Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 36

Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Frjáls verslun, núllið og veiðiley fagj ald LANGT er um liðið síðan systurnar í Landakoti kenndu mér að reikna upp úr kennslubókum Elías- ar Bjarnasonar. Þá var blessunarlega ^ ekki búið að fínna upp mengjafræðina til að skýra innsta eðli stærðfræðinnar, held- ur var staglast á því sama aftur og aftur. 1 + 1, 2+2, 2+1, 1+2, 1 + 1. Síðar komu orðadæmin sem flest voni á eina lund. Kaupmaður kaupir vöru á 4 krónur og selur hana aftur á 6 krónur. Hvað græddi kaupmaðurinn mikið? Verslunareigandi keypti sykur á 50 aura ... o.s.frv. allan veturinn. Eg lærði ekki bara að draga frá > heldur öðlaðist svo djúpan skiln- ing á gróða og græðgi verslunar- manna að það var ekki fyrr en ég kom til Bandaríkjanna í doktors- nám að ég sá loksins þvílíkur reg- inmisskilningur þetta var. Versun er þjónusta og þótt hún kosti sitt er hún þess virði ef ekki meir. Kostnaður er ekki gróði. Eðlileg laun eru heldur ekki gróði. Vissulega er hugtakið svolítið teygjanlegt en samt er það auð- skilgreinanlegt. Eðlileg laun eru þau laun sem þú sættir þig við. Fáir þú þau ekki þá leitarðu ann- arra starfa. Eðlilegir vextir af eig- in fjárfestingu eru ekki gróði þó að Landsvirkun og skattayfírvöld virðist telja annað. I áratugi hefur Landsvirkjun minna en engan arð fengið af 30 milljarða króna eigin fé sínu og er hæstánægð með það. En hvað eru „eðlilegir“ vextir eða arður? Jú því er fljótsvarað, eðli- legur arður er sá arður sem þú sættir þig við. Auðvitað eru þó ekki allir jafnsáttir við allt. Ef hin stóru sjávarútvegsfyrirtæki og hluthafar þeirra sætta sig við að fá með ærinni fyrirhöfn engan arð út úr kvótagjöfínni sem þau gætu >»' fyrirhafnarlaust leigt frá sér á 90 krónur kg, þá er núllið ef til vill ásættanlegur arður fyrir sjávarútvegsfyr- irtæki og Landsvirkj- un, þó að mér finnist það ekki. Eg mundi ekki leggja kennara- launin mín í önnur út- gerðarfyrirtæki en þau sem leigðu frá sér allan gjafakvótann en notuðu hann ekki til að greiða niður tapið af útgerð sinni. Kostnaður, laun og arður er ekki gróði. Ágóði er ekki mis- munurinn á sölu og kaupverði heldur það sem eftir stendur þeg- ar búið er að draga kostnaðinn, arðinn og launin frá. Öll viljum við græða og það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þó að ég græði eða að einhverjir einstaklingar Auðlindaskattur sæ- greifanna á leiguliðana, segir Einar Júlíusson, nemur meira en 30 milljörðum á fullar þorskveiðar. tapi. En það er eitthvað óeðlilegt við það að t.d. bankastjórar al- mennt tapi. Fengju bankastjórar eitthvað lægri laun en þeir sættu sig við, þá flykktust þeir í önnur störf en dagblöðin mundu fyllast af auglýsingum um bankastjóra- stöður sem enginn vill sækja um og loka yrði bönkum vegna banka- stjóraskorts. Það er líka eitthvað óeðlilegt við það að kennarar græði og fái hærri laun en þeir sætta sig við. Ætli þá fengju nokkrir kennarastöður aðrir en af- lóga stjórnmálamenn. En hvað er þá eðlilegur ágóði? Því er auðsvarað, eðlilegur ágóði er núll. Það er grundvallarlögmál samkeppninnar, ágóðinn skal eng- inn vera. Vissulega er þetta eins og Alberto Moravia ræðir svo skemmtilega í sögu sinni La Concorrenza, hræðilegt lögmál þar sem eins brauð er annars dauði. Allir atvinnurekendur með ríkisvaldið í broddi fylkingar