Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 9 Seldi ljósakrónu á milljón GÍSLI Holgersson hjá GH heild- verslun í Garðabæ hefur selt eitt eintak af 40 kílóa Ijósakrónu sem kostar tæpa milljón króna. Greint var frá því í Morgun- blaðinu hinn 7. ágúst sl. að Gísli hefði fest upp í verslun sinni gullhúðaða 40 kílóa ljósakrónu frá Italíu sem kostaði 987.000 krónur. Ljósakrónan, sem er húðuð með 24 karata gulli hefur nú verið seld, en hún vakti mikla athygli viðskiptavina sem bók- staflega lögðu leið sína í búðina til að beija hana augum, að sögn Gísla. Hann sagðist jafnframt hafa selt tvær aðrar sem væru í sama stíl en mun minni. FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur LJÓSAKRÓNAN er nú komiu í hendur nýs eiganda Nokkrar vikur þar til tjónamat vegna Nýja bíós liggur fyrir Kaupréttarsamn- ingur er fyrir hendi TALIÐ er að það líði nokkrar vik- ur áður en endanlegt mat liggur fyrir á tjóninu sem varð i eldsvoða í Nýja bíó í Austurstræti 22b 30. júlí sl. Eigendur hússins, Leó Löve lögfræðingur og Jón Guðmundsson fasteignasali, höfðu gert kauprétt- arsamning við tvo einstaklinga en Jón segir að hann öðlist ekki gildi fyrr en kaupverð hafi verið innt af hendi. Tímafrekt að meta Ijónið Tryggingafélagið, Sjóvá-AImenn- ar, þarf að koma upp vinnupöllum og lýsingu í húsinu til þess að tjóna- matsmenn geti þar athafnað sig. Jón segir að einnig sé það tíma- frekt að meta þetta stóra hús. I kaupréttarsamningi felst það að aðilar að samningnum hafa rétt til þess að kaupa húsið ef þeir reiða fram það fé sem um var samið. Jón sagði að það gæti vel hugsast að Bætur ekki greiddar nema byggt verði aðilar að samningnum vilji notfæra sér þau réttindi og skyldur sem í honum eru fólgin en til þess að hann öðlist gildi þurfi að greiða kaupverðið að fullu. Nýti þeir sér kaupréttinn verða þeir aðilar að uppbyggingu hússins ef tekin verð- ur ákvörðun um að byggja það upp að nýju. Bundinn trúnaði Bætur fyrir húsið verða ekki greiddar út í eitt skipti fyrir öll heldur eru þær inntar af hendi eft- ir því sem uppbyggingu hússins miðar fram. Jón vildi ekki gefa upp hverjir eiga aðild að kaupréttarsamningn- um því hann sé bundinn trúnaði. Kaupverðið er einnig trúnaðarmál. Aðspurður hvort núverandi eig- endur hússins hefðu áhuga á því að endurbyggja húsið sagði Jón að fremur ætti að tala um skyldu í þessu samhengi en áhuga. Skylda að skilja ekki eftir flakandi sár „Það er okkar skylda að byggja upp fyrir bæturnar því öðruvísi fást þær ekki greiddar. Það er okk- ar skylda að skilja ekki eftir þama flakandi sár heldur að reyna að kappkosta um að græða það og koma öllu í samt horf aftur. Eg réð mér strax ráðgjafa varðandi tjónið og skoðun á málinu í heild. Við höf- um verið að meta stöðuna en ekki komist að niðurstöðu ennþá. Málið markast allt af því hversu mikið tjónið er metið af tryggingafélag- inu,“ sagði Jón. NYSENDING 'r, blússur Ný sending af stretch gallabuxum tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Glæsilegt úrval af þýskum og ítölskum drögtum með pilsum og buxum frá Hucke og Viasassi h}áX$ErafiihiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ÚTSALA 20-70% afsláttur Utvegun og lagning 11 km strengs við Nesja- vallavirkjun Tilboði lægstbjóð- anda tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ás- mundar Sigurðssonar á Selfossi, í efni og lagningu rafstrengs á Nesja- völlum, þ.e. milli stöðvarhúss og dælustöðvar. Tilboð Ásmundar er rúmar 28,8 milljónir króna, sem er 87,82% af kostnaðaráætlun. Sjö tilboð bárust í verkið en kostn- aðaráætlun ráðgjafa er 32,8 milljónir króna. Um er að ræða útvegun efnis og vinnu við lögn háspennu- og ljós- leiðarastrengs frá stöðvarhúsi Nesjavallavirkjunar að dælustöð við Grámel, 11 km vegalengd. ÁN-verktakar ehf. buðu 40,9 millj- ónir króna, Halldór Sigurðsson véla- leiga 39,8 milljónir, Borgarverk ehf. 39,5 m.kr., Grafan ehf. og Vélaleiga Magnúsar Baldurssonar buðu 33,2 milljónir, Fitjar ehf. 29,9 milljónir og Arnar Kristjánsson ehf. 36,1 milljón. Hitaveita Reykjavíkur mælti með því við stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur að tekið yrði tilboði lægstbjóðanda. Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugaid. 22/8 kl. 10-16. Vorum að bæta þessum skóm á útsöluna - takmarkað magn. Útsölunni lýkur á laugardaginn kl. 16. SENDUM UM ALLT LAND B O G N E R Sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177 VHtu snara miHión? Bíllinn er af dýrustu gerð, dökkblásans, sjálfsk., leðurklæddur m/gráu leðri, topplúga, rafm. í öllu, loftkældur, hleðslujafnari, króm- felgur, líknarbelgir, hljómtæki. Ekinn aðeins 7.000 km. Bíllinn kostar nýr kr. 4.250.000. Á bílnum er litið tjón en helstu varahlutir fylgja. Akstursfær. Verð aðeins kr. 2.900.000. Upplýsingar í sima 577 3344 eða 8964411.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.