Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 35
AÐSENDAR GREINAR
sem hafa verið brotnir niður og
haldið uppbyggingarstarfí áfram.
I mínum huga eru vinstrimenn
og félagshyggjufólk ekki endilega
sömu persónurnar. Eftir að ný öfl á
vinstrivængnum fóru að taka á sig
mynd hefur hins vegar komið upp
nokkurs konar samkeppni um
vinstrimennsku. Það er vissulega
ánægjulegt svo fremi hugur fylgi
máli. Hins vegar sýnist mér stjórn-
málamenn ekki vanda sig sérstak-
lega í orðanotkun þegar samfylk-
inguna - eða sameiningu eftir at-
vikum - ber á góma. Því læðist sú
hugsun að mér að sameining sé
orðin markmið í sjálfu sér og þá
skipti málefnagrundvöllurinn ekki
svo ýkja miklu máli. Ekki verða
grunsemdimar, um að hér sé fyrst
og fremst á ferðinni fólk sem lang-
ar til að skrifa blaðsíðu í íslands-
sögunni, minni þegar sést að for-
mannsslagurinn er hafinn þótt
samruninn sé ekki orðinn að veru-
leika.
Málefni víkja - gagnrýni
bannfærð
En hvernig skyldi á því standa
að upp er risin samkeppni um
vinstrimennsku? Ástæðan er aug-
ljós. Komin er fram á vinstri-
vængnum ógn við hið nýja krata-
framboð sem er í burðarliðnum.
Þegar er farið að tala um nýtt
framboð eindreginna jafnréttis-
sinna og vinstrimanna. I mínum
huga leikur ekki vafí á að þetta
gæti orðið til góðs. Ég er sannfærð
um að ef slegið er á alla spennu í
stjórnmálum, ef ekkert er eftir
annað en valdatakmarkið, þá verð-
ur niðurstaðan eins konar moð-
suða sem aldrei mun megna að
setja gróðaöflunum stólinn fyrir
dyrnar eða efla félagslega þjóð-
málastefnu.
Ummæli í garð þeirra sem talað
hafa máli róttækrar stefnu að und-
anfórnu eru lýsandi dæmi um þá
hættu sem valdapólitík getur leitt
til. Málsvarar róttækni eru vændir
um eyðileggingarstarf og blindan
er svo algjör hjá sumum samruna-
sinnum að þeir reyna að gera málið
kvennapólitískt. Slíkt skýtur nokk-
uð skökku við þegar það berst úr
penna kvenna sem leið alltaf svo
vel með strákunum í gömlu flokk-
unum þar sem ríkti svo mikið jafn-
rétti að ekki var ástæða til að leita
nýrra leiða t.d. í sérstökum
kvennaframboðum.
Kvennalistakonur í
Stefnu
Sá vettvangur sem ég nú starfa á
ásamt fleiri gömlum kvennalista-
konum er Stefna - félag vinstri-
manna. Því félagi og markmiðum
þess hefur verið lýst sem pólitísku
átaksverkefni til að endurreisa
vinstri stjórnmál og efla ábyrgar
og réttlátar áherslur í stjómmál-
um. Ef dæma skal af þeirri um-
ræðu sem sprottið hefur upp í kjöl-
far stofnunar Stefnu er vel af stað
farið.
Stefna - félag vinstrimanna hef-
ur lagt ríka áherzlu á að stuðla að
samfylkingu vinstrimanna í stjórn
og stjórnarandstöðu án þess þó að
allir gangi í eina sæng og útvatni
baráttumál sín og markmið. Við
viljum að fólk berjist fyrir hug-
sjónum sínum og hafí til þess frelsi
og svigi-úm. En þegar nauðsynlegt
er að miðla málum skal það líka
gert. Þær málamiðlanir skulu hins
vegar vera sýnilegar og öllum ljós-
ar. Þess vegna segjum við í Stefnu,
á sama hátt og við gerðum í
Kvennalistanum þegar bezt lét -
allar málamiðlanir upp á eldhús-
borðið.
Höfundur er réttarfélagsfræðingur
og meillinmr í Stefnu - félagi
vinstrimanna.
í SÉRHVERRI rit-
deilu í dagblaði kemur
fljótt að því, að hún
verði sífelld endurtekn-
ing íyrri sjónarmiða.
Svo er að fara um
ágreining okkar lög-
mannanna, Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar og
mín, sem birzt hefur í
Morgunblaðinu með
viðtali við Jón laugai--
daginn 1. ágúst og við
mig laugardaginn 14.
ágúst. I Morgunblaðinu
þriðjudaginn 18. ágúst
svarar Jón Steinar ýms-
um sjónarmiðum sem
sett voru fram í viðtal-
inu síðasta laugardag.
