Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 54

Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tvítug Hrekkjavaka Tveir áratugir eru frá því John Carpenter sendi frá sér unglingahrollvekjuna Hrekkjavöku eða „Halloween“. Myndin varð gríðarlega vinsæl og enn í dag er verið að gera framhaldsmyndir hennar. Arnald- ur Indriðason kynnti sér fyrirbærið nánar. UNGLINGAHROLLVEKJAN virðist hafa eins mörg líf og Freddy Kruger eða Jason eða Michael Meyer eða hvað þeir nú heita allir þessir geðsjúku morðingjar hroll- vekjanna sem lifna við jafnóðum og þeir eru drepnir. Unglingahroll- vekjan hefur í það minnsta kviknað til lífsins ó ný eftir nokkurra ára dásvefn. Ný kynslóð kvikmynda- gerðarmanna, sem ólst upp með t&;Uger og kompaníi, sækir sérstak- lega í að gera hrollvekjur fyrir ung- linga og unglingamir virðast mjög móttækilegir enn á ný fyrir skelf- ingunni. Nýju unglingahrollvekj- umar hafa þegar getið af sér fram- haldsmyndir. Pannig hafa orðið til myndimar „Scream" 1 og 2, Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar og fleiri. Enn er komið að Hrekkjavöku Sú nýjasta til að bætast í þennan ^bóp er „Halloween: H20“ með Ja- mie Lee Curtis en segja má að fyrsta myndin í þeim myndaflokki hafí hrundið af stað skriðu ung- lingahrollvekja, sem greinilega sér ekki fyrir endann á, hvorki í bráð né lengd. Tuttugu ár eru liðin frá því John Carpenter gerði fyrstu Hall- oweenmyndina eða Hrekkjavöku- myndina og mótaði þessa nýju teg- und kvikmynda en formúlan hefur í raun lítið breyst frá því á áttunda áratugnum. Myndin hans sagði af morðóðum geðsjúklingi klæddum hvítri andlitsgrímu, Michael Meyers að nafni, sem slapp af geð- sjúkrahúsi og tók stefnuna á sinn gamla heimabæ þar sem hann murkaði lífið úr unga og fallega T'Ækinu og reyndi hvað harðast að drepa Jamie Lee Curtis. Þá var hún ung heimasæta en í nýju myndinni hefur hún flutt úr bænum og er orðin skólastýra við lítinn einkaskóla og á son sem er 17 ára. Hún hefur brutt pillur og drukkið brennivín í miklum mæli frá því hún átti í útistöðum við Meyers en hefur nú þurrkað sig upp og er tilbúin að takast á við lífið á ný þegar fréttir berast af því að ódámurinn hefur enn gert vart við sig með hnífinn langa og sína for- ljótu grímu. Curtis, sem er dóttir leikarans Tony Curtis, var aðeins 19 ára þeg- ar John Carpenter bað hana að leika fyrir sig í Hrekkjavöku og það var stærsta hlutverkið sem henni hafði verið boðið. „Ég hefði grát- beðið um hvaða hlutverk sem var á þessum aldri.“ Myndin kostaði að- eins 300.000 dollara en markaður- inn var greinilega hungraður eftir hrollvekjum í líkingu við hana því hún tók inn 55 milljónir dollara. Fá- ar bíómyndir geta sýnt fram á ann- an eins hagnað. Síðan þá hefur áhuginn á henni frekar vaxið en hitt. „Það sá það enginn fyrir að Hrekkjavaka yrði smellur og hver sá sem heldur þvi fram að hann hefði spáð því, er lygari," segir Curtis. Carpenter vildi ekki leikstýra í kjölfar fyrstu myndarinnar fylgdu fimm framhaldsmyndir sem varla er hægt að telja með neinum meistaraverkum kvikmyndasög- unnar. Curtis hætti að leika fórnar- lambið eftir tvær myndir en þvert á það sem hún vonaði gerðu Hrekkja- vökumyndirnar lítið fyrir hennar feril sem leikkona. „Sannleikurinn er sá,“ sagði hún í viðtali við banda- ríska skemmtanatímaritið Enterta- inment Weekly, „að ég fékk ekkert að gera eftir hana.