Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 42

Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Krækiber Kristín Gestsdóttir segist hafa haldið að nóg yrði af krækiberjum í ár, en hún sá svört ber á lynginu í júnílok. Yfírleitt hefi ég ekki þurft að fara langt til að tína krækiber, en þau vaxa flest ár innan girðingar hjá mér auk þess sem nóg hefur verið af þeim í Gálgahrauninu sem er hér rétt fyrir neðan. En nú em engin ber í Gálgahrauni og lítið hér í kringum mig. En einhvers staðar eru samt krækiber, ég sá talvert af þeim á Snæfellsnesi um daginn. Is- lendingar geymdu krækiber og bláber í súru skyri, þannig er nafnið berjaskyr til komið. En það var löngu fyrir mína tíð. Þegar ég var lítil vora kræki- ber eingöngu notuð í saft, sem notuð var út á grauta, í súpur og til drykkjar. Þessi saft var höfð mjög sæt til þess að auka geymsluþol, svo sæt að mér fannst hún ódrekkandi. Nú á tímum frystikista getum við haft saftina minna sæta eða ósæta og geymt í frysti. Gott er að setja saftina í mjólkur- fernur og skera ofan í þær til að minnka þær og líma fyrir með málningariímbandi, en á það má skrifa innihald og dag- setningu. Fernumar rúmast vel í kistunni. C-vítamínið í saftinni geymist ekki lengi nema soðið sé upp á henni. Með því að hleypa upp suðu á saftinni geram við þá efnakljúfa sem eyða vítamíninu óvirka, en þeir starfa líka í frysti. Krældberjasaft er mjög góð í sultuhlaup en þá þarf að setja pektínhleypiefni saman við og til að það virki þarf saft- in að vera nokkuð súr og er best að setja sítrónusafa eða rabarbarasaft út í hana. Til að sultan geymist vel þurfa krakk- ur og lok að vera vel hrein. Síð- an þarf að sjóða bæði krukkur og lok, hella sultunni heitri í krakkurnar, hafa þær fleytifull- ar og setja lokið strax á. Þannig verður lofttæming í krukkunni og hún geymist næstum enda- laust. Oþarfi er að nota rot- vamarefni. Hin síðari ár hefi ég sett berin í blandara, þá verður lítið sull við að merja þau, en sumir eiga berjapressu sem er enn betra. Lengi vel notaði ég hakkavél. Þótt lítið sé af kræki- berjum í kringum mig var það þó nóg til að setja í berja- skyrtertuna sem hér er upp- skrift að, en uppskriftin að hlaupinu er sú sama og birtist í fyrra í þessum þætti. Krækiberjahlaup (sulta) 1 lítri krækiberjasafi 1 kg sykur safi úr einni sítrónu eða 1 dl sterkur rabarbarasafi hleypiefni ætlað í 1 lítra af safa 1. Setjið krækiberjasafa og sítrónu- eða rabarbarasafa í pott og látið sjóða. Setjið hleypiefni út í og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakkanum. 2. Setjið sykur út í og hleypið suðunni upp. Athugið að sultan hleypur betur ef sykurinn er settur í á eftir hleypinum. Krækiberja/ skyrterta. ______5 dl krækiber_____ ______1 1A dl sykur_____ _________2 epli_________ 1 pk. sítrónuhlaup (hér var notað Torohlaup) 2 1/2 dl sjóðandi vatn (minna en gefið er upp) 5 dl Rice Krispies ______I/2 dl hunang_____ 1/2 dl brætt smjör 1 stór dós hreint skyr _________2 egg__________ 1 peli rjómi 1. Setjið krækiberin á fat og stráið sykri yfir, merjið berin ör- lítið saman við sykurinn, t.d. með kartöflustappara. Afhýðið eplin og rífið gróft, setjið saman við krækiberin. Látið bíða í 1 klst. 2. Leysið hlaupduftið upp í 2 V2 dl af sjóðandi vatni, helmingi minna en segir á umbúðum. Kælið án þess að hlaupi saman. 