Jón gerir sér að sjálfsögðu fulla grein
fyrir því, að þess er ekki að vænta, að
aðrir lesendur Morgunblaðsins en við
tveir lesi jafnnákvæmlega sjónannið
okkar og hvor okkar um sig sjónar-
mið hins. Verulegur hluti greinar
hans var því endurtekning á þeim
skoðunum, sem hann setti fram í við-
talinu 1. ágúst. Af hans hálfu sýnist
því, að svo stöddu, ekki miklu við að
bæta. Samaer um mig.
Glöggir og minnugir lesendur
blaðsins þekkja þau sjónarmið sem
við höfum tjáð. Ágreiningurinn varð-
ar mikilsverð málefni dómsýslunnai’ í
landinu, vinnubrögð lögfræðinga,
hæfi og vanhæfi og nauðsyn opin-
berrar umræðu um þau mál öll. Ég
viðm-kenni fúslega, að mér er ekki
ljúft að sitja undir þvi ámæli, að sjón-
armið mín um mun á áróðri og fræði-
mennsku og mun á gagnrýni mál-
flutningsmanns í fjölmiðlum á niður-
stöðu dómstóla í máli
sem hann hefur flutt og
fræðilegri umræðu séu
ættuð af fyrri öldum.
Umræðan hér í blaðinu
sýnist þó hafa runnið sitt
skeið og því tel ég heppi-
legt að henni, og annarri
sem tengist þeim mikil-
vægu málefnum, sem
hreyft hefur verið í við-
tölum Morgunblaðsins
við Jón Steinar Gunn-
laugsson og nítjánduald-
armanninn sjálfan mig,
linni nú að sinni á síðum
Morgunblaðsins.
Hitt vil ég árétta, og
þar munum við Jón
Steinar algjörlega sam-
mála, að mikil nauðsyn er dómgæzlu
og réttaröryggi að fram fari sífelld op-
inber umræða um dómsmál og gagn-
rýni á niðurstöður dómstóla. Sjálfsagt
er og, að sú umræða einskorðist ekki
við lögfræðinga. Meiri fræðilegrar
umi-æðu um dómsmál er þörf í lög-
fræðitímaritum, en hún kemur ekki í
Meiri fræðilegrar um-
ræðu um dómsmál er
þörf í lögfræðitímarit-
um, segir Jakob R.
Möller, en hún kemur
ekki í stað umræðu í
fjölmiðlum og á mann-
þingum sem öllum eru
aðgengileg.
stað umræðu í fjölmiðlum og á mann-
þingum sem öllum eru aðgengileg. Til
þess að efla þá utni'æðu þurfa félög
lögfræðinga að stofna til málþinga um
veigamikil sjónarmið með áhugaverð-
um frum- og hringborðsmælendum.
Hygg ég, að Jón Steinar muni þá ekki
láta skutinn eftir liggja, ef allvel verð-
ur róið í fyrirrúminu.
Höfundur er lögmaður í Reykjavík.
freemmz
Skólafatnaður í miklu úrvali. Frábært verð.
Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum
fÝe&YimZ Sími 565 3900
------- Fax 565 2015
Endurtekning
fyrri sjónarmiða
Jakob R.
Möller
Hvílíkur sælureitur!
Daihatsu Applause
Gamall Islandsvinur
Bílarfrá Daihatsu, elsta bílaframleiöanda í Japan,
hafa reynst sérlega vel við íslenskar aðstæður.
Þúsundir íslendinga þekkja hagkvæman rekstur,
góða endingu og auðvelda endursölu þeirra. Allir
bílar frá Daihatsu eru með þriggja ára almenna
ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð á yfirbyggingu.
Búnaður í himnalagi
Staðalbúnaður Applause stenst samaburð við
mun dýrari bíla. Nefna má vökvastýri, rafdrifnar
rúður og spegla, samlæsingu, hæðarstillingu
aðalljósa, snúningshraðamæli, útvarp og segul-
band, ABS hemlabúnað, höfuðpúða í aftursæti,
álfelgur, tvo loftpúða og styrktarbita í hurðum.
Anægja á ferðinni
Applause er vandaður bíll sem gerir allan akstur
auðveldan og ánægjulegan. Vélin er 100 hestöfl,
með beinni innspýtingu og 16 ventlum. Sjálfstæð
MacPherson fjöðrun á öllum hjólum gefur mjög
góða aksturseiginleika. Applause er auk þess fimm
dyra og farangursrýmið má stækka í 764 lítra.
Beinskiptur frá kr. 1.348.000.-
Sjálfskiptur frá kr. 1.468.000.-
BRIMBORG
Faxafeni 8 • Sími 515 7010
Brimborg-Þórshamar I Bllasala Keflavíkur I Blley I Betri bllasalan I Tvisturinn
Tryggvabraut 5 • Akureyri Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi Faxastiq 36 • Vestmannaeyium
Simi 462 2700 I Sími 421 4444 | Sími 474 1453 | Sími 482 3100 | Sfmi 481 3141
DAIHATSU
fínn ( rekstri