Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 26

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Félagi, ekki herra Pcking;. Reuters. STJORNVÖLD í Kína hafa brýnt fyrir félögum í Kommún- istaflokknum að ávarpa hver annan með orðinu „félagi“ en taka sér ekki orðin „herra“ eða „yfirmaður“ í munn. Léttúðug ávörp félaganna eru yfirvöldum mikið áhyggjuefni. I Dagblaði al- þýðutmar, málgagni Kommún- istaflokksins, segir að svo rammt kveði að rangri orðanotkun sem þessari að ekki sé annað fært en að grípa í taumana. Blaðið kenn- ir slæmum áhrifum mark- aðsvæðingar um fráhvarf frá tungutaki byltingarinnar. Reuters. Lítið jarðnæði til greftrana SKORTUR ájarðnæði til greftrunar líka hijáir íbúa Bangladesh en þrír fjórðu hlutar landsins eru undir vatni eftir langvinnustu flóð í sögu þess. Um 600 manns hafa týnt lífi í flóðunum. „Nógu slæmt er að þurfa að búa við flóðin en það bætir gráu ofan á svart að geta ekki grafið hina látnu,“ sagði Sohail Ahmed, sem býr á flóðasvæði í úthverfi höfuðborgarinnar Dhaka. Helmingur höfuðborgarinnar er undir vatni og ættingjar látinna verða að fara langa vegu í Ieit að greftrunarstað. Mikil smithætta er af rotnandi Iíkum og heilbrigðisyfirvöld segja að tæplega 150 þúsund manns þjást af niðurgangi eftir að hafa lagt sér skemmdan mat og mengað drykkjarvatn til munns. Á myndinni sést hvar fjölskylda í leit að greftrunarstað rær með líkkistu ástvinar á bát á flóðasvæði í Dhaka. í I L E S LEIKUR Leiddu sannleikann í Nú eru Ráðgátur (X-files) komnar á hvíta tjaldið. Myndin er í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu, spennandi og dularfull. Af þessu tilefni standa Morgunblaðið á Netinu og Skífan fyrir leik á mbl.is þar sem heppnir þátttakendur, sem leiða sannleikann í leiknum í Ijós, geta unnið miða á myndina, X-files- bol, X-files-húfu og geisladisk með tónlistinni úr myndinni frá Spori, Músík og myndum. Taktu þátt í skemmtilegum leik og leiddu sannleikann í Ijós! Lewinsky-mál Bills Clmtons Biðst afsökunar í skugga vax- andi gagnrýni Dublin, Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, baðst í gær í fyrsta skipti af- sökunar vegna sambands síns og Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Kom af- sökun Clintons er hann var spurður um viðbrögð sín við ummælum Jos- ephs Liebermans, öldungadeildai’- þingmanns fyrir Demókrataflokkinn bandaríska, sem í fyiTakvöld sagði framferði Clintons hafa verið „sið- laust“ og „til skammar" og að forset- inn ætti enn eftir að gangast við ábyrgð á hneykslinu. „Eg get ekki verið ósammála nokkrum manni sem gagnrýnir framferði sem ég hef þegar viður- kennt að er óverjanlegt," sagði Clinton við blaðamenn í Dublin. „Eg hef þegar sagt að ég gerði slæm mis- tök, þau eru óverjanleg og ég biðst afsökunar." Clinton hefur hingað til aðeins sagst „sjá eftir“ sambandi sínu við Lewinsky og verið gagn- rýndur í Bandaríkjunum fyrir að biðjast ekki afsökunar. Lieberman, sem til langs tíma hef- ur verið bandamaður Clintons og þykir afar virtur stjórnmálamaður, gagnrýndi Clinton á fundi öldunga- deildarinnar á fimmtudag fyrir að halda því fram að samband sitt við Lewinsky væri þrátt fyrir allt einka- mál. Sagði Lieberman að staða Clintons gerði hann að fyrirmynd, átrúnaðargoði og valdamesta manni í heiminum. Kvaðst hann því telja að framhjáhald forsetans, sem meira að segja átti sér stað í Hvíta húsinu sjálfu, væri ekki aðeins „óviðeig- andi“, eins og Clinton sagði í sjón- varpsávarpi sínu 17. ágúst, heldur „siðlaust". Clinton sagði það ekki sitt hlut- verk að dæma hvort ummæli Liebermans væru óviðeigandi en augljóst var að hann var áfram um að svara fullyrðingum öldungadeild- arþingmannsins. Alvarlegt áfall fyrir Clinton Margir fréttaskýrendur telja um- mæli Liebermans alvarlegt áfall fyr- ir forsetann en Lieberman sagði