Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OTTAR VIÐAR
+ Ottar Viðar fæddist í
Reykjavík 29. nóvember
1930. Hann lést á Sjúkrahúsi
Húsavíkur 31. júlí síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Þór-
oddsstaðarkirkju í Ljósavatns-
hreppi 8. ágúst.
Elsku afí er dáinn. Afi sem allt
vildi gera fyrir barnabömin sin. Á
svona stundum renna í gegnum hug-
ann margar ógleymanlegar stundir
með honum og ömmu Heiðu. Dag-
arnir í sveitinni hjá þeim eru
^l^gleymanlegir. Því miður fengum
við ekki öll að kynnast því að vera í
sveitinni hjá ömmu og afa vegna
þess að þau fluttust til Húsavíkur
1982, áður en sum okkar fæddust.
En sveitinni fengum við að kynn-
ast í gegnum afa því enginn var dug-
legri við að fara í sveitina til að heim-
sækja ættingja og vini heldur en
hann og hann var óspar á að bjóða
bamabörnunum með. Fljótlega eftir
að amma og afi fluttust til Húsavíkur
byggði hann sér fjárhús og þar vor-
um við með kindur með honum.
Elsku afi, það er svo margt sem er
fyrir að þakka, allar ferðimar í fjár-
húsið með þér, skreppitúrar í sveit-
ina um helgar og ekki má gleyma öll-
-^um sumarbústaða- og útileguferðun-
um með þér og ömmu þar sem þú
varst hrókur alls fagnaðar. Þetta era
allt ógleymanlegar stundir.
Elsku afi, við söknum þín mjög
sárt en getum huggað okkur við að
þú ert nálægur og fylgist með okk-
ur öllum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
i-, Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi, takk fyrir allar stund-
irnar í gegnum árin. Og Guð gefi
ömmu styrk 1 þessari miklu sorg.
Þín barnaböm,
Sigurður, Ellen og Þuríður.
Óvænt og skyndilega er vinur
minn Óttar Viðar fallinn frá aðeins
68 ára að aldri.
Óttar var um margt óvenjulegur
maður. Hann var bankastjórasonur
úr Reykjavík, greindur að upplagi og
átti auðvelt með nám. Hann hefði því
getað gengið til fjölmargra starfa.
En hann kaus að svara kalli hjart-
ans, fór úr allsnægtum til að yrkja
jörðina og gerðist bóndi norður í
landi. Ungur að aldri bast hann
sterkum böndum við Mývatnssveit-
ina, en móðir hans var frá Gautlönd-
um í Mývatnssveit. Þar dvaldi Óttar
við leik og störf í fjölmörg sumur.
Eftir þá reynslu varð það nánast
köllun hans að gerast bóndi og því
fór hann til náms í Bændaskólann á
Hvanneyri. Hann festi ekki yndi við
störf hvorld erlendis né í Reykjavík,
þráði sveitalífið. Árið 1957 giftist
hann Aðalheiði (Heiðu) Runólfsdótt-
m- og á sama ári keyptu þau hjónin
Geirbjarnarstaði í Köldukinn. Jörðin
var bærilegasta bújörð en allur
húsakostur mjög lélegur, nema fjós-
ið, sem var nýlegt. Það þurfti því að
taka til hendinni og búskapurinn var
enginn dans á rósum, þrotlaus vinna,
en sú vinna var um leið líf hans og
yndi. Ekki svo að hún ein nægði hon-
um til andlegrar næringar, hann var
bókhneigður og sérstaklega hafði
hann gaman af leiklist, enda var Ind-
riði Einarsson afi hans. Sótti yfirleitt
allar leiksýningar sem hann hafði
tök á að sækja og var virkur þátttak-
andi í leikstarfi í Kinninni og steig á
svið nokkram sinnum.
Óttar og Heiða eignuðust fjögur
börn, Björn, Guðrúnu, Grétar Þór
og Ástu Helgu. Árið 1980 varð fjöl-
skyldan fyrir þeirri átakanlegu
reynslu að Grétar Þór fórst af slys-
föram 17 ára að aldri. Öll hin börnin
era gift og bamabörnin orðin átta.
