Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 4
4 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Flugmálasljóri um viðbrögð við töfum í flugi í Evrópu
Unnið að stöðlun vinnu-
Keikó-samtökin án
leyfís til rannsókna
Hefur ekki
áhrif á komu
Keikós
aðferða og búnaðar
„SÍÐASTA áratuginn hafa Evr-
ópusamtök flugmálastjórna gert
ýmislegt til að mæta mjög aukinni
flugumferð, en það tekur tals-
verðan tíma að koma slíkum að-
gerðum í framkvæmd. Unnið hef-
ur verið að því að staðla tækni-
búnað og aðferðir milli flugstjórn-
arsvæða, en vandinn er sá að
hvert ríki sér um yfirstjórn í eigin
loftrými og mörg þeirra vilja
ógjarnan láta hana í hendur einn-
ar miðstöðvar, eins og Evrópu-
samband flugfélaga hefur lagt
til,“ sagði Þorgeir Pálsson flug-
málastjóri í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en hann situr nú
fund Evrópusamtaka flugmála-
stjórna, ECAC, í Þýskalandi.
Flugmálastjóri sagði aðspurður
það of mikla einfóldun að kenna
eingöngu flugumferðarstjóm um
Davíð Oddsson á fundi
með forsætis-
ráðherra Portúgals
Ræddu
ástandið í
Rússlandi
og stækkun
NATO
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segist hafa átt góðar viðræður við
forsætisráðherra Portúgals, Anton-
io Guterres, í
embættisbústað
Guterres í Lissa-
bon í gær, en Da-
víð er nú staddur
þar í opinberum
erindagjörðum.
Ráðherra segir að
þeir hafí rætt um
samskipti land-
Davíö Oddsson anna. sem sén
forsætisráðheiTa töluverð Og mikll-
væg báðum lönd-
unum, en einnig hafí þeir rætt um
hluti sem tengjast samstarfí land-
anna innan Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) og eins á vettvangi
Evrópuríkjanna. „Við fórum til að
mynda yfir nýjustu stöðuna eins og
hún blasir við varðandi Rússland og
þau áhrif sem sú óvissa hefur gagn-
vart NATO, gagnvart efnahagsmál-
um þessa heimshluta og víðar,“
sagði ráðherra. Auk þess var m.a.
rætt um fyrirhugaðan fund NATO
næsta vor og með hvaða hætti verði
farið yfir óskir fleiri ríkja um aðild
að bandalaginu.
miklar tafir í fiugumferð í Evrópu í
sumar eins og gert var í frétt frá
Evrópusambandi flugfélaga, AEA,
og greint var frá í Morgunblaðinu í
fyrradag. „Astandið var nokkuð
óvenjulegt í sumar og má nefna
miklar rigningar, sem þýðir að
flugvellir anna ekki flugtökum og
lendingum eins þétt og í góðviðri,
verkfóll, skort á mannskap, til
dæmis í London, heimsmeistara-
mótið í Frakklandi og þá miklu
umferð sem varð kringum það og
ofan á allt annað bættust við
óvenju umfangsmiklar heræfingar
NATO-ríkjanna,“ sagði flugmála-
stjóri. Hann sagði að aðeins um
10% seinkana sem væru meira en
15 mínútur mætti rekja til flugum-
ferðarstjórnar, hitt væri af öðrum
orsökum. Nefndi hann sem dæmi
að stundum önnuðu flugvellir ekki
afgreiðslu vélanna á jörðu niðri og
þá kæmi fyrir að flugvélar yrðu að
bíða í lofti þar til hægt væri að
heimila lendingu.
Ein flæðistjórn
fyrir Evrópu
Fyrir hálfu öðni ári tók til starfa
ný miðstöð hjá Eurocontrol í Belg-
íu og annast hún flæðistjórn, þ.e.
ákveður hversu margar vélar geta
farið um lofti-ými Evrópu hverju
sinni. Slíkar flæðistöðvar voru
fimm áður. Flugumferðarstjóm yf-
ir Benelux-löndunum og norðvest-
urhluta Þýskalands hefur lengi
verið stjómað frá Maastricht og
hugmynd er uppi um að koma upp
slíkri miðstöð fyrir Austurríki,
Ungverjaland, Tékkland, Slóvakíu
og Slóveníu, þ.e. að ná samræmdri
stjóm á umferð yfir þessum lönd-
um. Flugmálastjóri segir flugum-
ferð í Evrópu hafa aukist um 45% á
síðustu átta árum, milli áranna
1996 og 1997 jókst hún um 6-7% og
um 10% í ár miðað við síðasta sum-
ar.
