Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 30

Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 3 k JH0f0tntUn&l^ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞANÞOL FRIÐAR- SAMKOMULAGS AUGLJÓST ER, að hryðjuverk klofningshóps úr írska lýðveldishernum í bænum Omagh um síðustu helgi reynir til hins ýtrasta á þanþol friðarsamkomulagsins í Norður-írlandi. Ibúarnir eru felmtri slegnir vegna þeirrar fádæma grimmdar, sem hryðjuverkamennirnir sýndu í þessum friðsama bæ, þar sem mótmælendum og kaþólikk- um hefur gengið mun betur að lynda saman en víðast ann- ars staðar. Nema það sé höfuðástæðan fyrir því, að þessi öfgahópur IRA-manna lét einmitt til skarar skríða þar til að spilla þeim brotgjarna friði, sem ríkt hefur á Norður- Irlandi síðustu vikurnar. Allt bendir til þess, að ill- virkjarnir hafi stefnt að því að drepa og meiða sem flesta í tilræði sínu og þá fyrst og fremst konur og börn. Ætlunin hefur vafalaust verið sú, að æsa sambandssinna svo upp, að þeir gripu til hefndaraðgerða og kollvörpuðu þar með friðarsamkomulaginu. Hugsanlega getur illvirkjunum orðið að ósk sinni, því fréttir hafa borizt af gífurlegri reiði innan öfgahópa sam- bandssinna. Líklegra er þó á þessari stundu, að tilræðið í Omagh hafi gengið svo fram af íbúum Norður-írlands, að þeir sjái eina hálmstráið um frið felast í friðarsamkomu- laginu frá því í sumarbyrjun. Viðbrögð stjórnmálaafla í Norður-írlandi, írska lýðveldinu og Bretlandi sýna, að full alvara er á að framfylgja samkomulaginu. Stjórnvöld gera sér fulla grein fyrir nauðsyn þess að handsama illvirkjana hið bráðasta til að draga úr líkum á, að aðrir öfgahópar leiti hefnda. Ljóst hefur verið frá upphafi, að öfgahópar á Norður- írlandi myndu reyna að spilla friðarsamkomulaginu og fullnustu þess. En það er jafnljóst, að eina von íbúanna um eðlilegt og friðsælt líf felst í samkomulaginu. Fólk á því í raun engan annan kost en að stuðla að framgangi þess. Stuðningur almennings mun leiða til, að öfgahóparn- ir einangrist smátt og smátt og verði ekki sú ógnun við friðsamlega sambúð íbúanna, sem þeir eru nú. SKORTURÁ VÍSINDAMÖNNUM RAUNGREINAKENNSLA hefur verið vanrækt í ís- lenska skólakerfinu. Þess hafa sést merki í bágri stöðu íslenskra nemenda í alþjóðlegum könnunum á raun- greinaþekkingu og nú í skorti á fólki með háskólamenntun í raunvísindum. í viðtali við Guðmund G. Haraldsson, pró- fessor við Háskóla Islands, í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að 10 til 15 útskrifist til dæmis úr efnafræði á ári en þyrftu að vera talsvert fleiri vegna þess að eftir- spurn hefur aukist mikið. Síðastliðið vor fengu þannig allir útskrifaðir efna- og lífefnafræðingar umsvifalaust vinnu hjá Islenskri erfðagreiningu. Svo virðist sem Islendingar hafi skapað sér vítahring í þessum efnum. Við höfum vanrækt raungreinarnar í grunn- og framhaldsskólunum sem veldur því að fáir nem- endur hafa nægilega góð tök á fögunum til að leggja þau fyrir sig í háskóla. Þegar eftirspurnin eykst getum við því ekki svarað henni og afleiðingin verður vitanlega sú að hinar opinberu stofnanir, þar á meðal skólarnir, sem ekki geta boðið laun á við hinn opna vinnumarkað, sitja eftir. Þannig sjá menn nú fram á enn meiri skort á fagkennur- um í framhaldsskólum en verið hefur sem gæti leitt til þess að áhugi og árangur íslenskra nemenda minnkaði enn í raungreinum. Að mati Guðmundar mun það taka 20 ár að laga þetta ástand eftir að farið verður að sinna raunvísind- um af alvöru í framhaldsskólum, eins og hann tekur til orða. Það er undarleg skammsýni af þessari þjóð að halda að hún hafi efni á að yrkja ekki áhuga og getu ungs fólks til þess að stunda vísindi. Flestar vestrænar þjóðir líta svo á að þekking, ræktun mannauðsins, sé grundvöllurinn að farsæld. Hér hafa sumir ef til vill haft svipaðar hugmyndir á orði en þeim hefur ekki verið fylgt eftir á borði. Þar