Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 19

Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 19 Abu Nidal hand- samaður PALESTÍNUMAÐURINN Abu Nidal, sem á níunda ára- tugnum var álitinn einn hættu- legasti hryðjuverkamaður í heiminum, er í haldi egypskra stjómvalda, að því er Los Ang- eles Times greindi frá í gær. Mun Nidal hafa verið handtek- inn er hann kom til Egypta- lands frá Líbýu, þar sem hann hefur haft aðsetur undanfarin ár, en stjórnvöld í Egyptalandi vildu ekki staðfesta þessar fregnir. Mun Nidal hafa ætlað að leita sér læknishjálpar, en hann er talinn sjúkur. Nidal er talinn tengjast hi-yðjuverkum í yfir 20 löndum og munu næst- um 900 manns hafa fallið eða særst í árásum þessum. Kosið í Nígeríu YFIRKJÖRSTJÓRN í Níger- íu tilkynnti í gær að forseta- kosningar yrðu haldnar í land- inu 27. febrú- ar næstkom- andi en þing- kosningar færa fram viku fyrr. Abdusalam Abubakar, leiðtogi her- foringja- stjómarinnar í landinu, sagði áform þessi sýna og sanna að honum væri alvara að þoka Ní- geríu í lýðræðisátt. Kreppa senn á enda í Tailandi STJÓRNVÖLD í Taílandi sögðu í gær að verstu efnahag- skreppu sem riðið hefur yfír landið síðustu fimmtíu árin yrði lokið innan árs, að því til- skildu að engin frekari áföll yrðu á Asíumarkaði sem haft gætu áhrif á taílenskan efna- hag. Ríkisstjórn landsins sam- þykkti í gær fímmta hluta áætlunar á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF) sem hófst með aðstoð sjóðsins á síð- asta ári. Hafa þegar komið til greiðslu meira en tíu milljarðar bandaríkjadala sem blásið hafa nýju lífí í efnahag landsins. Irakar harðorðir DAGBLAÐ í írak greindi frá því í gær að stjómvöld í Bagdad hygðust ekki skipta um skoðun og hefja samvinnu við vopnaeft- irlit Sameinuðu þjóðanna á nýj- an leik. Tareq Áziz, aðstoðar- forsætisráðherra landsins, sendi Kofí Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, í gær bréf þar sem hann fór hörðum orð- um um Richard Butler, yfír- mann vopnaeftirlitsins, og sagði hann viljandi draga eftirlit sitt á ianginn. Krafðist Aziz þess að Annan tæki Butler á beinið. Trjáteg'undir í hættu TIU prósent trjátegunda í heiminum eru í útrýmingar- hættu vegna skógarhöggs, skógarelda og slakrar stjórn- unar, að sögn fulltrúa World Wide Fund for Nature. Segja þeir ríkisstjórnir í heiminum verða að bregðast þegar við og auka trjávernd til muna. Abubakar Bandarikjamcnn telja sig hafa sannanir fyrir réttmæti árásar á verksmiðju í Súdan Efni til framleiðslu tauga gass í jarðvegssýnum Höfðaborg, Washington, Kartúm. Reuters. TVEIR era taldir hafa farist og 25 særst í sprengjutilræði í Höfðaborg í S-Afríku í gærkvöldi við útibú bandarísku veitingahúsakeðjunnar Planet Hollywood. Samtök öfga- sinnaðra múslima í S-Afríku lýstu ábyrgð á hendur sér og sögðu árás- ina andsvar við stýriflaugaárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Súdan og Afganistan. Bandaríska leyniþjónustan greindi frá því í gær að í jarðvegssýnum frá vettvangi þar sem efnaverksmiðja í Súdan var sprengd í loft upp með stýriflaugaárás Bandaríkjamanna í síðustu viku, hefði fundizt efni sem notað er við framleiðslu VX- taugagass, en það er bráðbanvænt efnavopn. Súdanir hafna jarðvegs- sýnaniðurstöðum Hinir súdönsku eigendur Shifa- verksmiðjunnar í Kartúm, sem eyðilagðist að mestu ieyti í árásinni sl. fimmtudag, áttu líka fundi með Irökum sem lögðu hönd á efna- vopnaáætlun Iraksstjórnar, að sögn háttsetts bandarísks leyni- þjónustumanns. Efnið sem fannst í jarðveginum frá nágrenni verk- smiðjunnar var EMPTA, eða o- etylmetylfosfónóþíó-sýra, að hans sögn. „Þetta