Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 46
.v- 46 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
HÉRA ER d'al\tiE> SeM AAAfxJP
HUGSAR S7/JLDAN UM...
GBfZlRÐO |>éRL3ÓST/lЫNUAl
SJÖUHCXl LIFS ÞÍNS eREVrr
--------- l' mAnupaga?
Tommi og Jenni
IF YOU GIVE MEACALL, l'M U5UALLV FREE IN THE
I CAN ALWAY5 COME 0VER 0 AFTERN00N DURIN6 THE
ANP GUARP V0URH0U5E.. § c MIPDLE 0F THE WEEK..
& •n 1 ® f
&_ ® iM/ ass ^
s
Ég deili teppinu mínu með þér ... hvað
gerir þú fyrir mig?
Ef þú hringir til mfn, get ég alltaf
komið og gætt hússins fyrir þig.
Ég er venjulega laus eftir hádegið í
iniðri viku ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Simbréf 569 1329
SIGURLIÐIÐ frá Vesturgötu 7 í pútti á vormóti. Frá vinstri: Sigurgeir
Snæbjömsson, Þorbjörg Georgsdóttir og Kristín Halldórsdóttir.
Iþróttir
aldraðra
Porsteini Einarssyni:
HVAÐ er framundan af störfum
fyrir íþróttir aldraðra hjá Félagi
áhugafólks um íþróttir aldraðra
(FÁIA) og hvað aðhafðist félagið í
sumar? Námskeið fyrir leiðbeinend-
ur íþróttaiðkana aldraðra heldur
stjóm Félags áhugafólks um íþrótt-
ir aldraðra, 21.-23. ágúst, í húsa-
kynnum Árbæjarskóla í Reykjavík.
Aðalkennarar eru Lis Puggaard,
lektor við háskólann í Odense, og
Vibeke Pilmark, íþróttakennari og
sjúkraþjálfari. Forstöðu námskeiðs-
ins annast Guðrún Nielsen, formað-
ur FÁÍA.
Stjóm FÁÍA starfrækti sæluviku
að Laugarvatni sem þau Ólöf Þórar-
insdóttir og Ernst Bachmann veittu
forstöðu 3.-15. júlí. Dvalið var í
húsakynnum Iþróttakennaraskóla
Islands, sem Iþróttamiðstöð ISI og
UMFI starfrækja að sumarlagi.
Forstöðumaður er Hafþór Guð-
mundsson. Aðstoðarfólk hans var
frábært og veitti hinum öldruðu al-
úðlega aðstoð í heimavistum, borð-
stofu, sundlaug og íþróttasal. Hver
dagur hófst á göngu. Eftir morgun-
verð var starfað í íþróttasal og
sundlaug. Frá kl. 12-14 var hádeg-
isverður og hvíld. Síðdegis var dag-
skrá breytileg, t.d. iðkað pútt,
boccia, spiluð félagsvist, farin um-
hverfisskoðun eða lagt í lengri
ferðalög, svo sem ekið að Geysi, inn
á skógræktarsvæði í Haukdal og
kirkjan skoðuð.
Á hverju kvöldi vom skemmti-
dagskrár, sungið, sagðar sögur og
dansað. Verðurfar var þeim öldmðu
hliðhollt. Þátttakendur vora 23 á
aldrinum 69 til 86 ára. Heilsufar var
ágætt.
Þriðjudaginn 19. maí 1998 efndi
stjórn FÁIA til vorkeppni í pútti.
Er um að ræða keppni milli þrí-
menningsliða um farandbikar og
einstaklingsverðlaun kvenna og
karla.
Keppnin var háð í Laugardalnum
og hófst kl. 14 í léttskýjuðu veðri en
napri golu. Keppnislið urðu ellefu.
Lið úr félagsmiðstöðinni að Vest-
urgötu 7, sem var skipað þeim Þor-
björgu Jónsdóttur, Kristínu Hall-
dórsdóttur og Sigurgeir Snæbjörns-
syni, fór 18 holur völlinn á fæstum
höggum, 111. Hvert á 37 höggum.
Kristín og Sigurgeir fóru hvort 2
holur í höggi en Þorbjörg einu sinni.
Önnur verðlaun hlaut lið utan
miðstöðva í 112 höggum. Liðið skip-
uðu Bogi Þ. Guðjónsson (40 högg),
einu sinni holu í höggi, Guðrún S.
Kristjánsdóttir (38 högg) og Hall-
dór Ibsen (35 högg), þrívegis hola í
höggi. Þriðju verðlaun vann lið frá
Hrafnistu í Reykjavík (DAS) með
115 stigum. Liðið skipuðu Borgþór
Jónsson (40 högg), Karl Sölvason
(48 högg), einu sinni hola í höggi og
Ágúst Friðbjörnsson (37 högg),
tvisvar holu í höggi. Aðrar sveitir,
merktar þeim sem vora ritarar
þeirra, unnu sér stig sem hér grein-
ir: 4.-5. sæti: Áslaug Árnadóttir frá
Hvassaleiti 56-58, 118 stig og með
sama stigafjölda lið Guðjóns Valdi-
marssonar frá DAS í Reykjavík. 6.
sæti: Lið Ernst Fr. Bachmanns 119
högg. Önnur lið voru ekki fullskip-
uð. Fyrstu einstaklingsverðlaun
vann Halldór Ibesen með 35 högg-
um; þrisvar holu í höggi. En um
2.-3. verðlaun urðu 4 einstaklingar
jafnir og urðu að ráða í „bráða-
bana“. Fór keppnin svo: 2. verðlaun
Þorbjörg Jónsdóttir, 3. verðlaun
Kristín Halldórsdóttir, 4. verðlaun
Ágúst Friðbjörnsson og 5. verðlaun
Sigurgeir Snæbjörnsson.
Guðrún Nielsen, formaður FÁÍA,
afhenti verðlaun. Kaffiveitinga nutu
svo allir í glaðværð í vallarhúsi
gervigrasvallarins þar sem Baldur
Þráinsson er vallarvörður.
Hin árlega keppni FÁÍ A að vori í
boceia var háði í íþróttahúsi fatlaðra
27. apríl í ár. Liðin sem kepptu voru
14 og var hvert skipað 3 keppend-
um. Var keppt um bikar, sem
Iþróttafélag fatlaðra gaf. Mótsstjóri
var Anna Henriksdóttir en yfirdóm-
ari Inga Bjarnar Guðmundsson.
Sigurvegari varð lið félagsmiðstöðv-
ar á Vitatorgi. Annað varð lið frá
Hvassaleiti og þriðja frá Afla-
granda.
ÞORSTEINN EINARSSON,
varafomaður FÁÍ A
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.