berj- ast því með kjafti og klóm ekki bara gegn samkeppendunum held- ur sjálfri samkeppninni og lögmál- inu. Sú barátta er oft unnin fyrir gíg því grundvallarlögmál sam- keppninnar í atvinnurekstri er að- eins angi af ennþá stærra grund- vallarlögmáli í lífinu sem segir að aðeins þeir hæfustu munu lifa og dafna. En auðvitað er hægt að vinna sigur líka á eða með grund- vallarlögmálinu. Neytendur eiga að græða á því að kaupmenn græði ekki neitt. Þjóðin á líka að græða á nýtingu auðlinda sinna en það gerist ekki nema ríkisvaldið haldi rétt um taumana eins og sorgleg saga útgerðar og Lands- virkjunar sannar. Leitt að þeir hjá Frjálsri versl- un og Vísbendingu skuli ekki skilja grundvallarlögmálið. Nýjasta úttekt þeirra á veiði- leyfagjaldi og ágóða sjávarútvegs- fyrirtækja er slík að manni rennur til rifja að þannig skuli nú vera komið tímariti sem áður gat vísað veginn og í skrifuðu skilningsríkir fræðimenn, t.d. Þorvaldur Gylfa- son. Eg ætla nú aðeins að svara greinargerð Morgunblaðsins frá 11. ágúst um þessa úttekt, ég kaupi ekki Vísbendingu og nenni ekki að elta uppi slíkt rugl. Grein- argerðin hefst á gamalkunnri tuggu útgerðarmanna. „Vísbending bendir á að lengi hafí íslensk stjórnvöld fylgt þeirri stefnu að stemma gengi krónunn- ar þannig af að sjávarútvegurinn væri við núllið." Ja hérna, er samkeppnislögmál- ið bara gömul og úrelt stefna rík- isstjórnarinnar? Var það kannski íslenska ríkisstjórnin sem fann upp bæði núllið og þróunarkenn- inguna en er nú vaxin upp úr hvorutveggja? Vissulega var ríkis- stjórnin alltaf að fella gengið að ósk útgerðar en með því var hún að reyna að tosa útgerðina upp úr Einar Júliusson núllinu en alls ekki að reyna að halda henni þar. En þó að ríkisstjórnin hafí leiðst af villu síns vegar þá er niðurstað- an af úttekt þeirra frjálsverslun- armanna að útgerðarfyrirtækin í dag græði ekki neitt og séu ennþá rekin á núllinu. Eða með þeirra orðum: „... samanlagt stóð rekst- urinn í fyrra í raun ekki undir neinni kvótaleigu". Uttektin sýnir s.s. réttilega að grundvallarlögmál frjálsrar samkeppni ríkir í sjávar- útveginum og hann er enn sem áð- ur í eða nálægt núllinu. Og hvernig túlka menn svo þá niðurstöðu. Jú, þeir frjálsverslun- armenn kyrja með tríói Halldórs, Þorsteins og Steingríms sömu rökleysuna. Sjávarútvegurinn græðir ekkert, hann getur aug- ljóslega ekki borgað neinn auð- lindaskatt. Það er bara skattur á landsbyggðina sem mun gera all- an Vestfjarðakjálkann óbyggileg- an. Augljóst er þeim aðeins eigið nef, lengra sjá þeir ekki og hvergi örlar á minnsta skilningi á eðli og markmiði auðlindaskattsins. Auðlindaskattur á ekki fremur að skattleggja gróða útgerðar en það er hlutverk söluskatts að skattleggja gróða verslunar eða flytja gróða hennar frá lands- byggðinni til Reykjavíkur (til al- þingismannanna mundi H.Hólm- steinn segja). Það er hlutverk tekjuskattsins að skattleggja tekj- urnar og gróðann. Auðlindaskatt- ur er til að stjórna fiskveiðunum og forsenda hans er að útgerðin sé og verði í núllinu. Hans hlutverk er þá einungis að sjá til þess að það núll sé við kjörsókn. Ef út- gerðin gæti sjálf stundað kjörsókn og grætt nú þá þyrfti engan auð- lindaskatt, það þarf auðlindaskatt einmitt af því að útgerðin græðir ekki neitt! Það er fullkomin rök- leysa að segja að sjávarútvegurinn geti ekki borgað auðlindaskatt af því að