Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Betri horfur í rekstri Seaflower White Fish Corporation í Namibíu
IS og fleiri íslenzkir
fjárfestar auka hlut sinn
UMSKIPTI hafa orðið á undan-
förnum mánuðum í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækisins Seaflower
White Fish Corporation í Lúderitz
í Namibíu. Nú stefnir í að hagnað-
ur fyrirtækisins verði um 150 millj-
ónir íslenzkra króna (14 milljónir
Namibíudollara) á yfirstandandi
fjárhagsári eftir taprekstur undan-
farinna ára, að sögn Sylvesters
Black, forstjóra fyrirtækisins.
Islenzkar sjávarafurðir, sem
eiga tæplega 22% í fyrirtækinu,
hyggjast ásamt fleiri íslenzkum
fjárfestum taka þátt í hlutafjár-
aukningu Seaflower þannig að ís-
lenzki hluturinn verði á bilinu 40-
45%. Þá er stefnt að því að Sea-
flower og eignarhaldsfélag
namibíska ríkisins, Fishcor, sem á
meirihlutann í félaginu, fari á al-
mennan hlutabréfamarkað í Nam-
ibíu á næstunni.
Illa hefur göngið í rekstri Sea-
flower undanfarin ár, meðal ann-
ars vegna slæmrar stöðu fisk-
stofna í namibísku lögsögunni. Þá
segir Sylvester Black að rekstur-
inn hafí ekki verið nægilega vel
skipulagður.
Endurskipulagning, aukinn
kvóti og gengislækkun
Á síðasta ári var svo komið að
hinir namibísku eigendur vildu
hætta rekstri fyrirtækisins. Fyrir
níu mánuðum fengu hins vegar Is-
lenzkar sjávarafurðir Stefán Þór-
arinsson, sem tók þátt í stofnun
Seaflower White Fish árið 1993 og
situr í stjórn fyrirtækisins fyrir
hönd ÍS, aftur að daglegum
rekstri þess. Stefán segir að
reksturinn hafi nú verið tekinn
rækilega í gegn. „Við erum komin
í verulega jákvæðan rekstur, er-
um búin að laga fyrirtækið allt til
á öllum sviðum og höfum á að
skipa frábæru starfsfólki, sem
skilar frábærum árangri. Útlitið
er nú mjög bjart,“ segir Stefán.
Auk endurskipulagningar
rekstrarins hefur komið Sea-
flower til góða að fiskistofnar við
Namibíu eru nú að ná sér á nýjan
leik og voru veiðiheimildir fyrir
árið í ár hækkaðar eftir mikinn
niðurskurð á síðustu árum. Jafn-
framt hefur gengi Namibíudoll-
ars, sem fylgir gengi suður-
afríska randsins, lækkað veru-
lega.
Hlutur íslenzkra
íjárfesta verði 40-45%
Stefán segir að þáttur í endur-
skipulagningu fyrirtækisins sé að
auka hlutafé úr 30 milljónum
Namibíudollara í 50, eða úr um
345 milljónum króna í um 570.
„Inn í þetta kemur aukið hlutafé
frá íslehzkum aðilum, fyrst og
fremst frá dótturfyrirtæki Is-
lenzkra sjávarafurða, Isöldu, en
einnig frá Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum og fleiri aðilum, sem
koma inn í ísöldu,“ segir Stefán.
Þá segir hann að vonazt sé eftir
hlutafjárframlagi Nýsköpunar-
sjóðs. „Það er miðað við að ís-
lenzki eignarhlutinn verði 40-45%,
eftir því hvernig framvindan verð-
ur,“ segir Stefán.
Stefán segir að Islenzkar sjáv-
arafurðir hafi aldrei misst trúna á
rekstri Seaflower, en keppinautar
í útgerð í sunnanverðri Áfríku hafi
setið um að ná fyrirtækinu, færi
svo að rekstri þess í núverandi
formi yrði hætt. Nefnir hann þar
suður-afrísk, ítölsk, bandarísk og
spænsk fyrirtæki.
Islandsflug metur kosti
Húsavíkurflugs
Stefnt að
ákvörðun
í vikulok
FORSVARSMENN íslandsflugs
vinna að því þessa dagana að meta
kosti og gallá þess að taka upp
áætlunarflug til Húsavíkur og að
sögn Ómars Benediktssonar, fram-
kvæmdastjóra íslandsflugs, er
stefnt að því að taka ákvörðun á
fimmtudag eða föstudag. Flugfélag
Islands hefur hingað til verið með
áætlunarferðir til Húsavíkur en
forystumenn flugfélagsins hafa
ákveðið að hætta flugi þangað 1.
september nk.
„Við erum að skoða málin og at-
huga hvaða flugtíma við eigum
lausa, því við vorum búin að ákveða
vetraráætlun,“ sagði Ómar m.a. í
samtali við Morgunblaðið í gær og
benti jafnframt á að fyrirvarinn
væri stuttur. Verið væri að setja
dæmið upp og meta það hvort
Húsavíkurflug væri raunhæfur
kostur fyrir félagið.
Morgunblaðið/Einar Falur
SCAfUIA
Frá Gæsa-
vötnum til
Kópaskers
ÞAÐ er vandasamt verk að flytja
fjallaskála í heilu lagi milli lands-
hluta. Sérstaklega þegar fara
þarf um grýtta vegi hálendisins
og mjóar brýr. Verið var að
flytja gamla Gæsavatnaskálann
til Kópaskers um helgina þar
sem hann mun „hafa vetursetu"
að sögn flutningsmanna. Næsta
sumar verður honum svo fundinn
nýr staður og þá þarf væntan-
lega að flytja hann aftur. Á
myndinni er verið að flytja skál-
ann yfir ána Kreppu skammt frá
Herðubreið.