3. Bræðið saman smjör og hun- ang, t.d. í örbylgjuofni. Hrærið Rice Krispies saman við. Setjið á botninn á djúpu flatbotna fati eða skál með stórum flötum botni. 4. Þeytið eggin saman við skyrið. Blandið kældri hlaup- blöndunni út í, síðan kræki- berja/eplablöndunni og loks þeyttum rjómanum. Hellið var- lega ofan á fatið með Rice Krispies. Setjið í kæliskáp og látið vera þar í 4-6 klst. eða leng- ur. 5. Berið fram með kaffi eða sem ábætisrétt. Með morgunkaffinu ÉG veit því miður ekki hvernig þetta er, ég er nefnilega grænmetisæta. ER þetta hjá fasteigna- sölunni? Þegar við lásuin auglýsinguna ákváðum við að hætta við að selja. ÞÝÐIR þetta að við erum hætt saman? SKAK Um.vjón Marguir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Koríntu í Grikklandi í sumar. Stigahæsti skák- maður Grikkja Vasilios Kotronias (2.570) var með hvítt og átti leik gegn En- rico Danieli (2.070), ítal- íu. 21. Rf5+! - gxf5 22. Hg3+ - Kh7 23. Hh3 og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. HVÍTUR leikur og vinnur. VELIAKAMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sóðalegur Skólavörðu- stígur ÉG vil koma því á fram- færi við þá sem sjá um þrifnað í borginni að Skólavörðustígur er aldrei þrifinn. Gatan hefui' aldrei verið verri. Þarna eru sígarettu- . stubbar um allt, allar ristar fullar af drasli og ég hef ekki séð götuna þrifna síðan í maí. Frá hverfisstöðinni og gatna- málastjóra hafa engin viðbrögð komið í ljós þótt kvartað hafi verið yfir þessu. Þetta er sér- staklega leiðinlegt vegna þess að um þessa götu fer mikið af erlendum ferðamönnum. Einar Guðmundsson, Listvinahúsinu. Virkið - jákvætt starf HILDUR hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hún hafa lesið grein Súsönnu Svavars- dóttur í helgarblaði Morgunblaðsins sem kallaðist „Við höfnum ekki einstaklingi, heldur athæfi". Þar er viðtal við Mumma og Marsibil í Mótorsmiðjunni og rætt um opnun meðferðar- heimilis sem þau starf- rækja. Vill Hildur koma því á framfæri að Rauði kross Islands hefui' starfrækt móttöku fyrir unglinga í tíu ár og þar er engum neitað um að- gang. Finnst henni að þetta hefði mátt koma fram. En Hildi finnst það sem þau eru að gera mjög jákvætt. Hildur. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU týndust aðfaranótt laugardags 22. ágúst. Þau eru með Ijósbrúnni umgjörð og í rauðbrúnu hulstri. Finn- andi vinsamlega hafi samband í síma 557 8613. Kvenúr týndist KVENÚR týndist ný- lega, úrið er stórt með svartri skífu og svartri leðuról. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 8906. Kvenmannsúr í óskiium KVENMANNSÚR fannst fyrir utan Rúm- fatalagerinn í Holta- görðum þann 7. ágúst sl. Eigandi getm' vitjað úrsins í fjárreiðudeild Samskipa á skrifstofu- tíma. Dýrahald Hvít kanína týndist HVÍT kanína með rauð augu og brúnsvört eyni og trýni týndist frá Skógarhlíð 12. Tveir ungar týndust einnig fi'á sama stað. Þeir sem hafa orðið þein'a varir hafi samband í síma 562 9232. Hefurðu séð síam- sköttinn Nóa? NOI er frekar stór síamsköttur með ljós- brúna slikju á feldinum (chocolate point). Hann hvarf frá heimili sínu á Laufásvegi að morgni miðvikudagsins 12. ágúst sl. Engin 61 er á honum en hann er eyrnamerktur með auð- kenninu R7220. Nói á það til að vera dálítið mannfælinn og kann að hafa lokast inni í bíl- skúr. Ailar upplýsingar um ferðir eða afdrif Nóa frá því á miðvikudag væru þegnar með þökk- um. Síminn er 552 0052. Fundarlaun. Víkverji skrifar... EKKI mátti betur sjá en end- umar við tjörnina - þær fáu sem eftir voru - væra vankaðar á sunnudagsmorgun eftir flugelda- sýninguna, sem haldin var á menn- ingamótt í Reykjavík. Ekki bætti úr skák þegar hópar fólks á stutt- buxum birtust við tjömina í morg- unsárið að búa sig undir að hlaupa hinar ýmsu vegalengdir, sem boðið var upp á í Reykjavíkurmaraþoni, og ásamt starfsmönnum borgar- innar er vora að hreinsa upp menn- ingarleifar, sem ekki hafði tekist að hesthúsa um nóttina. Árið 1995 var aftakaveður í hlaupinu og komu hlauparar hold- votir og veðurbarðir í mark, en nú hafa veðurguðimir hins vegar horft með velþóknun til hlaupsins þrjú ár í röð. Veðurblíðan á sunnudag var slík að það var líkt og maður væri að hlaupa inni í glansmynd; sjórinn spegilsléttui' og fjöll skörtuðu sínu fegursta. Við svona aðstæður tekur maður hvorki eftir hlaupastingnum, né verður var við mæðina. Svona framan af, að minnsta kosti. MIKIL örtröð var í upphafi hlaupsins á sunnudag. Þeir, sem hlupu hálft maraþonhlaup og heilt, stóðu fremstir, en hins vegar þótti gott ef þeir, sem hlupu 10 km, komust að rásmarkinu hálfri mínútu eftir að hlaupið var ræst. I upphafi hlaupsins var síðan farið hænufetið og það var ekki fyrr en kom að Skothúsveginum að hægt var að fara að greikka sporið. Víða erlendis er sá háttur hafður á að hlaupurum er skipt í hópa eftir getu þannig að þeir, sem eiga best- an tíma í ákveðinni vegalengd, fari fyrstir af stað og svo koll af kolli. Haldi vinsældir maraþonhlaupsins hér áfram að aukast mætti fara að íhuga einhverjar slíkar ráðstafan- ir. Reyndar var nú gripið til þess ráðs að ræsa skemmtiskokkið sér- staklega tveimur og hálfri klukku- stund eftir að maraþonið, hálf- maraþonið og 10 km hlaupið hófst og má ætla að það hafi verið gert til að draga úr þrengslum í Lækj- argötunni. ABERANDI átak hefur staðið yfir í sumar til að draga úr hraða í umferðinni og situr lögregl- an lon og don með mælitæki sín á lofti til að hafa hendur í hári þeirra, sem leggjast of þungt á bensíngjöf- ina. I ljósi þessa átaks mætti ætla að reynt væri að skipuleggja umferð þannig að ekki ýtti undir of hraðan akstur, en því virðist oft vera ábótavant á beinum og breiðum brautum höfuðborgarinnar. Þannig virðist maður oft og tíðum þurfa að aka ívið hraðar en lög mæla fyrir um ætli maður að komast á grænu ljósi eftir Sæbrautinni, svo dæmi sé tekið. Sálfræðin á bak við þetta kann að vera sú að með því að knýja umferðina til að nema staðar hægi á henni. Hins vegar er hætt við að þeir, sem þekkja til á við- komandi vegarkafla, láti freistast til að aka ívið hraðar en leyfilegt er til að lenda ekki á rauðu. Það skýt- ur skökku við að umbun löghlýðn- innar skuli felast í því að sitja eftir á rauðu ljósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.