hann græði ekkert. Sé mönnum þetta ekki augljóst þá skilja þeir augljóslega ekki auð- lindaskatt og ættu heldur að skrifa um eitthvað annað sem þeir hafa vit á. Auðlindaskattur mun ekki eyða byggð á Vestfjörðum, það er nú öðru nær. Frjálsverslunarmennirnir á Vís- bendingu eru svo staurblindir að þeir sjá ekki einu sinni að stór hluti útgerðarinnar borgar nú þegar sægreifunum mjög háan auðlindaskatt og dafnar þó. Aðrir fá aðeins að veiða í 9 daga á ári en skrimta samt. Þetta er ekki sam- keppni á jafnréttisgrundvelli en sumir reka greinilega miklu miklu hagkvæmari útgerð en aðrir. Auðlindaskattur sægreifanna á leiguliðana nemur sem svarar meira en 30 milljarða króna veið- gjaldi á fullar þorskveiðar eða a.m.k. 50 milljarða króna veiði- gjaldi á alla útgerðina. Leigulið- arnir lifa samt því þeir eru þeir hæfustu og þeir eiga að fá að lifa og dafna svo íslenska þjóðin auðg- ist. Öðru máli gegnir um þau fyr- irtæki sem úttekt Vísbendingar beinist að og ekkert græða þótt þau fái kvótann gefíns. Þau afla Islandi ekki neins. Af hverju eru þessir frjálsversl- unarmenn á Vísbendingu að eyða kröftum sínum í að berjast gegn auðlindaskatti á útgerðina af full- komnu skilningsleysi. Af hverju reikna þeir ekki heldur út hvað verslunin mundi græða mikið ef ekki væri lagður á hana tugmillj- arða króna söluskattur, virðis- aukaskattur og vörugjald? Af hverju berjast þeir ekki gegn þessum sköttum á verslunina sem engin verðmæti skapa en flytja einungis fé úr einum vasa í annan? Auðlindaskattur er allt annars slags, hann skapar verðmætin, hann er allur fundið fé. Meira að segja bæði þorskstofninn og hinn útlendi kaupandi fisksins mundu græða á auðlindaskattinum. Eg skyldi styðja Frjálsa verslun í þeirri baráttu gegn tollheimtu- mönnunum og kannski Vísbending geti sannfært ráðherra með svip- aðri úttekt á versluninni að hún græði ekki neitt og hafí augljóslega ekkert efni á því að borga neinn virðisaukaskatt. Ég verð samt að hryggja þá á því að frjáls verslun mundi ekki græða neitt meira þó að hún losnaði undan öllum þeim virðisaukaskatti sem á hana er lagður. Vöruverð mundi bara lækka og verslunarmenn fengju áfram ekkert hærri laun en þeir sætta sig við og verslunin yrði áfram í núllinu. Samkeppnislögmál en ekki stefna ríkisstjórnarinnar sem mun halda henni þar. Nema það sé þá stefna ríkistjórnarinnar að það skuli ekki fá að ríkja frjáls samkeppni í verslun fremur en t.d. í útgerð, orkuvinnslu eða flutning- um til landsins. Vilja frjálsverslun- armennirnir á Vísbendingu berjast fyrir því eða vilja þeir bara berjast gegn samkeppni á jafnréttisgrund- velli í öðrum greinum? Höfundur er eðUsfræðingur. B L A Ð A U K I LAUGARDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS 29. ÁGÚST FYLGIR BLAÐAUKI UM MENNTUN í blaðaukanum verður lögð áhersla á að kynna þá fjölmörgu námsmöguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám eða sækja námskeið í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að þörfum ungra sem aldinna. • • J/> • Tungumálanám • Siglingar • Prjónaskapur z U. LU _l • Fjarnám • Tölvunám • Skylmingar • Símenntun • Leiklist • Forritun 0 LU • Söngur og dans • Bókmenntir • Afþreying • Viðtöl o.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 24. ágúst Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 I 139. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.