“ Það mun hafa komið leikstjóran- um Carpenter mjög á óvart og hann setti Curtis einnig í næstu hroll- ÞÁ BYRJAR ballið; Curtis mæt- ir óvini sínum £ nýjustu Hrekkjavökumyndinni, sem gerð er tveimur áratugum eftir að sú fyrsta sló í gegn. CURTIS mundar hnífinn í fyrstu myndinni. vekju sína, Þokuna eða „The Fog“ og í framhaldi af því varð Curtis á tímabili að eins konar hryllings- myndadrottningu og lék í myndum eins og „Prom Night“, „Terror Tra- in“ og Hrekkjavöku 2. „Mér er sama þótt ég sé fræg fyrir að leika í hryllingsmyndum. Þær eru mitt lifi- brauð hvort sem mér líkar það bet- ur eða verr, hvort sem mér líkar við þessar myndir eða ekki. Ég er ekki viss um að ég eigi margt sameigin- legt með fólkinu sem horfir á þessar myndir en ég er þakklát því.“ Hún átti sjálf hugmyndina að því að gera nýja Hrekkjavökumynd í tilefni tuttugu ára afmælis fyrstu myndarinnar. „Hrekkjavaka er sú mynd sem ég er einatt spurð um hvar sem ég fer, hvort sem það er á Ítalíu eða í Bretlandi. Fólk stoppar mig í verslunarklösum og spyr mig út í Hrekkjavöku. Ég hef ekki feng- MICHAEL Meyer hefur fleiri líf en kötturinn, eins mörg reynd- ar og kvikmyndagerðarmenn- irnir óska. HEFUR náð sór £ stærra vopn £ nýju myndinni og ræðst gegn óvini s£num. ið betra hlutverk um ævina nema þegar ég lék í Sönnum lygum.“ Miramax, eða deild innan þess fyrirtækis, Dimension Films, á rétt- inn til þess að kvikmynda Hrekkja- vöku og gerði einmitt mynd númer sex árið 1994. Fyrirtækið var reiðu- búið að gera sjöundu myndina sér- staklega vegna þess að „Scream" hafði gengið svo vel en það var snú- ið mál að fá John Carpenter til þess að leikstýra á ný. Hann átti fund með Bob Weinstein, stjórnarfor- manni Miramax, þótt, eins og hann segir sjálfur, „mér hafi fundist varla hægt að tutla meira útúr sögunni". Þegar í ljós kom að Carpenter átti ekki að fá greidd full laun sem leik- stjóri, fannst honum ekki taka því að eyða tíma í nýja Hrekkjavöku- mynd. „Verði þeim að góðu og guð blessi þá, hugsaði ég með mér.“ Steve Miner heitir leikstjórinn sem fenginn var til verksins en hann er ekki ókunnugur unglinga- hrollvekjunum því hann framleiddi og leikstýrði myndum í Föstudegin- um 13da seríunni. Hann segir sjálf- ur að best hefði verið ef Carpenter hefði gert nýju Hrekkjavökumynd- ina. „Hans útgáfa hefði sjálfsagt orðið betri, í alvöru,“ hefur skemmt- anatímaritið eftir honum. „Fyrsta myndin var frábær og þegar við gerðum íyrstu Föstudagsmyndina stálum við einfaldlega Hrekkja- vöku.“ Hrollvekjumæðgurnar Curtis og Leigh Miramax leitaði til Kevin Willi- amson, er ber ábyrgð á endurvökt- um áhuga á unglingahrollvekjunni sem einn af höfundum „Scream“, og bað hann að gera handritið að Hrekkjavöku. Hann hafnaði því en samdi söguna, sem aðrir tveir hand- ritshöfundar gerðu kvikmynda- handritið uppúr. Reyndar segir Curtis að Williamson eigi ekki síður í handritinu en þeir tveir, sem fengnir voru til þess að skrifa það. Janet Leigh, móðir Jamie Lee Curtis, fer með hlutverk einkaritara dóttur sinnar í myndinni en Leigh á sjálf sinn þátt í einhverju frægasta hrollvekjuatriði sögunnar. Það var hún sem lét lífið undir stjórn Alfred Hitchcocks í sturtu