Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 32
. 32 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
OLAFUR
ODDGEIRSSON
+ Ólafur Harald-
ur Oddgeirsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 30.
mars 1929. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
12. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Odd-
geir Hjartarson, f.
15.6. 1902 í Eystri-
Kirkjubæ í Rangár-
vallahreppi í Rang-
árvallasýslu, _ d.
11.8. 1959, og Ásta
Sigríður Ólafsdótt-
ir, f. 8.9. 1904 á Sauðárkróki, d.
13.12. 1985. Systur Ólafs eru
Guðbjörg, f. 8.12. 1927, Lilja
Goðmunda, f. 3.6. 1931, d.
25.10. 1997, og Hjördís, f. 5.7.
1932, d. 22.3. 1994.
Hinn 31. október 1953 kvæntist
Ólafur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Rögnu Lísu Eyvindsdótt-
ur frá Siglufírði, f. 6.3. 1934.
Hún er dóttir hjónanna Eyvind-
ar Nikodemusar Júliussonar, f.
3.8. 1898 á Gaul í Staðarsveit á
Snæfellsnesi, d. 27.12. 1986, og
konu hans Katrínar Sigríðar
Jósepsdóttur, f. 27.3. 1891 á
Stóru-Reykjum í Fljótum í
Skagafírði, d. 21.5. 1957. Börn
Ólafs og Rögnu eru: 1) Eyvind-
ur, f.^ 25.12. 1952, börn hans
eru: Ólafur Ragnar og Guðrún
Lísa, unnusta Olafs Ragnars er
Arna Ketilsdóttir og eiga þau
eina dóttur, maki Eyvindar er
Elsku pabbi minn. Margs er að
minnast er maður sest niður með
penna í hönd. Oft var sprellað
heima hjá ykkur mömmu í Vest-
mannaeyjum. Þú varst snillingur í
öllum örnefnum frá Eyjum, og oft
hlóstu dátt þegar ég glopraði út úr
mér einhverju vitlausu örnefni.
Þegar þú sagðir mér sögur frá
Eyjum um margt sem var brallað
þar á þínum unglingsárum, þá hló
ég dátt. Þú varst algjör fróðleiks-
brunnur um Vestmannaeyjar. Aft-
ur komstu mér til að minnast þín,
þegar ég fór ungur að heiman út í
hinn stóra heim. Alltaf varst þú til
staðar eins og Eyjaklettur. Seinni
árin varst þú eins og eðalvínin,
betri og betri með hverju ári.
> Elsku pabbi, hafðu hjartans
þökk fyrir alla þína ást og um-
hyggjuna sem þú barst fyrir mér
og systkinum mínum. Við gleymum
þér aldrei. Hittumst hressir þótt
síðar verði.
Þinn sonur,
Eyvindur.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki
raupsamur, hreykir sér ekki upp,
hann hegðar sér ekki ósæmilega,
Sigríður Ragnheið-
ur Jónsdóttir, börn
hennar eru: Hildur,
Árni, Sigrún Inga
og Gunnar Ingi. 2)
Hjörtur, f. 18.8.
1955, kvæntur
Gunni Ingu Einars-
dóttur, börn þeirra
eru Einar Már,
Oddgeir og Fríða
Sóley. 3) Hlynur, f.
12.8. 1956, kvæntur
Þórdísi Magnús-
dóttur, börn þeirra
eru Hans Róbert og
Aníta Björk. 4)
Asta Katrín, f. 25.12. 1958, gift
Jóhannesi Guðmundssyni, börn
þeirra eru Rósa Konný og Dan-
íel Örn. 5) Lilja Björk, f. 19.8.
1962, gift Óskari Óskarssyni,
börn þeirra eru Telma Yr,
Karen Lena og Aron Birkir. 6)
Elva Ósk; f. 24.8. 1964, maki
Andri Örn Clausen, börn
þeirra eru Agnes Björt og
Benedikt.
Ólafur var rafvirkjameistari og
starfaði sem slíkur í áratugi í
Vestmannaeyjum og síðar í
Reykjavík. Hann sat oft í próf-
nefndum og sem formaður
prófnefnda. Einnig var hann
meistari nokkurra nema í raf-
virkjun. Síðustu árin starfaði
hann hjá Prentsmiðjunni Odda
hf.
