Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MARGIVIIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Bók
vikunnar
„Þar sem mikið er affólki eiga nýjar
bókmenntir í háum gæðaflokki að vera
tiltœkar, seljast ódýrt og í handhægu
formi. Það á að vera jafn auðvelt að
geta keypt góða bók og dagblað. “
Bók vikunnar, nýtt
fyrirkomulag í bóka-
útgáfu, hóf göngu
sína í Svíþjóð í
mars. Tilgangurinn
er að koma á framfæri vönduð-
um sænskum fagurbókmennt-
um, einkum skáldsögum, á
vægu verði. Bækurnar eru 64
blaðsíður og kosta 40 sænskar
krónur. Þær koma út á hverjum
fimmtudegi og eru seldar í póst-
húsum, jámbrautarstöðvum,
hjá SAS, á bensínstöðvum og
stórmörkuðum.
Reiknað er með að á hverjum
sölustað seljist að minnsta kosti
10 bækur. Al-
VIÐHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
gengt er að
fleiri seljist og
vaxandi áhugi
á bókunum
mun einnig greiða fyrir þeim á
finnskum bókamarkaði.
Það er valinn hópur rithöf-
unda, flestir þeirra kunnir í Sví-
þjóð, sem eru höfundar bókanna.
Má m. a. nefna Jan Myrdal sem
reið á vaðið, Sven Wemström,
Sven 0. Bergkvist, Bengt
Pohjanen, Niklas Rádström,
Bjöm Runeborg og Jan Márten-
son. Eldhuginn á bak við hug-
myndina, Lennart Högman, er
frá Gautaborg, sjálfur rithöfund-
ur (höfundur tveggja skáldsag-
ana og Iistaverkabóka), hefm-
verið i náinni samvinnu við Rit-
höfunafélag Solientuna í ná-
grenni Stokkhólms, einkum við
þá Sven 0. Bergkvist og Kurt
Salomonson. Hann segist hafa
fengið hugmyndina þegar hann
heyrði fyrrverandi formann Rit-
höfundasambands Svíþjóðar,
Peter Curman, tjá sig um að það
hefði misheppnast að gera bók-
ina að ferskri vöru. Hvers vegna
ekki að snúa dæminu við:
„Hugmynd mín var sú að þar
sem mikið er af fólki eigi nýjar
sænskar bókmenntir í háum
gæðaflokki að vera tiltækar,
seljast ódýrt og í handhægu
formi. Það á að vera jafn auð-
velt að geta keypt góða sænska
bók og dagblað. Þar að auki
keppir Bók vikunnar ekki við
aðra útgefendur, bókaverslanir
eða bókasöfn, þvert á móti
stuðlar hún að auknum lestri.
Og síðast en ekki síst fá rithöf-
undamir vel borgað.“
Að sögn Högmans lesa
500.000 félagar Alþýðusam-
bands Svíþjóðar bækur einu
sinni í viku. Hann segir að eftir
útvarp og sjónvarp sé bóklestur
í þriðja sæti hjá hinum venju-
lega Svía og fullyrðir að dag-
blaða- og vikublaðalestur sé
minna stundaður.
Menn geta velt því fyrir sér
hvort bókaútgáfa eins og Bók
vikunnar gæti gengið á Islandi.
í fljótu bragði væri það
skemmtileg tilhugsun, jafnvel
þótt bækumar kæmu út mánað-
arlega. Það gæti aukið bóklest-
ur ef vel væri að staðið. Kannski
yrði það ekki eins mikið gróða-
fyrirtæki og útgáfa reyfara og
léttmetis sem auðvelt er að ná í,
hvort sem ferðalag er langt eða
stutt.
Svokallaðar flugvallabækur,
metsölubækur á ensku, oft
reyfarar slæmir og góðir hafa
unnið sér þegnrétt hér sem ann-
ars staðar. Þessar bækur munu
tiltækar víða en líka íslenskar
kiljur af betra tagi. Nauðsyn-
legt er að farþegar og aðrir geti
orðið sér úti um þær því að ís-
lensk kiljuútgáfa fer mjög batn-
andi.