Batesmótelsins í myndinni Geggjun eða „Psycho", sem vill svo til að er verið að endur- gera undir stjórn Gus Van Sant. Þær mæðgur hafa leikið saman áð- ur í hryllingsmynd því Leigh fór með hlutverk í Þokunni. Curtis mun hafa krafist þess að fá sín „Sigourney Weaver atriði“ í nýju myndina, eins og Williamson kallar það. Hún hefur ófá tækifæri til að sleppa undan Michael Meyer en það nægir henni ekki eftir tutt- ugu ára blóðuga baráttu. „Það varð að koma það andartak í myndinni þar sem ég get sloppið en svo renn- ur upp fyrir mér að eina leiðin fyrir mig að losna við Michael Meyer úr lífi mínu er að ráðast að honum og beijast við hann upp á líf og dauða,“ er haft eftir Curtis. Eins og unn- endur unglingahrollvekjunnar vita er dauðinn bara tæknibrella svo það skiptir ekki máli hvort henni tekst að drepa ódáminn eða ekki, kvik- myndagerðarmennirnir munu lífga hann við ef þeir þurfa á honum að halda í framtíðinni. „Ég býst við að þema myndarinn- ar sé það að draugar fortíðarinnar munu alltaf fylgja þér nema þú tak- ist á við þá og sendir til andskot- ans,“ er haft eftir leikstjóranum Miner. „Ef þessi mynd er um eitt- hvað þá er það þetta. En auðvitað er hún ekki um annað en að hræða líftóruna úr áhorfendum." JOHN Travolta £ Carrie. SHARON Stone f Banvænni blessun. Bldði drifín spor íhrollvekjum -. >. í TILEFNI af því að Jamie Lee Curtis leikur i nýrri hryllingsmynd „Halloween: H20“ 20 árum eftir að hún lék í fyrstu Halloween- myndinni kannaði bandaríska vikublaðið People hvaða frægu leikarar í Hollywood stigu sín fyrstu blóði drifnu spor í landi Kru- egers og Carrie. Jennifer Aniston lék í hrollvekjunni /^íprechaun eða Búálfinum. Þar fór hún með hlutverk Tori, snobbaðrar unglingsstúlku í Beverly Hills. Eitt af óhugnanlegum atriðum myndarinnar er þegar búálfurinn hryllilegi stingur ólánsaman vesaling til dauða með „pogo“-stöng. Aniston lifir af með því að reita fjögurra laufa smára sem verður til þess að ólánsami búálfurinn bráðnar. Johnny Depp var strákslegur í fyrstu „Martröðinni á Élm-stræti“ sem gerð var árið 1984. Þar lék hann unnusta aðalsöguhetjunn- ar og þegar hann var varaður við því að Freddy Krueger væri á hælum hans sagði hann: „Af hverju ætti nokkur að vilja drepa MEG Ryan £ Amityville 3-D. mig?“ Honum auðnaðist ekki að fá svar við spurningunni áður en hann var étinn af rúm- inu sínu. John Travolta lék unnusta stúlkunnar sem lagði Carrie í einelti í samnefndri mynd árið 1976. Hann fékk nú ekki prik í kladdann þeg- ar hann slátraði svíni og hellti síðar svíns- blóðinu yfir Carrie á lokaballi skólans. En hann fékk makleg málagjöld þegar Carrie beitti hugarorku sinni til þess að valda bílslysi þar sem hann brann inni ásamt unn- ustu sinni. Sharon Stone lék Lönu sem er ofsótt í svefni af illum anda sem „segir nafnið mitt eins og elskhugi“. Það er voðalega óhugnan- legt þegar hún ætlar að hella mjólk í mynd- inni en blóð vætlar úr fernunni. Hún lifir af en vinur hennar sogast inn í gólfið af illum anda. Meg Ryan er vandræðagepill í myndinni Amityville 3-D frá árinu 1983. Hún heldur miðilsfund í húsi í Amityville og spyr: „Er ein- hver í þessu herbergi í hættu?“ Rödd svarar: „Já“. Hún lifir af en Susan, vinkona hennar, drukknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.