bifreið sinni í mótmælaskjmi.
Er hún nú á sjöunda degi mótmæl-
anna.
BRESK hjón, sem eru í góð-
um stöðum og stefna enn
hærra, hyggjast láta frysta
frjóvgað egg úr konunni, sem
koma á fyrir í legi hennar er
hún nær fertugu. Er þetta
fyrsta dæmið í Bretlandi um
að fólk reyni á þennan hátt
að stýra barneignum, en
hjónin telja að eignist konan
barn nú, rétt rúmlega þrítug,
geri það framavonir hennar
að engu. Hefur málið vakið
mikla athygli í Bretlandi en í
frétt The Sunday Times segir
að því fari fjarri að allir séu
sáttir við þetta inngrip í
framgang náttúrunnar.
Konan er 32 ára og vill
ekki spilla atvinnumöguleik-
um sínum. Hún og eiginmað-
ur hennar vilja hins vegar
ekki bíða með að frjóvga egg
konunnar, vegna þess hve
hættan á því að barnið fæðist
t.d. með Downs-heilkenni
eykst með aldri móðurinnar.
Vekur siðferðislegar
spurningar
Fullyrt er í blaðinu að ósk
hjónanna um að egg verði
frjóvgað og fóstrið fryst,
standist Iagalega en veki
engu að síður fjölmargar
siðferðilegar spurningar.
Þess eru dæmi að fósturvís-
ar hafi verið frystir til að
seinka meðgöngu vegna
veikinda móður en þetta er
hins vegar í fyrsta sinn sem
hjón leggja slíka ósk fram
byggða á lífsstíl sínum og
framavonum.
A meðal þeirra röksemda
sem tíndar hafa verið til
gegn ósk hjónanna er hvað
eigi að taka til bragðs ef
hjónaband þeirra fari út um
þúfur? Þá þykir mörgum
læknuin einfaldlega of langt
gengið. „Þessi tækni var
fundin upp til að aðstoða
hjón sem geta ekki átt börn
en þessi kona leikur sér að
mannslífi á óforsvaranlegan
hátt,“ segir Peter Brinsden,
yílrlæknir Bourn Hall lækna-
miðstöðvarinnar.
Kvenréttinda-
samtök fagna
Fulltrúar kvenréttinda-
samtaka hafa hins vegar
fagnað ósk hjónanna. Segir
Melissa Lane, sérfræðingur í
stjórnmálaheimspeki og sið-
fræði við háskólann í
Cambridge, að aðferðin
kunni að hafa jafnmikil áhrif
á líf kvenna og tilkoma getn-
aðarvarnapillunnar á sínum
tíma. Nú þurfi barneignir
ekki lengur að standa í vegi
framavona kvenna.
Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort orðið
verður við ósk hjónanna en
þau eru sögð reiðubúin að
greiða þúsundir punda, sem
svarar til hundraða þúsunda
ísl. kr., fyrir aðgerðina.
Danir deila um EMU-
atkvæðagreiðslu
HART er nú deilt í Danmörku um
hvort og þá hvenær ganga skuli til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
landsins að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU. Sam-
kvæmt frétt Jyllands-Posten telur
meirihluti þingmanna á danska
þinginu að ekki beri að ganga til
slíkrar atkvæðagreiðslu fyrr en evr-
óið hefur verið tekið í notkun í að-
ildarlöndum EMU, en Anders Fogh
Rasmussen, formaður Venstre, lýsti
því yfir í síðustu viku að Danir yrðu
að hafa greitt atkvæði um aðild ekki
síðar en um mitt ár 2001.
Jakob Buksti, talsmaður danskra
jafnaðarmanna, segir óhugsandi að
*****
EVROPA^
ganga til atkvæðagi-eiðslu fyrr en
EMU sé orðið að veruleika. Mynt-
bandalagið gengur í gildi um næstu
áramót en evróið, hinn sameiginlegi
Evrópugjaldmiðill, á að fara í um-
ferð í öllum aðildarlöndunum árið
2002.
Radikale Venstre, sem sitja í
stjórn með jafnaðarmönnum em
einnig andvígir þjóðaratkvæði um
EMU svo snemma. Segir Elisabeth
Arnold, þingmaður þeirra, slíkt ekki
koma til greina, nema „að minnsta
kosti 20.000 manns standi fyrir
framan þinghúsið og krefjist þess.
Hins vegar em íhaldsmenn sam-
mála Venstre um nauðsyn þess að
Danir verði sem fyrst aðilar að
EMU. Lene Espersen, talsmaður
Ihaldsflokksins í Evrópumálum,
varar hins vegar við því að farið
verði of geyst í að ákveða tímasetn-
ingu og segir mikilvægast að tryggt
sé að meirihluti þjóðarinnar sé
fylgjandi aðild, áður en gengið verði
til atkvæða.
1 NÝR SENDIBÍLL
Bónda-Brie • Gráðaostur
Feta með tómötum og ólífum
Gouda 11% • Dala-Brie
Óðalsostur • Gouda 17%
Maribo
Gouda 26%
Stóri Dímon • Feta í kryddolíu
Lúxusyrja • Dala-yrja
Camembert
Hvítlauksbrie
Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið
salat með grænmeti og osti er endurnærandi
sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði.
Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn!
Ostnr í allt sumar
Nykaup
ÍSLENSKIR
OSTAR
I AlLT SUMAR
1958-1998
www.ostur.is