Óttar og Heiða bjuggu að Geir-
bjarnarstöðum í 25 ár. Þegar ljóst
var að börnin hneigðust ekki til bú-
skapar, og eins í kjölfar hins hörmu-
lega fráfalls Grétars Þórs, ákváðu
þau að bregða búi og fluttu til
Húsavíkur og bjuggu þar síðan.
Óttar var þar starfsmaður Húsavík-
urkaupstaðar allt til dauðadags. En
hann gat ekki hugsað sér að hætta
samneytinu við dýrin, enda einstak-
ur dýravinur. Hann kom sér upp
fjárhúsum og svolitlum fjárstofni á
Húsavík og gat því stundað sitt
hjartansmál áfram, þó í litlum mæli
væri.
Kynni okkar Óttars hófust fyrir
um það bil 30 árum. Konur okkar
þekktust frá fyrri tíð og kunnings-
skapurinn var endurnýjaður þegar
báðar voru fluttar í sama hérað á
Norðurlandi, Suður-Þingeyjarsýslu.
Tæpt ár var á milli Þórs sonar okk-
ar og Grétars Þórs og varð þeim
strax vel til vina. Þór fékk að fara í
sveitina og dvelja hjá vini sínum og
tók strax miklu ástfóstri við Óttar
og Heiðu eins og allur barnaskai'-
inn, sem var í sveitinni hjá þeim á
sumrin til lengri eða skemmri tíma.
Kynni okkar urðu því stöðugt nán-
ari og enn sterkari urðu tengslin
þegar Grétar Þór dvaldi hjá okkur á
Húsavík þegar hann var þar við
nám veturinn 1979-80, en hann lést
af slysföram sumarið eftir eins og
áður sagði. Sennilega var það fyrst
við þennan sorglega atburð sem
mér varð ljóst hvílíkur mannkosta-
maður Óttar Viðai’ var. Að vísu
hafði mér verið það ljóst allt frá
fyrstu kynnum að þar fór óvenju
vandaður maður, en mannkostir
hans og hugprýði komu aldrei betur
í ljós en við þetta átakanlega slys.
En Óttar var líka glettinn að eðlis-
fari, hafði góða kímnigáfu og alltaf
var stutt í spaugsyrðin hjá honum.
Óttar var tryggðatröll, frændræk-
inn og vinafastur. Til dæmis heim-
sótti hann okkur alltaf reglulega,
settist í eldhúsið, rabbaði um daginn
og veginn, færði okkur fréttir af fjöl-
skyldunni. Honum nægði ekki að
hringja, hann varð að sjá okkur og
heyra, deila með okkur smástund.
Og þannig heimsótti hann fjölmarga
aðra, ættingja og vini. Sennilega leið
aldrei meira en mánuður án þess að
hann heimsækti sveitina sína,
Köldukinn, léti andrúm hennar leika
um sig, heilsaði upp á gamla sveit-
unga og vini. Það var því táknrænt
hvemig sveitin hans tók á móti hon-
um þegar Óttar fór þangað í hinsta
sinn, þegar hann var jarðsunginn á
Þóroddsstað laugardaginn áttunda
ágúst. Veðrið var með eindæmum
bjart og hlýtt, lýsandi fyrir hjarta-
lags sonarins sem nú var lagður í
skaut móður jarðar.
Fyrir mína hönd, Katrínar konu
minnar og bama okkar vottum við
Heiðu, börnum þeirra og barna-
bömum ásamt öðrum nákomnum
okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Óttars Viðar.
Gisli G.
egsteinar
í Lundi
v/Nýbýlaveg
SOLSTEINAR 564 4566
JON B. JONSSON
Smabt'víin
iai^ðskom
v/ Possvogskii'kjwgarð
Sími: 554 0500
H Erfidiykkjur S
H
H
H
P E R L A N m
M
u Sími 562 0200
riIXXXXXIXXJU
+ Jón B. Jónsson fæddist í
Neskaupstað 14. desember
1934. Hann lést í Kristinehamn í
Svíþjóð 29. júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Visnum-
kirke í Kristinehamn 14. ágúst.
