Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 20

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar gagnrýnir mikinn mun á gengi við hlutafjárútboð Landsbankans Landsbankinn talinn væn- legur fjárfestingarkostur EF markaðurinn myndi meta hlutabréf í Landsbanka Islands á sama hátt og Islandsbanka myndi markaðsvirði bankans hækka úr liðlega 12 milljörðum sem það er nú miðað við útboðsgengi til al- mennings og fara í 19-20 milljarða kr. Gengi hlutabréfanna myndi hækka við það úr 1,9 í 3. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar hf., telur kaup á hlutabréfum Landsbankans væn- lega fjárfestingu. Hann gagnrýnir hins vegar þá ákvörðun að selja starfsfólki bankans hlutabréf á þriðjungi lægra verði. Nýtt hlutafé í Landsbankanum er boðið á sanngjörnu verði, að mati Jafets. Markaðsvirði Lands- bankans er liðlega 12 milljarðar kr., miðað við útboðsgengi til al- mennings. Jafet telur að miðað við stærð Landsbankans og heildar- eignir væri eðlilegt að hann skilaði 1,5 milljörðum kr. í hagnað á ári og þá yrði verðmæti hans mun hærra, eða 18-20 milljarðar kr. sem sam- svarar því að gengið yrði um eða uppundir 3. Hann bendir hins veg- ar á að bankinn hafí ekki náð þess- um árangri og því þurfí að selja hann á lægra verði. Það gefí fjár- festum möguleika á að hagnast á fjárfestingunni. Ódýrari en Islandsbanki Hlutabréf í Landsbanka Islands eru ódýrari en hlutabréf Islands- banka sem hafa verið á markaði í mörg ár. „Eðlilega," segir Jafet, „hann er að koma nýr inn á markað og hefur ekki grætt mikið.“ I Morgunkorni, fréttabréfí Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf., er verðmæti Landsbankans sam- kvæmt útboðsgengi borið saman við gengi hlutabréfa Islandsbanka. Hlutfall markaðsvirðis og bók- færðs eigin fjár Islandsbanka er nú um 2,1. Sama hlutfall hjá Lands- bankanum eftir útboð myndi þýða 19,5 milljarða króna markaðsverð- mæti og gengi nálægt 3,0. „Ósagt skal látið um líkurnar á því að markaðurinn meti Landsbankann á sama hlutfalli. Þær aukast hins vegar á komandi árum ef Lands- bankinn nær hlutfallslega sama ár- angri í hagræðingu og rekstri sín- um og Islandsbanki hefur náð á undanfómum misserum og árum. Fyrst og fremst þarf arðsemi eigin fjár og vaxtarmöguleikar að vera sambærileg svo markaðurinn setji tvo banka í svipað hlutfall mark- aðsvirðis og bókfærðs eigin fjár,“ segir í Morgunkomi. Stefnt að 700 millj. hagnaði Jafet telur kaup á hlutabréfum Landsbankans vænlegan fjárfest- ingarkost þegar til framtíðar er lit- ið. „Eg hef trú á Landsbanka Is- lands og íslensku bankakerfi." Hann telur að enn séu miklir hag- ræðingarmöguleikar í bankakerf- inu og með því muni verðmæti bankanna aukast.“ I útboðslýsingu Landsbankans kemur fram að það er stefna bankaráðs að greiddur verði arður af hlutabréfunum, sem nemur 30-50% af hagnaði hvers árs. Á því verði þó ekki byrjað fyrr en á árinu 2000 af hagnaði ársins 1999. Þang- að til er ætlunin að nota hagnaðinn alfarið til að byggja upp eiginfjár- stöðu Landsbankans. í lýsingunni kemur einnig fram að áætlanir bankans hafi í upphafí árs gert ráð fyrir ríflega 700 milljóna króna hagnaði á árinu í heild. Ekki kem- ur fram hvort áætlanir hafí verið endurskoðaðar í ljósi þess að hagn- aður fyrstu sex mánaða árins nam 489 milljónum kr. Til að greiða 7% arð, sem dæmi, þarf bankinn að verja 455 milljónum kr. Það þýðir að hann þarf að hagnast um 900-1.500 milljónir kr. á árinu 1999, miðað við að 30-50% hagnað- ar yrði ráðstafað til arðgreiðslna. Of mikill munur á gengi Starfsfólki Landsbankans og dótturfélaga gefst kostur á að kaupa hlutabréf á þriðjungi lægra gengi en almenningi og getur af- slátturinn numið 154 þúsund krón- um á hvern starfsmann. I Morgun- korni FBA er á það bent að al- gengt sé við hlutafjárútboð ís- lenskra fyrirtækja að hluthöfum með forkaupsrétt sé boðið að kaupa hlutabréf við marktækt lægra gengi en