Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 39
MINNINGAR
minningar bernskunnar. Á hverju
sumri lá leiðin þangað. Til afa og
ömmu. Hún svo gjafmild, hlý og góð.
Töfraði fram dýrindisrétti sem hún
hafði lært að matbúa hjá frú Gyðu.
Spáði fyrir okkur í spil, „hamingj-
unnar von, heldri maður vill þér vel“.
Kenndi okkur að sauma út, prjóna
og orkera. Þegar afi var á skrifstof-
unni fór hún með okkur í Lystigarð-
inn ef vel viðraði, eða að skoða svín-
in. Ef leiðin lá í bæinn fórum við í
betri fótin og amma setti upp hatt. Á
sunnudögum var ævinlega farið í
kirkju. Reglulega var þveginn stór-
þvottur. Hvíti þvottui-inn soðinn í
stórum potti, tekinn upp úr með
töngum og skolaður í blikkbölum.
Svo var allt hengt til þerris út á
snúrur. Amma var glöð í góðum
þurrki. - Afi frjáls og engum háður.
I matartímanum sagði hann okkur
sögur af Steini Bollasyni og fleiri
köppum. Lagði fyrir okkur „gáfna-
próf‘. „Hvað heita sýslumar og hvar
eru sýslumörkin?“ Mörgu var að
sinna sem með honum var skemmti-
legt. Hreinsa arfa í kartöflugarðin-
um, laga staura í girðingunni, sækja
möl í Möl og sand, bóna bflinn. „Vera
í slarkinu", eins og hann orðaði það
sjálfur. Svo voru það skemmtiferð-
irnar. Sólbað upp á Glerárdal eða
Garðsárdal. Busla í læknum við
Bjarkai'lund í Skóginum. Ganga á
Höfðann og læra að þekkja lyfjagras
og Ijónslöpp. Ef rigndi mátti alltaf
sitja úti í bfl og hlusta á regn-
dropana, eða „sitja kyrr í sama stað,
en samt að vera að ferðast“. Vaka
bjarta sumarnótt í Olafsfjarðarmúla
og sjá með eigin augum, að sólin sest
þar aldrei og þögnin ómar.
Eftir að afi hætti að vinna og
amma dó sat hann löngum stundum í
Oddagötu og las. Hann hélt áfram að
ferðast meðan fæturnir gátu borið
hann. Hin síðari ár kom hann alltaf
fyrir jólin og var með okkur fram á
Góu. Þá fór hann að langa aftur
norður til að setjast í hægindastólinn
við skrifborðið og lesa Tímann í góðu
tómi. Á sumrin lagði hann ævinlega
land undir fót, eða öllu heldur hjól.
Hann undi sér hvergi betur en í bfl á
ferð með fólkinu sínu. Dæturnar
voru þrjár, tengdasynirnir þrír, dótt-
urdæturnar þrjár og dóttursynimir
þrír, langafastrákamir tvisvar sinn-
um þrír og ekki vantar nema eina
stúlku til að sama eigi við um langa-
fastelpurnar. Hann var sannarlega
stoltur af öllum hópnum, af marg-
faldri þrenningunni. Síðustu ferðina
norður fór hann á þorranum. Hann
var orðinn veikur og lá banaleguna á
Fjórðungssjúkrahúsinu. Síðasta
morguninn sem hann lifði hljómaði
Hótel jörð í Útvarpinu. „Tilvera okk-
ar er undarlegt ferðalag." Það var
svarta logn á Pollinum. Kaldbakur,
Blámannshattur og Vaðlaheiðin drif-
hvít. Á Andapollinum syntu tveir
svanir. Kveðjustundin rann upp,
klukkan þrjú, þriðjudaginn þriðja
þriðja.
Við ferðalok afa kveð ég með loka-
erindinu úr Ijóði Jónasar sem hann
hafði oft yfir:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
_ Nú eru afi og amma aftur saman.
Ég kveð þau bæði með þökk fyrir
allt og allt.
Sigríður Árnadóttir.
+
Útför
HARÐAR VALDIMARSSONAR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Skólavegi 16 í Keflavík,
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 21. ágúst kl. 15.00.
Sigurrós Sigurðardóttir,
Sigríður Harðardóttir, Páll V. Bjarnason,
Valdimar Harðarson, Guðný L. Magnúsdóttir,
Auður Harðardóttir, Bergur Hauksson,
Birgir Ólafsson, Stella Olsen.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Gnoðarvogi 78,
Reykjavík.
Oddgeir Einarsson,
Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir,
Valdís Kristjana Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson,
Einar Vignir Oddgeirsson,
Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Inga Barbara Arthur,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
INDRIÐA INDRIÐASONAR
vélamanns,
Langholtsvegi 14,
Reykjavík.
Steinunn Hákonardóttir,
Ingunn Karítas Indriðadóttir, Jóhann Sæberg Helgascn,
Guðný Vigdís Indriðadóttir, Kristgeir Friðgeirsson,
Indriði Indriðason, Anna Árdís Helgadóttir
og barnabörn.
Rudolf Ásgeirsson, Sólborg Marinósdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Hjördís Bergþórsdóttir,
Gunhild Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar,
JÓRUNN BACHMANN,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
áður Egilsgötu 15,
Borgamesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni þriðjudagsins 18. ágúst 1998.
Sigríður Bachmann,
Haukur Bachmann,
Guðmundur Bachmann.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MAGNEA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Þverbrekku 2,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 20. ágúst, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Anna Árnadóttir, Þorvaldur Finnbjörnsson,
Theódóra, Kristín,
Finnbjörn og Halldóra Júlía.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
frá Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morgun,
föstudaginn 21. ágúst, kl. 14.00.
Alda Jensdóttir,
Halldór Á. Jensson, Maria Valdimarsdóttir,
Kristinn Þ. Jensson, .
Sævar Þorkell Jensson, Julie Príce,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
STELLA GUNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
Logafold 56,
Reykjavík,
áður til heimilis
í Sólheimum 23,
veröur jarðsungin frá Langholtskirkju í dag,
föstudaginn 21. ágúst, kl 13.30.
Jóhannes Norðfjörð, Sólrún L. Ragnarsdóttir,
Hermann Norðfjörð,
Ingibjörg S. Norðfjörð, Sigurður Ingólfsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir,
OLGA HARÐARDÓTTIR,
Kleppsvegi 134,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, föstu-
daginn 21. ágúst, kl. 15.00.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
LEGSTEINAI R
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. K S.HELGASON HF t 11 STEINSMIÐJA l
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Alexander Sema Marchán,
Róbert Alexander Alexandersson,
Sigrún L. Sigurðardóttir.
+
THEODÓRA SVEINSDÓTTIR,
Hulduhlíð, Eskifirði,
áður Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 11. ágúst síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
Allan sólarhrinyinn. www.utfararstofa.ehf.is/