Útför Ólafs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
leitar ekki síns eigin, hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn. Hann
gleðst ekki yfír óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum. Hann
breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt. Kærleikurinn fell-
ur aldrei úr gildi. (1. Kor. 13,4-8.)
Elsku Óli minn. Kærleikur var
það fyrsta sem ég kynntist í fari
þínu gagnvart mér og mínum börn-
um. Þar bar aldrei skugga á. Hafðu
hjartans þökk fyrir það. Sofðu rótt,
elsku vinur. Guð geymi þig í hendi
sinni.
Þín
Sigríður Ragnheiður.
Hann elsku afí okkar er dáinn.
Við, barnabömin hans Óla afa, vilj-
um kveðja hann með örfáum orð-
um. Alltaf munum við minnast þess
þegar Óli afi var eitthvað að brasa
úti í bílskúr, laga bilaða þvottavél,
gera við mótora eða eitthvað álíka,
hvort heldur sem var á Heiðarveg-
inum í Vestmannaeyjum eða í
Fellsmúlanum í Reykjavík. Við átt-
um það til að koma stormandi inn
til hans með tilheyrandi látum og
ærslum og trufla hann við vinnuna.
En það var sama hvað afí var að
gera, alltaf brosti hann og gaf sér
tíma til að spjalla við okkur. Oft
0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN
EHF.
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri , ,útfararstjóri
Upplýsingar í símum
s 562 7575 & 5050 925
1 HöTEL IOFTLEIÐÍR
» e * i 'á m o> * » * ••>(!>
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA i
þurftum við að leita ráða hjá full-
orðnum í sambandi við eitthvað
sem okkur lá á hjarta. Var þá ekki
svo sjaldan sagt við okkur: „Talið
við hann Óla afa, hann getur
kannski hjálpað ykkur.“ Og aldrei
komum við að tómum kofunum hjá
afa, hann var fljótur að leysa
vandamál okkar. Öll minnumst við
þess hversu gott það var að koma
til afa og fá hjá honum huggun
þegar við höfðum meitt okkur. Að
fá koss á sárið, klapp á kollinn og
skríða svo í fangið til hans gat
læknað öll okkar verstu svöðusár.
Ekkert var skemmtilegra en að
fara í bíltúr með Óla afa og Góu
ömmu. Við vissum að afí átti einn
veikleika, honum fannst ís ótrúlega
góður. Og í þessum ferðum okkar
nutum við góðs af þessum veikleika
hans. Ekki leið á löngu þar til afi
stakk upp á að keyptur yrði ís á
línuna. Við mikinn fögnuð okkar
bamanna var brunað í næstu
sjoppu og ísinn keyptur. Þegar við
eldri barnabörnin komum í heim-
sókn til Vestmannaeyja var Óli afí
alltaf tilbúinn að sýna okkur Eyj-
una sína sem hann unni svo heitt.
Hann var hafsjór af fróðleik um ör-
nefni og staðhætti og kunni svo
margar sögur sem hann sagði okk-
ur frá liðnum tímum í Eyjum.
Enda var uppáhaldsbókin hans
„Örnefni í Vestmannaeyjum".
Elsku Góa arama, á þessari stundu
hugsum við öll til þín og biðjum
Guð að hugga þig í sorginni. Við
trúum að Óla afa líði vel núna.
Er sárasta sorg okkur mætir,
og söknuður huga vom grætir.
Þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Barnabörnin.
Elsku Óli!
Mig langar í fáeinum orðum að
kveðja þig. Ég gleymi aldrei hlýj-
um móttökum ykkar Góu þegar ég
kom fyrst inn í fjölskylduna fyrir
25 árum, kvíðin og feimin. Ef erfíð-
ar ákvarðanir þurfti að taka var
gott að heyra þitt sjónarmið, því
þín svör voru ávallt hreinskilin 0g
skynsamleg. Og ef um gleðitíðindi
var að ræða var yndislegt að koma
til ykkar Góu því þið samglöddust
okkur af heilum hug og hvöttuð
okkur ávallt.
