Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 42

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN BJARNASON + Björn Bjarna- son fæddist á Efra-Seli í Land- sveit 29. nóvember 1902. Hann andað- ist á Dvalarheimil- inu Lundi, Hellu, 27. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Björnsson, bóndi í Efra-Seli, fæddur í Hjallanesi í sömu •* sveit 15.7. 1862, d. 8.1. 1943, og Mar- grét Einarsdóttir, fædd 12.4. 1861 á Skinnum í Þykkvabæ, d. 13.12. 1946. Systkini Björns voru: 1) Guðrún, f. 2.9. 1897, húsfreyja á Vallá á Kjalarnesi. Hún lést 27.12. 1957. Maður hennar var Magnús Benediktsson, f. 18.1. 1903. 2) Steinunn, f. 6.12. 1900, húsfreyja á Arnkötlustöðum í Holtum, d. 4.8. 1975. Hennar maður var Hannes Friðriksson, f. 9.10. 1892, d. 11.1. 1985. 3) Jónína Guðbjörg, f. 22.9. 1904, d. 22.12. sama ár. 4) Sam- mæðra Birni var Jón Þorsteinsson f. 16.8. 1894, d. í júlí 1972. Kona hans var Berg- þóra Hermanía Helgadóttir, f. 6.3. 1891. Björn kvæntist 19. maí 1931 Guðrúnu Lilju Þjóðbjörnsdótt- ur. Hún var fædd á Læk í Leirársveit í Borgarfjaröarsýslu 7.5. 1896 og lést 3.8. 1972. Foreldrar hennar voru Guðríður Auðunsdóttir og Þjóð- björn Björnsson, búendur á Neðra-Skarði. Systkini Guðrúnar Lilju voru þrettán og er ein systirin, Vigdís Þjóðbjörnsdóttir, enn á lífi. Börn Björns og Guð- rúnar Lilju eru: 1) Bjarnheiður, f. 13.2. 1932, maki Kristinn Erlend- ur Kaldal sem lést 6.6. 1996. Hún býr í Keflavík. 2) Margrét, f. 28.4. 1933, maki Konráð Jóhann Andrésson. Þau búa í Borgar- nesi. 3) Gyða Fanney, f. 25.9. 1934, maki Magnús Ragnar Einarsson. Þau búa á Selfossi. 4) Indriði, f. 28.5. 1939, maki Asta Pétursdóttir Brekkan. Þau búa í Borgarnesi. 5) Guðbjart- ur, f. 28.5. 1939, maki Ragnhild- ur Ingibjörg Antonsdóttir. Þau búa í Keflavík. Afkomendur Björns og Guðrúnar Lilju eru orðnir 57, 19 barnabörn og 38 barnabarnabörn. Björn átti alla tíð heima í Efra-Seli. Hann stundaði sjó frá 17 ára aldri en var heima á sumrin. Hann var fyrst og fremst bóndi þótt hann væri á vertíðum í 19 ár. Árið 1931 tók hann við búi í Efra-Seli af for- eldrum si'num og bjó þar til 1966. Það ár festu þau hjón kaup á neðri hæðinni í Melstað í Garði, en dóttir þeirra, Bjarn- heiður, keypti þá efri. Þar dvöldust þau á veturna en aust- ur í Efra-Seli á sumrin. Árið 1982 flutti Björn svo inn á Dval- arheimilið Lund og dvaldi þar að mestu til æviloka. Útför Björns fer fram frá Skarðs- kirkju á Landi í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Dagurinn er að styttast, nóttin lengist og haustið er á næsta leiti. - Heyskap er lokið og styttist í réttir. Á þessum árstíma gat bóndinn horft á ávöxt jarðargróðurs kominn í hlöðu og beðið eftir að afurðir sauð- kindarinnar legðust í reikning. Þetta er sá tími sem bóndinn getur horft á vel unnið dagsverk og horft glaður fram á veginn. Þannig hefði tengdafaðir minn Bjöm Bjamason frá Efra-Seli getað horft yrir ævistarfíð er hann lést 27. ágúst síðastliðinn 95 ára gamall. Hann var fæddur í Efa-Seli í Land- sveit