einnig að Ciinton hefði beitt blekk- ingum í málum sínum sem skaðað hefðu forsetaembættið, trúverðug- leika Clintons og Bandaríkin sjálf. Gekk Lieberman svo langt að segja að ef skýrsla Kenneths Starrs, sér- legs saksóknara, sem væntanleg er innan tíðai' leiddi í ljós að forsetinn hefði misbeitt valdi sínu til að hylma yfii' Lewinsky-málið þá væri afsögn forsetans eða málshöfðun til starfs- missis einu kostirnir í stöðunni. Tók hann þó fram að þangað til skýi-sla Starrs lægi fyrir væri ótímabært að ræða hvort þingið ætti að ræða máls- höfðun á hendur Clinton. Orðrómur er þó á kreiki i Washington um að skýrslan verði Clinton alls ekki hag- stæð og að í henni verði hægt að lesa nákvæmar lýsingar á samskiptum hans og Lewinsky. Einn ónefndra heimildarmanna Reuters-fréttastofunnar úr röðum Demókrata sagðist telja gagm-ýni Liebermans marka upphaf enda- lokwanna fyrii' Clinton. Lieberman er meðal valdameiri þingmanna í Demókrataflokknum og er líklegt að fleiri þingmenn fylgi í kjölfarið og gagnrýni Clinton harkalega. Tóku öldungadeildarþingmennimir Bob Kerrey ft'á Nebraska og Daniel Pat- rick Moynihan frá New York undir gagnrýni Liebermans í fyrrakvöld. Fjáröflun rannsökuð Clinton varð fyrir enn einu áfall- inu í fyrrakvöld þegar Janet Reno, dómsmálai'áðhen'a Bandai'íkjanna, samþykkti loks að hefja rannsókn á því hvort Clinton hefði gerst brotleg- ur við lög i tengslum við fjársöfnun við síðustu forsetakosningar. Vel heppnuð ferð Clintons til Irlands Ahern segir frið innan seilingar Dublin. Reuters. BERTIE Ahem, forsætisráðhema Irlands, sagði í gær að Irland hefði brennt allar brýr að baki sér á leið- inni til varanlegs friðar og að ekki yrði aftur snúið, friður væri innan seilingar. Lét hann þessi orð falla í höfuðstöðvum Gateway-tölvufyrir- tækisins bandaríska í Dublin þar sem hann og Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, undhrituðu viðskipta- samning landanna tveggja. Ahern þakkaði Clinton ómetanleg- an stuðning á síðustu árum og sagði hann hafa reynst vinur í raun. Hann hélt því einnig fram að heimsókn for- setans nú hefði haft góð áhrif. „Heimsókn þín hefur þiýst á flokk- ana á N-írlandi að taka skref fram á við í málefnum sem ella hefði dregist á langinn að leysa.“ Forsetinn hrærður vegna móttökunnar Clinton fór í mikla frægðarfór til írlands í desember 1995, meðan íyrra vopnahlé IRA var enn í gildi, en ekki hafði verið búist við að þessi för yrði jafn söguleg. Bæði eru íbúar N-írlands raunsærri en þá í vænting- um sínum og auk þess hafa atburðir sumarsins við Drumcree og í Omagh, þar sem 28 fómst í sprengjutilræði, skapað mikinn vanda. Heimsókn Clintons þótti hins vegar takast afar vel. Sagði Larry Butler, framkvæmda- stjóri Evrópudeildar bandaríska þjóðaröryggisráðsins og fyrrverandi aðstoðai-maður bandaríska sendi- herrans í Dublin, sem var í fylgdarliði Clintons, í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði glatt forsetann mjög, og komið honum skemmtilega á óvart, hversu vel almenningur á N- Irlandi tók þeim. „Fundm' forsetans með þeim sem um sárt eiga að binda í Omagh vai' sérstaklega hvetjandi því hann sýndi vilja fólks, sem mátt hefur þola gífui'legan harm, tii að láta ódæðismennina ekki hafa betur.“ Butler kvaðst sammála Bertie Ahem um það að friðarumleitanir á N-írlandi væru nú svo langt komnar að þær geti staðist árásir eins og þá er átti sér stað í Omagh. „Ef sprengj- an í Omagh hefði átt sér stað fyrir einu eða tveimur árum þá er allt eins líklegt að öfgahópar sambandssinna hefðu séð sig knúna til að fram- kvæma viðlíka verknað. Tilræðið í Omagh hefur hins vegar orðið til að sameina fólk á N-írlandi, hvort sem það eru kaþólikkar eða mótmælend- ur, og sú staðreynd sýnir okkur hversu nærri við erum markmiði okkar nú.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.