H
H
H
H
H
H
H
H
Þessar fáu línur era til að kveðja
bróðurson minn og kæran vin, sem
á unglingsáram sínum í Neskaup-
stað var daglegur gestur hjá afa
sínum og ömmu í Holti og áttum við
þá saman margar ánægjustundir.
Jón var ákaflega léttur í lund, en
dulur og ekki vanur að flíka tilfinn-
ingum sínum. Þó var skopskynið í
góðu lagi og hann fljótur að koma
auga á spaugilegar hliðar á málun-
um.
Snemma kom fram hjá Jóni áhugi
hans á mynd- og tónlist og lék hann
í nokkum tíma með hljómsveit Har-
aldar Guðmundssonar í Neskaup-
stað. Það var þó eins með Jón og
aðra unglinga í sjávarplássum að
vinnan hjá þeim snerist að mestu
um fisk bæði til lands og sjávar, svo
tími og tækifæri gáfust ekki til að
LEGSTEINAR t Mármari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Bláarýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 5871960, fax 5871986
helga sig því starfi sem hann hefði
helst kosið. Þá var ekki spurt að því
hvert hugurinn stefndi með ævi-
starf, heldur aðeins hvaða starf
væri líklegast til að gefa viðkomandi
sitt daglega brauð. Þess vegna fór
Jón í Samvinnuskólann og var þar
við nám í tvö ár, þótt vinna við við-
skipti og verslun væri honum ekki
að skapi.
í Svíþjóð settist svo Jón að í
Varmland, ekki vegna þess að andi
Selmu Lagerlöf og Nils Ferlin svifi
þar yfir vötnum, heldur kynntist
hann þar eftirlifandi sambýliskonu
sinni Sonju, og búsettu þau sig í
Beckhammar við Vanern. Eg hafði
það alltaf á tilfinningunni þegar við
töluðumst við, að það væri einmitt
þarna sem hann kynni best við sig, í
faðmi skóga, vatna og gamalla sögu-
slóða, því Jón var fróðleiksfús mað-
ur sem unni bókmenntum, tónlist
og fagurri náttúra.
Lengst af dvöl sinni í Svíþjóð
vann Jón í pappírsverksmiðju í
Backhammar. Síðustu ár ævinnar er
hann vann við pöntun og umsjón á
kemískum efnum, entist honum ekki
þrek til að vinna meira en hálfan
vinnudag venga ofnæmissjúkdóma.
Þar sem langt er á milli heimila
okkar Jóns urðu heimsóknir ekki
tíðar, en þeim mun oftar var talast
við í síma og rifjaðar upp gamlar
minningar, rabbað um bækur og
skáldskap, eða ýmsar bollaleggingar
um lífið og tilverana. Væri sá gállinn
á Jóni gat hann farið jöfnum hönd-
um með kvæði eftir Tómas Guð-
mundsson og Nils Ferlin, svo mikið
á ég eftir að sakna þessara símtala.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Valur Sigurðsson.
SYLVÍA
SIGFÚSDÓTTIR
tSylvía Sigfús-
dóttir var fædd
í Sólheimum í Vest-
mannaeyjum 13.
júní 1919. Hún lést
12. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sigfús
Guðlaugsson, skó-
smiður og sjómað-
ur, og Kristín Krist-
jánsdóttir frá Aura-
seli í Landeyjum.
Sylvía átti eina al-
systur, Aðalbjörgu
Jakobínu, auk þess
átti hún tvö hálf-
systkin sammæðra, Marvin
Jónas og Ilildigunni, sem Krist-
ín átti með seinni manni sínum,
Gunnari Erlendssyni, sem gekk
Sylvíu í föðurstað tveggja ára
gamalli. Þau eru nú öll látin.
