Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 41
MORGUNBLADIÐ
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 41
viljann og þegar heilsu hennar fór
að hraka gerði ég mér far um að
stytta henni stundir þegar tími
gafst til. Synir Sylvíu, Sigfús og
Sigurþór, sáu um móður sína í
seinni tið og reyndust henni mikil
stoð og stytta í veikindum hennar.
Hún var heppin að hafa svo nær-
gætna syni sér við hönd í erfiðleik-
um sínum. Sylvía lifði öll systkini
sín og verða efalaust fagnaðarfund-
ir þegar þau hittast aftur. Hún og
móðir mín Stella voru mjög sam-
rýndar og saknaði Sylvía hennar
mjög eftir að hún dó fyrir nokkrum
árum.
„Segðu ekki: „Ég hef fundið sannleikann",
segðu heldur: „Ég hef fundið sannleiká'.
Segðu ekki: „Ég hef fundið veg sálarinnar",
segðu heldur: „Ég hef mætt sál minni á veg-
inum“. Pví að sáhn gengur allar leiðir. Hún
dansar ekki á línu og vex ekki eins og reyr,
heldur opnast hún eins og þúsund blaða
lótusblóm."
(Kahhl Gibran, Spámaðurinn.)
Eg vil þakka Sylvíu allar þær
góðu stundir sem við áttum saman í
gegnum tíðina, hún mun alitaf eiga
pláss í sál minni og hjarta. Eg bið
góðan Guð að styrkja börn, barna-
börn og aðra aðstandendui- og vini
Sylvíu í sorginni.
Anna F. Gunnarsdóttir.
Mér brá þegar mamma mín
hringdi í mig miðvikudaginn 12.
ágúst og sagði mér að uppáhalds
amma mín hún Sulla amma væri dá-
in. Það var eins og ég hefði verið
stungin í bakið, ég kom ekki upp
orði í smástund, þegar mamma
sagði mér þetta. En sem betur fer
líður henni vel núna og er komin í
faðm Sigga afa, og það er fyrir öllu
að henni líði vel.
Hún amma mín var rosalega góð
kona og vildi öllum vel, það vita allir
sem þekktu hana.
Eg sakna þín sárt, elsku amma
mín, og ég mun aldrei gleyma þér,
þú verður alltaf í hjarta mínu. Eg
gat þó gefið þér tvö langömmubörn.
Eg kom með yngri stelpuna mína
aðeins 10 daga gamla upp á spítala
til að sýna þér hana, ég man hvað
þú varst glöð að sjá hana, elsku
amma mín.
Það er erfít að lýsa því með orð-
um hve sárt við munum sakna þín,
elsku amma. Mikið skarð hefur
myndast í Mfí okkar, en við reynum
að fylla upp í það með góðum minn-
ingum um þig og það sem við gerð-
um saman, amma mín.
Elsku Guð, viltu passa ömmu
mína vel.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnatiar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
María Antonía, Aníta
Sonja, Brynja Karen.
Fyrir hönd okkar systkinanna vil
ég þakka Silvíu fyrir allt sem hún
gaf okkur.
Við kveðjum þig með söknuði í
huga og ég bið góðan Guð að styrkja
okkur öll í sorginni. Far þú í friði til
hins eilífa ljóss og friður Guðs varð-
veiti þig að eilífu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þeni tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Linda Björk Jónasdóttir.
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
HANNES ÞORÐUR
HAFSTEIN
+ Hannes Þórður Hafstein
fæddist á Húsavík 29. nóv-
ember 1925. Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 12. júlí síðast-
Iiðinn og fór útför hans fram
frá Langholtskirkju 21. júlí.
Þjóðin hefur misst stórmenni í
slysavarna- og bjögunarmálum.
Sporin sem hann lagði í þeim málum
eru til þess fallin að fylgja þeim, því
þau eru í anda Slysavarnafélags Is-
lands; að berjast gegn slysum og
vera skjót til hjálpar eða björgunar
náunganum.
Til að geta lagt slík spor eins og
Hannes hefur gert þurfa menn
mikla hæfíleika, dugnað, eldmóð,
þekkingu á málefnum, reynslu af
málefninu og heiðarleika gagnvart
náunganum. Hannes var lítið fyrir
hrós og lof fyrir störf sín, vildi alltaf
helst gera betur, þótt allt væri full-
reynt í sjálfu sér. Var hann ákveðinn
og fylgdi málunum eftir af miklum
eldmóð, þótt það hentaði mönnum
ekki alltaf. Þegar upp var staðið
vissi Hannes hvað skipti máli, það
voru markmið Slysavarnafélagsins,
sem eru öllu fólki til heilla og far-
sældar. Það er eins og einn af góð-
um og traustum vinum hans hafði á
orði: Stundum þarf maður að vera
leiðinlegur til að koma hlutunum á
eða til leiðar, það er bara ekkert
skemmtilegt að vera leiðinlegur en
það er í lagi þegar það er öðrum til
heilla eða öryggis. - Nú hafa þessir
vinir og félagar báðir lagt himnaföð-
urnum lið, hefur drottinn þar fengið
góðan skipstjóra og stýrimann.
