Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 200. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atkvæðagreiðslu um Tsjernomyrdín frestað Moskvu, París. Reuters. DÚMAN, neðri defld rússneska þingsins, frestaði í gær fram á mánu- dag annarri atkvæðagreiðslunni um skipun Viktors Tsjemomyrdíns í embætti forsætisráðhen-a. Þykir það benda til þess að kommúnistar, sem hafa flest þingsæti í Dúmunni, séu ekki lengur vissh’ um að geta hindrað skipun hans í embætti og hyggist reyna að komast að málamiðlun við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, um helgina. Lítið sáttahljóð var þó að heyra í gær, því stjómvöld í Kreml lögðu áherslu á að Jeltsín myndi styðja fast við bakið á Tsjemomyrdín og leiðtogai- kommúnista ítrekuðu að þeir myndu ekki fallast á skipun hans. Dúman samþykkti frestun at- kvæðagreiðslunnar með 294 atkvæð- um gegn 54, og svo öruggur meiri- hluti þykir bera vott um samnings- vilja þingsins. Kommúnistar sátu hjá og hefur það vakið vangaveltur um að staða þeirra sé að veikjast. Boðað hefur verið til fundar milli Jeltsíns og leiðtoga þeh’ra flokka sem sæti eiga í Dúmunni á mánudag. Að fund- inum loknum mun önnur umferð at- kvæðagreiðslunnai’ um skipun Tsjernomyi'díns fara fram. Búist hafði verið við að Dúman hafnaði tilnefningu Tsjernomyrdíns í annað sinn á fundi sínum í gær, en síðastliðinn mánudag samþykktu að- eins 94 þingmenn af 450 skipun hans í embætti. Hafni Dúman tilnefningu Tsjei’nomyrdíns þrisvar þarf Jeltsín að leysa þingið upp og boða til kosn- inga. Efri defld rússneska þingsins sam- þykkti í gær skipun Tsjemomyrdíns með 91 atkvæði gegn 17, en sam- þykktir hennar eru ekki bindandi. Tsjernomyrdín boðaði harðar að- gerðir til að koma efnahag Rúss- lands á réttan kjöl í ræðu í efri deild þingsins í gær. Hann hét því að gengi rúblunnar yrði frjálst og myndi ráðast af markaðsvirði og að markaðsumbótum yrði fram haldið. „Frá og með janúar mun ríkis- stjórnin koma á einræðisstjórn í efnahagsmálum - fyrirtæki verða sett í þá aðstöðu að þau munu ekki geta vikið sér undan skuldbinding- um,“ sagði Tsjernomyrdín í ræðu sinni. Tsjernomyi'dín sagði að lögð yrði áhersla á að greiða vangoldin laun og lífeyri, óarðbærum fyrirtækjum yrði lokað, ráðist yrði gegn spillingu í við- skiptalífinu og skattar lækkaðir. Hann varaði við því að þetta gæti verið „síðasta tækifærið til að byggja upp heilbrigt hagkerfi í Rússlandi" og óskaði eftir að ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að hrinda nauðsynlegum umbótum í framkvæmd. Bóris Fjodorov, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðheira Rússlands, sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að prentaðar yrðu rúblur í því skyni að greiða skuldir innanlands áður en gengi rúblunnar yrði bundið erlend- um gjaldeyrisforða. Hann sagði að það myndi leiða til aukinnar verð- bólgu í skamman tíma en væri engu að síður nauðsynlegt. Gorbatsjov hvetur Jeltsín til að segja af sér Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Rússlands, sagði fréttamönn- um í gær að það eina sem Bóris Jeltsín gæti gert til að bæta ástandið í landinu væri að segja af sér. „Jeltsín er kraftmikill maður, en hann er samt ekki rétti maðurinn í forsetaembættið,“ sagði Gorbatsjov, og spáði því að Rússar myndu gripa til aðgerða ef hann léti ekki sjálfvilj- ugur af embætti. Helsinki Ruslið fær að safnast fyrir Hclsinki. Reuters. BORGARYFIRVÖLD í Helsinki hafa ákveðið að hreinsa ekki upp rusl í almenn- ingsgörðum í eina viku til að vekja borgarbúa til vitundar um vandamálið sem stafar af rusli og veggjaki'oti, áður en Hel- sinki verður ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000. „A hverju ári verjum við einni mflljón marka (13,5 millj- ónum ísl. kr.) af skattfé til að hreinsa upp rusl í almennings- görðum og af strætum borgar- innar. Þá er átta mflljónum marka (107 milljónum ísl. kr.) varið til þess að hreinsa veggjakrot af byggingum,“ sagði Eiina Nummi, embættis- maður hjá borginni. Helsinki nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera ein af „útkrotuðustu“ borgum Evrópu. Flugslysið við Nova Scotia Ættingjar hinna látnu væntan- legir til Genf. Reuters. NÆR 300 manns, ættingjar þeirra, sem fórust með MD-ll-farþegaþot- unni við strönd