Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PSifeitel :-Iiv < j ‘ .4 :■ V 'Vl'-V'Lí . - \ - ^ "r’v - KRÖFLUVIRKJUN er nú loks að ná fullri afkastagetu, eða 60 MW. Hornsteinn lagður að jarðgufuvirkjuninni við Kröflu Telja 90 MW stækkun vera álitlegan kost HORNSTEINN var lagður að Kröfluvirkjun í gær, 24 árum eftir að framkvæmdir við jarðgufuvirkj- un hófust á svæðinu, en virkjunin er um þessar mundir að ná fullri 60 MW afkastagetu. Á næsta ári eru fyrirhugaðar ýmsar rannsóknir á Kröflusvæðinu og með hliðsjón af niðurstöðum þeirra verður metið hvort hagkvæmt geti reynst að stækka virkjunina. I ávarpi Hall- dórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram að margt benti til þess að 90 MW stækkun gæti reynst álitlegur kostur og þá í þremur 30 MW þrepum. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra talaði um langa og sérstæða sögu Kröfluvirkjunar, sem væri sannkölluð umbrotasaga í fleiri en einum skilningi. I þeirri sögu hefðu menn skipst í fylkingar með og á móti og þeir sem að virkjun- inni stóðu hefðu lengi vel þurft að ganga á móti straumnum. Þeir sem í þá ferð lögðu á sínum tíma væru nú loks að sjá árangur þess erfíðis, draumarnir væru að ræt- ast. I ávarpi sínu minntist Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, m.a. á Kröflunefnd, en henni var á sínum tíma falin hönnun og bygging virkjunarinnar ásamt kaupum og vali búnaðar til hennar. Kröflunefnd í eldlínunni „Þó að margir aðilar hafí komið að framkvæmdinni á þeim tíma, þá var það Kröflunefnd sem stóð í eld- línunni varðandi framkvæmdina, og þá meina ég eldlínunni bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Á þeim tíma var enginn skortur á úr- töluröddum þegar á móti blés. En Kröflunefnd stóð það allt af sér undir öruggri forystu Jóns heitins Sólness, fonnanns nefndarinnar. Frægt er tilsvar hans þegar útlitið var sem svartast og enginn vissi hvort hægt væri að bjarga mann- virkjunum, þegar hann sagði að Kröfluvirkjun ætti eftir að veita landsmönnum birtu og yl um ókom- in ár. Við slíkar aðstæður svara ekki aðrir á þennan hátt en þeir sem þora að standa við sannfær- ingu sína þó að á móti blási í augna- blikinu," sagði Jóhannes Geir. Viðburðaríkur og óneitanlega erfíður tími Að ávörpum loknum lagði Ingv- ar Gíslason, sem var varaformaður Kröflunefndar, hornsteininn að stöðvarhúsinu og Knútur Otter- stedt, fyrrverandi svæðisstjóri Landsvirkjunar á Norðurlandi, ræsti vélarnar. Að því búnu lögðu gestir upp í skoðunarferð um Kröflusvæðið. Ingvar sagði í samtali við Morg- unblaðið að margt rifjaðist upp þegar litið væri til baka á þessum tímamótum. „Þetta var afskaplega viðburðaríkur og óneitanlega dálít- ið erfíður tími fyrir okkur alla á köflum. Það mæddi náttúralega langmest á Jóni Sólnes en við stóð- um líka vel með honum. En Jón var sá maðurinn sem dugði nefndinni best,“ sagði Ingvar. Morgunblaðið/Kristján INGVAR Gíslason naut fagmannlegrar aðstoðar Birkis Fanndal yfir- vélfræðings við að leggja hornsteininn að Kröfluvirkjun. HALLDÓR Jónatansson forstjóri og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, ræða málin. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra við borholu 30, sem er sú öflug- asta á Kröflusvæðinu. Tekist á viö spilaborðið Morgunblaðið/Jim Smart „BÆÐI er hér um að ræða bráðskemmtilegt verk, tragí-kómík af bestu gerð, og uppsetning Magnúsar Geirs Þórðarsonar og félaga er vel heppnuð í flesta staði,“ segir meðal annars í dómnum. Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason í hlutverkum Fonsíu og Wellers. LEIKLIST Lcikfélajr TsTands ROMMÍ Eftir D.L. Coburn. Islensk þýðing: Tómas Zoega. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikarar: Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gísla- son. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Skárr’ en ekk- ert. Tæknistjórn: Geir Magnússon. Sviðsstjórn: Þórunn Geirsdóttir. Iðnó 4. september. LEIKFÉLAG íslands rær á ör- ugg mið með uppsetningu sinni á leikritinu Rommí. Verkið var sett upp í Iðnó fyrir tuttugu árum og sló rækilega í gegn og engin ástæða er til að ætla annað en það geri það aftur núna. Bæði er hér um að ræða bráðskemmtilegt verk, tragí-kómík af bestu gerð, og uppsetning Magnúsar Geirs Þórð- arsonar og félaga er vel heppnuð í flestaa staði. Rommí gerist á ríkisreknu elli- heimili, nokkurs konar endastöð lánlausra gamlingja, og lýsir sam- skiptum þeirra Fonsíu og Wellers sem stytta sér stundirnir með því að spila rommí og tala saman. Þau Guðrún Ásmundsdóttir og Erling- ur Gíslason fara með hlutverkin og tekst þeim báðum að skapa harm- rænar persónur sem þó hafa kímnigáfuna í lagi. Það skiptast á skin og skúrir í samskiptunum og spanna þau allt litróf tilfinning- anna; frá vináttu og samlíðan til köldustu gi’immdar. Hvort um sig voru þau Guðrún og Erlingur frábær, brilleraðu í gamanleik og sýndu einnig sára kviku einmana, vonsvikinna ein- staklinga. Hins vegar á samleikur þeirra eftir að slípast nokkuð enn og það sama á við um textaflutn- inginn, sem á stundum var nokkuð tafskenndur. Engum dylst þó að hér er um leikara í hæsta gæða- flokki að ræða og er vissulega gaman að sjá þau saman á sviði. Umgjörð samskipta þeirra Fonsíu og Wellers er rommíspil það sem leikritið dregur nafn sitt af. Misjafnt gengi þeirra við spila- borðið er forsenda þeirrar stigvax- andi spennu sem leikurinn lýsir, en hér er þó um annað og meira en einfalda afþreyingu að ræða, held- ur snýst leikurinn að miklu leyti um valdatafl milli einstaklinga sem af tilviljun lenda saman á stofnun sem hvoragt þeirra á afturkvæmt af. Fonsía og Weller leyna bæði á sér og var gaman að fylgjast með því hvernig þau Guðrún og Erling- ur sýndu á persónunum nýjar og óvæntar hliðar. Magnús Geir leikstjóri getur verið ánægður með sinn hlut, þvi þeir ágallar sem getið var um hér að framan hafa fulla möguleika á að slípast af með tímanum. Sú trú að vel fari saman í leikhúsi ungur leikstjóri og reyndir leikarar (líkt og ungir leikarar og reyndur leik- stjóri) virðist sannast hér. Sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar undirstrik- ar dapurt hlutskipti þeirra sem á elliheimilinu dvelja, umhverfið er öm- urlegt, húsgögn ljót og slitin og húsnæðið í niður- níðslu. Táknrænt gildi sviðsmyndarinnar er aug- ljóst og sama má segja um búninga, en þau Fonsía og Weller era snyrtileg og klæða sig upp á heimsóknardögum þótt þau eigi engra gesta von. Þannig halda þau mannlegri reisn sinni þrátt fyrir ömurleika um- hverfisins. Lýsing Láras- ar Björnssonar er mild og hófsöm og fellur vel að heildinni. Hljómsveitin Skárr’ en ekkert, sem skipuð er þeim Eiríki Þórleifssyni, Frank Hall og Guðmundi Steingrímssyni, semur og flytur tónlist við sýninguna og geta þeir verið stoltir af sínum hlut. Tónlist þeirra er mjög áheyrileg og smellur vel við sýninguna að öllu leyti og á hún stóran þátt í að skapa uppfærslunni viðeigandi andrúmsloft. Ég á von á því að þessi sýning muni ganga lengi fyrir fullu húsi og fyrir mína parta mæli ég með henni. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.