Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 21
LISTIR
sá og sigraði
Sá á kvölina
sem á völina
KVIKMYIVDIR
S a m b f ó i n
HE GOT GAME
★ ★
Leikstjóri og handritshöfundur:
Spike Lee. Aðalhlutverk: Denzel
Washington, Ray Allen og Milla
Jovovich. Touchstone Pictures.
1998.
SPIKE Lee hefur alltaf látið í
sér heyra og fjallað á gáfulegan
hátt og af innsæi um málefni
svartra. Það gerir hann einnig í
myndinni He Got Game. Körfu-
boltinn er ein alvinsælasta íþrótt
í heimi, og fylgjast Adidas, Nike
og háskólar Bandaríkjanna með
ungum og efnilegum körfubolta-
mönnum allt frá tíu ára aldri til
þess að fá þá til liðs við sig þegar
þeir verða stjörnur. Eins og allir
vita eru þeir allflestir svertingj-
ar.
Lee segir okkur söguna af
Jesus Shuttlesworth sem er að
klára menntaskólann. Nú bítast
háskólarnir um hann og Jesus á
erfitt með að gera upp hug sinn
um hvað skal velja. Þá birtist fað-
ir hans sem undanfarin fimm ár
hefur dúsað í fangelsi fyrir að
drepa móður Jesus. Þannig vill til
að fangelsisstjórinn er sérlegur
stuðningsmaður háskóla eins og
vill fá Jesus þangað. Ef föðurnum
tekst að telja soninn á það, fær
hann lausn undan dómnum.
Spike Lee hefur gert mjög
áhrifamiklar myndir sem hafa
valdið ýmsum uppþotum. Hann
hefur verið mjög beinskeyttur í
ádeilu sinni, dramað hefur verið
sterkt, húmorinn aldrei langt
undan og stíllinn hluti af húmorn-
um. Þótt leikstjórinn sé að taka á
mjög merku samtíma vandamáli,
þá finnst mér hann ekki nota
þessa hæfileika sína til hins
ýtrasta. Gerð var heimildarmynd
í fullri lengd að nafni „Hoop Dr-
eams“ sem fjallar um sama efni
og er hún mun átakanlegri. Það
er eins og hann hafi kastað til
hendinni við þessa mynd miðað
við það sam hann getur.
Denzel Washington sem lék
aðalhlutverkin í Mo’ Better Blues
og Malcolm X, er aftur mættur
til leiks sem faðirinn og skilar
sínu frábærlega. Það er gaman
að sjá hann í Spike Lee mynd og
það er eins og að þar njóti hann
sín best. Ray Allen, verðandi
körfuboltastjarna, leikur Jesus.
Hann stendur sig vel miðað við
áhugamann, en maður skynjar
ekki kvöl hans um völina og til-
vistina nógu vel til að ná fram
þeim áhrifum sem þyrfti til að
gera myndina sterka og áhrifa-
ríka. Milla Jovovich leikur gleði-
konu og sýnir að hún er góð leik-
kona, þótt hlutverk hennar sé
kvikmyndinni ekki nauðsynlegt.
Þetta er ágætis mynd og fróð-
leg fyrir þá s_em vita lítið um
þetta málefni. Eg er þó sannfærð
um að vinsældir hennar austan-
hafs byggist meira á körfuboltaá-
huga og vinsældum Ray Allens
en gæðum. Miðað við fyrri mynd-
ir sama leikstjóra, þá er myndin
ekki meira en tveggja stjarna
virði.
Hildur Loftsdóttir
Háskólafyrirlestur
Kom,
TOIVLIST
JVorræna luísló
SVEND ASMUSSEN-
KVARTETTINN
Svend Asmussen fiðla, Jakob Fischer
gítar, Jesper Lundgaard bassi og Aa-
ge Tanggaard trommur. Norræna
húsinu, laugardaginn 22. ágúst.
í ÞRIÐJA sinni heimsækir fiðlu-
meistari djassins okkur með besta
kvartetti sem hann hefur stjórnað.
Hann lék á RúRek 1993, hjá
Jazzvakningu og á Jazzhátíð Egils-
staða í fyrra og nú er hann afmælis-
gjöf danskra stjórnvalda á þrjátíu
ára aftnæli Norræna hússins. Auk
þess heldur hann tónleika á Akur-
eyri og _í Bolungarvík. „Við viljum
upplifa Island sem best við getum,“
segja þeir félagar, en þegar Svend
var hér um hvítasunnu 1993 kom
hann í Skaftafell ásamt konu sinni og
þeir töfrar hafa lifað með þeim síðan.
Það var að sjalfsögðu troðfullt í
Norræna húsinu á laugardagskvöld-
ið. Svend hefur, ásamt Niels-Henn-
ing, verið einhver vinsælasti djass-
leikari hérlendis og margir hafa
heyrt hann á árum áður, en meistar-
inn er 82 ára gamall og hefur leikið á
fiðluna í sjötíu ár.