Nova Scotia á mið- vikudagskvöld, vom í gær væntan- legir til Halifax frá Sviss og New York. Með þeim í för var nokkur hópur manna frá Swissair, meðal annars tæknimenn, sálfræðingar og prestar. Með Swissair-þotunni fórust 229 manns, þar af 41 Svisslendingur, farþegar og flugliðar. Voru Banda- ríkjamenn fjölmennastir, 132, en í vélinni var fólk af 15 þjóðernum. Vonuðust aðstandendur til að geta snúið aftur heim með lík ástvina sinna. Hefur Swissair ákveðið til bráðabirgða að veita aðstandendum hvers farþega 1,4 milljónir ísl. kr. til að létta þeim óhjákvæmileg útgjöld vegna slyssins. Flugriti vélarinnar, eða „svarti kassinn“, hafði ekki enn komið í leitirnar í gærkvöldi. Rannsóknar- menn sögðu í gær að allt benti til Halifax þess að vélin hefði hrapað á mjög miklum hraða og hefði því brotnað í marga smáa hluta er hún skall á haffletinum. Þeir sögðu að þau lík, sem þegar voru fundin, hefðu ekki verið brunnin, og því væri ólíklegt að sprenging hefði orðið í vélinni eða mikill eldur orðið laus. Missti tvö börn Nokkrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna létu lífið í slysinu og með vélinni fórust einnig saudi-arabísk- ur prins, Bandar Al-Saud, og Ma- hmood Diba, frændi Farah Diba, eiginkonu Mohammeds Reza Pa- hlavis heitins, keisara í íran. Áður en aðstandendur farþega sem fórust með vélinni lögðu upp frá Genf í Sviss í gær ræddi grát- andi kona við fréttamenn og sagði þeim, að hún hefði misst tvö börn sín í slysinu. Sagði hún, að þau hefðu viljað fara með Swissair frem- ur en öðrum flugfélögum. Reuters KANADISKIR björgunarmenn stíga á land eftir leitarstörf við Peggy’s Cove í Nova Scotia í gær. Bill Clinton á írlandi Reuters NOKKUÐ var af af Bill Clinton, Banda- ríkjaforseta dregið í gærmorgun þegar hann kom til fundar við Bertie Ahern, forsætisráðherra Irlands, í Dublin enda hefur Lewinsky-málið enn á ný komist á forsíður dagblaðanna í Bandaríkjun- um, forsetanum mjög í óhag. Clinton virtist liins vegar gjörsamlega afslapp- aður í heimsókn sinni í höfuðstöðvar Gateway-tölvufyrirtækisins í nágrenni Dublin og ítrekaði fyrri skilaboð um að írar og N-írar gætu treyst á stuðning Bandaríkjanna í leitinni að varanlegum friði. Heimsókn Clintons til írlands og N-írlands þykir hafa tekist mjög vel og eru fréttaskýrendur vongóðir um að hún hafi aukið líkur á að varanlegur friður náist á N-írlandi. Clinton og kona hans, Hillary, voru bæði viðstödd móttöku í Dublin í gær en héldu í gær- kvöld til vesturstrandar írlands. Heim- sókn forsetahjónanna lýkur í dag. ■ Ahern segir/26 ■ Biðst afsökunar/26 Nýjar rannsóknir á tunglinu Nóg af vatni fyrir landnema London. The Daily Telegraph. Á TUNGLINU eru sex milljarðar tonna af vatni og gæti það nægt tug- þúsundum landnema þar í meira en öld. Er þetta niðurstaða nýrra rann- sókna bandarísku geimferðastofnun- arinnar, NASA. Vatnið er nú talið vera tíu sinnum meira en áætlað var í mars síðast- liðnum þegar tilkynnt var, að fundist hefði vatn eða ís á tunglinu. Það ger- h' hugsanlegt landnám þar miklu auðveldara en ella auk þess sem vinna mætti úr vatninu súrefni og vatnsefni eða vetni til eldsneytis. Vísindamenn segja, að 50 milljónir tonna af vatni endist nokkrum þús- undum manna í meira en öld og sex milljarðar tonna geta því dugað allt að 100.000 manns í þann tíma og lengur. Er greint frá þessu í vísinda- tímaritinu Science en það ætlar á næstunni að greina nákvæmlega frá þeim rannsóknum, sem gerðar voru með tunglfarinu Lunar Prospector. Járnkjami Rannsóknirnar sýna einnig, að kjarni mánans er úr járni og járn- súlfíði og svarar hann til eins til fjög- urra prósentna af efnismagni tungls- ins. Þykir það styðja þá kenningu um uppruna þess, að það hafi orðið til við árekstur reikistjörnu á stærð við Mars og jarðarinnar er hún var í frumbernsku, 50 milljónum ára eftir að sólkerfið myndaðist. I fyrstu var talið, að ísinn á tungl- inu væri líkastur hélu undir yfirborð- inu, en nú þykh' líklegra, að um sé að ræða hreinan ís, aðallega við tungl- skautin. Vísindamenn telja, að hala- stjömur hafi borið ísinn tfl tungslins. Við áreksturinn leysast þær upp en vatnssameindirnar í þeim leita til skuggasvæðanna á skautunum. Þar geymast þær síðan sem ís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.