og átti þar heima alla tíð. Björn ólst upp á mannmörgu heimili, var yngstur af sínum systkinum, sem upp komust, og því væntanlega í vissu uppáhaldi. Hann gekk til allra verka og varð snemma mjög góður sláttumaður enda beit vel hjá honum ljárinn. Það kom honum vel er hann á 18. ári fór til sjós og á vertíð, þá lengst af á togurum og þurfti á beitt- um hnífum að halda bæði við að fletja og hausa fiskinn. Það þurfti þrek- menn á þeirri tíð, til að vera á togur- um í miklu fiskiríi áður en vökulögin tóku gildi og allt var unnið á höndum og ofandekks. Ekki var það heldur íyrir liðléttinga að ganga í byrjun vertíðar austan úr Landsveit til Reykjavíkur eða suður á Suðumes. - En þetta urðu þeir að gera sem fóru á vertíð áður en bifreiðir fóm að ganga frá Reykjavík og austur að vetri til. Árið 1931 verður breyting á högum Bjöms því þá gengur hann að eiga Guðrúnu Lilju Þjóðbjömsdóttur ættaða úr Borgarfirði. Þau setjast að í Efra-Seli og era þar með foreldram Bjöms, sem þá eru komin á áttræðis aldur, og era þau þar til æviloka, Bjami í 12 ár en Margrét í 15. Má nærri geta að það hefur verið álag á húsmóðurina að hugsa um tvö gamal- menni til viðbótar við önnur störf. Það er ekki íyrr en löngu seinna að ég kynnist þeim hjónum Lilju og Birni í Efra-Seli, er ég sem ungur maður kom þangað sem tilvonadi •tengdasonur með næstelstu dóttur- inni, Margréti. Bjöm var góður meðalmaður á hæð og þétt vaxinn. Mér varð starsýnt á hendumar á honum. Öll liðamót vora stór og greinilegt að hann var handsterkur enda lá það ekki laust það sem hann hélt í. Eg stansaði ekki lengi í fyrsta skipti sem ég kom að Efra-Seli en kom þangað fljótlega aftur og oft á meðan þau Lilja bjuggu þar eða til 1966. Það sást að þarna var allt í föstum skorðum, hver hlutur á sín- um stað. Lilja sá um allt innan bæj- ar, fór ekki hratt yfir né hafði hátt, • en var með bros á vör og var hús- móðir á sínu heimili sem allir bára virðingu fyrir. Hún fór alltaf í fjós og mjólkaði og sá um mjólkina enda var hún alltaf í fyrsta flokki og fjöldi viðurkenningarskjala sem sönnuðu það. Björn sá um allt utan dyra. Þó hér sé talað um verkaskiptingu vora .þau sérstaklega samhent enda hafa •'þau þurft að vera það þar sem heim- ilið var alltaf nokkuð mannmargt. Á hverju sumri voru hjá þeim eitt og tvö sumarbörn og vora mörg þeirra sumar eftir sumar og tóku sérstöku ástfóstri við þau Lilju og Björn og sýndu þeim mikla ræktarsemi. I minningunni finnst mér að þegar við fjölskyldan fórum austur í Sel voru þar oftar en ekki brottfluttir sveitungar í heimsókn enda vora þau mjög gestrisin og var þá gaman að hlusta á þá rifja upp gamla tíma. Eitt var það í fari þeirra hjóna hvað ljóð- elsk þau vora og kunnu mikið af kvæðum og reyndi ég þetta nokkram sinnum á Bimi. Eg fletti upp í Ijóða- bók og byrjaði að lesa kvæði upphátt og brást það þá yfirleitt ekki að Bjöm hélt áfram utanbókar og lauk kvæðinu. Björn hafði gaman af að segja frá og sá vel það skoplega og kímdi þá þannig að allt andlitið ljóm- aði. Eins og