Kannski er einn galdurinn við að
halda sér ungum að hafa unga menn
sér við hlið. Það gerði Art Blakey
með góðum árangri. Aage Tangaard
trommari hefur leikið lengst þeirra
félaga með Svend. Hann kom íyrst
til Islands með rafsveit píanistans
Thomasar Clausens og var
trommari hans á frægii tríóskífu
þar sem Niels-Henning sló bassann;
Shadow of Bill Evans. Hann er ein-
stakur trommari, næmur á öll stll-
brigði tónlistarinnar. Vandamál
trommara, eins og píanista, er að
hljóðfærið ferðast þeir ekki með, yf-
ix-vigtin kostar sitt. Það hýrnaði yfir
Aage er hann sá settið sem hann
fékk í Nori-æna húsinu, Sónorinn
hans Sigurðar Þóraiánssonar frá
Vestmannaeyjum, enda var spila-
mennska hans með slíkum sóma að
einstakt má telja.
Jesper Lundgaard er bassaleikari
á heimsmælikvarða. Að Niels-Henn-
ing frátöldum nær enginn danskur
bassaleikai'i snilli hans. Hvort sem
hann leikur með öðrum éða stjórnar
eigin hljómsveitum er allt hans verk
unnið af slíkum sóma að unun er á
að hlýða. Unglingurinn í sveitinni, sá
þrítugi Jakob Fischer, er kominn í
hóp helstu gítax-leikara evrópsks
djass. Hann, einn manna, hefur
fengið þrennu í dönsku djassverð-
launaveitingunum; Ben Webster-
verðlaunin, JASA-verðlaunin og
Pællebars-verðlaunin. Það kemur
engum á óvart sem fylgst hefur með
leik hans undanfarin ár. Hann hefur
hljóðritað með Birni Thoroddsen á
Jazz guitars og í þessari Islandsferð
hljóðritaði hann með Tómasi R. Ein-
arssyni, en sú skífa mun líta dagsins
ljós er daginn styttir.
Og tónleikarnix- - gleði íyrir eyra
jafnt sem auga. Svend er makalaus.
Efnisskráin er byggð upp á klassísk-
um djassverkum. Upphafið var
Gershwinlagið sem flestir hafa not-
að hljómana úr til að semja eigið lag;
I Got Rhythm, og svo kom rútubíla-
söngui’inn Bye, Bye Blackbird í listi-
lega listrænni túlkun, þó svo alþýð-
legur að engum gat blandast hugur
um sameiningu hins hæsta í tónlist
við alþýðlega hugsun a la Sigurður
Breiðfjörð. Ellington átti sín snilld-
arverk á efnisski'ánni: Prelude to a
Kiss og The Mooche og Hoagy
Carmichel líka; Star Dust og Lazy
River. Jakob lék Tea For Two í
nýrri útgáfu og hef ég aldrei heyrt
þá túlkun áður þótt ég hafi verið á
tugum tónleika þar sem hann hefur
spilað - svo vai’ samban hans,
Latino, á efnisskránni, lífleg að
vanda. Jesper fékk að spreyta sig á
sænska þjóðlaginu Den första gáng
jag ság dig og var all-hennískur í
túlkun sinni. Lag Lumbyes; Col-
umbine Polka Marsurka, var eins og
nafnið gefur til kynna ekki það
sveifluvænasta í heimi en þegar
meistaravei'k Iivings Bei'lins, Blue
Skies, var leikið lá við að þakið lyft-
ist af meistaraverki Alvars Aaltos.
Það er með ólíkindum að jafn ungir
menn og skipa hiynsveit Svends
Asmussens - og evi’ópskir þar að
auki - skuli ná slíku valdi á göldrum
sveiflunnar - það hefði Basie líkað
enda lék hann ætíð með einum Dana
þá tækifæi-i gafst - Niels-Henning.
Það var við hæfi að Svend minnt-
ist félaga síns um áratugaskeið á
tónleikunum. Stephane Grappelli
lést í fyrra og honum tileinkaði
Svend undurfagra túlkun sína á
verki Eubins Blakes: Memories of
You.
Magnaðir tónleikar mikilla lista-
manna í troðfullu Nori'æna húsinu
gefa vonandi fyrirheit um að al-
menningur gefi gaum að hinni miklu
menningarstarfsemi er þarna fer
fram. Það þarf vonandi ekki snill-
inga á borð við Niels-Henning, er
fyllti húsið í þiigang 1977, og Svend
Ásmussen til að menn streymi á vit
bræðramenningarinnar.
Vernharður Linnet
ÍTALSKI heimspekingurinn Gianni
Vattimo flytur opinberan fyrirlestur
á vegum heimspekideildar og
Sumarskóla Háskóla Islands í stofu
101 í Lögbergi fimmtudaginn 27.
ágúst kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefn-
ist Verufræði líðandi stundar
(Ontologia dell attualitÁ) og verður
hann fluttur á ensku.
Gianni Vattimo er prófessor í
heimspeki við háskólann í Tórínó,
sérfróður um þýska 19. og 20. aldar
heimspeki, einkum Nietzsche,
Heidegger og Gadamer, og hefur
skrifað um þá bækur og túlkað verk
þeirra út frá okkar samtíma.
Vattimo kemur hingað til lands til
að taka þátt í alþjóðlegu námskeiði
um myndlist, sem haldið er á vegum
Sumarháskólans og Seminar on
Art.
r FRÁBÆRT ÚRVAL
F ATASKÁPUR
KOr^MOOA 4*2
[kr. 38.200,-1
|kr. 18.200,0,