Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Menntasmiðja kvenna að hefja sitt fímmta starfsár Hyggjast gera, Smiðjuna að sjálfstæðum skóla MENNTASMIÐJA kvenna á Ak- ureyri er nú að heíja sitt fimmta starfsár. Kynningarfundur um starfsemi haustsins og fyrirhugað- ar breytingar á skipulagi verður haldinn í húsnæði Menntasmiðj- unnar, Glerárgötu 28, 3. hæð mánudagskvöldið 7. september kl. 20.30. Menntasmiðja kvenna hefur verið rekin á vegum Akureyrarbæjar, sem verkefni jafnréttisnefndar með styrkjum og dyggum stuðningi menntamála- og félagsmálaráðu- neyta auk þess sem Rauði krossinn og fleiri fyrirtæki og félagasamtök hafa styrkt einstök verkefni. Starf- semin í haust er styrkt með sér- stöku framlagi frá Svæðisráði vinnumiðlunar Norðurlands eystra og unnið er að samkomulagi um samstarf milli þeirra og Mennta- smiðjunnar. Námskeið fyrir almenning í boði Menntasmiðjan er skóli sniðinn að þörfum kvenna og sérstaklega þein-a sem eru að takast á við erfíð- leika eða breytingar í lífi sínu og er markmið skólans að auka lífshæfni nemenda sinna. Þar skapast félags- legur stuðningur sem miðar að því að auka sjálfstæði, þor og sjálfs- styrk nemenda, þá gefur skólinn hagnýta menntun sem þó er hvergi að finna annars staðar í hefðbundnu Islensku skólakerfi. Auk dagskóla sem að þessu sinni verður í 12 vikur verður í haust boðið upp á námskeiðaröð fyrir þær konur sem þegar hafa lokið námi í Menntasmiðjunni, en það eru alls um 170 nemendur. Auk þess verða í boði námskeið fyrir almenning, fyr- irlestraraðir og leshringir, ljóða- kvöld, myndbandakvöld og fleira. Menntasmiðjan hefur til umráða stórt og gott húsnæði og stendur myndlistarkonum til boða að sýna verk sín en þemað í haust verður draumar kvenna. Unnið er að því um þessar mund- ir að gera Menntasmiðjuna að sjálf- stæðum skóla sem rekinn yrði sem sjálfseignarstofnun með eigin tekj- ur en styrkt m.a. af ríki og bæ. Öflugt samstarf hefur verið og verð- ur áfram við Punktinn og ýmsar deildir Akureyrarbæjar og unnið verður að því að koma á samstarfi við t.d. framhaldsskóla, háskóla, heilsugæslustöð, svæðisvinnumiðl- un og atvinnuþróunarstofnanir. Frumsýnt á Akureyri og í Reykjavík Oska stuðnings menn- ingarmálanefndar AksjóN Laugardagur 5. september 12.00^-Skjáfréttir 17.00^-Dagstofan (e) 21.00^-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Surmudagur 6. september 12.00KSkjáfréttir 17.00^-Dagstofan (e) 21 .OO^-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Mánudagur 7. september 12.00^ Skjáfréttir 18.15^Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15,19.45, 20.15,20.45. 21.00Þ’Mánudagsmyndin - Sláninn (TallGuy) Leikarinn Dexter á ekki frama vísan meðan hann er mótleikari Rons sem er nískupúki og leiðindagaur. Iturfogur hjúkka flækist í málin og úr verða drepfyndnar flækj- ur og djarfar uppákomur. Aðalhlut- verk. Jeff Goldblum, Rowan Atkinson og Emma Thompson. 