Morgunblaðið - 26.08.1998, Page 14

Morgunblaðið - 26.08.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason TVEIR ungir og áhugasamir drengir við störf hjá Skógræktar- félagi Stykkishólms. Það eru þeir Orri Arason og Elís Trausta- son sem eru að tína lúpínufræ sem verður síðan sáð í ófijósama jörð í skógræktarlöndunum. TRAUSTI Tryggvason forystumaður í ■ skógræktarmálum Hólmara fyrir fram- an skúr skógræktarmanna. Á skiltun- um á skúrnum kemur fram að félagið var stofnað 1947. Öflugt starf hjá Skógrækt- arfélag’i Stykkishólms Stykkishólmi. MIKIL starfsemi hefur verið í sumar hjá Skógræktarfélagi Stykkishólms. Trausti Tryggvason er formaður félagsins og hefur haft umsjón með starfseminni. Hann tók við því starfi í fyrra af Sigurði Ágústssyni frá Vík. Skógræktarfélagið hefur umsjón með 4 skógarsvæðum í nágrenni Stykkishólms. í Helgafellssveit eru Sauraskógur, Vatnsdalur og Tíðás og svo Grensás í landi Styktóshólms og samtals eru þetta 156 ha. I sumar hefur mest verið unnið við skógar- svæðið í Grensás. I vor afhenti Stykkishólmsbær skógræktarfélag- inu 30 ha. lands í framhaldi af því svæði sem félagið hefur í Grensás. Þar er ætlunin að planta trjám og út- búa skemmtilegt útvistarsvæði. Trausti segir að gott samstarf sé við Stytódshólmsbæ og það styrtó mjög starfsemi félagsins. Samstarfíð er báðum aðilum til góðs. Hluti vinnuskólans hefur starfað hjá skóg- ræktarfélaginu og hafa á milli 8 og 20 krakkar starfað þar í sumar. Mesta vinnan hefur verið að gera skógrækt- arsvæðið í Grensás sem aðgengileg- ast fyrir almenning. Búið er að rífa niður girðingar, útbúa göngustíga og skógarlundi. Þar er nú aðstaða til að setjast niðui’, borða nestið sitt og njóta þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða. Mjög gott aðgengi hefiir verið gert fyrir fatlaða. Auk Styktós- hólmsbæjar hefrn’ Vegagerð rítósins og pokasjóður verslunarinnar styrkt starf skógræktarfélagins. Svæðið við Grensás hefur breyst mitóð og hefur aðstaðan orðið til þess að ferðamenn sem og Hólmar- ar leggja leið sína þangað m.a. til að drekka sitt kaffi. Er skógræktarfé- lagið á réttri leið í framkvæmdum sínum. Það er rétt stefna að auð- velda almenningi aðgang að skóg- lendi og gera skógræktarsvæðin að útivistarsvæðum. Að sögn Trausta hefur verið mikill trjávöxtur í sumar, en aftur á móti hefur gengið hægt að gróð- ursetja vegna þurrka í júní og júlí. Hæstu trén á skógarsvæðinu í Grensás eru um 10 metrar, en í Sauraskógi eru þau orðin mun hærri eða um 14 metrar. Vegagerð ríkisins á Húsavík Nýr rekstrar- stjóri ráðinn Húsavík - Nýlega hafa orðið starfs- mannaskipti hjá Vegagerð ríkisins á Húsavík. Svavar Jónsson, rekstrar- stjóri, lætur af störfum eftir 23 ára starf á Húsvík og tæplega 60 ára starf hjá Vegagerðinni. Við starfinu tekur Pálmi Þorsteinsson sem verið hefur deildartæknifræðingur hjá Húsavíkurbæ. Svavar man miklar breytingar og þróun í vegagerð frá því að hann hóf starf þar sem hestasveinn 8 ára gamall og teymdi kerruhesta sem þá voru algengir í vegagerð. Hann segir það ólík vinnubrögð að moka með handskóflu upp í hestakerru og svo að moka með vélskóflu upp í bíl. Hann segir að gaman hafi verið að fylgjast með þeirri þróun sem hafi orðið frá því að hann hóf störf árið 1939 og allri þeirri byltingu og framfór sem átt hafi sér stað á hans langa starfsferli. Einnig að nú geti hann á skrifstofu sinni, með tilkomu tölvunnar, fylgst með veðri, vindum og umferð á fjarlægum heiðum. Svavar hefur verið vinsæll í starfi og oft var erilsamt á skrifstofu hans á vetrum þegar hríðar og ófærð vildu hefta för. Björk og Eirikur rauði á leið yfír hafíð Vísir að kúabú- skap í Grænlandi KÚNNI Björk og nautkálfinum Eiríki rauða var um hádegi á mánudag skipað um borð í flutn- ingaskipið Arina Arctic í Sunda- höfn, en leið þeirra Iiggur til Qaqortoq á suðurströnd Græn- lands. Það eru grænlenskir bændur sem kaupa nautgripina frá bænum Helluvaði á Rangár- völlum, en enginn kúabúskapur hefur verið á Grænlandi