Hannes var heimsborgari, eins og
komið hefur fram í mörgum af
minningargreinunum um hann, og
hlaut hann alls konar heiðursmerki
og orður sem voiu honum vissulega
mikils virði á lífsferlinum og hvatn-
ing til að halda alltaf sínu striki til
að gera björgunarfólk, slysavarna-
fólk og utan þess hæfara til sinna
starfa. En vænst þótti honum um
þau augnablik þegar vel tókst til við
björgun eða í slysavamastarfi hjá
samferðafólki hans.
Hef ég verið einn af þeim heppnu
sem hafa kynnst verkum hans á er-
lendri grundu, þá á ég við á nám-
skeiðum og ferðum erlendis. í eitt
skipti 1991 á Suður-Engandi, á Isle
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfínu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfílegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnh’ að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
of Wight og í Warsash. Fórum við
tólf sjóflokksstrákar til Isle of Wight
og vorum í fímm daga á Atlantic 21-
bátanámskeiði sem Hannes hafði,
eins og svo oft áður, skipulagt og
fengið fyrir litla sem enga peninga
hjá systurfélagi okkar í Bretlandi,
RNLI. Allt gekk upp í ferðinni og all-
ir voru ánægðir, og hafa þessi nám-
skeið verið sótt af sjóflokksmönnum
síðan. í þessari sömu ferð var Hann-
es búinn að koma mér á námskeið í
slysavarnaskóla í Warsash. Hannes
og félagar mínir skildu mig þar eftir,
en áður en þeir fóru tók Hannes mig
afsíðis og gaf mér góð ráð, eins og
honum einum var lagið, og sagði svo:
„Stattu þig strákur og sjáumst eftir
viku í London.“ Þar hittumst við svo
á heimleiðinni. Töluðum við mikið um
stöðu mála eftir þessi námskeið, hvað
var gert og .hvað hefði mátt betur
fara.
Mér er minnisstæðast úr þessari
ferð að alls staðar sem við komum,
ef maður þurfti einhverjar leiðbein-
ingar eða upplýsingar og nefndi
Slysavarnafélagið eða Hannes, þá
stóðu allar dyr opnar. Oftar en ekki
var spurt frétta: Where is captain
Hannes, how is he? Hannes stóð
alltaf sína vakt þótt hann léti af
störfum hjá SVFÍ sem fram-
kvæmdastjóri þess. Síðastliðið haust
hafði Hannesi borist til eyrna að ég
væri að fara á vegum SVFI til
bandarísku strandgæslunnar, U.S.
Coast Guard, í náms- og kynnisferð,
meðal annars til Coast Guard
Academy í New London í Connect-
icut-fylki, þar sem Hannes hafði
dvalið á sínum yngri árum, meðal
annars um borð í skólaskipinu
Eagle. Þegar ég og félagi minn vor-
um að leggja af stað út á flugvöll
hringdi síminn, á hinum endanum
var captain Hafstein og biður hann
mig að koma við í Skeiðarvoginum.
Eftir smámögl í mér fer ég til hans,
þar var hann búinn að tína franyúr
pússi sínu ýmis gögn um SVFI á
ensku, myndir og fleira, og gefur
mér holl og góð ráð eins og alltaf.
Hann kveður mig svo með því að
rétta mér umslag merkt mér, á því
stóð jafnframt „opnist aðeins í
30.000 fetum“. Þegar ég var svo
kominn í 30.000 fet opnaði ég um-
slagið og í því voru dollarar til að
nota í ferðinni.
Útför Hannesar Þórðar Hafstein
var gerð frá Langholtskirkju 21. júlí
sl. að viðstöddu miklu fjölmenni.
,;Fólkið hans“ úr Slysavai’nafélagi
Islands, úr slysavarna- og björgun-
arsveitum alls staðar að af landinu,
stóð heiðursvörð inni og úti við
kirkjuna og í garðinum, fógur en lát-
laus athöfn í djúpri virðingu og þökk
til góðs vinar og foringja.