„A vegum Evrópusamtaka flug-
málastjóma hefur verið unnið ötul-
lega að því að samræma aðferðir
og búnað innan allra Evrópulanda
og hafa þessar aðgerðir þegar skil-
að miklum árangri. Fjölmörg fram-
kvæmdaverkefni era á stokkunum
hjá Eurocontrol þótt árangur
þeirra muni ekki skila sér fyrr en
að nokkram áram liðnum. Hins
vegar geta tæknilegar lausnir ekki
breytt því að um er að ræða mörg
sjálfstæð ríki, sem hvert um sig
hefur lögsögu í lofthelgi sinni,“
sagði Þorgeir Pálsson flugmála-
stjóri að lokum.
SAMTÖKIN sem standa fyrir
flutningi Keikós hingað til lands
hafa ekki orðið sér úti um tilskilin
leyfi til að stunda rannsóknir í ís-
lenskri lögsögu samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Allir þeir sem vilja stunþa
rannsóknir í fiskveiðilandhelgi Is-
lands þurfa að sækja um sérstakt
leyfi.
Samkvæmt upplýsingum frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu hafa engar
umsóknir borist frá Frelsið Willy-
Keikó samtökunum. Það mun ekki
hafa áhrif á flutning dýrsins hingað
til lands, en meðan samtökin hafa
ekki orðið sér úti um tilskilin leyfí
er þeim óheimilt stunda vísinda-
rannsóknir innan íslenskrar físk-
veiðilandhelgi.
Lögin sem kveða á um þetta eru
frá 1997 og í þeim segir að ráðherra
geti að fengnu áliti Hafrannsókna-
stofnunar veitt tímabundnar heim-
ildir til veiðitilrauna og annarra vís-
indalegra rannsókna í fiskveiðiland-
helgi Islands. Slíkar tilraunir eða
rannsóknir skulu að jafnaði fara
fram undir eftirliti Hafrannsókna-
stofnunarinnar.
Lögfræðingur samtakanna
kannar inálið
Hallur Hallsson talsmaður sam-
takanna segir lögfræðing samtak-
anna nú vinna að því að kanna hvaða
leyfi þurfí og sjá til þess að samtökin
sæki um þau eftir réttum leiðum.
Hallur segir að öll leyfi fyrir komu
Keikós séu fyrir hendi og hægt verði
að sinna honum. Leyfi vanti hins
vegar ef gera eigi einhverjar rann-
sóknir þarna á svæðinu.
Séra Har-
aldur í Yík
prófastur
SÉRA Haraldur M. Ki'istjáns-
son, sóknarprestur í Vík í
Mýi'dal, hefur verið skipaður
prófastm' í Skaftafellsprófasts-
dæmi.
Séra Sigurjón Einarsson,
sóknarprestui' á Kirkjubæjai'-
klaustri, sem nýlega lét af
embætti fyrir aldurs sakir, var
prófastur Skaftfellinga og tek-
ur séra Haraldur við af honum.
1§9BB3ES| v 1
v;" r :
; - p\,y ■. ■
Fjör í fjörunni
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
EYJAPEYJARNIR þrír voru einu sinni sem oftar
fljótir að nýta góða veðrið og skella sér í sjóbað.
Eftir fjögurra daga þoku og vindbrælu þótti þeim
upplagt að busla hressilega. Prá vinstri: Frans
Friðriksson, Óttar Steingrímsson og Daði Magnús-
son.
Séra Har-
aldur í Vík
prófastur
SÉRA Haraldur M. Kristjáns-
son, sóknarprestur í Vík í
Mýrdal, hefur verið skipaður
prófastm- í Skaftafellsprófasts-
dæmi.
Séra Sigurjón Einarsson,
sóknarprestur á Kirkjubæjar-
klaustri, sem nýlega lét af
embætti fyrir aldurs sakir, var
prófastur Skaftfellinga og tek-
ur séra Haraldur við af honum.
