Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Grænkál er ríkt af A- og C-vítamini * I morgunverð eða forrétt UNDANFARIÐ hafa krakkar verið að bera heim uppskeru sumarsins úr skólagörðunum, kartöflur, blómkál, salat, radísur og t.d. grænkál. Þar fyrir utan er úrvalið í verslunum af nýju ís- lensku grænmeti aldrei meira en nú. Grænkálið í jafning Fyrir nokkrum árum tíðkaðist að brytja grænkálið niður í jafn- ing. Grænkál er ríkt af trefjum, 100 grömm af grænkáli gefa rúmlega ráðlagðan dagskammmt af A-vítamíni, tvöfaldan ráðlagð- an dagskammt af C-vítamíni og auk þess ýmis efni eins og t.d. B vítamín og járn. Hún Dísa Anderiman, einn for- svarsmanna sveitamarkaðarins í Mosfellsdal, heldur mikið upp á grænkál og segir að það geti verið frábært í forrétt og eftirrétt eða út á AB mjólkina. Hún gefur hér uppskriftir að sínum uppáhalds- réttum þar sem grænkálið er í að- alhlutverki. Grænkál jómfrúarinnar með steiktu bóghveiti _____________Forréttur____________ 5 grænkálslauf jómfrúarólífuolía ______________sojaolía____________ grænmetissalt (herbamare) laukur Setjið bóghveiti í skál með vatni í um klukkustund. Skerið niður grænkálið. Veljið krydd og sker- ið smátt. Hitið sojaolíu á pönnu og örlítið af jómfrúarólífuolíu. Þerrið bóghveiti og brúnið. Hellið slatta af sojasósu út á þegar hveitið er orðið brúnt. Takið af hellunni og hellið í skál. Setjið meiri olíublöndu á pönnu og hitið en hún má ekki verða of heit. Snúið kryddjurtum í olíunni um stund og setjið síðan grænkál á pönnu og snúið í um eina mínútu. Grænkálið á að verða mjúkt en ekki lint. Setjið í skál eða á litla diska og stráið bóghveitinu yfir. Athugið að það er ekki nauð- synlegt að hafa bóghveitið en það er hollt og gefur skemmtilegt bragð þegar því er blandað sam- an við grænkálið. Steikt bóg- hveiti með soja er borðað sem sælgæti og börnin eru sólgin í það. Grænkál listamannsins Gott fyrir þá sem eru búnir að kalka magann með kaffi AB mjólk eða súrmjólk niðursneitt og hakkað grænkál Blandið saman súrmjólk og káli og borðið þegar maginn þarf á að halda. { daglegu lífi verður fólk fyrir ýmsum áreitum sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna. Þetta eru þættir eins og vinnuálag, streita, mengun og svefn- leysi. Afleiðingamar geta verið veikara ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu. LGG+ er unnið úr fitulausri mjólk og inniheldur LGG-gerla. Plúsinn 1 stendur fyrir aðra æskilega gerla, svo sem a- og b-gerla sem neytendur þekkja af góðri reynslu auk oligófrúktósa sem er trefjaefni sem m.a. örvar vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum. ahrif? LGG-gerlar búa yfir einna mestu mótstððuafli allra þekktra mjólkursýru- gerla og hafa fjölþætta vamarverkun, bæta meltinguna og stuðla að vellíðan. Ein flaska af LGG+ er styrkjandi dagskammtur fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri, böm jafnt sem fullorðna. Einnig er mælt með drykknum fyrir fólk sem býr við ójafnvægi í meltingu af völdum ytri þátta eins og streitú, kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja, geislameðferða o.fl. Það tekur LGG+ einn mánuð að byggja gerlaflóruna upp á ný og til að viðhalda áhrifunum til fulls er æskilegt að neyta þess daglega. Fjölgun LGG-gerlanna í sjálfum meltingarveginum er fremur hæg og því tryggir stöðug neysla virkni þeirra best. Nettó opnað um mánaðamótin Á MORGUN, föstudag, verður Kaupgarði í Mjódd lokað og stefnt er að því að um mánaðamótin verði þar opnað Nettó. Að sögn Júlíusar Guðmundssonar, verslunarstjóra hjá Nettó, verður þessi tími fram til mánaðamóta notaður til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar þykja til að verslunin geti staðið undir nafninu Nettó. Skipt verður m.a. um innréttingar og vöruval og verð endurskoðað. Nýtt Hylur bólurnar KOMIÐ er á markað sérstakt stifti frá Vichy sem hylur bólur og ójöfnur í húðinni. í fréttatilkynningu frá Rolf Johansen ehf. kemur fram að það hefur einnig þurrkandi áhrif þar sem það inniheldur sótthreinsandi efni. Stiftið er í einum lit - húðlit. Uppblásin húsgögn HEILDVERSLUNIN Fantasía hefur hafið innflutning á uppblásn- um húsgögnum. Húsgögnin eru úr plasti og í skærum litum. Um er að ræða tveggja sæta sófa og djúpa stóla í bleiku, grænu og bláu. ym i’ssasr 'h'T-i' t'-.- ‘f* w NORMADERM sss feM-XIEWMS A ÞAOM.ÉWES rývHH PHOBlíM Múcm us ioutohi Ui ia mrt D*us sront »«om bav om usosntanií*; Garnier í FYRSTA SJAMPOIÐ SEM STYRKIR HARIÐ MEÐ VIRKU ÁVAXTASÝRUSAMBANDI FRÁ RANNSÓKNARSTOFUM GARNI Fructis er fyrsta sjampóið frá Garnier sem styrkir háriö með virku ávaxtasýrusambandi. Fructis inniheldur frúktósa, B3, B6 vítamín og ávaxtasýrur sem næra hársræturnar, styrkja hárið sjálft og jafna þaö frá rótum til enda. Þetta ávaxtasýrusamband í Fructis gerir hárið mun sterkara og kemur á fullkomnu jafnvægi eftir aðeins 10 þvotta. Hárið verður hreint skínandi. Sannaðu til! STERKT QG GLANSANDI HAR A NY LABORATOI RES G AR NiER slyrkj^iidi iDijsikdinnidir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.