vantar mikið upp á en tvær brotalamir hafa oftast verið nefndar: Kennarar á öllum stigum skólakerfisins eru lág- launastétt og of litlu fé er varið til grunnrannsókna og rekstrar æðri menntastofnana. Hvenær skyldu Islending- ar leiðrétta þessar augljósu tímaskekkjur? Ingvar Emilsson rifjar upp kynni sín af Keikó Matvandur en ein- staklega gáfaður Ingvar Emilsson er einn fárra Islendinga sem kynnst hafa háhyrningnum Keikó af eigin raun og fylgst með honum á síðustu --------7--------------------------— árum. I samtali við Rögnu Söru Jóns- dóttur rifjar Ingvar upp kynni sín af háhyrningnum, sem náði athygli heims- byggðarinnar með kvikmyndaleik. INGVAR Emilsson veitti um- sjónarmönnum Keikós ráðgjöf, sem haffræðingur og íslending- ur þegar Keikó var í Mexíkó- borg. Hann veitti ráð varðandi um- hverfi háhyrningsins, og segir Ingv- ar að ekki hafi verið auðvelt að halda lífi í svona dýri í 2.400 m hæð yfir sjávarmáli. Ingvar var helst spurður ráða varðandi umhverfisatriði, svo sem seltu, hita og sýrustig í laug Keikós, til að freista þess að fá þau til að líkjast sem mest þeim skilyrð- um sem ríkja í hans upprunalega umhverf! við íslandsstrendur og í Norður-Atlantshafi yfirleitt. Hann veitti einnig ráð varðandi mataræði hans, og minnist þess að háhymingurinn hafi verið með ein- dæmum matvandur. „Hann var ein- staklega matvandur og át til dæmis bara frosna sfld. Hann neitaði að borða makríl og annað sem honum var boðið. Þessi dýr eru ekki mat- vönd svo Keikó var alveg einstakur,“ segir Ingvar. Vildu stofna háhyrninga- fjölskyldu „Keikó kom til Mexíkóborgar frá sædýrasafninu „Marine Land“ í Ni- agara Falls, Ontario Kanada, árið 1985. Hann lék svo listir sýnar um 11 ára skeið í „Ævintýraríkinu", skemmtigarði í útjaðri milljónaborg- arinnar, við miklar vinsældir barn- anna. Þar var hann stjarnan og aðal aðdráttarafl staðarins, eða fram í janúar 1996, þegar hann var fluttur til Newport í Oregon í Bandaríkjun- um þar sem hann er víst nú á fórum hingað til Islands." Ingvar segir að árið 1991, þegar Keikó hafí verið um níu ára gamall, hafi komið yfir hann mikið þung- lyndi. „Hann vildi ekki hlýða stúlk- unum sem sýndu með honum og heldur ekki tamningamönnunum. Honum fannst víst að sambýlingar hans, höfrungarnir, væru ekki boð- legur félagsskapur fyrir greinda há- hyminga eins og hann. Ráðamenn garðsins vildu þá freista þess að fá handa honum maka eða eina gjafvaxta háhymu frá ís- landi. Ég hafði samband við Jón Gunnarsson skipstjóra í Hafnarfirði sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. En íslensk yfirvöld vildu ekki gefa leyfi til ráðahagsins og þar með voru öll áform um stofnun háhyrn- ingsfjölskyldu í 2.400 m hæð lögð á hilluna.“ Tók sér frí á frumsýningunni Ingvar segir Keikó hafa einstakan persónuleika, og sagði því til stuðn- ings þessa sögu: „Eins og allir vita, varð Keikó fyrst heimsfrægur fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Free Willy“ eða „Frelsið Villa“. Þegar myndin var framsýnd í Mexíkóborg var það gert í „Ævintýraríkinu" og var kvik- myndatjaldið haft yfir lauginni hans andspænis áhorfendapöllunum. Keikó átti svo að sýna listir sínar fyr- ir og eftir sýningu myndarinnar, og í hléinu. En minn karl vildi ekkert hafa með þetta tilstand að gera; og það var sama hve mikið sýningarmeyj- amar og tamningamaðurinn gældu við hann, reyndu að sannfæra hann um að leika listir sínar og töluðu um fyrir honum á bak við tjöldin, allt kom fyrir ekki. Hann bara lá og svamlaði undir tjaldinu meðan á sýn- ingunni stóð, og engu líkara en að hann áliti sig einn af sýningargestum og þar að auki hetju dagsins, en ekki neinn venjulegan trúð. I kvöld tæki hann sér bara frí.