Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 25 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÖGUR sænsk blöð, þeirra á meðal Svenska Dagbladet, birta nú daglega skoðanakannann- um fylgi sænsku flokkanna fi-am að kosningunum 20. september. Þetta hefur vakið upp umræður um skoðanakannanir og áhrif þeirra. Mats Svegfors ritstjóri Svenska Dagbladet, sem átti hug- myndina að birtingunni, segir þetta eðlilega þjónustu. Aðrir hafa áhyggj- ur af að þessi fréttaflutningur dragi úr kosningaþátttöku. Samkvæmt könnuninni í gær voru engar skýrar línur um stjómarmyndun. í viðtali við sænska útvarpið í gær sagði Svegfors að blaðið hefði ákveðið að birta daglegar kannanir í samvinnu við skoðanakannanafyiár- tækið Sifo af því að stóru flokkarnir gerðu svona kannanir daglega. Efn- ið væri því til og eðlilegt að þessar upplýsingar væru ekki aðeins að- Reuters Chevenement Franski innanríkisráð- herrann féll í dá Sagður á hægum batavegi París. Reuters. FRANSKI innanríkisráðhemann Jean-Pieme Chevenement er sagð- ur á hægum batavegi en hann féll í djúpan dásvefn á skurðarborðinu á miðvikudag. Fjarlægja átti gall- steina úr Chevenement en líkami hans brást illa við svæfingarlyfjum og fékk ráðherrann hjartaáfall af þeim sökum. Var Chevenement, sem er 59 ára, enn meðvitundarlaus í gær en sýndi viðbrögð þegar ljósi var beint að honum. Chevenement er einn af helstu bandamönnum Lionels Jospins, forsætisráðherra, í vinstristjórninni frönsku, en þeir kynntust fyrst á háskólaárum sínum. Chevenement þykir meðal þungaviktarmanna í ríkisstjórn Jospins, sá m.a. um ör- yggismál á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem haldið var í Frakklandi í sumar, og er helsti talsmaður Jospins í málefnum inn- flytjenda. Hann er þó helst þekktur fyrir að hafa sagt af sér varnar- málaráðherraembættinu árið 1991 til að mótmæla aðild Frakka í Persaflóastríðinu. Jospin hefur beðið Jean-Jack Qu- eyranne, ráðherra frönsku nýlend- anna, að gegna störfum Chevenem- ents í fjarveru hans. „Þetta er að- eins til bráðabirgða," sagði Qu- eyranne í gær. „Ég vona innilega að Jean-Pierre Chevenement verði kominn aftur til starfa sem allra fyrst.“ Dagblöð í Frakklandi hafa gagn- rýnt stjórnvöld fyrir að leyna raun- verulegu ástandi Chevenements en í yfirlýsingum þeiira var því haldið fram að gallsteinaaðgerðin hefði gengið samkvæmt óskum og að Chevenement myndi koma aftur til starfa í næstu viku. Jafnvel sumir samráðherra Chevenements virtist ekki vera kunnugt um alvarlegt ásigkomulag hans er þeir komu á ríkisstjórnarfund á fimmtudag. Þykii' þessi mikla leynd nokkuð stílbrot við stjórnarstefnu Jospins hingað til. Sænska kosningabaráttan með nýju sniði Skoðanakannanir birtar daglega gengilegar innsta hring flokka og blaðamanna, heldur væru gerðar op- inberar. Blaðið áliti þetta áhugavert efni, sem ánægjulegt væri að bh'ta. Nýlega tilkynnti Göran Persson forsætisráðherra og leiðtogi Jafnað- armannaflokksins að stjórnin hygðist lækka barnaheimilisgjöld. Svegfors benti á að hugsanlega hefði þessi ákvörðun verið tekin af því að flokk- urinn fylgdist reglulega með stöðu sinni í einstökum þjóðfélagshópum og gæti því séð að ítök hans meðal ungra kvenna væru lítil. Ákvörðunin um lækkunina hefði hugsanlega verið tekin til að ná hylli þessa hóps. Þetta væri dæmi um samspil skoðanakann- ana og kosningaloforða. Með þri að sjá sjálfir hvernig straumai-nir lægju gætu kjósendur betui' metið mál- flutning flokkanna álítur Svegfors. Framtakið hefui’ vakið mikla at- hygli, enda nýlunda í sænskum kosn- ingafréttum. Olof Petersson, sem gert hefur rannsóknir ásamt Sören Holmberg á áhrifum skoðanakann- ana hefur áhyggjur af að daglegur fi'éttaflutningur ýti undir skammsýni í stjórnmálaumræðunni. Fréttirnar muni fremur líkjast íþróttafréttum en stjórnmálafréttum. Petersson tek- ur hins vegar undh’ að flokkarnh' noti slíkar kannanir, sem nú verði öllum kunnar. Einnig eru sumir áhyggju- fullir yflr að stöðugar kannanir dragi úr kosningaþátttöku, þar sem kjós- endum þyki ekki taka því að kjósa, þegar úrshtin séu þegar komin í ljós. Eins geti kannanir haft áhrif á hvar kjósendur krossi við á kjördag. Kannanir í gær bentu til upp- sveiflu hjá Vinstriflokknum og leið- toga hans Gudrun Schyman, meðan Umhvei'flsflokkurinn er í kreppu og fallhættu. Jafnaðarmenn njóta 37,5 prósent fylgis meðan Hægriflokkur- inn hefur 24,8 prósenta fylgi. í gær var ekki að sjá neinar skýrar línur um hvar stjórnartaumarnir lentu eftir kosningar. Helsta vangaveltu- efni sænskra stjórnmálaskýrenda er hvort jafnaðarmenn haldi stjórnar- taumunum eða hvort hægrivængn- um takist að skjóta þeim ref fyrir rass og mynda stjórn eins og þeim tókst 1991. (gracilis - fagurlyng) Græna þruman 11. kr. 299, Áður kr.^99- Burkni kr. 440, eríkur Schefflera (stór) kr. 799,- 3 Erikur kr. 999, Drekatré kr. 399,- Hentar úti og inni Margir þekkja Erikuna sem blómstrandi stofulyng. Hún hentar ekki síður í kirkjugarðinum eða í úti- kerin. Þargeturhún haldið blómlitnum langt fram á vetur. HJrT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.