Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ríkislögreglustjórar á Norðurlöndum á samráðsfundi í Reykjavík
Náið samstarf norrænna
ingsárangur áætlunarinnar næðist
þá væri miklu náð.
Efast ekki um árangur af her-
ferð á sviði umferðarlagabrota
ríkislög’reg'lustj óra
Ríkislögreglustj ór ar
Norðurlanda funda um
þessar mundir í
Reykjavík. Sigríður B.
Tómasdóttir sat blaða-
mannafund þar sem
m.a. var rætt um mark-
mið og aðferðir lög-
regluyfírvalda til að
fækka afbrotum.
TILGANGUR funda ríkislögreglu-
stjóranna er að taka ákvarðanir um
og leggja línur fyrir stefnumótandi
verkefni og era slíkir fundir haldn-
ir einu sinni á ári. Þátttakendur
fundanna eru úr æðstu stjóm lög-
reglu í sínu heimalandi. Þessi fund-
ir eru nú í fyrsta skipti haldnir á
Islandi. í máli Haralds Johannes-
sen, ríkislögreglustjóra, kom fram
að embætti ríkislögreglustjóra á
Norðurlöndum hafa mjög náið
samstarf og skiptast á skoðunum
og upplýsingum um stöðu mála.
Eitt meginefni fundarins er
stefnumörkun lögreglu og kom
fram á fundinum að unnið er skipu-
lega að fækkun aíbrota í Dan-
mörku, Noregi og á Islandi. I Dan-
mörku hefur afbrotum fækkað um
4% miðað við sama tíma í fyrra,
innbrotum hefur fækkað verulega
en grófari glæpum hefur reyndar
fjölgað.
Ivar Boye, ríkislögreglustjóri
Danmerkur, segir það
hluta af breyttum starfs-
aðferðum lögreglu í Dan-
mörku að verða sýnilegri
í samfélaginu, komast í
tæri við hinn almenna
borgara og í því skyni hafí
litlar hverfísstöðvar lögreglu verið
settar á laggimar í Kaupmanna-
höfn og nágrenni.
Fækka afbrotum sem margir
verða fyrir
Boye sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann teldi langmikilvæg-
Morgunblaðið/Arnaldur
FULLTRÚAR Danmerkur, Erik Justesen, Ivar Boye, Jens Henrik Hojbjerg og fulltrúar íslands, Jón H.
Snorrason, Haraldur Johannessen og Þórir Oddsson, á blaðamannafundinum í gær.
Ræða að-
gerðir gegn
giæpasam-
tökum
asta verkefni lögreglunnar að beita
sér fyrir fækkun afbrota sem
snerta mikinn hluta almennings, til
dæmis innbrota, bílþjófnaða, reið-
hjólastulda og þess háttar afbrota.
Boye sagði vitaskuld alvarlegt að
grófari glæpum fjölgar, enginn vafí
væri á að samfélagið væri orðið of-
beldisfyllra en áður.
Boye sagði lögreglu í
Danmörku ekki hafai far-
ið út í sérstakar aðgerðir
gegn afbrotum á borð við
umferðalagabrot, en kvað
þá hugmyndafræði, að af-
brotum í samfélagi fækki ef ráðist
er gegn vægari glæpum vel þekkta
og virta, dæmið frá New York væri
t.d. stórfenglegt. Hins vegar væri
ljóst að sömu aðferðir dygðu ekki
endilega jafn vel í Bandaríkjunum
og á Norðurlöndum, samfélögin
væru það ólík.
Á blaðamannafundinum kom
fram að ekkert hinna Norðurland-
anna hefur sett sér svipað mark-
mið og lögregluyfirvöld á íslandi
sem nýverið kynntu áætlanir sín-
ar um að fækka afbrotum um 20%
á næstu árum. Var samhljóma álit
fulltrúa Norðurlandanna að erfitt
væri að setja fram tölur sem þess-
ar og raunar að fækka afbrotum.
Ríkislögreglustjóri Danmerkur
sagði að ef tækist að stemma
stigu við fjölgun og að fækka af-
brotum örlítið væri miklum ár-
angri náð.