“ En hvað finnst Ingvari um að flytja Keikó aftur á heimaslóðir og þá hugmynd að sleppa honum laus- um á æskuslóðum? „Það má segja að það sé dáh'til kaldhæðni að senda Keikó til Vestmannaeyja, en þar hafa fiskimenn orðið hvað verst úti í viðureigninni við háhyrninga, sem slíta net og éta fiskinn af línunni. Þvi eru þetta mestu vargar en sjarmer- andi og með afbrigðum greind dýr. Þessir hvalir eru eins og mannanna börn að því leyti að þeir geta lært af sínum nánustu, þroskast og aðlagað heilann að öllum aðstæðum. Nú er Keikó orðinn fullorðinn og því erfitt að fá hann til að læra það sem hann átti að nema, þegar hann var bara unglingur. Og hafi háhyrn- ingar sitt eigið mál ætti hann í vand- ræðum með að læra tungu inn- fæddra hér um slóðir. Að setja hann í opið haf og láta hann sjá um sig sjálfan er eins og að senda borgar- ungling vestur á Hornstrandir og láta hann hafa ofan af fyrir sér á Morgunblaðið/Árni Sæberg INGVAR Emilsson haffræðingur og gamall kunningi Keikós. eigin spýtur og án allrar hjálpar. Ekki er því sennilegt að hvalnum takist að brauðfæða sig á eigin spýt- ur, það hefur hann aldrei lært að mér vitandi og, eins og máltækið segir, of seint er að kenna gömlum hundi að sitja. Auk þess er ekki ólík- legt að bakugginn á honum sem laf- ir nú niður en stendur ekki teinrétt- ur eins og á öðrum háhyrningum geti valdið honum erfiðleikum við veiðarnar." Snfldr sér í soðið Ingvar segir að sem sýningargrip- ur og trúður í dýragarði hafi Keikó lært að koma sér í mjúkinn hjá mönnunum. „Það væri til dæmis vel hægt að hugsa sér að svona klókur karl eins og Keikó elti bátana á miðin og kæmi svo nær þegar línan væri dregin eða trollið hífað inn, heilsaði upp á karlana með opinn kjaftinn og biði þess að þeir slengdu til hans nokkrum fiskum, sem sagt sníkti sér í soðið að góðum og gömlum íslensk- um sið.“ Það er því útlit fyrir að Keikó þurfi að nærast á öðra en frosinni sfld verði honum sleppt lausum. En hvað Ingvar varðar, er hann farinn aftur til Mexíkó eftir stutta viðdvöl á íslandi en þar hefur hann búið sl. 25 ár. Hann hefur búið í Suður-Ameríku í 45 ár, en heimsækir Island reglu- Rannsóknir á fiski úr Fýlingjavötnum á Ströndum benda til að um nýja silungstegund sé að ræða Ný tegund orðið til í ein- angraðri tjörn Lengi hefur verið vltað um tilvist silungs í vatni einu á Ströndum. Hingað til hefur verið talið að um bleikju væri að ræða en nú benda rannsóknir til að þetta sé urriði. Er hér um einstaka uppgötvun að ræða Morgunblaðið/Tumi Tómasson URRIÐI og fiskur af hinni nýju tegund sjást hér saman. Þeir eru um margt ólfldr en DNA rannsóknir sýna fram á mikinn skyldleika. Báðir koma fiskarnir úr Fýlingjavötnum. RANNSÓKNIR standa yfir á sérkennilegum fiski sem lengi hefur verið í Fýlingja- vötnum á Ströndum. Fisk- urinn líkist bleikju í fjarska og hafa veiðimenn talið að um bleikjuafbrigði væri að ræða. Sýni, sem rannsökuð hafa verið á Irlandi , sýna að erfða- fræðilega sé um urriða að ræða. Nokkrir fiskar eru nú í athugun á eldisstöðinni Hólalaxi á Hólum, þar sem meðal annars er fylgst með klaki og annarri hegðan físksins. Tumi Tómasson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sem haldið hefur utan um rannsóknirnar, telur allt benda til þess að um nýja tegund sé að ræða. Einangrað vatnakerfi Fýlingjavötn era þrjú lítil vötn fyr- ir ofan Borðeyri í landi Valdasteins- staða á Ströndum. Enginn samgang- ur er við sjó í þeim, en smálækur rennur á milli þeirra og út í sjó en um hann er ekki fiskgengt að sögn Tuma. „í þessum vötnum hafa menn lengi veitt urriða og svo fisk sem þeir hafa talið vera bleikju, en veitt því athygli að hún væri dálítið sérstök og rætt það af og til að það þyrfti að láta rannsaka fiskinn og þama hefur hann verið veiddur og borðaður í mörg ár. Það var Gunnar Ólafsson bóndi í Hrútatungu sem stóð fyrir því að senda mér fisk til skoðunar,“ segir Tumi. Honum var sendur fiskurinn í október á síðasta ári og hann segir að fljótlega hafi verið gengið úr skugga um að ekki væri um bleikju að ræða. „Þetta er fiskur með breiða stirtlu, með