Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 41 Heimsmeistaramótinu í Lille lokið Pólverjar urðu heimsmeistarar í tvímenningi Boris Schapiro vann heimsmeistaratitil 89 ára BORIS Schapiro og Irving Gordon glaðir í bragði að heimsmeistaramótinu loknu. BRIPS Lillc HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Heimsmeistaramótið í brids fór fram í Frakklandi dagana 21. ágúst til 4. september. ÞAÐ voni lítt þekktir Pólverjar, Mikal Kwiecien og Jacek Pszczola, sem skörtuðu heimsmeistaratign í tvímenningi í gær. I öðru sæti voru Bandaríkjamennirnir Larry Cohen og Dave Bercowitz, sem leiddu mótið fram í lokaumferðimar, en eins og oft áður hrösuðu þeir á endasprettinum. í 3. sæti voru Sví- arnir Magnus Lindkvist og Peter Fredin. Bragi Hauksson og Sig- tryggur Sigurðsson enduðu í 67. sæti af 72 pörum í úrslitum sem er vel viðunandi árangur því 630 pör hófu keppni. I kvennaflokki urðu heimsmeist- arar Jill Meyers og Shawn Quinn frá Bandaríkjunum. Sabine Auken og Danile von Armin frá Þýska- landi voru í 2. sæti og Veronique Bessis og Catharine D’Ovidio frá Frakklandi urðu þriðju. Hjördís Eyþórsdóttir og Judy Radin end- uðu í 15. sæti af 36 pörum í úrslit- um. 89 ára heimsmeistari Aðalfrétt mótsins í Lille gerðist þó á föstudag þegar aldursforseti mótsins, Bretinn Boris Schapiro, vann ásamt Irving Gordon heims- meistaramót öldunga en aldurs- takmarkið þar er 50 ár. Schapiro er nefnilega 89 ára gamall en hann hefur náð ótrúlegum árangri eftir að hann komst á níræðisaldurinn og þeir Gordon hafa m.a. náð öðru sæti í Sunday Times-tvímenningn- um. Og Schapiro er án efa elsti einstaklingurinn sem vinnur heimsmeistaratitil í nokkmri íþróttagrein. Þetta er þriðji heimsmeistaratit- illinn sem Schapiro vinnur á löng- um og skrautlegum ferli. Hann vann Bermúdaskálina með breska iandsliðinu árið 1955 og síðan vann hann heimsmeistaramót í bland- aðri sveitakeppni á sjöunda ára- tugnum. I öðru sæti í öldungamótinu varð annar heimsfrægur kappi, ítalinn Benito Garozzo, sem þótti lengi fremstur meðal jafningja í Bláu sveitinni ítölsku sem var ósigrandi í tæpa tvo áratugi. Hann spilaði við vinkonu sína, Leu Dupont. Neðar á listanum voru gamalkunn nöfn á borð við Hollendinginn Hans Kreijns, Bandaríkjamennina Fred Hamilton, Billy Eisenberg og John Solodar og Frakkana Claude Delmouly og Jean Roudinesco. Barátta á 6. sagnstigi Þær voru býsna fjörugar sagn- irnar í þessu spili, sem kom upp í aukakeppni í Lille: Norður gefur, AV á hættu Norður * Á873 V G1093 * ÁDG4 * 3 Vestur Austur A102 ♦ G5 V 7642 V ÁKD85 ♦ 9862 ♦ — * 1072 * ÁKDG65 Suður AKD964 V ♦ K10753 * 984 í AV sat par frá Möltu, Mario Dix og Margaret Parnis-Eng- land. Dix var með austurspilin og velti því fyrir sér hvernig hann kæmi þeim best til skila, þegar norður opnaði í 1. hendi. Svo Dix ákvað að láta varkárnina lönd og leið: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 6 lauf! 6 tíglar pass pass 6 hjörtu! 6 spaðar!! Pass Pass dobl/ Norður beið með rauða miðann eftir 6 hjörtum en suður var ekk- ert á þeim buxunum að gefa eftir samninginn á 6. sagnstiginu. Vestur þurfti loks að spila út. Sagnirnar voru talsvert upp- lýsandi og lokadoblið bað væntan- lega um tígul út, svo vestur spilaði út tígultvistinum. Dax trompaði og spilaði umsvifalaust laufafímmunni til baka. Vestur fékk á tíuna og gaf austri aðra tígulstungu og AV náðu 300. Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS Vmsjón Arnór («. Ragnarsson Bridsfélag Hornafjarðar ÁTTUNDA Hornafj arðai'móV Bridsfélags Hornafjarðar fer fram helgina 25.-27. september og er skráning þegar hafin. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár, baró- meter föstudag og laugardag, en sú nýbreytni er þetta árið að spiluð verður Monrad-sveitakeppni á sunnudag, 6-7 umferðir, og vonar mótsstjórnin að þetta mælist vel fyrir. Verðlaun verða vegleg að vanda, heildarupphæð um 500.000 krónur. Skráning er hjá BSÍ í síma 587 9360 og Hótel Höfn í síma 478 1240., Enfremur á heimasíðu félagsins' á slóðini http://www.eld- horn.is/bridge Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 1. september hófst vetrai'starfsemin hjá BRE. Spilaður var tvímenningur með þátttöku 10 para, þrjú spil á milli para og urðu úrslit á þessa leið. Haukur Bjömsson - Magnús Bjarnason 130 Asgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 126 Arnfríður Porsteinsd. - Hugrún Aðalsteinsd. 118 Ami Guðmundsson - Jóhann Þorsteinsson 111 Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag var spil- aður fyrri hluti einmenningsmóts á Mánagrund, hjá bridsfélaginu Munin í Sandgerði. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og er staða efstu manna eins og hér segir: Óli Þór Kjartansson 126 Ingimar Sumarliðason 125 Garðar Garðarss. og Sigriður Eyjólfsd. 123 Grethe Inversen 121 Mótinu lýkur miðvikudaginn 9. september. Öllum er velkomið að koma og fýlgjast með. Ulpa fyrir stráka og stelpur. Litur dökkblár. Vönduð úlpa með áfastri flishettu. A Stærðin Æ 8 - 10 - 12 - 14 og 16. Æ Verð aðeins: Æ Flíspeysur á alla fjölskylduna 1 Fullorðinsstærðir: 4 1.490,- \ Barnastærðir: Termosokkar f. böm og fullorðna (Athugið, eingöngu í verslun við Smáratorg Kópavogi) Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Norðurtanga3 200 Kópavogi 108 Reykjavík 600 Akureyri 510 7000 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 mm » j *TulV,iÍ m * öl h í J » 1 | ^ L V V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.