Mikilvægt að skoða hvaða
aðferðum er beitt
Hans S. Sjövold frá embætti
Ríkislögreglustjóra í Noregi benti
á á fundinum og í samtali við
Morgunblaðið að gífurlega erfítt
væri að fækka afbrotum og að
ávallt þyrfti að skoða þær aðferðir
sem beitt er, það gæti t.d. verið að
afbrotum „fjölgaði" í kjölfar sér-
staki-a aðgerða lögi'eglunnar vegna
þess að þannig væru fleiri afbrot
skrásett. Sjövold sagði gildi for-
vama gegn glæpum vera mjög
mikið. Afbrotum í Noregi hefur
fjölgað mikið undanfarið ---------
og sagði Sjövold að þjóð-
félagið í Noregi hefði
breyst mikið á undanförn-
um árum og lögreglan
reyndi nú að bregðast við
því.
Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri benti í framhaldi um-
ræðna um fækkun afbrota á að það
að setja fram áætlun um fækkun
afbrota væri að hluta til aðferða-
fræðilegt, það væri gott fyrir lög-
reglustjóra út um allt land að hafa
áætlun að styðjast við, og ef helm-
Gildi forvarna
gegn glæpum
er mjög
mikið
Aðspurður sagði Haraldur Jo-
hannesen að stefnt væri að því að
taka saman á næsta ári árangur af
herferð lögreglu á sviði umferðar-
lagabrota. Haraldur sagðist ekki
efast um að það skilaði árangri í
samfélaginu að herða eftirlit með
umferðarlagabrotum, ekki væri
eðlilegt að velja hvaða lögum er
fylgt eftir.
Annað meginefni funda ríkislög-
reglustjóra eru aðgerðir lögreglu
gegn skipulögðum glæpasamtök-
um og þá einkum mótorhjólaklúbb-
um. Klúbbarnir hafa starfað á öll-
um Norðurlöndum utan Islands en
á blaðamannafundinum kom fram
að lögregla á íslandi íylgist sér-
staklega með þegar einstaklingar
sem taldir eru tengjast þessum
samtökum hafa komið til Islands.
Ríkislögreglustjóri Danmerkur
sagði engar vísbendingar vera um
að mótorhjólaklúbbar hefðu hafið
starfsemi hér, eða flyttu inn fíkni-
efni til íslands. En fulltrúar Is-
lendinga á fundinum sögðu fulla
ástæðu til að fylgjast vel með
skipulagðri glæpastarfsemi utan
íslands og þeim sem henni tengd-
ust og kæmu til Islands.
Schengen-sáttmálinn hefur
engin áhrif á samstarf
Norðurlanda
Ríkislögreglustjóramir hafa
einnig farið yfir árangur samstarfs
á sviði lögreglu- og tollyfírvalda í
fíkniefnamálum. Þetta samstarf
hefur gefíð mjög góða raun og kom
fram á fundinum að Schengen-sátt-
málinn mundi engin áhrif hafa á
þetta samstarf. Bent var á að þetta
samstarf ætti sér aðdraganda aftur
að byrjun níunda áratugarins og
Norðurlönd kæmu fram sem eitt á
sviði þessara mála.
Hlutverk lögreglu í alþjóðlegri
friðargæslu og uppbyggingarstarfi
Sameinuðu þjóðanna hef-
ur einnig verið rætt á
fundi ríkislögreglustjór-
anna og kom fram að
reynsla af því starfi hefur
verið góð, m.a. í Jú-
góslavíu fyrrverandi.
Lars Nylén, ríkislögreglustjóri
Svíþjóðar, sagði ánægju hafa verið
með þetta starf og allt benti til að
það héldi áfram. Nylén sagði starf-
ið gjarnan á þá leið að lögreglu-
menn kæmu í kjölfar friðargæslu-
sveita, þegar þær hafa lokið hlut-
verki sínu.