nemur mark- aðsvirði þess tíma. Þá sé algengt erlendis að starfsmönnum bjóðist lík kjör. „Almennt telst mjög já- kvætt að starfsmenn séu hluthafar í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá og verður að telja þessa aðgerð MARKAÐSVERÐ íslandsbanka er rúmum milljarði hærra en Lands- banka, miðað við útboðsgengi til al- mennings, þrátt fyrir að eigið fé og heildareignir Landsbankans séu mun meiri en Islandsbanka. Viðskiptastofa Landsbankans hefur tekið saman upplýsingar í meðfylgjandi töflu um samanburð á verðmæti viðskiptabankanna þriggja. Islandsbanki er einn ís- lenskra banka skráður á Verð- bréfaþingi íslands og því eini bank- inn sem markaðurinn hefur lagt mat á í raun. I töflunni er markaðs- verð hlutabréfa Islandsbanka reiknað út frá gengi þeirra hinn 1. september síðastliðinn, en þá var það 3,5, og það borið saman við verð Landsbankans miðað við út- boðsgengi til almennings, en það er 1,9. Til samanburðar er einnig tekið verðmæti Búnaðarbankans og þar miðað við 8 milljarða króna yfir- tökutilboð íslandsbanka, þótt ekki hafi orðið viðskipti á gi’undvelli þess tilboðs. Ef bornar eru saman kennitölur úr rekstri og efnahag bankanna, samkvæmt þessum forsendum, má sjá að V/I hlutfall, sem segir til um markaðsverð sem hlutfall af hreinni nú vísbendingu um jákvæða þró- un,“ segir í Morgunkorni. Jafet Ólafsson telur að munur- inn á gengi starfsfólks og almenn- ings sé alltof mikill. Hann ætti ekki að fara yfir 10%. Segir Jafet þá hættu fyrir hendi, þegar verið sé að selja hlutabréf á of lágu verði, að kaupendurnir selji hlutabréfín strax til að innleysa hagnaðinn, og þá þjóni þessi aðgerð ekki tilgangi sínum, það er að hafa starfsfólkið í hluthafahópnum. „Stjórnvöld eiga sem eigandi bankans og vörsluaðili að fá sem hæst verð fyrir hann. Því væri rétt að bjóða út hlutaféð í skömmtum og selja hæstbjóðanda þegar kemur að því að bankarnir verða seldir,“ segir Jafet. Ekki telur Jafet að neikvæð um- ræða um afslátt af verði hlutabréfa Landsbankans til starfsmanna hafí mikil áhrif á framkvæmd útboðs- ins. „En þessi mikli munur á gengi er auðvitað ekki góður fyrir ímynd og markaðssetningu hlutabréf- anna. Við erum auðvitað öll eigend- ur bankans," segir Jafet Ólafsson. eign, er lægst hjá Landsbankanum, 1,32, en yfir 2 hjá íslandsbanka. Búnaðarbankinn er þarna á milli. Til samanburðar má einnig geta þess að miðað við gengi til starfs- manna er þetta hlutfall 0,9. Markaðsverð íslandsbanka er nálægt 13,6 milljörðum króna, lið- lega milljarði hærra en mark- aðsvirði Landsbanka við útboð þrátt fyrir að heildareignir Lands- bankans séu 135 milljónir á móti 98 milljónum hjá íslandsbanka. V/H hlutfallið segir til um mark- aðsverð í hlutfalli af hagnaði fyrir- tækisins. Ef horft er á hagnað árs- ins 1997 og fyrra árshelmings 1998, er þetta hlutfall örlítið hærra hjá Landsbanka en Islandsbanka en nokkru lægra en hlutfóllin hjá Bún- aðarbanka miðað við verðtilboðið frá Islandsbanka. I skýringum sín- um tekur Viðskiptastofan fram að hafa verði í huga að framtíðarhagn- aður fyrirtækjanna skipti máli og að fjárfestar geti haft mismunandi skoðanir á honum. „Hagnaður bankanna og hlutfallsleg arðsemi skiptir meginmáli við verðlagningu þeirra, en þessi hlutfoll taka ekki tillit til arðseminnar," segir þar einnig. Árétting frá Lands- banka Islands hf.: Eignar- aðild starfs- manna hef- ur jákvæð áhrif VEGNA þeirrar umræðu um sölu hlutabréfa til starfsmanna í hlutafjámtboði Landsbanka íslands hf. sem nú er að hefj- ast vill Landsbankinn taka fram eftirfarandi: 1. Starfsmönnum Lands- banka íslands hf. og dótturfé- laga Landsbankans er heimilt að kaupa hlutabréf í útboðinu fyrir allt að 325 milljónir kr. að nafnverði, á sölugenginu 1,285. Þetta gengi jafngildir innra vii’ði Landsbankans 31. desem- ber 1997 og er um þriðjungi lægra en gengið í almenna út- boðinu. 