svartar dröfnur á tálkn- loki og rauða bletti á hliðum, stórt hreistur og er greinilega skyldur ur- riða en þegar menn sjá fiskinn í fjarska þá álykta þeir að þetta sé bleikja, vegna litaraftsins. Þetta er afskaplega fallegur fiskur og virðist bara vera í þessum þremur vötnum," segir Tumi Sýni send til írlands Tumi sendi sýni til sérfræðings á Irlandi sem hefur rannsakað urriða mikið. „Mín tilgáta var í fyrstu að það hefði átt sér stað blöndun bleikju og urriða og bað um að sá möguleiki væri kannaður með DNA rannsókn. Niður- staða DNA rannsóknar benti til að þetta væri urriði. Þá sendi ég honum myndir og fleiri sýni í kjölfarið til að gera annars konar rannsóknir og allt leiddi til þeiirar niðurstöðu að þetta væri urriði," segir Tumi. Tumi segir það nú vera tilgátu sína að í þessu vatnakerfi sem er mjög einangrað, þrjú lítil vötn og tjarnir í kring, hafi nokkrir fiskar komist upp í eina tjörnina og þar hafi verið þær aðstæður fyrir hendi að þeir hafi get- að fjölgað sér en fiskurinn þarf renn- andi vatn og þar sem lítið er af því þarna er nýliðun lítil. „Urriðinn er háður rennandi vatni en bleikjan ekki. Fiskurinn gæti hafa einangrast í þessari tjörn í einhverjar kynslóðir, en það þarf ekki ýkja langan tíma, ef fram koma frábrugðnir einstaklingar og úi’valið er mikið, þ.e. fáir sem lifa af, þá geta þeir á skömmum tíma orðið mjög frábrugðnir og það held PÉTUR Brynjólfsson og Ken Ashley, kanadískur fiskifræðingur, að veiða fisk úr Fýlingjavötnum til rannsókna í byrjun ágúst. FISKUR af hinni nýju ónefndu tegund. Reiðgötiihryggur Stéirisvati hæðir Vtv ;| Fýlingjavötn Lí'^. Nesjavatn Q Valdasteinsstaðir Ytra-tS { Bieiksvatríl ég að hafi gerst og þeir hafi orðið nógu frábrugðnir þannig að þegar þeir sameinuðust fiskum í vötnunum aftur þá hafi þeir ekki blandast aft- ur.“ Ýmiskonar athuganir eftir í Fýlingjavötnum er urriðinn ríkj- andi tegund en engin blöndun virðist milli hans og þessarar nýju tegundar. „Þetta gæti verið urriðastofn en fleira bendir til að um sértegund sem þróast hefur frá urriða sé að ræða. Pétur Brynjólfsson á Hólum er nú að fylgjast með fiskinum og hefur verið með í þessum athugunum frá byrjun. Við erum að athuga hversu mikið fiskurinn víkur frá urriðanum. Við náðum í byrjun ágúst í sex svona fiska og settum þrjá í klak til að sjá hvað kemur undan þeim. Við tókum einnig urriða úr vatninu. Við fylgj- umst svo með því hvort venjulegurr urriði kemur undan urriðanum og hvort hin nýja tegund er hrein eða hvort urriði kemur undan henni. Okkur þykir þó líklegast að þessi fiskur sé tímgunarlega einangraður frá urrðiðanum í Fýlingjavötnum og því sé þarna um nýja tegund að ræða. Við munum leitast við að stað- festa að svo sé með athugunum á lifnaðarháttum, eldistilraunum og mælingum á líkamshlutfóllum og öðr- um einkennum. Endanlegar niður- stöður liggja varla fyrir fyrr en næsta vor,“ segir Tumi og bætir við að rannsóknir gangi hægar fyrir sig þar sem þeir vilji ekki taka of mikið af fiski úr vötnunum. Viðkvæmur stofn ** Tumi segir að heimamenn hafi gert sér grein fyrir að vötnin þyldu ekki mikla veiði og fylgst vel með fiskin- um. „Guðjón heitinn Ólafsson á Valdasteinsstöðum sem dó í vetur hefur alla tíð passað upp á veiðina í vötnunum, því hann vissi sem var að þetta kerfi þyldi ekki mikla veiði og heimilisfólkið hefur svo haldið áfram að passa upp á vötnin. Við höfum því verið heppin með það að þeir sem hafa nytjað vötnin hafa gert það mjög skynsamlega. Það er ómögulegt að segja hvort urriði hafi verið þar í ár-f' þúsundir eða hvort upprana hans í Fýlingjavötnum megi rekja til flutn- inga á fiski sem vitað er að forfeður okkar stunduðu í einhverjum mæli.“ Tumi hefur spurt veiðimenn um fleiri einangruð vatnasvæði en enginn hef- ur séð svipaðan fisk í vötnum þarna í kring, þetta virðist því einstakt fyrir^, bæri. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.