Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Lille, Frakklandi HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Heimsmeistaramót í brids fer fram í Lille í' Frakklandi dagana 21. ágúst til 4. september. ÞRÍR íslenskir spilarar tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í blönd- uðum tvímenningi, sem var fyrsta keppnin á heimsmeistaramótinu í brids sem nú fer fram í Frakk- landi. Hjördís Eyþórsdóttir, Bragi Hauksson og Sigríður Sóley Krist- jánsdóttir komust öll í úrslit keppninnar en 598 pör hófu keppni. Hjördís og Curtis Cheek enduðu síðan í 135. sæti í úrslitun- um af 260 og Bragi og Sigríður í 149. sæti. Heimsmeistarar í blönduðum tvímenningi urðu Antonio Vivaldi og Enza Rossano frá Italíu. Vivaldi er gamalreyndur spilari og vann m.a. Bermúdaskálina með ítalska landsliðinu á áttunda áratugnum. Frakkarnir Claude Bloquit og Marc Bompis urðu í 2. sæti og Jens og Sabina Auken frá Dan- mörku hlutu bronsið. Þrautakóngur Það er keppt í mörgum tvímenn- ingsflokkum og síðan um Rosenbl- um-bikarinn í sveitakeppni í Lille. En þessi bridshátíð hófst á því að 18 bridsmeistarar settust yflr 12 bridsþrautir sem Svisslendingur- inn Pietro Bernasconi hafði búið til. Raunar var einn keppandi í við- bót, bridstölvan Goren in a Box Italir unnu fyrsta heimsmeistara- titilinn í Lille sem Bandaríkja- maðurinn Matt Ginsberg hefur þró- að. Jóni okkar Bald- urssyni var boðið til keppninnar en hann átti ekki heiman- gengt. Það var til mikils að vinna því til við- bótar við heiðurinn að vera slyngastur í heimi við að leysa bridsþrautir voru há peningaverðlaun í boði. Á endanum stóð Michael Rosen- Vivaldi berg uppi sem sig- urvegari og fékk í sinn hlut 35 þús- und dali eða 2,5 milljónir króna. Bart Bramley varð í 2. sæti og Eric Rodwell í því þriðja, en allir þessir spilarar hafa tekið þátt í Bridshátíð hér á landi. Cesary Balicki varð í 4. sæti, Tony Forrester í 5. sæti og Bob Hamm- an í 6. sæti, og síðan komu Geir Til að gefa lesendum nasasjón af bridsþrautunum sem meistaramir glímdu við um helgina birti ég þá fyrstu og sennilega léttustu! Suður gefur/AV á hættu Norður * ÁG652 ¥ G109876 * 96 * - Rossano Helgemo, Andy Robson og Jeff Meckstroth. Bridstölvan endaði í 12. sæti eftir að hafa haft forustu í byrjun. Það kom í ljós að hennar veikleiki fólst í því að draga ályktanir af sögnum andstæðinganna og búa þannig til mynd af höndum þeirra. Vestur * V ♦ * Austur * ¥ ♦ * Suður * K7 VÁKD * DG * G87543 Vestur Norður Austur Suður 1 grand 2 spaðar dobl pass pass 2 grönd 4 tíglar pass 4 hjörtu/ 2 grönd vesturs var úttekt í láglitina og 4 tíglar norðurs yfir- færsla í hjarta. Vestur spilar út tígulás og tigulkóngi og spilar síð- an laufi og suður tekur við. Það má ætla að vestur eigi skiptinguna 5-0-4-4 fyrir sögnum sínum á hættunni. Hefði vestur spilað spaða í þriðja slag væri auð- velt að vinna spilið: suður drepur með kóngi og svínar síðan spaða- gosa og trompi austur og spili trompi getur sagnhafi trompað tvo spaða heima en á samt nóg af trompum í borði til að enda þar, taka trompin af austri og spaðaás. Laufaútspilið tekur hins vegar innkomu af blindum. Þá er eina leiðin að fría lauflitinn heima. Sagnhafi trompar í borði, fer heim á spaðakóng, trompar lauf og spil- ar litlum spaða úr borði. Austur verður að trompa og spila trompi því annars nær sagn- hafi að víxltrompa upp í 10 slagi. Sagnhafi drepur heima og trompar þriðja laufið í borði og þá er staðan þessi: Vestur AD109 ¥ — ♦ x 4>Á Norður ♦ ÁG6 ¥ G10 ♦ — * — Austur ♦ — ¥ 54 ♦ XXX * — Suður * — ¥ ÁK ♦ — * G87 Sagnhafi þarf alla slagina. Hann spilar spaðaás úr borði og þegar austur trompar yfirtrompar sagn- hafi og trompar lauf í borði. Hann fer síðan heim á trompás og laufið stendur. Guðm. Sv. Hermannsson R A Ð A U G L V S 1 ISI G A Viðtalstímar sendiherra Benedikt Jónsson, sendiherra íslands í Genf og fastafulltrúi gagnvart EFTA og öðrum alþjóðastofnunum sem ísland er aðili að í Genf, verður með viðtalstíma í utanríkis- ráðuneytinu