Bílvelta í
Kjálka-
fírði
TVEIR útlendingar sluppu
nær ómeiddir eftir að bíll
þeirra valt á þjóðveginum við
Kjálkafjörð í Barðastrandar-
sýslu um hádegisbilið í gær.
Var þar einkum lausamöl
um að kenna og sagði lögregl-
an á Patreksfirði að þakka
hefði mátt bílbeltanotkun að
ekki hefðu orðið slys á mönn-
unum. Bíllinn, sem var bíla-
leigubíll, er hins vegar talinn
ónýtur.
fslenska söngkonan Alda í 7. sæti breska listans
Skaut Spice Girls
ref fyrir rass
ÍSLENSKA söngkonan Alda
Björk Ólafsdóttir stökk beint í
7. sæti breska vinsældalistans
með lagið „Real Good Time“ og
skaust þar með upp fyrir hinar
góðkunnu Spice Girls, sem eru í
8. sætinu með lagið „Viva For-
ever“. Smáskífan „Real Good
Time“ kom út á mánudaginn í
síðustu viku og er lagið eftir
Öldu sjálfa.
Hún kvaðst hafa stefnt að
þessu í mörg ár en þegar
takmarkinu væri loksins náð
væri ekki laust við að henni
væri svolítið brugðið. „Sérstak-
lega að fara svona hátt á listann
því það er ekkert smá erfitt að
vera nýr listamaður að gefa út
lag í fyrsta sinn í þessu stóra
landi,“ segir Alda Björk Ólafs-
dóttir í samtali við Morgunblað-
ið. „Eg er eina manneskjan sem
er á topp 40, held ég, sem er að
gefa út sitt fyrsta lag. Hinir eru
allir þekktir listamenn svo ég
er hæstánægð með að fara
beint í 7. sætið,“ segir Alda.
Kemur fram í
„Top of the Pops“
Alda er um þessar mundir á
tónleikaferð um sunnanvert
Bretland að kynna lagið. Tón-
leikaferðin er á vegum útvarps-
stöðvarinnar Radio One og taka
fjölmargir aðrir tónlistarmenn
þátt í henni. Allir tónleikarnir
eru haldnir úti, aðgangur er
ókeypis og mæta milli 15 og 20
þúsund manns á hveija þeirra.
Á föstudag kemur Alda fram í
sjónvarpsþættinum „Top of the
Pops“ sem er einn vinsælasti
tónlistarþáttur í Bretlandi og
margir helstu tónlistarmenn
hafa komið fram í. Þátturinn
getur gefið Öldu færi á að
hækka sig um sæti á listanum.
„Þetta verður mjög erfið vika
því stórstjörnur eins og Ma-
donna og Robbie Williams eru
að gefa út plötur og veita mikla
samkeppni. Við bara vonum
það besta og þótt lagið fari nið-
ur á við er ég hamingjusöm
með að fyrsta lagið mitt hafi
náð svo hátt.“
Önnur smáskifa Öldu kemur
út í byijun nóvember og breið-
skífa hennar tveimur til þremur
vikum síðar. Alda og eiginmað-
ur hennar, Malcolm Mehyer,
semja öll lögin á breiðskífunni
nema eitt, en það er endur-
hljóðblöndun af gömlu Maxi
Priest-lagi. Alda hefur búið í
Bretlandi í rnu ár, en söng áður
með Stjórninni og Sverri
Stormsker hér á Islandi.
í níu ár hefur hún unnið
hörðum höndum að þvi að
verða fræg. „Þetta hefur verið
rosaleg vinna og stundum
mjög erfitt, en ég hef aldrei
gefið upp vonina og nú held ég
ALDA Björk Ólafsdóttir
bara að draumurinn sé að ræt-
ast. Eg er til dæmis núna ein-
hvers staðar uppi í sveit í
Bretlandi og ég get ekki labb-
að úti á götu án þess að fólk
þekki mig og komi og fái eig-
inhandaráritun. Það er líka
mjög skrítið að hafa 20 þúsund
manns öskrandi Alda, Alda og
syngjandi hvert einasta orð
með í laginu! Ég er búin að
reyna að verða heimsfræg í
mörg ár og maður hefur heyrt
hvernig það er, að maður geti
ekki gengið um því allir þekki
mann og svoleiðis. Samt er
ekkert sem getur búið mann
undir þetta, því þegar þetta
kemur fyrir mann sjálfan er
það undarleg tilfínning,“ segir
Alda að lokum, og lítur fram-
tíðina björtum augum.
I ðtoUR
4 SÍHtJft
4SÉ
► Verið fjallar meðal annars í dag um lélega
grásleppuvertíð og minnkandi veiði á úthafsrækju.
Þá er í Verinu kvóti allra aflamarksskipa og báta á
komandi fiskveiðiári.
VIÐ
BJÓÐUM
TIL
LITALEIKS
Arnar í
liðinu gegn
Frökkum
Gunnleifur
heldur
hreinu
Hermann
kom Palace
áfram
I
I
i
I
1
I
í
í
I
I
f
i
[
[
í
!
i
i
i
.