er efni sem ekki gagnast við neina venjulega framleiðslu fyr- ir almennan markað, það kemur ekki fyrir í náttúrunni, það fellur ekki til við framleiðslu annarra efna. Það eina sem hægt er að nota það til, svo við vitum til, er að búa til VX,“ sagði leyniþjónustumaðurinn. Auk þess er að hans sögn efna- vopnaáætlun Iraka sú eina sem vit- að er til að hafi notazt við EMPTA í þessum tilgangi. VX-taugagas hefur verið framleitt 1 öðrum löndum eftir öði'um uppskriftum. Embættismenn Súdansstjórnar höfnuðu niðurstöðum jarðvegssýna- rannsóknar Bandarílgamanna. „Þeir hafa enn ekki komið fram með nein óyggjandi sönnunargögn," tjáði upp- lýsingamálaráðherrann Ghazi Sala- huddin fréttamönnum í Kai’túm. „Þeir [Bandaríkjamenn] geta ekki sannað neitt með því að vísa til mengaðs jarðvegs," sagði hann og lagði áherzlu á að bezta lausnin væri að fram færi ýtarleg vett- vangsrannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna, en bandarísk stjórnvöld hafa sagzt reiðubúin að íhuga þann möguleika. Reuters Umdeilt helfararminnismerki skoðað BLAÐAMENN skoða líkan af til- lögu Bandaríkjamannsins Peters Eisenmanns um stóran minnis- varða um þá gyðinga sem létu lífið í helförinni og hugmyndin er að rísi í miðborg Berlínar, rétt við Brandenborgarhliðið og gamla þinghúsið, Reichstag. Harkalega hefur verið deilt um hið áformaða helfarar- minnismerki á síðustu vikum, og hafa deilurnar sett mark sitt á kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem framundan eru í Þýzkalandi. I gær gagnrýndu leiðtogar þýzkra gyðinga Eberhard Di- epgen, borgarstjóra Berlínar og flokksbróður Helmuts Kohls kanzlara, fyrir að beita sér gegn áformunum. Sögðust þeir nú óttast að aldrei yrði neitt úr þeim. Kohl hefur, ólíkt borgar- sljóranum, verið mjög áfram um að af byggingu minnis- merkisins verði, mitt í hverfi nýrra stjórnarbygginga sem flytja á inn í á næsta ári, en hefur slegið af ákafa sínum í málinu þar sem hann virðist sízt til þess fallinn að bæta horfur hans á endurkjöri í kanzlarastólinn. Á mánudaginn ákvað borgar- stjórn Berlínar að fresta ákvörðun um byggingu hins umdeilda minnismerkis fram yfír þingkosningarnar í lok september. Lífverðir Dodis og Díönu Neita ásök- unum A1 Fayeds London. The Daily Telegraph. TVEIR fyrrverandi lífverðir neituðu í fyrradag ásökunum Mohameds A1 Fayeds þess efnis að þeir væru ábyrgir fyrir bílslysinu sem olli dauða Díönu prinsessu af Wales og elskhuga hennar Dodi Fayeds. Er þetta í fyrsta sinn sem lífverðirnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á harmleiknum og hafa orð A1 Fayeds valdið nokkru fjaðrafoki enda hefur hann hingað til haft allt aðra sögu að segja um frammistöðu lífvarðanna. Trevor Rees-Jones, sem sjálfur slasaðist lífshættulega í slysinu, sagðist „undrandi og reiður" vegna ummæla A1 Fayeds, eiganda Har- rods-verslanakeðjunnar, sem hann áður starfaði hjá. „Kes“ Wingfield, hinn lífvörðurinn fyrrverandi, var einnig „i'eiður og sorgmæddur" vegna ásakananna, að sögn lög- manns hans. A1 Fayed sagði í viðtali við Time að Rees-Jones og Wingfield hefðu gert mistök er þeir kröfðust þess ekki að önnur bifreið fylgdi bfl Díönu og Dodis, að þeir hefðu ekki átt að leyfa Henri Paul, bflstjóranum þetta örlagaríka kvöld, að aka þá hættu- legu leið sem hann fór og að Rees- Jones hefði ekki átt að setja bflbelti á sig án þess að krefjast þess að aðr- ir farþegar í bflnum gerðu slíkt hið sama. Rees-Jones og Wingfield segjast hins vegar hafa framkvæmt skyldur sínar af samviskusemi og að ekki sé hægt að saka þá um hvernig fór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.