síðast- liðin 30 ár. Að sögn Ara Ámasonar, bónda á Helluvaði, hafa í sumar staðið yfir ítarlegar heilbrigðis- skoðanir og rannsóknir á öllum kúnum á bænum til að athuga hvort gamaveiki fyndist, en að auki þurfti að taka margs konar sýni úr Björk og Eiríki til að kanna hvort aðrir sjúkdómar greindust, sem ekki hafa fundist hingað til á íslandi. Gripimir reyndust í mjög góðu ástandi og heppilegasti timinn til að flytja kúna núna, þar sem hún á að bera í septemberlok. Vonir eru bundnar við að hún beri kvígu, þannig að Eiríkur rauði komi að sem mestu gagni, en grænlensku b'ændurnir verða að sjálfsögðu að flytja inn fleiri gripi ef þeir ætla að fjölga frek- ar hjá sér í stofninum. Siglingin til Grænlands tekur þijá daga, en skipið kemur til Qaqortoq, sem er um 50 kflómetra frá Narssarssuaq, á suðurströnd Grænlands, á fimmtudag. Þaðan tekur við sigling á minni bát í um tvo tíma að svokölluðu Vatnahverfi, en framtíðarheim- ili gripanna er þar á bæ sem heitir Timerliit. Þrjár fjölskyldur búa á bæn- um Timerliit, tveir bræður með fjölskyldur sínar og foreldrar þeirra. Annar bræðranna, Siiku Motzfeldt, kom til íslands í síð- ustu viku ásamt konu sinni Else og tveim dætrum til að kynna sér kúabúskapinn og læra að meðhöndla gripina. Stærstu fjárbændur á Grænlandi Búið í Timerliit er stærsta fjárbú á Grænlandi en bræðurnir eru með 540 ær og 11 íslensk hross. Þeim hefur gengið vel með féð og hafa fengið tæplega tvö lömb að meðaltali eftir hverja á og dilkar þeirra vegið um 13-14 kfló. Heyskapur hefur gengið vel en þeir bræður eru með 26 hekt- ara tún og hafa þegar tvíslegið helming þeirra í sumar. Að sögn Siiku og Else er ætl- unin að nautgripirnir sjái fjöl- skyldum þeirra fyrir mjólk og fleiri afurðum, en nýmjólk hefur ekki verið á þeirra borðum hingað til, aðeins G-mjólk frá Danmörku. Lærðu að mjólka kúna Fjöiskyldan kom til íslands sl. miðvikudag, en Else hefur komið tvisvar til Islands áður. Siiku var vinnumaður í sveit á íslandi á sínum yngri árum og talar svolitla íslensku. Þau hafa m.a. dvalið í Gunnarsholti og verið við mjaltir á Helluvaði, þar sem þau hafa fengið fræðslu um fóðr- un, sjúkdóma, burð og beiðsli. Þá fengu þau leiðsögn á bænum Næfurholti á Rangárvöllum við að búa til ijóma, smjör og skyr, en þau ætla að gemýta þær af- Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir GRÆNLENSKA fjölskyldan frá Timerliit, Siiku, Else og dæturnar Asiarpa og Tupaarnaq, í fjósinu á Helluvaði með nautgripunum Björk og Eiríki rauða, en þau hjónin eru ákaflega þakklát ölluni hér á landi, sem hafa gert þeim þessa flutninga mögulega. Morgunblaðið/Golli HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir var á hafnarbakkanum þegar kúnni Björk var skipað um borð í flutningaskip í Sundahöfn. urðir sem þau geta fengið úr kúnni. Dætumar, Asiarpa 8 ára og Tupaarnaq 4 ára, em mjög ánægðar með að fá nýmjólkina og sú eldri drakk hana strax spenvolga í íjósinu á Helluvaði. Heimilisfólkið í Timerliit bíð- ur spennt eftir gripunum en for- eldrar Siiku ólust bæði upp á bæ þar sem kýr vora og þekkja því aðeins til handtakanna. Siiku, Else og dætur þeirra fljúga í dag, miðvikudag, til Grænlands, þar sem þau munu taka á móti Björk og Eiríki rauða og fylgja þeim alla Ieið heim. Hyrndar kýr sjald- séðar Neskaupstað. Morgunblaðið. KYR með horn eru að verða sjald- séðar, að minnsta kosti hér um slóðir. Nú á dögunum þegar frétta- ritari átti leið um Norðfjarðarsveit rakst hann á tvær slíkar í kúahópi þeirra feðga Júlíusar Þórðarsonar og Þórðar Júlíussonar á Skorra- stað. Plastkúlur hafa verið settar fremst á horn þeirra svo þær valdi ektó skaða með hinum fallegu hornum sínum. Kýrin Hyrna tók lífinu með heimspekilegri ró meðan fréttarit- ari tók af henni myndir og taldi sig auðsýnilega meðal fegurstu kúa í Norðfirði og það kannski með réttu. Ágúst KÝRIN Hyrna taldi sig auðsýni- lega meðal fegustu kúa í Norð- firði og það kannski með réttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.