1990. FORSVARSMENN Loftkastalans í Reykjavík og Renniverkstæðisins á Akureyri hafa leitað eftir fjárstuðn- ingi frá menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar, til að setja upp nýtt ís- lenskt leikrit, Bjölluna, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hugmyndin er að setja verkið upp í Loftkastalanum og á Renniverkstæðinu og frumsýna það sama dag á báðum stöðum fyrir jól. Leikritið Bjallan er gamanleikur og fjallar um þrjá feðga sem reka bílasölu og aðferðir þeirra við að halda rekstrinum gangandi. Eftir er að ráða leikstjóra og leikara í þau sex hlutverk sem eru í verkinu en öli undirbúningsvinna og æfingar verða á hendi Loftkastalans. Að sögn Kristjáns Sverrissonar, rekstraraðila Renniverkstæðisins, er kostnaður við uppsetningu verksins á milli 9 og 10 milljónir króna og hann vonast eftir fjárstuðningi frá menningarmálanefnd upp i þann kostnað. Kristján átti fund með Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússtjóra í vik- unni og nú hefur verið ákveðið að Þjóðleikhúsið setji upp tvær sýn- ingar á Renniverkstæðinu, Lista- verkið í næsta mánuði og Gaman- sama harmleikinn síðar. Kristján sagði það vissulega jákvætt að þjóð- ieikhússtjóri hefði tekið jafn vel í máialeitanina og raun bar vitni og hann vonaðist eftir enn frekara sam- starfi í framtíðinni. Tangi hf. TILKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS títgefandi: Tangi hf., kt. 551265-0219, Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði. Starfsemi: Tilgangur félagsins samkvæmt 3. gr. samþykkta þess er „útgerðarstarfsemi“, fiskverkun og fisksala, iðnaðarstarfsemi til nýtingar sjávarafla svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi í því sambandi." Umsjón með skráningu: Kaupþing Norðurlands hf., Skipagötu 9, 602 Akureyri, sími 460-4700, símbréf 460-4717. Heildarnafnverð hlutafjár: Heildarnafnverð hlutabréfa félagsins er kr. 501.993.182, -. Einkenni bréfa: Hlutafé fyrirtækisins skiptist ( einnar krónu hluti og margfeldi þar af. Bréfin eru ekki gefin út í föstum einingum. Öll bréfin tilheyra sama flokki jafnrétthárra bréfa. Viðskipti og skráning: Stjórn Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf félagsins á Aðallista þann 9. september 1998. Til þessa hafa bréf félagsins gengið kaupum og sölum á Opna tilboðsmarkaðnum. Tilgangur skráningar: Að hægt sé að eiga viðskipti með bréf félagsins á skipulegum markaði, Verðbréfaþingi íslands, og að seljanleiki og verðmyndun bréfa félagsins verði skilvirkari. Upplýsingar og gögn: Réttindi hluthafa: Skattamál: Skráningarlýsing og önnur gögn um Tanga hf. liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands hf., Kaupþingi hf. og Tanga hf. Engar hömlur eru lagðar á meðferð hlutabréfa í félaginu. ÖII hlutabréf í félaginu eru jafn rétthá og eitt atkvæði reiknast fyrir hvern einnar krónu hlut í félaginu. Akvörðun um greiðslu arðs og útgáfu jöfnunarhlutabréfa er tekin á aðalfundi félagsins. Þeir sem eiga hlut í félaginu þegar aðalfundur viðkomandi uppgjörsárs er haldinn eiga rétt á greiðslu arðs fyrir það uppgjörsár í samræmi við hlutafjáreign sína. Skattaleg meðferð hlutafjár fer eftir gildandi skattalögum á hverjum tíma. Félagið hefur fengið staðfestingu ríkisskattstjóra fyrir árið 1998 á að félagið fullnægi skilyrðum þess að einstaklingar geti dregið kaupverð hlutabréfa frá tekjuskattsstofni samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 9/1984 með síðari breytingum. Ennfremur er útgefanda skylt að halda eftir skatti af arðgreiðslum til hluthafa, sbr. 2,mgr., 3. gr., laga nr. 94/1996. KAUPÞING NORÐIJRLANDSIIF Hauskúpa og brot úr lærlegg STARFSMENN Malar og sands fundu hauskúpu og brot úr lær- legg þar sem þeir voru við vinnu í malarnámu í landi Glerár skammt ofan Akureyrar í