Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 9

Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Fimm fjallgöngugarpar ætla að klífa Ama Dablam Ama Dablam AMA Dablam er þekkt fyrir snarbrattar hlíðar og mikilfeng- lega ásýnd. Það þykir erfítt upp- göngu og munu leiðangursmenn fara eftir SV-hryggnum en sú leið er talin einna öruggust. Morgunblaðið/Kristján Maack í LEIÐANGRINUM, sem hyggst halda á fjallið Ama Dablam í haust, eru finun manns auk tveggja aðstoðarmanna. Hér sjást þeir á Gígjökli. Þeir eru (f.v.) Júlíus Gunnarsson, Pálmi Másson, Örvar Atli Þorgeirs- son, Valgarður Sæmundsson, Símon Halldórsson, Sveinn Þór Þorkels- son og Árni Eðvaldsson. Ægifagurt og erfítt uppgöngu FIMM félagar úr Björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði ráðgera að halda til Nepal í lok september til að klífa eitt stórfenglegasta fjall í heimi, Ama Dablam, sem er 6.856 metra hátt. Það er í um 15 kíló- metra fjarlægð frá Mount Everest, hæsta flalli heims, og er þekkt fyr- ir snarbrattar hlíðar og mikilfeng- lega ásýnd. Leiðangursmennirnir fimm eru þeir Árni Eðvaldsson, 34 ára, Júlíus Þór Gunnarsson, 23 ára, Simon Halldórsson, 23 ára, Valgarður Sæmundsson, 27 ára, og Örvar Atli Þorgeirsson, 23 ára, en allir eru þeir reyndir björgun- arsveita- og fjallgöngumenn auk þess að vera félagar í Islenska Alpaklúbbnum. Lóðrétt klettahöft Lagt verður af stað frá Islandi til Kathmandu 24. september með millilendingu i London en frá Kat- hmandu er flogið til Lukla þaðan sem gangan hefst. Ráðgert er að komið verði í grunnbúðir sem eru í 5.000 metra hæð fimm dögum síð- ar en áætlað er að sjálf gangan á tindinn taki 16 daga og þarf hóp- urinn að kljást við lóðrétt kletta- höft, brattar ísbrekkur og egg- hvassa hryggi. Áætluð heimkoma er í byijun nóvember. Auk fímmenninganna eru tveir íslenskir aðstoðarmenn, þeir Sveinn Þór Þorsteinsson og Pálmi Másson, en þeir munu fylgja hópn- um að grunnbúðum. Þá verður með í för breskur leiðangursstjóri, Nick Keukus, sem jafnframt hefur aðstoðað við skipulagningu ferðar- innar. Ama Dablam var fyrst klifíð ár- ið 1961 af leiðangri undir stjórn Sir Edmunds Hillarys sem átta árum áður hafði verið meðal fyrstu manna til að klífa Mount Everest. Það er í austurhluta fjallgarðsins en farið verður eftir SV-hryggnum sem þykir örugg leið gagnvart snjóflóðum og grjóthruni. Ferðin er styrkt af Landssíman- um og 66°N. Silkipeysurnar komnar Margir litir tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 ÚRVALIÐ AF HAUSTVÖRUM kefur alárei verið meira. Dragtir, stakir jakkar, kuxur, peysur, Lolir, skyrtur. St. 38-58 Eddufelli 2, sími 557 1730 Alltaf sama góöa veröiö nyjum uörum M0XX Laugavegi 28 BPRTT Vorum að fá sendingu af þessum léttu og þægilegu skóm (TEAM) í stærðum 36-46. Brúnt rúskinn og hæfilega grófur sóli, verð aðeins 3.990- Tilvaldir í skólann, vinnuna eða til útivistar. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvík, simi 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugaidaga 10-14. Góöíi* skór Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks ! fasteignaleit vS' - .mbl.is/fasteignir Eyddu í sparnað! Hehnmsbókhald 1998 .”■**" I n<ív';1.ms X Það þarf aðerns eitt simtal til að byrja að spara reglulega með spariskírteinum ríkissióðs. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Veffang: www.lanasysla.is Netfang: lanasyslan@lanasyslan.is 562 6040 800 6699

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.