Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAÐUR VESTRA EN UMDEILDUR HÉR Það hillir undir að einn frægasti háhyrn- ingur heims komi í ný heimkynni í Klettsvík í Vestmannaeyjnm. Guðjón Guðmundsson stiklar hér á stóru í sögu Keiko og rifjar upp undirbúning að komu hans hingað. Hahyrningurinn Keiko er líklega umtal- aðasti einstaklingurinn af sjávarspendýrakyni. Umræður á Islandi hafa verið miklar og skiptar skoðanir eru um flutning dýrsins frá Oregon í Bandaríkjunum til íslands. Dýra- verndunarfélög hafa látið málið til sín taka, stjórnmálamenn, emb- ættismenn innan stjórnsýslunnar, hæstaréttarlögmenn, höfundar lesendabréfa í dagblöðum, menn í almennum viðskiptum, hagsmuna- aðilar innan sjávarútvegs og ferða- þjónustu og ekki síst þjóðin sjálf, sem í Gallup könnun lét í ljós skoð- un sína á málinu í marsmánuði sl. 54% vildu Keiko til landsins en um 24% voru því andvíg. Koma Keiko til íslands á sér langan aðdraganda. í október 1993 var greint frá því á erlendri frétta- síðu Morgunblaðsins að háhyrn- ingurinn væri mikið veikur og til að bjarga honum hygðust velunn- arar hans ílytja hann til heimahag- anna við Island. Kostnaður við fiutninginn var áætlaður um 350 milljónir kr. I fréttinni var þess getið að ólíklegt væri að leyfi feng- ist fyrir flutningnum af ótta við sýkingarhættu og yfirdýralæknir hefði lagst gegn sambærilegri um- sókn ári fyrr. Þar var um að ræða háhyrninginn Tilikum. Sjávarút- vegsráðuneytið hafnaði þá inn- flutningnum vegna sjúkdóma- hættu. Fangaður1979 Keiko var fangaður úti fyrir Eskifirði haustið 1979 og var hafð- ur í sædýrasafninu í Hafnarfirði allt til ársins 1982. Þá var hann seldur til sædýrasafns í Ontario í Kanada þar sem hann var þjálfað- ur og hélt sína fyrstu sýningu sama ár. Um þetta leyti fór fyrst að bera á sárum á skráp hans. 1985 var hann seldur til skemmti- garðsins Reino --------- Aventura í Mexíkóborg íyrir 25 milljónir ÍSK. 1992 lék hann aðalhlut- verkið í Free Willy sem Warner Bros. framleiddi og Keiko varð heimilis- vinur margra milljóna skólabarna víða um heim. Bandaríska tímaritið Life sagði frá því í nóvember 1993 að Keiko liði illa í prísundinni þar sem sjór- inn væri um 26 gráðu heitur. Hann horaðist og léttist um tvö tonn og fékk slæma sýkingu í húð. í kjölfar þess fékk Warner Bros. yfir sig skriðu af hringingum og bréfum þar sem kvikmyndafyrirtækið var hvatt til að taka mál Keikos í sínar hendur. Ári síðar voru Free Willy Keiko samtökin stofnuð með fjög- urra milljóna dollara stofnframlagi frá Warner Bros. og ónafngreind- um aðila. Morgunblaðið/Karl Blöndal MATMALSTIMI hjá háhyrningnum Keikó á sædýrasafninu í Newport í Oregon. Sumir vilja nýta heimsfrægð Keikós Gömlu heimkynnin Ken Balcomb sjávarlíffræðingur lét sig velferð Keiko miklu varða en hann fullyrðir að háhyrningar sem eyða ævinni í búmm lifi að jafnaði í tíu ár en við eðlilegar að- stæður séu lífslíkur frá 30 og upp í 50 ár. Balcomb kom til Islands 1993 og ræddi við íslensk yfirvöld um hugsanlegan flutning á Keiko og keypti jafnframt íslenska síld handa honum. Keiko var fluttur til nýrra heim- kynna sinna frá Mexíkó til Newport í Oregon 7. janúar 1996.1 byrjun desember á síðasta ári kom hingað til lands David Phillips, einn af stofnendum Frelsum Willy Keiko-stofnunarinnar, og átti hann fundi með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra og forsvarsmönnum í viðskiptalífinu um flutning á Keiko til Islands. Talsmenn íslensks ráð- --------- gjafafyrirtækis stofn- unarinnar bentu um þetta leyti á að alþjóð- leg fréttaumfjöllun um flutninginn yrði stærri í sniðum en umfjöllun um leiðtogafund Ronalds Reagans og Mikhaels Gorbatsjovs hér á landi. Viðbúið væri að tugmilljónir manna fylgdust með málinu og umfjöllunin gæti eflt ímynd ís- lands sem náttúruparadísar og haft margvísleg hliðaráhrif á ferðamennsku til landsins. Keiko er nú talinn vera 20 ára gamall og hefur hann verið inni- lokaður mest allt sitt líf í búrum. Margir telja því að lífslíkur há- hyrningsins, við allt aðrar aðstæð- ur, í stórri sjókví og allt öðru liita- stigi en hann hefur vanist, geti rið- ið honum að fullu, lifi hann sjálfan flutninginn af. Þjálfarar og um- sjónarmenn hvalsins eni hins veg- ar sannfærðir um að unnt verði að kenna Keiko að aðlagast nýju um- hverfi og undirbúa hann fyrir frelsi sem er lokatakmark Frels- um Willy Keiko stofnunarinnar. Jákvæðar undirtektir Áformum um flutning Keikos til Islands var strax tekið með opnum hug af stjórnvöldum. Forsætisráð- herra sagði í febrúar að málið yrði skoðað með jákvæðu hugarfari og skömmu síðar hvöttu Austfirðing- ar stjórnvöld til að veita því braut- argengi að Keiko yrði fluttur til Eskifjarðar, „í sitt upprunalega umhverfí". Miklar vonir voru bundnar við að Keiko kæmi þang- að og höfðu Eskfirðingar unnið í málinu allt frá árinu 1993. Fleiri hugðu þó gott til glóðarinnar, ekki síst Vestmannaeyingar sem töldu sig geta boðið upp á bestu aðstæð- urnar fyrir hvalinn. Seinnipart síðasta vetrar hófst síðan nokkurt karp og lagatækni- leg umræða um málið. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur sendi landbúnaðarráðheiTa sér- stakt álit í umboði Frelsið Willy stofnunarinnar um að hann teldi ekki þörf á sérstöku leyfi til að flytja Keiko til íslands. Vitnaði hann tO laga nr. 54/1990 um inn- flutning dýra þar sem segir að bannað sé að flytja til landsins „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingja og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni“. Af þessu leiddi í niðurstöðu hæstaréttarlögmannsins að lagar- dýr sem að öllu leyti lifa í sjó telj- ist undanþegin reglum laganna um innflutning dýra. Þessu svaraði Sigríður Ásgeirsdóttir lögfræðing- ur og formaður Dýraverndarsam- bands Islands á þann hátt að ekki bæri að telja upptalningu þessa í lögunum tæmandi. Orðskýinng geti gengið á skjön við lagabók- stafinn og fráleitt sé að túlka hana þvert á tilgang laganna, sem er að vernda íslensk dýr vegna þess að þau séu sérstaklega viðkvæm fyrir hvers konar smiti sakir einangrun- ar landsins. Engu að síður var stuðningur við það innan Dýra- verndarsambandsins að Keiko yi’ði fluttur til landsins. Sagði Sigríður að líta mætti á stuðning íslenskra yfirvalda við heimkomu Keikos sem yfirbót af þeirra hálfu fyrir að hafa á sínum tíma leyft veiðar á háhyrningum til að halda þeim föngnum í dýrasöfnum. Yfírdýralæknir hafði ýmislegt við heimkomu Keiko að athuga um miðjan febrúar sl. Sagði hann meðal annars að reglan væri sú að dýr sem færa héðan fengju ekki innflutningsleyfi aj'tur á grundvelli sjúkdómareglu. Ái-ni Mathiesen, þingmaður og formað- ur Dýraverndarráðs, benti á að Keiko hafi verið á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem sjúkdómar eru þekktir í fiskum sem ganga jafnt í ferskt vatn og salt en það þekktist ekki hérlendis. Skiptar skoðanir á Alþingi Rætt var um málið á Alþingi um svipað leyti. ísólfur Gylfi Pálma- son, þingmaður Framsóknar- flokks, sagði að ef tekið yrði á móti Keiko gætu Islendingar gleymt þvi að hefja hvalveiðar að nýju. Samflokksmaður hans, Jón Krist- jánsson, hvatti hins vegar stjórn- völd til að líta jákvætt á óskir um heimkomu Keikos. Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, fullyrti að öfgasinnuð sam- Meiri umfjöllun en um leíðtoga- fundinn? tök um hvalavernd væru að setja á svið leikrit í kringum háhyrning- inn vegna þess að þau sæju sér fjárhagslegan hag af því. Fráleitt væri að tengja málefni hans þeii’ri spurningu hvort hér væru veiddir hvalir eða ekki. Yfirdýralæknir hélt til Newport til að skoða Keiko í apríl. 8. júní skýrði hann ft’á því að hann sæi ekki ástæðu til að mæla gegn flutningi hans til Islands og skilaði áliti þar um til landbúnaðarráð- heraa. Niðurstaða embættisins var byggð á rannsóknum sem fram fóra á vegum Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar og viðbótarrann- sóknum sem yfirdýralæknisemb- ættið fór fram á. Daginn eftir, 9. júní, heimiluðu stjórnvöld flutning á Keiko til landsins með þeim skilmálum að Frelsið Willy Keiko-stofnunin tæki fulla ábyrgð á velferð dýrsins við flutning og eftir að hann væri kominn á sinn stað, bæri allan kostnað af því að koma honum fyr- ir og venja hann við og af lausn hans í íslenskt hafsvæði ef af því yrði. Þá stóð valið enn á milli Eski- fjarðar og Vestmannaeyja. I lok aprfl barst reyndar óvænt boð frá Reykjavíkurborg um að fóstra hvalinn í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem borgin var að taka í notk- un nýtt útvistar- og skógræktar- svæði. Keppni bæjarfélaga Meðan á þessu stóð kepptust Eskfirðingar og Eyjamenn um að fá Keiko til sín. Fulltrúar Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar kynntu sér aðstæður á stöðunum en gáfu lítið uppi. Bæjarstjóri Vestmannaeyja sagði 11. júní að ákveðið hefði verið að Vestmanna- eyjabær sæi um nauðsynlega dýpkun í Klettsvíkinni ef þörf væri talin á. Ráðist var í nákvæmar dýptarmælingar í víkinni í þessu skyni. Fráfarandi bæjarstjóri á Eskifirði sagði að nægilegt dýpi væri í kyrrlátri Mjóeyrai'vík í firð- inum þar sem ölduhæð væri óveru- leg og skipaumferð aldrei nær en í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þjóðhátíðardaginn 17. júní kom frétt í Morgunblaðinu um að ákveðið hefði verið að Keiko verði fluttur til Eyja. Það sem mestu réð um staðarvalið var mikil og góð rannsóknaraðstaða sem fyrir hendi er í Eyjum. Öllu herskárri aðilar létu málið einnig til sín taka því í þrígang hefur borist nafnlaus hótun til um- boðsmanns Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar á Islandi og ýmissa fjölmiðla um að eitrað verði fyrir háhyi-ningnum þegar hann komi til íslands. Lögreglan í Vestmanna- eyjum hefur málið til rannsóknar. Sumir hugðu hins vegar gott til glóðarinnar og vildu nýta sér heimsfrægð Keikos í viðskiptaleg- um tilgangi. Vestmanneyskt hand- verksfólk hóf framleiðslu minja- gripa með minni Keikos. Fyrir- tækið Grindvíkingur keypti einka- rétt á skipsnöfnunum Keiko og Keikó vegna fyrirhugaðra hval- skoðunarferða. Nöfnin lágu á lausu og kostuðu fyrir- tækið 60 þúsund kr. Öllu hærra verð var sett upp fyrir netfang- _________ ið Keiko. Keik ehf., sem Þróunarfélagið í Eyjum og Vestmannaeyjabær stofnuðu vegna komu Keikos, var boðið svæðisnetfangið Keiko.is til sölu fyrir 10 milljónir kr. Ekki náðust samningar um kaupin. 10. ágúst sl. sendi síðan Frelsum Willy Keiko stofnunin frá sér fréttatilkynningu þar sem staðfest er að háhymingurinn komi til Vestmannaeyja að morgni fimmtu- dagsins 10. september nk. Daginn áður verður Keiko settur um borð í C-17 flutningaflugvél bandaríska hersins. Á leiðinni til Islands tekur hún eldsneyti úr sérstakri elds- neytisvél sem fylgir henni. Áætluð lending er kl. 9 að morgni í Vest- mannaeyjum. 1 I | I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.