Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fellibylurinn Bonnie mun skella á Norður-Karólínuríki í dag Reuters PÁLMARNIR á sólarströnd Santo Domingo í austanverðu Karíbahafi svignuðu í gær undan vindhviðum lægðar sem tengist fellibylnum Bonnie. Hundruð manna neyðast til að flýja heimili sín Sókn Serba heldur áfram í Kosovo Belgrad. Reuters. Yfir 250.000 manns þurfa að forða sér Carolina Beach i N-Karólínu. Reuters. YFIR 250.000 íbúar eyjanna undan strönd Norður-Karólínuríkis í Bandaríkjunum hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín vegna þeirr- ar hættu sem talin er steðja að svæðinu með fellibylnum Bonnie, en hann nálgaðist ströndina hratt í gær utan af Atlantshafí. Bonnie er óvenju stór fellibylur og álitinn mjög hættulegur. Vind- hraði í bylnum var í gær um 185 km á klst. Almannavarnir á svæð- inu hvöttu íbúana til að flýja áður en vegir yrðu ófærir. Fjöldi fólks í Outer Banks-eyjaklasanum við strönd Norður-Karólínu vex í um 250.000 á hásumarleyfístímanum, og starfsmenn almannavarna töldu að það tæki um 30 tíma að koma fólkinu á brott. Fastir íbúar eyjanna eru um 100.000. Ef fellibylurinn heldur þeim hraða sem hann hefur haldið und- anfama sólarhringa má gera ráð fyrir að allnokkur fjöldi fólks lendi í fellibylsvindhviðuin áður en því hefur gefizt færi á að forða sér. Talsmenn ferðamálayfirvalda í N-Karólínu hafa sagt að ef þörf yrði talin á að forða fólki frá allri meginlandsströnd ríkisins, gæti það snert eina til tvær milljónir manna. Búizt var við því að fellibyl- smiðjan yrði komin að Outer Banks-eyjum snemma í dag. Al- mannavamastarfsmenn höfðu í gær mestar áhyggjur af vindhvið- unum sem á undan gengju, því þær myndu moka heilu fljóðbylgj- unum af sjó og regnvatni yfír byggðina. I Texas höfðu almannavama- starfsmenn í gær í nógu að snúast, eftir að flóð og aurskriður féllu víða syðst í ríkinu með þeim afleið- ingum að þijátíu manna er sakn- að. Annar fellibylur að myndast Sérfræðingar Fellibyljarann- sóknastofu Bandaríkjanna greindu frá því í gær að nýr felli- bylur, sem hlotið hefur nafnið Danielle, væri að myndast úti á sunnanverðu Atlantshafí, um 1.000 sjómflur austan Karíbahafs- ins, og mætti búast við því að hann muni fylgja svipaðri braut og Bonnie. SERBNESKAR öryggissveitir héldu áfram sókn sinni í vesturhluta Kosovo-héraðs í gær. Hundruð manna hafa neyðst til að flýja heim- ili sín undanfarna daga og óttast er um afdrif þeirra. Upplýsingamiðstöð Kosovo, sem tengist stærsta stjórnmálaflokki Kosovo-Albana, hafði í gær eftir al- bönskum heimildum að 25 manns hefðu látið lífið í árásum síðustu tveggja daga og að margir hefðu særst. Meðal þeirra látnu voru þrír albanskir hjálparstarfsmenn. Fréttaljósmyndarar urðu í gær vitni að átökum á svæði milli þorp- anna Komoran og Suva Reka, suð- vestur af héraðshöfuðborginni Pristina, og Serbar sögðust hafa náð nokkrum þorpum í grenndinni á sitt vald. Fréttamenn sögðu að þorpin Magura og Leietic, sem féllu í hendur Serba á mánudag, hefðu staðið í ljósum logum, og þykkan reyk lagði einnig frá fleiri stöðum. Samkvæmt heimildum uppiýsinga- miðstöðvarinnar hafa þorpsbúar hundruðum saman reynt að flýja yf-- ir landamærin