Opinberri heimsókn Halldórs Ásgrimssonar utanrflrisráðherra til Mósambík lokið
Rætt um fjárfest-
ingar og aðstoð við
landhelgisgæzlu
Maputo, Mósambík. Morgunblaðið
OPINBERRI heimsókn Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra
til Mósambík lauk í gær. Halldór
átti fund með Leonardo Simao, ut-
anríkisráðherra Mósambík, og
ræddu þeir m.a. möguleika á fjár-
festingum íslenzkra einkafyrir-
tækja í mósambískum sjávarút-
vegi og hugsanlega astoð Islend-
inga við að byggja upp landhelgis-
gæzlu.
Meginefni funda utanríkisráð-
herra með mósambískum stjóm-
völdum var þróunaraðstoð íslands
við Mósambík, en Þróunarsam-
vinnustofnun Islands hefur nú
starfað þar í þrjú ár. Halldór sagði
í samtali við Morgunblaðið að ætl-
unin væri að auka framlag íslands
til tvíhliða þróunarsamvinnu. Það
fé myndi að öllum líkindum renna
til nýrra verkefna í þeim Afríku-
rikjum, þar sem þróunarsam-
vinnustofnun starfar nú þegar,
fremur en að byrja á verkefnum í
fleiri ríkjum. „Við viljum tryggja
að árangur náist og að verkefnin
verði mjög vel undirbúin," segir
Halldór.
Um óskir Mósambík um aðstoð
við uppbyggingu landhelgisgæzlu
segir Halldór að það sé gífurlega
viðamikið verkefni, enda sé öll
landhelgisgæzla meðfram hinni
löngu strandlengju Mósambík í
lamasessi. „Mér finnst sjálfsagt að
líta á þetta, en ég tel ekki líklegt
að við getum tekið slíkt verkefni
að okkur nema í samvinnu við
aðra,“ segir hann.
Leonardo Simao sagði í samtali
við Morgunblaðið að mikilvægt
væri að íylgja aðstoð Islands við
rannsóknir og gæðaeftirlit á mó-
sambískum sjávarútvegi eftir,
með því að hvetja einkafyrirtæki
ríkjunum til samstarfs. „Þar gæti
verið um samstarfsverkefni sjáv-
arútvegsfyrirtækja að ræða eða
að íslendingar fjárfesti beint í mó-
sambískum sjávarútvegi," segir
Simao.
Halldór segist telja mikilvægt
að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki
byrji að huga að möguleikum á
fjárfestingum í sjávarútvegi í Mó-
sambík. „Það er á margan hátt
fýsilegt, en líka mörg ljón í vegin-
um. Þetta eru atriði, sem við mun-
um fara í gegnum með fyrirtækj-
um, sem áhuga kunna að hafa,
þegar við komum heim,“ segir
ráðherra.
Aðstoð við fórnarlömb jarð-
sprengna hugsanleg
Ráðherrarnir ræddu mögu-
leika á aðstoð íslands við fórnar-
lömb jarðsprengna í Mósambík,
en talið er að um milljón sprengj-
ur, sem lagðar voru í borgara-
stríðinu 1975-1992, séu enn í
jörðu. Aðeins tekst að fínna um
12.000 sprengjur á ári og gera
óvirkar. Margir hafa misst fót við
að stíga á jarðsprengju. Simao
óskaði m.a. eftir því að Island
tæki þátt í fundi aðildarríkja sátt-
mála Sameinuðu ríkjanna um
bann við notkun jarðsprengna,
sem haldinn verður í Mósambík á
næsta ári.
Halldór segist hafa gert starfs-
bræðrum sínum grein fyrir
reynslunni af astoð Islands við
fórnarlömb jarðsprengna í Bosn-
íu, en þar hafa hundruð ung-
menna fengið gervifætur frá Öss-
uri hf. „Þetta er verkefni, sem
sjálfsagt er að við skoðum. Aðstoð
af þessu tagi er mjög dýr, en
áhrifín eru gífurleg," segir Hall-
dór.
Mósambík er annað ríkið, sem
utanríkisráðherra heimsækir
næstu daga í Afírkuferð sinni.
Hann hélt í gær til Suður-Afríku,
þar sem hann mun í dag eiga fundi
með stjómvöldum og m.a. skoða
fangelsið Robbin Island, þar sem
Nelson Mandela, forseti landsins,
sat í varðhaldi er stjórn hvíta
minnihlutans var við völd.