Laghentari mann hef ég sjaldan
hitt, hvað sem þú tókst þér fyrir
hendur var listavel unnið og alltaf
varstu tilbúinn að aðstoða okkur öll
hvernig sem á stóð. Þér leið vel ef
þú gast gert einhverjum greiða. Já,
þér var margt til lista lagt. Það
sýna myndirnar þínar best sem þú
málaðir og líkönin sem þú gerðir af
Landakirkju í Vestmannaeyjum og
lagðir nótt við dag fyrir ein jólin og
gafst okkur sex fjölskyldum í jóla-
gjöf.
Elsku Góa mín, guð styrki þig í
sorginni, þú átt okkur öll að. Elsku
Óli, þú varst góður maður. í
Hveragerði leið þér svo vel þar
sem þú varst kominn í nálægð við
r (Blóirvatjúðin
Öapðshom
k v/ Fossvogskii'kjMgcu'ð j
N*. Símii 554 0500
Sérfræðingar
í blómaskrevtingum
við <)ll tækifæri
1 'M® blómaverkstæði ■
I HlNNA I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaöastrætis,
sími 551 9090
Vestmannaeyjar og kominn aftur í
lítið samfélag. Takk fyi-ir allt!
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín tengdadóttir
Inga.
I dag verður til moldar borinn
móðurbróðir minn Ólafur Haraldur
Oddgeirsson frá Vestmannaeyjum
eða Öli Oddgeirs eins og hann var
alltaf kallaður í Eyjum. Óli var
næst elsta barn foreldra sinna
þeirra Oddgeirs Hjartarsonar raf-
virkja og frú Ástu Ólafsdóttur.
Elst er Guðbjörg en yngri voru
Lilja og Hjördís er báðar eru látn-
ar. Ég er elsta bam Guðbjargar og
var alinn upp hjá afa og ömmu, svo
að við Óli höfðum mikinn samgang
og leit hann á mig sem sinn litla
bróður og reyndist mér alveg frá-
bærlega vel og leit ég alltaf upp til
hans. Ef ég þurfti að biðja hann um
eitthvað sem oft var var það auð-
sóttasta mál í heimi, hann virtist
alltaf hafa nógan tíma fyrir mig þó
hann væri störfum hlaðinn. Þegar
Óli kynntist sinni yndislegu konu,
Rögnu Lísu Eyvindsdóttur (Góu)
byggði hann hæð ofan á húsið
heima í Breiðvík og bjuggu þau þar
í mörg ár eða þangað til að hann
byggði sér glæsilegt hús við Heið-
arveg sem hann teiknaði sjálfur og
vann flest handtök við, og man ég
vel eftir því er hann byrjaði að
grafa grunninn með haka og
skóflu.
Óli var lærður rafvirki og sem
slíkur eftirsóttur vegna vandvirkni
og greiðasemi og þá var nú ekki
alltaf hugsað um krónur og aura,
annars held ég að Óli hefði getað
orðið hvað sem var því það virtist
allt leika í höndum hans. Hann var
mjög listfengur. Um það vitna
mörg falleg málverk og teikningar
sem eiga eftir að gleðja um ókomin
ár, og voru náttúra og mannlíf Eyj-
anna honum sérlega hugstæð.
Óli og Góa eignuðust sex börn,
svo að nærri má geta að það var
nóg að gera á stóru heimili, enda
voru þau hjón gestrisin með af-
brigðum. Allir vildu heimsækja Óla
og Góu, en þau voru mjög sam-
rýnd.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau
til Reykjavíkur og síðan til Hvera-
gerðis þar sem þau bjuggu sér fal-
legt heimili. En enginn veit hvenær
kallið kemur, Óli greindist með
krabbamein og lést úr því.
Fallin er frá ein af hetjum þessa
lands sem skilaði sínu hlutverki
óaðfínnanlega og hugsaði vel um
sína.
Góður Guð blessi hann og hans
minningu og styrki þá er lifa.
Óli Geir.