til Svartfjallalands síðustu daga. Vandinn eykst stöðugt Talið er að um tíundi hver íbúi Kosovo-héraðs hafí neyðst til að yf- irgefa heimili sitt á því hálfa ári sem átök hafa staðið yfír milli aðskilnað- arsinnaðra Kosovo-Aibana og serbneskra öryggissveita. Eduard Árboieda, háttsettur embættismaður hjá flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði fréttamönnum að hjálparstarfs- menn byggju sig undir það versta. „Við höfum mestar áhyggjur af þeim sem eru matarlausir og hafa ekkert húsaskjól, þeim sem hafast við í fjöllunum“, sagði Arboleda. „Við reynum að takast á við vand- ann, en hann eykst stöðugt og okk- ar framlag hefur ekki mikið að segja.“ Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á mánudag ályktun, þar sem skorað er á stríðandi fylkingar í Kosovo að hætta þegar átökum og hvatt er til þess að leiðtogar Kosovo-Albana og stjórnvöld í Belgrad taki upp beinar samninga- viðræður um iausn á deilunni. Lockerbie-tilræðið Líbýumenn útiloka ekki framsal London. Kaíró. Reuters. STJÓRNVÖLD í Líbýu hafa alls ekki útilokað að samþykkja áætlun Bandaríkjamanna og Breta um að Líbýumennirnir tveir, sem sakaðir eru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræðið sem grandaði bandarískri Boeing-747 farþegaþotu yfír skoska bænum Lockerbie fyrir tæpum áratug með þeim afleiðingum að 270 manns fórust, verði saksóttir í Haag í Hollandi, að sögn lögfræðings í Skotlandi sem gætir hagsmuna Lí- býumannanna. Ættingjar þeirra sem fórust með flugvélinni segjast hins vegar litla trú hafa á því að Moamm- ar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, muni nokkurn tíma framselja mennina og fréttaskýrendur voru margir hverjir á sama máli í gær. ------------- Frakkland Sakadóms- rannsókn haf- in gegn Juppé París. Reuters. SAKADÓMSRANNSÓKN hefur nú verið hafín gegn Alain Juppé, íyrr- verandi forsætisráðherra Frakk- lands og náins samherja Jacques Chiracs forseta, í tengslum við spill- ingarmál úr tíð Chiracs sem borg- arstjóra Parísar, þegar Juppé hafði umsjón með fjár- málum borgarinn- ar og Gaullista- flokksins RPR samtímis. Juppé, sem var forsætisráðherra 1995-1997, er nafntogaðasti stjóm- málamaðurinn sem dregst inn í rannsóknina á ásökunum þess efnis, að valdir menn úr Gaullistaflokkn- um hefðu þegið rausnarleg laun frá borginni fyrir störf sem þeir inntu ekki af hendi, á borgarstjóraárum Chiracs 1977-1995. Juppé er grun- aður um að bera ábyrgð á misnotk- un opinberra fjármuna á þeim tíma sem hann var fjármálastjóri París- arborgar 1983-1995. Hann var jafn- framt framkvæmdastjóri RPR megnið af þessu tímabili. Oeirðalögregla í viðbragðs- stöðu í Rangoon Rangoon. Reuters. ÓEIRÐALÖGREGLA var í gær í viðbragðsstöðu í Rangoon, höfuð- borg Burma, eftir að hafa á mánudag stöðvað mótmæli stúd- enta, sem kröfðust þess að þing yrði kallað saman í landinu. Er- lendir sendimenn í Rangoon segja að spenna fari vaxandi í borginni. Stúdentar í höfuðborginni stóðu á mánudag fyrir fyrstu opinberu mótmælunum í Rangoon síðan í desember 1996, en þá brugðust stjórnvöld við með því að loka há- skólunum. Erlendir sendimenn segja að til ryskinga hafi komið eftir að óeirðalögregla hafði stöðv- að friðsamleg