Fluttu þau að Helluvaði á Rang-
árvöllum þar sem Sylvía bjó þar
til hún hóf búskap í Reykjavík
með manni sínum, Sigurði Jó-
hannssyni frá Miðkrika í Hvol-
hreppi, f. 26.1. 1903. d. 4.10.
Hún sagði mér sögur um vofur og
vætti, verur sem birtust á meðan ég
svaf. Þannig var amma, hún sagði
mér margt. Margt af því veit ég að
á eftir að droppa upp í hugann og
minna mig á hana um ókomin ár.
Margt af því á líka eftir að minna
mig á að að lífið er ekki bara leikur.
Lífið hennar ömmu var ekki alltaf
auðvelt, en hún kunni öðrum betur
að brosa sínu glettna sérstaka brosi
þó henni liði illa. Þó stundum væri
þungt í henni og hún væri ansi
kjarnyrt um lífið og tilveruna þá var
þetta hennar stíll og málfar. Hún
kunni enga hræsni, og hún kunni
heldur ekki rógburð. Hún var heið-
arleg og hrein og bein í því sem hún
sagði og gerði. Hún var ævilangt
trygg vinum sínum og brást þeim
aldrei. Hún gat verið hrekkjótt og
brellin þegar sá gállinn var á henni.
Þá fífluðumst við oft og hlógum
mikið. Hún trúði á líf eftir dauðann
og fannst 1 góðu lagi að reyna að ná
sambandi við þá sem væru hinum
megin við þilið. Hún taldi að vinir
sínir sem þar væru, væra bara ekki
of góðir til að hafa dálítið samband
við sig. Hún amma mín var eins og
allar aðrar ömmur falleg og góð.
Hún var dálítið pjöttuð og glys-
gjörn. Hún vildi sko ekki láta sjá sig
ómálaða og illa til hafða. Dæmi um
það er þegar skipt var um augastein
í henni og hún átti að hafa lepp fyrir
auganu heima hjá sér. Því neitaði
hún alveg. Hugsanlega kæmi ein-
hver í heimsókn, og hún gleymdi að
taka leppinn frá. Hún amma var
ekki hávaxin kona en stór samt.
Hún hafði gífurlegt þrek til að
takast á við þau miklu veikindi sem
hrjáðu hana um 20 ára skeið. Oft
virtist sem öllu væri lokið. Oft var
hún afskrifuð. Margar orustur vann
hún. Alltaf kom gamli hrekkja-
glampinn og sérstakt brosið á þjáð
andlitið aftur og aftur. Hins vegar
nokkrum mínútum áður en þú lést,
þá kom annað augntillit sem sagði
mér að fara. Þú vissir hvað var að
gerast. Stríðinu var lokið. Með
þakklæti fyrir allt kveð ég þig,
elsku amma mín. Þú ert þrátt fyrir
allt sigurvegari. Þú skilur eftir svo
margt handa okkur hinum.
Sylvía K. Sigurþórsdóttir.
Það er ekki laust við að viss léttir
væri yfir því að frétta af andláti föð-
ursystur minnar, Sylvíu Sigfúsdótt-
ur (eða Sullu frænku eins og við
frændurnir í Akurgerði kölluðum
hana alltaf okkar í milli), slík voru
þau veikindi sem hún hefur átt við
að glíma síðustu undangengin ár, en
hún barðist hetjulega við lungna-
sjúkdóm sem að lokum náði yfir-
hendinni.
I minningunni um Sullu koma
strax upp í hugann afmælin á Loka-
stígnum að ógleymdum jólaboðun-
um, sem voru hin glæsilegustu, og
alltaf man maður eftir jólaljósunum
1978, sem lengi var
starfsmaður Aburð-
arverksmiðju ríkis-
ins. Eignuðust þau
sex börn sem öll eru
á lífí, þau eru: 1)
Sigurþór f. 20.10.