Bók vikunnar hlýtur að vekja
nokra bjartsýni þegar hugað er
að undirtektum. Á Norðurlönd-
um heyrast oft svartsýnisraddir
um norrænar bókmenntir. I
Litteratur i Norden (Nordic
Literature), ársriti á norrænum
málum og ensku, skrifar rit-
stjórinn Ingrid Elam leiðara
sem lýsir þessu þó að hún vilji
ekki fullyrða sjálf um verri tíma
fyrir fagurbókmenntir. Mér
sýnist hún þó sjá fram á að fag-
urbókmenntirnar verði smám
saman út undan en alþjóðlegar
kröfur markaðarins muni kalla
á vissar bækur, til dæmis ævi-
sögur kunnra manna sem bjóði
upp á persónulegt lostæti eins
og hneykslismál hvers konar.
Það segir hún þó ekki beinlínis.
Hún talar um alvarlegar ævi-
sögur og líka blaðamennskuleg-
ar „skyndibækur". Er þetta
ekki eitthvað sem við könnumst
við hér heima?
Minni áhyggjur höfum við lík-
lega af „ábyrgð hugsandi
manna“ eða ábyrgðarleysi sem
Elam víkur að og virðist eftir
ritinu að dæma halda vöku fyrir
norska rithöfundinum Dag Sol-
stad sem eitt sinn var marxisti
en mönnum þykir nú sem hann
sé orðinn fullíhaldssamur,
kannski á leiðinni að verða aft-
urhaldskurfur?
Dag Solstad telur sig í mikilli
hættu sem hugsandi mann og
skelfist framtíðina. Menntun
hefur að hans mati hrakað og
neyslustefnan hrósar sigri. Ánn-
ar rithöfundur, Jan Kjærstad,
var meðal hinna mörgu sem
gerðu atlögu að Solstad fyrir
ummælin. Hann kallaði Solstad
„stærsta þjóðgarð Noregs" í
skjóli lesenda, gagnrýnenda og
allra hugsanlegra úthlutunar-
nefnda. Minna má á að Dag Sol-
stad fékk á sínum tíma Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs og hefur sópað að sér verð-
launum og styrkjum síðan. Verk
hans eru fyrir löngu öll komin á
hljóðdisk, en hann heldur áfram
að skrifa og er mjög afkasta-
mikill og tekur virkan þátt í um-
ræðunni.
Mér virðist það fyrst og
fremst vaka fyrir Solstad (auk
þess að fá rithöfundum umhugs-
unarefni) að leiða lesandann í
sannleika um hve menntaveldið
og þá sérstaklega háskólarnir
séu orðnir í miklum fjarska frá
daglegu lífi, geltar stofnanir for-
tíðarinnar. Að því leyti hefur
hann að minnsta kosti rétt fýrir
sér hvað varðar ytra form og
hefðir. Sjálfum finnst mér
stundum að háskólamenn telji
það æðstu skyldu sína og tak-
mark að komast á Netið. Það er
út af fyrir sig gott, en verður
orðinn sjálfsagður hlutur bráð-
lega og þá taka vonandi við ný
baráttumál.
Nýr
verslunar-
vefur
VERSLUN AR VEFURINN
Laugavefurinn verður opnaður
með tilheyrandi umstangi í dag.
Á vefnum er að finna heimasíður
helmings verslana og fyrirtækja
við Laugaveg.
Vefurinn er úr smiðju Hjálpar
ehf., en að sögn Hjálparmanna er
um helmingur fyrirtækja á Lauga-
vegi með á vefnum. Hugsanlega
munu verslanir við Skólavörðustíg
slást í hópinn síðar og jafnvel af
fleiri götum í Miðbænum.
Á vefslóðinni www.laugavef-
ur.is eru upplýsingar um verslan-
ir á Laugaveginum, kort yfir göt-
una og aðstoð við notendur. Þar
er einnig að finna heimasíður
þeirra verslana sem hafa komið
sér upp slíku og hægt verður að
senda tölvupóst til allra verslana
sem eru á Laugavefnum.