fimmtudaginn 27. ágúst nk. kl. 9.00-12.00. Viðtalstímar óskast bókaðir í síma 560 9925. TILBOÐ/ÚTBOÐ Flugstöð Leifs Eiríkssonar Stækkun Arkitektasamkeppni — kynningarauglýsing Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd utan- ríkisráðuneytisins, vinnur nú að undirbúningi að samkeppni meðal arkitekta um útfærslu á stækkun Fiugstöðvar Leifs Eiríkssonar (nýbygging). Vegna umfangs verksins verður samkeppnin auglýst á hinu Evrópska efnahagssvæði (EES), sbr. lög og reglur þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að samkeppnislög verði tilbúin til afhendingar um miðjan september 1998. Skiladagur samkeppnistillagna arkitekta er - áætlaður 15. desember 1998. Samkeppnistilkynning verður auglýst síðar. Samkeppnin er einnig kynnt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ UPPBOB Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 6, Siglufirði, mánudaginn 31. ágúst 1998 ki. 13.45 á eftirfar- andi eignum: Aðalgata 15, efri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Valur Bjarnason, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Islands hf. Hafnartún 18, Siglufirði, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði. Hvanneyrarbraut 60, 0101, kjallari, Siglufirði, þingl. eig. Jóhann Sveinsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Hvanneyrarbraut 64,1. hæð sunnan, Siglufirði, þingl. eig. Guðmundur Magnússon, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Lindargata 22, Siglufirði, þingl. eig. Álfheiður H. Gunnsteinsdóttir og Ásgeir Hólm Agnarsson, gerðarbeiðendur húsbréfadeiid Húsnæð- isstofnunar og sýslumaðurinn á Siglufirði. Lækjargata 14, hluti 2, Siglufirði, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarp- héðinsson, gerðarbeiðendur Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík og Sparisjóður Hafnarfjarðar. Túngata 33, Siglufirði, þingl. eig. Sigurrós Sveinsdóttir og Sverrir Eyland Gíslason, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 24. ágúst 1998. Fiæðslumiðstöð Re^igavíkur Frá Öskjuhlíðarskóla Skólasetning Öskjuhlíðarskóla verður þriðju- daginn 1. september. Nemendur7., 8., 9. og 10. bekkjar mæti við skólasetningu kl. 9.30. Nemendur 1., 2., 3., 4., 5. og 6. bekkjar mæti við skólasetningu kl. 11.30. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðviku- daginn 2. september. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Laugavegur Óskum eftir að taka á leigu 80—150 fm verslun- arhúsnæði á góðum stað við Laugaveg. Upplýsingar í síma 892 5990 á skrifstofutíma. TIL SÖLU Notaðar Ijósritunarvélar Notaðaryfirfarnar Ijósritunarvélar, m.a. nokkrar litavélar, á góðu verði. NÝHERJI SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Dagsferðir sunnudaginn 30. ágúst Frá BSf kl. 8.30 Skessuhorn. Ekið í Skorradal og gengið á hornið. Frá BS( kl. 8.30 Árganga með Grímsá. Gengið frá Fossum og upp með Skorradalsvatni. Frá BSI kl. 8.30 Útreiðatúr. Farið upp með Grimsá frá Odd- stöðum upp að Gullberastaða- seli neðan við Reyðarvatn. Panta þarf í útreiðatúrinn á skrifstofu Útivistar fyrir kl. 17.00 á fimmtu- dag. Helgarferð yfir Fimmvörðuháls 29.—30. ágúst Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógarfossi á hádegi á laugardag upp með Skógá og í Fimmvörðuskála. Á sunnudag er gengiö i Bása. Jeppadeild Fundur hjá jeppadeild verður 1. sept. kl. 20.30 á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Gengið inn hjá Útivist. Kynntar verða eftirtaldar ferð- ir: 5. sept. dagsferð: Hreppa- mannaafréttur — Stöng, 10.- 20. sept. Helgarferð í Setrið, ný og spennandi leið farin, 26. sept. dags- ferð: Meyjarsæti — Skriða — Hlöðuvellir — Geysir. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Sr. Felix Ólafsson og Helgi Hróbjartsson tala. Allir hjartanlega velkomnir. ÝMISLEGT Námskeið í svæðameðferð Fullt nám sem allir geta lært. Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164. Snerting til heilsu Einkatímar. Sími 587 1164. Sigurður Guðleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.