Kær vinur, Ólafur Oddgeirsson,
hefur fengið hvíldina eftir baráttu
við krabbamein í langan tíma. Við
lítum til baka er við vorum að alast
upp í Vestmannaeyjum, þá voru
leikir aðrir en í dag. Við fórum í
fjallgöngur, sprönguðum undir
Éiskhellum, fórum í sund undir
Löngu. Einu sinni ætluðum við
nokkrir fræknir peyjar 11-12 ára
að fara á skak og fengum lánaðan
árabát einn fallegan sunnudags-
morgun. Við rerum út úr höfninni í
yndislegu veðri. Þegar við vorum
komnir út á móts við Ystaklett fór
að hvessa og sjór að ýfast. Fór
áhöfninni ekki að lítast á ástandið
og var ákveðið að snúa við. Vindur-
inn jókst og vildu sumir róa beint í
land en þar voru klappir og sker.
Fengu þeir ekki að ráða og til hafn-
ar komust við og var ekki reynt að
fara í fleiri fiskiróðra eftir þessa
ævintýraferð.
Sumarið 1946 vorum við ásamt
mörgum öðrum peyjum úr eyjum
að mála nýju Ölfusárbrúna. Áttum
við þar yndislegt sumar saman.
Eftir það skildu leiðir um hríð.
Þráður var upp tekinn að nýju eftir
að við höfðum báðir gifst og eign-
ast böm.
Óli var mjög listfengur, málaði
og teiknaði. Einnig hafði hann
mikla ánægju af lundaveiði og naut
þess að skreppa suður á Stórhöfða
með háfinn. Fengum við oft send-
ingu frá honum af veiðinni. Óli var
einn af hinum stóra hópi sem fædd-
ist árið 1929 í Vestmannaeyjum,
sem oft er kaUaður sterki stofninn
meðal skólasystkina og vina og hef-
ur mikil samstaða verið með hópn-
um sem hefur hist á tveggja til
þriggja ára fresti og rifjað upp
gömul og góð kynni. Verður Óla
sárt saknað er hópurinn hittist
næst, væntanlega á næsta ári, þ.e.
er við verðum 70 ára.
Okkur hjónunum er sérstaklega
minnisstæð ferð til Vestmannaeyja
í lok eldgossins. Óli hafði útvegað
okkur „vegabréf‘ til Eyja, en þau
hjónin voru þá nýflutt aftur heim
og voru með þeim allra fyrstu sem
sneru aftur.
Við og börnin munum aldrei
gleyma þeim höfðingsskap og hlýju
sem Góa og Óli sýndu okkur, það
var ógleymanlegt að sitja inni í
stofu hjá þeim þegar tilkynnt var í
útvarpinu að gosinu í Eyjum væri
endanlega lokið.
Gaman var að sjá Óla brosandi
stinga plastblómum í gegnum ösk-
una við húsið til að lífga upp á um-
hverfíð. Börnin voru öll flutt frá
Eyjum og fluttust þau þá til
Reykjavíkur til að vera nær börn-
um og barnabörnum. Óli var mjög
barngóður og hafði alltaf yndi af
börnum.
Við hjónin og fjölskyldur send-
um Góu, öllum börnunum og þeirra
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ágústa og Sigurður.
Hinn 12. ágúst síðastliðinn and-
aðist okkar ástkæri Óli eftir hetju-
lega baráttu við krabbamein. Hann
bar veikindi sín af hugrekki og
virðuleik síðustu vikurnar sem
hann lifði. Með spjalli sínu við þá
sem stóðu honum næst útbreiddi
hann skilning, bros og frið.
Við munum öll sakna visku hans,
skynsemi og kærleika.
Standið ekki við gröf mína og tárfellið,
ég er ekki þar, ég sef ekki.
Eg er þúsund vindar sem blása,
ég er glitrandi demantur á snjó,
ég er sólskinið á þroskuðu komi,
ég er mUt haustregnið.
Þegar þú vaknar í morgunkyrrðinni
er ég hinn frái þytur hljóðlátra fugla
á ferli sem lauk þar sem hann hófst,
ég er dauft stjömuskin næturinnar.
Standið ekki við gröf mína og grátið,
ég er ekki þar, ég dó ekki,
ég lifi áfram einhversstaðar,
ég lifi í hjörtum ykkar allra.
Við biðjum um styrk handa ykk-
ur öllum og sérstaklega Góu
mömmu á þessum erfíðu dögum.
Theo Horsthuis, Joke
Wouters og Elva Lilja,
Hoilandi.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum.