Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Gunnars-
stofnun gef-
inn tölvu-
búnaður
Geitagerði - Menntamálaráð-
herra, Björn Bjarnason, færði
Gunnarsstofnun á
Skriðuklaustri tölvubúnað að
gjöf 2. september sl. Þetta er
öflugur búnaður ásamt forritum
að andvirði 400 þúsund króna.
Við afhendinguna voru boðs-
gestir mættir s.s. velunnarar
stofnunarinnar. Stjórnarformað-
ur Helgi Gíslason færði mennta-
málaráðherra þakkir fyrir þetta
myndarlega framlag til stofnun-
arinnar.
Þá skýrði formaður frá nýt-
ingu á fræði- og listamannaíbúð-
inni. Alls var 10 einstaklingum
úthlutaður tími frá 1. júm til 30.
nóvember á þessu ári. Mörgum
umsóknum varð stjómin að
hafna. Ailmargar umsóknir bár-
ust erlendis frá, sérstaklega frá
Þýskalandi og Danmörku, og
hefur þeim að nokkru verið
sinnt. Þeir sem dvalið hafa í íbúð-
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
FRÁ afhendingu tölvubúnaðarins. Á myndinni eru (f.v.) Sigi-íður Sig-
mundsdóttir, Þorsteinn J. Sigfússon, Guttormur V. Þormar, Helgi
Gíslason og ráðherrahjónin Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason.
inni hafa látið í ljós ánægju sína
með vemna þar.
í sumar hefur verið opin sýn-
ing í Gunnarshúsi á munum og
myndum eftir þúsundþjalasmið-
inn Snorra Gunnarsson frá
Egilsstöðum í Fljótsdal og
nokkmm fleiri munum frá eldri
tímum. Má þar nefna eftirlík-
ingu af Maríulíkneski sem
fannst eftir siðaskiptin og mun
hafa verið í klausturkirkjunni á
Skriðuklaustri. Sýningin hefur
verið vel sótt og vakið athygli.
Þá sungu einsöng fyrir gestina,
þau Margrét Lára Þórarinsdótt-
ir frá Skriðuklaustri og Keith
Reed tónmenntakennari á Egils-
stöðum við góðar undirtektir
viðstaddra.
Unnið að
vegabótum í
Mýrahreppi
Kálfafellsstað - Unnið er að vegabót-
um á tæplega 5 km kafla milli
Hólmsái- og Holta í hinum forna
Mýrahreppi. Eldri vegurinn var ein-
breiður olíumalarvegur, oft með
hvössum brúnum við malarkantana og
dundi grjóthríðin oft á vegfarendum.
Þá átti hann einnig til að missíga í
frostum og skjóta upp kryppum líkt
og Lagarfljótsoi-murinn. En nú er
verið að undirbyggja veginn, hækka
og breikka, útrýma einbreiðum smá-
brúm og endumýja ræsi. Verktaki er
Myllan á Egilsstöðum og eru verklok
fyrirhuguð í október.
Eftir þær framkvæmdir verður
beinn og breiður vegur milli Reykja-
víkur og Hafnar í Homafirði að und-
anskildum malarspotta milli Staðarái’
og Uppsala í Suðursveit sem bíður
síns tíma.
Brúarhlaup
Selfoss í dag
Selfossi. - Bníarhlaup Selfoss fer
fram á Selfossi í dag laugardag en
þetta er áttunda árið í röð sem
hlaupið fer fram. Að þessu sinn I
er hlaupið undir kjörorðinu „belt-
in bjarga" í samvinnu við Um-
ferðaráð.
Hlaupið hefst kl 13:00 en þá
verða hjólreiðamenn ræstir. Kl.
13:15 hefst upphitun fyrir
hlaupara á pylsuvagnstorginu og
kl. 13:30 verða liálfmaraþon-
hlauparar ræstir. Loks er ræsing
fyrir aðrar vegalengdir kl 14:00.
Állir þátttakendur fá verðlauna-
pening að hlaupinu loknu.
það má því búast við nokkrum
umferðartöfum á þjóðvegi nr.l
við Selfoss við upphaf hlaupsins.
Á myndinni sjást starfsmenn
Brúarhlaups Selfoss að merkja
ráslínu hlaupsins á Ölfusárbrú.
^Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
PÉTUR Gíslason og Guðrún
Bjarnadóttir við afgreiðslu
störf.
Ný fiskbúð í
Grindavík
Grindavík - Fiskbúðin Stjömufisk-
ur tók til starfa um miðjan ágúst.
Þetta telst til tíðinda I Grindavík því
ekki hefur verið starfrækt fiskbúð í
fjölda ára í bænum.
„Ég held að það séu um 13 ár síð-
an fiskbúð var starfrækt hér síð-
ast,“ sagði Pétur Gíslason eigándi
fiskbúðarinnar. „Það hafa verið
mjög góðar undirtektir þessar
fyrstu tvær vikur enda erum við
með mikið úrval af fiski og fiskrétt-
um. Þá er töluvert að gera í heild-
sölunni á fiski til hinna ýmsu versl-
ana og þá má ekki gleyma harðfisk-
inum, hann stendur alltaf fyrir
sínu“, sagði Pétur.
Þau hjónin Pétur og Guðrún
Bjarnadóttir reka þessa fiskbúð og
er óhætt að segja að þau séu vön í
þessum rekstri enda ráku þau fisk-
búðir í Hafnarfirði og Reykjavík
fyrir nokkrum árum.
Austur-Eyjafjallahreppur
Tjón varð
víða vegna
vatnavaxta
Holti - Um síðustu helgi gerði
einhver mestu hlaup í ár sem
menn muna, í ótrúlegu rigninga-
veðri með miklum hlýindum.
Afleiðingar þessa urðu víða til
tjóns.
Breikkun brúa við Svaðbælisá
og Bakkakotsá stendur yfir og
var nýbúið að byggja upp bráða-
birgðabrýr sem umferð var beint
á. Amar fóru yfir brýrnar og
hrifu vegastæðin að brúnum með
sér í vatnssvelgnum. Þegar brú-
arsmiðir Kristjáns Jónssonar
verktaka á Selfossi komu til vinnu
blasti við þeim eyðileggingin sem
kemur til með að seinka verklok-
um verulega.
Ögmundur Kristjánsson, verk-
stjóri, sagði að þetta hefðu verið
eins og hamfarir, árnar hefðu
næstum flætt yfir brýrnar, sem
þeir ynnu við breikkun á, en það
hlyti að kalla á verulegar aðgerðir
að hækka brýrnar upp eða grafa
upp árfarveginn því með árunum
hefðu ámar hlaðið undir sig jarð-
vegi sem þær bæru með sér.
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
UNNIÐ að viðgerðum í kjölfar vatnavaxtanna.
Kaldaklifsá, sem rennur austur,
tók sundur vatnsleiðslu á sveita-
bæina fyrir sunnan þjóðveg og
Svaðbælisá braut niður um 7
metra breiða spildu af ræktuðu
túni um 110 metra breiðri, sem
bóndinn á Önundarhomi, Sigurð-
ur Þórhallsson, hefur verið að
reyna að bjarga með því að koma
fyrir vatnssósa heyrúllum í plasti
í árfarveginum þar sem áin brýt-
ur landið mest. Sigurður sagði að
það væri óviðunandi að áin væri
ekki stokkuð með grjóthleðslum
og það væri til lítils að berjast við
hana með heyrúllum. Rúllurnar
hefðu flotið niður strauminn eins
og korktappar og þegar áin færi í
svona ham væri aldrei að vita
hvaða leið hún brytist fra
Morgunblaðið/Silli
S
A mark-
aðstorginu
Húsavík - „Ég er að flytjast til
Reykjavíkur,“ sagði Auður Guð-
björg Pálsdóttir, markaðsstjóri 10
ára (fyrir miðju á myndinni), „svo
ég er að selja þetta. Ég er hætt að
leika mér að þessum leikföngum,
skórnir eru orðnir of litlir og ég á
engin yngri systkini. Maður á svo
margt þegar maður flytur segir
mammma svo ég er bara að selja
þetta og það gengur vel.“