Cookies
á Netinu
NETIÐ ER þannig saman sett að
bein samskipti notanda og vefþjóns
eru í lágmarki; notandinn sendir
beiðni um gögn og fær þau um hæl,
en þar fyrir utan veit hvorugur af
hinum. Til þess að auka sambandið,
báðum til hægðarauka, hafa menn
gripið til þess að nota svonefndar
cookies-skrár sem skrá heimsókn
viðkomandi og geta þannig nýst til
að telja heimsóknir á viðkomandi
vef aukinheldur sem þær gera
kleift að sníða innihald vefsins að
óskum hvers og eins.
Mikið hefur verið skrifað og
skrafað um cookies og margt byggt
á misskilningi. Meðal annars hafa
margir haldið að skrárnar geti safn-
að upplýsingum um notandann sem
hann vill annars ekki láta af hendi,
aðrir sagt þær geta borið vírusa og
svo má telja. Hið rétta er að svo-
nefnd cookies-skrá er ekkert annað
en venjuleg textaskrá og í henni
ekkert að finna sem skaðað getur
einn eða neinn. Þegar notandi heim-
sækir vef sem notar cookies skráir
vefþjónninn heimsóknina í texta-
skrána sem vistuð er á hörðum diski
viðkomandi. Ekki geta aðrir vef-
þjónar lesið það sem þar er skrifað
enda ekki ætlast til þess.
Með því að nota eookies-skrár og
færslur geta netþjónustur sniðið
vefsíður að þörfum notandans, til að
mynda boðið upp á að viðkomandi
sjái aðeins fréttir um það sem hann
hefur áhuga á þegar hann kemur á
vefslóðina eða að hann þurfi ekki að
skrá sig aftur og aftur inn og svo
má telja. Lénshernim finnst það
vitanlega hið besta mál að geta talið
heimsóknir til sín, en einnig geta
þeir áttað sig betur á eftir hverju
gestirnir sækjast til að geta lagað
sig betur að óskum þeirra. Þeir eru
þó til sem ekki kunna að meta
cookies-skráningu og finna þeim
flest til foráttu. Einfalt er þó að
koma í veg fyrir cookies-færslur.
Komið í veg fyrir cookies
I Netscape Communicator fyrir
Windows er skráin í cá'program
filesi'netscapeiusersi' og heitir
cookies.txt. I Netscape Navigator
fyrir Windows er cookies-skráin yf-
irleitt í cú'program files'inetscapéina;
vigator og heitir cookies.txt. I
Netscape fyrir Macintosh heitir
skráin Magiccookie og er í
Netscape-möppunni í Preferences í
kerfismöppunni. I Microsoft Inter-
net Explorer er sérstök skrá fyrii’
hvem vefþjón sem notar slíkt í
möppunni c:'iwindowsi'cookies.
Makkaútgáfa Explorer notar skrána
cookies.txt í undirmöppu Explorer-
möppunnar. Athugið þó að slóðin
getur verið breytileg eftir uppsetn-
ingu á viðkomandi tölvu. Hægt er að
kalla cookies-skrámar upp í velflest-
um ritvinnsluforritum og sjálfsagt
að kíkja í þær. Þar má meðal annars
lesa heiti viðkomandi
vefslóðar, sem þarf ekki að
vera slóð sem notandinn
kannast við, því færslan gæti
verið komin úr auglýsingu,
hvenær færslan fellur úr gildi
og sitthvað smálegt. Hugsan-
legt er einnig að þar sé skráð
lénsheiti notandans, hvenær
síðasta heimsókn átti sér stað
og svo má telja.
Af ofangreindu má sjá að
cookies-skrárnar era ekki
ýkja merkilega hvað þá að þær
séu beinlínis hættulegar eins
og sumir hafa viljað vera láta.