mótmæli og tekið tugi stúdenta höndum. Mótmæl- endurnir báru að sögn rauða klúta, eins og í uppreisninni sem stúdent- ar leiddu árið 1988 og var bæld niður með hervaldi. Að sögn vitna gæta nú vopnaðar öryggissveitir lögreglunnar háskólasvæðisins í Rangoon. Sendimenn segja að spenna fari vaxandi í borginni, en að óljóst sé hvort mótmælin muni þróast í nýja uppreisn, því enn sem komið er hafi einungis stúdentar tekið þátt í þeim. Talið er að framhaldið muni ráðast af heilsu Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjómarandstöðunnar í landinu og friðarverðlaunahafa Nóbels. Haft var eftir heimildamanni innan flokks Suu Kyi að hún væri nú undir læknishendi og að heilsa hennar færi batnandi, en hún var flutt í sjúkrabíl til Rangoon á mánudag eftir nær tveggja vikna mótmæladvöl í bíl sínum skammt utan við borgina. Kviðdóm- andi dæmd- ur í fangelsi Los Angeles. The Daily Telegraph. KONA sem sat í kviðdómi í Vaneouver í Kanada og átti í kynferðislegu sambandi við mann sem ákærður var fyrir morð var á mánudag dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að hindi-a réttvísina. Gillian Guess var ein af 12 kviðdómendum sem taka áttu afstöðu í máli Peters Gills, sem grunaður var um aðild að tveimur morðum. Meðdómend- ur hennar báru fyrir rétti að skömmu eftir að réttarhaldið hófst hefðu tilraunir hennar til að daðra við hinn ákærða úr kviðdómendastúkunni orðið öll- um ljósar. Peter var sýknaður og þau Gillian héldu áfram sam- bandi sínu, að sögn saksóknara. Gillian játaði fúslega að hafa átt í kynferðislegu sambandi við hinn ákærða. Hún sagðist aðeins hafa „fylgt hjartanu" og vísaði því á bug að hún hefði gert nokkuð rangt. Dómarinn var þó ekki á sama máli og lét þau orð falla að Gillian væri bæði „sjálfselsk“ og „hræðilega óábyrg“. Fjármálaráðherra Danmerkur Fastheldni við EMU-skilyrðin Kaupmannahöfn. Reuters. MOGENS Lykketoft, fjármálaráð- herra Danmerkur, sagði í gær að dönskum ríkisfjármálum myndi áfram verða haldið í því horfi, að þau uppfylltu skilyrðin fyrir aðild landsins að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, þótt Danmörk verði ekki meðal stofnað- ildarríkja þess um næstu áramót. Aðhaldssöm stjórn ríkisfjármála myndi tryggja þokkalegan hag- vöxt, bæta atvinnuástandið og halda verðbólgu niðri. Ailt þetta leggist á eitt um að styðja markmið dönsku stjórnarinnar um að gengi dönsku krónunnar verði fasttengt gengi evrósins, hins sameiginlega Evrópugjaldmiðils. „Við viljum halda okkur við að- ildarskilyrði [EMU], þar viljum við vera í fremstu röð,“ sagði Lykketoft í samtali við fréttamenn Reuters-fjármálasjónvarpsins. EVROPA^ „Við erum núna það ESB-land sem státar af mestum afgangi á fjárlögum,“ sagði hann. Danska stjómin hyggst í viðræð- um við Evrópska seðlabankann í haust semja um gengisvikmörk krónunnar gagnvart evróinu sem á að verða eins lítil og nálægt fast- gengi sem mögulegt er. Lykketoft vildi ekki gefa upp hve breið þessi vikmörk megi vera, en sagði að traustur efnahagur og stöðugt gengi geti orðið til þess að eyða vaxtamuninum milli Danmerkur og hinna ellefu stofnríkja EMU. ► l ! ► I & I i I í f I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.