2. Gengi hlutabréfa í sölu til starfsfólks var formlega ákveðið af ríkisstjórn Islands hinn 31. desember 1997, sem líður í heildarsamkomulagi vegna breytingar Landsbank- ans í hlutafélag og breytinga á lífeyriskerfi starfsmanna. 3. Starfsfólk Landsbankans átti aðild að breytingu bankans í hlutafélag og hefur lagt tölu- vert á sig vegna þessa, m.a. með breytingum á réttindum. Því varð að samkomulagi að bjóða starfsmönnum umrædd kjör. Landsbankinn telur að aðilar hafí fullt frelsi til að semja um mismunandi gengi við útboð hlutabréfa og er það þekkt íyrirkomulag. 4. Hámarksfjárhæð sem hverjum starfsmanni er heim- ilt að skrá sig fyrir er 250.000 kr. að nafnvirði. Öllum starfs- mönnum í föstu starfi, hjá Landsbankanum eða dótturfé- lögum hans við upphaf útboðs- ins, svo og þeim starfsmönnum sem létu af föstu starfi á tíma- bilinu frá 1. janúar 1997 fram að upphafsdegi útboðsins, er heimilt að taka þátt í útboðinu. Hlutafé sem ekki selst til starfsmanna með þessum hætti verður boðið Lífeyris- sjóði bankamanna á sömu kjörum. Starfsmönnum og Líf- eyrissjóði bankamanna er óheimilt að framselja áskrift- arrétt sinn. 5. Ef heildarfjárhæðin í þessum hluta útboðsins, 325 milljónir kr. að nafnverði, selst ekki til starfsmanna og Lífeyr- issjóðs bankamanna svo sem hér að framan er lýst, flyst sú fjárhæð sem eftir stendur yfir í almenna áskriftai-flokkinn. 6. í hlutafjárútboði Lands- banka Islands hf. er starfs- mönnum heimilað að skrifa sig fyrir nýju hlutafé á ofangreindu gengi og greiðist andvirði hlutafjár til Landsbanka ís- lands hf. Því er ekki um það að ræða að ríkissjóður selji bréf í sinni eign til starfsmanna og verði af tekjum vegna þessa. Með hliðsjón af ofansögðu telur Landsbankinn eðlilegt að starfsmenn fái að kaupa hluta- bréf á sérstöku umsömdu gengi. Bankinn telur að kaup starfsmanna á hlutabréfum í bankanum treysti betur bönd- in á milli þeirra og hlutafélags- ins. Sem hluthafar verða starfsmenn betur meðvitaðir um reksturinn og salan til starfsmanna mun því tryggja gott samstarf við að ná þeim rekstrarmarkmiðum sem sett hafa verið. Bankinn er þess því fullviss að þessi ráðstöfun muni mæta skilningi meðal annarra hluthafa og að eignar- aðild starfsmanna hafi jákvæð áhrif á rekstur hans. Tilkynning um almennt hlutafjárútboö og skráningu á Veröbréfaþingi íslands TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. kt. 660269-2079 Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík Fjárhæð útboðsins er 3.946.159 krónur að nafnverði og um er að ræða eldra hlutafé. Bréfin eru seld gegn staðgreiðslu. Útboðsgengi er 14,0 til starfsmanna fyrirtækisins. Almennt útboðsgengi er 25,0. Tilgangur útboðsins er að fjölga í hluthafahóp til að uppfylla skilyrði Verðbréfaþings íslands um skráningu félagsins á Aðallista. Sölutímabil: 9. september 1998 til 11. september 1998. Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf TM á Aöallista þingsins. Bréfin verða skráð í seinni hluta september, enda uppfylli félagið þá öll skilyrði um skráningu. Nálgast má útboðslýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréf og útibúum Búnaðarbankans, sem jafnframt eru sölustaðir hlutabréfanna. BUNAÐARBANKINN y/ VERÐBRÉF - byggir á trausti Samanburður á verði bankanna * Eigiðfé1! milljónirkr. 9.328 6.642 4.649 Markaðsverð 12.350 13.571 8.000 Heildareignir1) 134.674 97.509 77.300 Hagnaður af reglulegri starfsemi 1997 1.054 2 1.047 541 co Hagnaður f. sex mánuði ársins 489 596 242 1 Áætlaður hagnaður 700 1 42 V/l - hlutfall (Q-hlutfall) 1,32 2,04 1,72 o o 03 V/H - hlutfall m.v. hagnað 1997 11,72 12,96 14,79 1 V/H - hlutfall m.v. sex mán. hagn. 1998 12,63 11,39 16,53 a V/H - hlutfall m.v. áætlun fyrir 1998 17,64 1) M.v. 30. júní 1998 að viðbættu hlutafjárútboði Landsbankans. 2) Innheimt áður afskrifuð útlán, 541 m.kr. Markaðsverð Islands- banka milljarði hærra en Landsbankans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.