Að kvöldi útfarardagsins komu
allir bátar SVFI saman og minntust
Hannesar á táknrænan og minnis-
stæðan hátt með flugeldum, blysum
og reyk, með björgunarbátinn
Hannes Þ. Hafstein í broddi fylking-
ar. Síðan sneru allir bátar til sinna
heimahafna, og er trúlegt að þessi
dagur 1 heild sinni h'ði aldrei úr
minni áhafnar Hannesai’ Þ. Hafstein
í Sandgerði, því að á heimleiðinni
var lítill bátur aðstoðaður vélarvana
utan við skerjagarðinn í Sandgerðis-
höfn. Er því ljóst að Hannes Þórður
Hafstein er enn á vaktinni á æðri
stöðum. Sigrúnu, börnum og öðrum
ástvinum sendi ég og fjölskylda mín
dýpstu samúðarkveðjur, Guð styrki
ykkm- í sorg ykkar.
Einar Örn Jónsson
SIGURVININGVI
GUÐJÓNSSON
+ Sigurvin Ingvi Guðjónsson
fæddist á Núpi í Haukadal
18. apríl 1927. Hann lést í
Sjúkrahúsi Akraness 1. ágúst
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Akraneskirkju 11.
ágúst.
Hinn 24. nóvember 1993 fluttust
Sigurvin Ingvi Guðjónsson og
Stefanía Anna Guðmundsdóttir í
fjölbýlishús á Akranesi, á Höfða-
braut 16, 2. hæð til hægri. Svo vildi
til að undirritaður og kona hans,
Þorgerður Bergsdóttir, sem hér
eftir verður nefnd Stella, bjuggu á
sama stigapalli. Ég hef í gegnum
árin komið mér upp þeirri stað-
hæfingu að fátt sér þýðingarmeira
í þessu lífi en gott nágrenni. Þessi
staðhæfíng hefur enn sannað gildi
sitt. Lítil kynni höfðu verið milli
okkar áður. Þó höfðu Anna og
Stella verið samtíða nokkra daga á
sjúkrahúsi og ég hafði af þeim
nokkur kynni gegnum sameigin-
lega vini.
Þau Ingvi og Anna höfðu þann
hátt á að dveljast vestur í Dölum á
sumrin, á Mjóabóli í Haukadal, en
þar höfðu þau búið um árabil. Ingvi
varð fyrir þeirri lífsreynslu aðeins
átta ára gamall að lenda í ægilegum
eldsvoða í Keflavík á jólum 1935 og
bar þess menjar alla tíð, en þrátt
fyrir það var hann dugnaðarmaður
á sínum bestu árum.
Þau Ingvi og Anna voru mjög vin-
sæl af sínum sveitungum, sem
ræktu vináttu við þau, þó að þau
væru komin til Akraness, og kunnu
þau vel að meta það. Afkomendur
Ónnu og Ingva eru 17, allt ágætis-
og myndarfólk.
Nú, þegar Ingvi vinur minn er all-
ur, er skarð fyrir skildi sem verður
vandfyllt í huga okkar sem þekktum
hann og áttum við hann samskipti.
Blessuð sé minning hans.
Hannes Á. Hjartarson.
SVANHVIT
JÓNSDÓTTIR
+ Svanhvít Jónsdóttir fæddist
í Neskaupstað 6. janúar
1968. Hún lést á Landspítalan-
um 6. ágúst síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 10. ágúst.
Með örfáum orðum viljum við
þakka fyrir kynni okkar af Svan-
hvíti Jónsdóttur, Svanný eins og
hún var kölluð.
Strax og Svanný kom til okkar
sáum við að hér var einstök per-
sóna á ferð. Krafturinn og þraut-
seigjan voru ótrúleg. Hún lét aldrei
deigan síga þrátt fyrir fötlun sína
og var staðráðin í að ná sér að
fullu.
Sóttin er hamla á líkamanum, en ekki viljan-
um, nema hann kjósi sjálfur, að svo sé.
Heltin hamlar fætinum að vísu en viljanum
ekki. Segðu sjálfum
þér þetta í hvert sinn
er á bjátar og þú munt komast að raun um,
að atburðimir hamla
einhverju öðru en þér.
(Epiktet.)
Svanný var með eindæmum já-
kvæð og bjartsýn en ofar öllu öðru
var hún full af baráttuvilja og
ákveðin í að lifa lífinu af krafti. Hún
hefur kennt okkur hinum að þakka
fyrir það sem við höfum, en tökum
allt of oft sem sjálfsögðum hlut. Góð
heilsa er eitthvað sem við eigum að
fara vel með og njóta.