Þeir sem óttast að um sig sé
njósnað geta aftur á móti
hafnað cookies fra vefþjónum
með því að breyta gildi í vafr-
anum. í Netscape Navigator
er valinn möguleikinn
Options / Network Prefer-
ences / Protocols og hakað
við Show an alert before
aceepting a cookie. Þá er hægt að
hafna cookie þegar vefþjónninn vill
senda slíka færslu. I Communieator
velur viðkomandi Edit / Prefer-
ences / Advanced og þá er hægt að
fmstilla hvernig vafrinn á að bregð-
ast við cookies-sendingu. I Internet
Explorer er valið View / Options /
Advanced og hakað við Wam
before accepting cookies. Einnig
má fara þá leið að ritverja cookies-
skrána og gera þannig vefþjónum
ókleift að bæta við hana.
DVD-
myndir
ÚTGÁFA á kvikmyndum á
DVD-diskum heldur áfram af
fullum krafti og 25. september
koma út allmargar
myndir. Alls koma
út 35 myndir frá
Wamer, MGM og
Disney.
Wamer mynd-
imar eru allar
með íslenskum
texta og sumar
með ýmsum við-
bótum. MGM-
og Disney-
myndimar eru
ekki með ís-
lenskum texta
en Disney
verða væntan-
lega með ís-
lenskum texta í
framtíðinni.
Meðal mynda
eru Bridges of
Madison County,
Unforgiven,
Father’s Day,
Fugitive, Con-
spiracy Theory,
Batman, Tequila Sunrise, The
One Flew Over the Cuckoo’s
Nest, Postman, The Color
Purple, The Assassins, Bullitt,
Contact: Special Edition, 101
Dalmatians, Crimson Tide,
Metro, Ransom, Phenomenon,
While You Were Sleeping,
Nothing To Lose, Goldeneye,
Species, Thelma & Louise,
Blown Away.
Topp 10 PC
1 XRIas
2 vyM.frg.W
3 Cowm»iv*>a
5 G Thcft Auto
6 Uorol
7 f. P»nU»v 7
8 tola : Sgxv E.
10 SWAT 2
Topp 10PSX
1 G. Tufismo
2 ftee. Evll 2
3 MoHante 8
< CsáaJLMlt
X-FILES TME GflME »>r kom
R,»<vií-jfc.*rVi dul.irfttllt hv*i1 Mulchvs t>
FBt 1ulltniiJn>lr Multícr oq fikully fivctfi & c
K»tt vifl fannvOfcnMStöfl. Gctur bu íundö
1-9ABCD EFG H I J K IM NOPQR:
Þ(i tfýrir sitsv*It I4fi«0lunn í
LA1 bjfittunni
4.000- Minti hýt
26 iðMít 1S83
Velkomirt I neNerslun BT,
með opnun hennar mun ST enn og aflu
Iryggi3 neytendum betra vetö en gengu
og gerist á leikjum og annarri afþreyingi
á Islandi. Aögengi I neiyercluninni á 86
verc gott og þér á aö finnast þægilegt a
versla í henni. BT er I mtm þjánusta
þig sem best og ef þér fmnst eitlhvaö
vanla upp á verslunina og þjónustuna í
kringurn hana þá vinaamlegast aendið
athugasemdir á þelta netfang. AJl8r
athugasemdir eru vel þegnar.
Með kveðji
BT-verslun á vefínn
BT-verslunin opnaði á dögunum vefverslun á heimaslóð
sinni, www.bt.is. í versluninni er hægt að kaupa leiki fyr-
ir ýmsar tölvugerðir meðal annars.
Að sögn aðstandenda BT er leikurinn gerður til að
auka þjónustu og lækka verð, en í netversluninni verður
hægt að kaupa leiki fyrir flestar tegundir tölva, þar á
meðal PC-samhæfðar, PlayStation, N64 og Macintosh.
Bein tenging er við lagerkerfi BT, en í netversluninni era
leikirnir flokkaðir eftir tölvutegundum og stafrófsröð.
Hverjum leik fylgir mynd og stutt lýsing á leiknum ásamt
verði.
Á heimasíðu verslunarinnar kemur fram að fyrirhugað
sé að stækka netverslunina í haust og bjóða þá einnig upp
á raftæki og tölvur.