Aðalfundi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins lokið í Noregi
Vísindanefnd mælir með
veiðum 292 hrefna á ári
Sækir heims-
sýninguna heim
Davíð Oddsson mun- skoða heims-
sýninguna Expó ‘98 í dag og segir
aðspurður að sýningarskáli Islend-
inga hafi vakið athygli og aðdáun,
enda hafi um 1,2 milljónir manna
heimsótt skálann. Þannig að þó
heildaraðsókn á sýninguna hafi ekki
verið eins mikil og spár gerðu ráð
fyrir hafi hluti íslendinga verið mik-
ill. „Það er ljóst að þessi kynning af
hálfu okkar fólks sem þama er hef-
ur heppnast afar vel, en því fáum
við nánar að kynnast á morgun [í
dag],“ segir ráðherra. Opinberum
erindum hans í Portúgal lýkur á
sunnudag.
ÁTTUNDA aðalfundi Norður-Atl-
antshafssjávarspendýraráðsins,
NAMMCO, lauk í Osló í Noregi í
gær. Að mati vísindanefndar sam-
takanna hefur veiði á 292 hrefnum í
Mið-Atlantshafi á ári ekki skaðleg
áhrif á stofninn. Fyrirhuguð er
sams konar rannsókn á langreyðar-
stofninum.
Á fundinum staðfesti stjórnunar-
nefnd NAMMCO stofnmat vísinda-
nefndar ráðsins á Mið-Atlantshafs-
hrefnustofninum. Það kveður á um
að veiðar á 292 hrefnum á ári séu
sjálfbærar veiðar. Að sögn Arnórs
Halldórssonar, formanns
NAMMCO, er hér um endanlega
umfjöllun nefndarinnar að ræða.
Það sé nú í höndum stjórnvalda að
taka ákvarðanir um hvort hefja eigi
veiðar úr hrefnustofninum.
Þá beindi stjórnunarnefnd
NAMMCO því til vísindanefndar-
innar að gert yrði ástandsmat á
langreyðarstofninum í Norður-Atl-
antshafi, svipað því og gert hefur
verið á hrefnustofninum. Arnór seg-
ir að búast megi við að vísinda-
nefndin skili niðurstöðum eftir um
það bil eitt og hálft ár.
Afrán sjávarspendýra hefur
efnahagsleg áhrif
Arnór segir að á fundinum hafi
einnig verið ákveðið að halda áfram
rannsóknum á efnahagslegum þátt-
um tengdum nýtingu sjávarspen-
dýra. Frá stofnun NAMMCO hafi
verið lögð rík áhersla á fjölstofna
samhengi með því að reyna að meta
afrán einstakra stofna. Það sé gert
með því að safna upplýsingum um
afránið og meta umfang þess og
reikna út efnahagslega þýðingu.
Arnór segir að sjónum hafi sérstak-
lega verið beint að afráni hrefnu,
vöðusels og blöðrusels í Norður-Atl-
antshafi. Það hafi leitt í ljós að þess-
ar tegundir gætu haft veruleg bein
eðá óbein áhrif á mikilvæga nytja-
stofna. Því hafi verið ákveðið að
halda áfram rannsóknum á hvaða
efnahagslega þýðingu veiðar úr
þessum stofnum gætu haft.
„Við teljum að ekki séu mörg for-
dæmi fyrir því að vísindanefndir
stofnana á borð við NAMMCO gefi
ráðgjöf með tilliti til efnahagslegra
þátta. Við teljum þetta til góðs og
munum halda því áfram.“
Fulltrúar stjórnvalda í Japan og
St. Lúsíu áttu áheymarfulltrúa á
fundinum og segir Arnór að þar hafi
þeir upplýst að þjóðirnar stefndu að
þvi að koma á fót svæðisbundinni
samvinnu varðandi verndun og
stjórnun veiða á sjávarspendýrum.
„Menn voru ánægðir með að heyra
að koma ætti á fót álíka stofnun og
NAMMCO í öðrum heimsálfum. Við
vonumst til þess að þeir geti notið
góðs af þeirri vinnu sem unnin hef-
ur verið í NAMMCO.“
Amór segir fundinn í heild hafa
verið gagnlegan og merkir áfangar
hafi náðst í mörgum málum.