Elsku Svanný, með ótrúlegum
viljastyrk og dugnaði sýndir þú
okkur hversu mikils virði það er að
gefast aldrei upp þó á móti blási.
Megi hetjuleg barátta þín verða
öðrum hvatning og fordæmi. Með
söknuði sendum við aðstandendum
þínum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vinir og samstarfsfélagar
í World Class.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17.
Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl.
12-12.30. Jakob Hallgrímsson leikur.
Háteigskirkja. Kvöldsöngur með
taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun,
endurnæring. Allir velkomnir.
Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18. Bænaefnum má koma til
sóknarprests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænaefni í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á
eftir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gylfi vikumeistari í sumarbrids
ÞRETTÁNDU spilavikunni lauk
sunnudagskvöldið 16. ágúst. 20 pör
spiluðu Mitchell og urðu þessi pör
efst (meðalskor var 216):
NS
Gylfi Baldurss. - Bjöm Theódórss. 264
Hjördís Sigurjónsd. - Kristján Blöndal 249
Friðjón Þórhallss. - Jón Þorvarðars. 244
Hrafnh. Skúlad. - Jörundur Þórðars. 232
AV
Óskar Sigurðss. - Sigurður Steingr.ss. 247
Eggert Bergss. - Jón V. Jónmundss. 238
Una Amad. - Jóhanna Sigurjónsd. 234
Hermann Friðriksson - Helgi Bogason 221
Gylfi Baldursson vann vikukeppn- »-
ina að þessu sinni. Lokabaráttan var
æsispennandi og réðust úrslit viku-
keppninnar í síðustu spilum sunnu-
dagskvöldsins. Annars varð vikustaða
efstu manna svona í bronsstigum:
Gylfi Baldursson 58
Jón Þorvarðarson 55
Amgunnur Jónsdóttir 40
Hjördís Sigurjónsdóttir 39
Anton Haraldsson 39
Sigurbjöm Haraldsson 39
Hermann Friðriksson 38
Eggert Bergsson 35
Ragnheiður Nielsen 34 <
Þórður Sigurðsson 33
Gylfi hlýtur í vikuverðlaun gjafa-
bréf frá veitingastaðnum Þrír Frakk-
ar hjá Ulfari.
Gylfi Baldursson er langefstur í
heildina og er staða efstu spilara
svona:
Gylfi Baldursson 528
Jón Steinar Ingólfsson 369
Eggert Bergsson 326
Vilhjálmur Sigurðsson jr. 316
Steinberg Ríkarðsson 303
Hermann Friðriksson 294
Jón Viðar Jónmundsson 285
Erlendur Jónsson 275
Þorsteinn Joensen 267
Isak Öm Sigurðsson 263
í sumarbridgs er spilað öll kvöld
nema laugardagskvöld og hefst spila- .■
mennskan alltaf kl. 19:00. Spilastaður
er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd,
húsnæði Bridssambands Islands. Ut-
sláttarsveitakeppni er spiluð að lokn-
um tvímenningi á föstudagskvöldum
og hefst hún um kl. 23:00. Hægt er að
mæta í hana eingöngu, en þá er betra
að vera búinn að skrá sig símleiðis (s.
587-9360).
Ókeypis bridskynning
Unglingar á aldrinum 12-16 ára fá
tækifæri til að læra undirstöðuatriðin
í brids síðustu vikuna í ágúst, en þá
verður þriggja daga ókeypis brid-
skynning á vegum Bridsskólans og
Bridsfélags Reykjavíkur.
Námskeiðið stendur yfir dagana
25.-27. ágúst, frá kl. 16-19 og verður '
í húsakynnum Bridssambands ís-
lands, Þönglabakka í Mjódd.
Allir velkomnir, en þátttöku þarf
að tilkynna í síma 564-4247 mánu-
daginn 24. ágúst.
Þriðju umferð í bikar-
keppninni Iokið
Nú er 3. umferð í bikarkeppninni
1998 lokið. Dregið var í 4. umferð í
gær, 17. ágúst, og drógust saman:
Baldur Bjartmarsson
- Ármannsfell hf/Sævar Þorbjömsson
Háspenna/Jón Hjaltason
- Garðsl.þj. Norðurlands. Stefán Stefánsson
Nýherji/ísak Sigurðsson
- Eimskip/Stefán Kalmansson
Manin/Öm Amþórson
- Landsbréf/Bjöm Eysteinsson
4. umferð þarf að vera lokið fyrir
13. sept. nk. Undanúrslit og úrslit
verða spiluð 19. og 20. sept. nk. í húsi
Bridgesambands Islands, Þöngla-
bakka 1.