1944, sölumaður,
maki Aðalheiður
Harðardóttir. 2)
Ómar f. 27.9. 1948,
framkvæmdastj óri,
maki Sigurbjörg Ei-
riksdóttir. 3) Krist-
fn f. 6.9. 1951, fót-
snyrtir, maki And-
ers Ripp, Svíþjóð. 4)
Pálmi Valur f. 27.3. 1953,
verkamaður, ókvæntur. 5)
Sonja María f. 28.7. 1954, hús-
móðir, maki Jónas Antonsson.
6) Sigfús Sævar f. 30.7. 1958,
verkamaður, ókvæntur. Barna-
börn eru tólf og barnabarna-
börn sjö.
títför Sylvíu Sigfúsdóttur fer
fram frá Fossvogskapellu í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
sérstöku sem hreyfðust í sífellu og
vora á þessum tíma þau alfínustu
sem til voru svo mynd þeima situr
vel í minninu enn þann dag í dag. Á
meðan við bræður voram litlir
strákar var sérlega mikill samgang-
ur milli okkar fjölskyldu og fjöl-
skyldunnar á Lokastígnum, því afi
Gunnar og Kristín amma mín
bjuggu á hæðinni fyrir ofan Sullu og
Sigga Jóhanns, eiginmann hennar
(d. 1978), sem þar bjuggu með sín-
um stóra barnahópi. Það var ansi
gaman að fylgjast með Sullu og
Sigga stríða Þórhalli bróður mínum
og Stínu dóttur þeirra á því að lík-
lega yrðu þau hjón seinna meir þar
sem þau vora fædd sama ár, en
skyldleikahjónabönd voru ekki
óþekkt í þessari fjölskyldu frekar en
öðram á þessum tíma.
Eg sjálfur er fæddur ‘53 eins og
Pálmi, sonur Sigga og Sullu, og vor-
um við t.d. skírðir saman ásamt
Gunnari Gunnarssyni, syni Hildig-
unnar, systur pabba, og Gunnars
Sigurjónssonar málarameistara.
Eftir því sem borgin stækkaði og
aldur færði okkur félagana í sundur
minnkaði samgangur við krakkana
á Lokastígnum, sem fluttu upp í
Hraunbæ. Alltaf var þó reglulegur
samgangur milli heimilanna og eftir
að Sulla frænka missti manninn
sinn var hún sem betur fer ekki síð-
ur dugleg að heimsækja okkur í Ak-
urgerðið og jafnvel fram að því síð-
asta fékk hún Sigurþór son sinn til
þess að keyra sig til að líta á okkur
bræðurna og athuga hvernig okkur
gengi kaupmennskan, en henni var
mjög annt um okkur og okkur um
hana.
Að lokum vil ég færa Sullu sér-
stakar kveðjur frá móður minni, en
milli þeirra þróaðist mikil og góð
vinátta sem entist alla tíð. Eg vil
einnig færa börnum Sylvíu, mökum
þeirra, barnabörnum og barna-
barnabörnum mínar innilegustu
samúðarkveðjur sem og frá fjöl-
skyldu minni og bræðrum mínum,
en við minnumst Sullu frænku með
miklu þakklæti fyrir góðvild hennar
og gamansemi. Megi minningin um
elskulega og skemmtilega konu lifa.
Gunnar Jónasson.
í dag kveð ég með söknuði móð-
ursystur mín, Bóel Sylvíu Sig-
fúsóttur. Ég hef þekkt Sylvíu alla
ævi og þegar ég var lítil stelpa
þurftum við fjölskyldan að búa um
nokkurt skeið heima hjá henni og
manni hennar, Sigurði. Þrátt fyrir
að þau ættu sjálf sex börn stóð
heimili þeirra opið fyrir okkur, sex
manna fjölskyldu, og komið var
fram við okkur eins og annað heim-
ilisfólk. Það var oft kátt á hjalla
þegar svo mörg börn voru saman
komin. Sylvía reyndist mér alltaf
vel og eftir að ég varð fullorðin var
hún minn trúnaðarvinur. Ég reyndi
eftir bestu getu að launa henni vel-