fyrra- kvöld. Gröfumaður var að stíga úr úr vél sinni þegar hann rak augun í hauskúpuna og við nánari eftir- grennslan komu fleiri bein Ijds. Sennilega hafa beinin legið í mal- arhól sem þarna stóð, en ýtt var ofan af honum í fyrrahaust og líkast til hefur veðrast ofan af honum síðasta vetur. Að sögn starfsmanna fyrirtæk- isins eru sagnir um að kirkju- garður hafi verið í landi Glerár fyrir nokkur hundruð árum og hafa þeir áður rekist á bein í malarnáminu. Ekki var nákvæm- lega vitað hvar garðurinn var fyrr en farið var að vinna við malarnámið. Messur AKURE YRARKIRK J A: Kvöldguðsþjónusta í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnu- dagskvöld. Sr. Svavar A. Jóns- son messar. GLERÁRKIRK J A: Kvöldguðsþjónusta í kirkjunni kl. 21. „Komið og njótið kyrrð- ar í helgidómi Guðs.“ Sr. Gunn- laugur Garðarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund og bibh'ukennsla í umsjá Mike Bradley kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa, Mike Bradley prédikar. Samkoma sama dag kl. 20. Mikill og lífleg- ur söngur. G. Theódór Birgis- son prédikar. Bamapössun fyr- ir börn yngri en 6 ára. Biblíu- kennsla með Mike Bradley kl. 20 á mánudagskvöld. Heima- síða www.gospel is og Vonar- lína, símsvari með uppörvunar- orð úr Biblíunni allan sólar- hringinn, sími 462 1210. Leikskóladeild Akureyrarbæjar Tæplega 30 börn bíða eftir leikskólaplássi UM síðustu mánaðamót voru tæp- lega 30 börn á leikskólaaldri á biðlista eftir leikskólaplássi á leikskólum Akureyrarbæjar. Þá eru margir foreldrar með vaðið fyrir neðan sig og um mánaðamót- in var búið að skrá 113 börn á biðlista sem fædd eru árið 1997 og 22 böm sem fædd em á þessu ári. Leikskólaaldurinn er miðaður við tveggja ára aldur barna en þó er leikskólinn Kiðagil með undanþágu til að taka eins árs böm til vistunar og þar em nú 10 eins árs börn. Ak- ureyrarbær rekur 10 leikskóla og Hvítasunnukirkjan einn, með stuðn- ingi bæjarins. Þá hætti einkarekni leikskólinn Arsól starfsemi um síð- ustu mánaðamót en þar var leikskólarými íýrir 40-50 böm. Engin umsókn um stöður leikskólakennara Leikskóladeild Akureyrarbæjar auglýsti lausar stöðui- mmlega 40 leikskólakennara við leikskóla bæjarsins í síðasta mánuði og var umsóknarfrestur til 1. september sl. Að sögn Hrafnhildar Sigurðardótt- ur hjá leikskóladeild bæjarins sótti enginn leikskólakennari um vinnu. „Við vorum heldur seint á ferðinni að auglýsa enda flestir leikskólakennarar búnir að ráða sig til starfa. Við auglýsum þessar stöður í apríl og aftur í ágúst og það em auglýsingarnar á vorin sem skila mestu. Og það er búið að ráða 8 nýja leikskólakennara frá því í vor.“ Ástandið mun betra en undanfarin ár Hrafnhildur sagði að um 37% starfsmanna á leikskólum bæjarins væru faglærðir en á landsvísu væri hlutfaliið 32-36%. Hún sagði ástandið mun betra nú en undan- farin ár og að nú væri aðeins í ein- um leikskóla uppi sú staða að leikskólastjórinn væri eini faglærði starfsmaðurinn. Hrafnhildur sagðist binda vonir við að fá til starfa leikskólakennara sem útskrifast frá kennaradeild Háskólans á Akureyri næsta vor. „Það em 45 leikskólakennaranemar í háskólanum sem eiga lögheimili á Akureyri eða í næsta nágrenni og þar af um 20 sem útskrifast næsta vor. „Eg bind vonir við að þetta fólk skili sér til starfa hjá okkur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.