áður er getið bragðu þau búi 1966 og fluttu suður í Garð og bjuggu þar í sambýli við Heiðu og Kidda og nutu bæði góðs hvort af öðra. Bjöm fór að vinna í fiski enda kunni hann handtökin frá gamalli tíð, en Lilja var heima og gætti hússins með bömum Heiðu. Þetta fyrir- komulag kom þeim Bimi og Lilju vel og vora böm Heiðu, Lilja, Sigmund- ur og Bjami Thor, ömmu sinni mikill styrkur er hún var ein heima á dag- inn. Þetta gekk þannig að þau vora í Garðinum að vetrinum en í Selinu á sumrin og hélst þetta óbreytt eftir að Lilja dó eða þangað til að Bjöm flutt- ist að Lundi árið 1982. Þar hefur hann búið síðan. Nú hefur sól bragðið sumri. Bjössi tengdafaðir minn er allur. Hann hef- ur ræktað sitt lífsstarf vel og á því von góðrar heimkomu. Hann trúði því að með því að fara vel með sitt pund, svíkja engan, yrði vel tekið á móti honum í landi eilífðarinnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Konráð Andrésson. Það er gamall siður í Kína að óska nýfæddum börnum þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Öldin sem senn er á enda hefur verið tími umbrota og byltinga í margs konar skilningi. Það fólk sem vaxið hefur upp með öldinni heiur orðið vitni að meiri umskiptum í lífi fólks og þjóða en nokkur önnur kynslóð í mannkyns- sögunni. Á langri starfsævi hefur það fengið að reyna umbrot aldar- innar á sjálfu sér. Það hefur líka bú- ið undir og skapað breytingar sem skilja á milli gamals tíma og nýs, hefða og nýbreytni. Það komst til manns í árdaga íslenskrar iðnbylt- ingar og það gengur á vit feðra sinna á upplýsingaöld. Þar er langur vegur á milli, mikil saga og að sönnu ótrúlegt lífshlaup. Afi okkar, Björn Bjarnason frá Efra-Seli í Landsveit, hefur nú kvatt þennan heim á nítugasta og sjötta aldursári. Eins og svo margir sam- tíða honum speglast líf þjóðarinnar í allri ævi hans. Hann fæddist í göml- um tíma rótgróinnar bændamenn- ingar þegar arfur og verðmæti genginna kynslóða geymdist með al- þýðufólki í sveitum og sjávarpláss- um. Ungur maður vann hann til sjós, á toguram og bátum, var þátt- takandi í mestu atvinnuháttabylt- ingu í sögu þessarar þjóðar. Bróður- part ævinnar stundaði hann búskap á arfleifð föður síns að Efra-Seli og þannig þekktum við hann best, afa í sveitinni. Þótt við væram enn barn- ung þegar hann brá búi á ofanverð- um sjöunda áratugnum geymast best þær myndir sem fyrir augu okkar bar í sveitinni. Sennilega vegna þess að sveitin var okkur ann- ar heimur. Þótt lífið væri þar fjör- legt og athafnamikið var samt eitt- hvað svo sérkennilega fornlegt við Efra-Sel. Bærinn stóð á hól spöl- korn frá veginum, burstirnar bar við himin og þökin vora að hluta til lögð torfi. Bærinn vissi að Eyjafjöllum og til austurs, aðeins spölkorn frá stóð Hekla. Svo rammíslensk mynd. Inn- andyra andaði einnig gömlum tíma. Baðstofan er minnisstæð. Þar stóðu rúm með þiljum og þar svaf allt heimilisfólk og gestir flestallir. Þau voru ólík um margt, afi og amma. Hún var alvöragefin og hafði reglu á heimilishaldinu. Þau fáu sumur sem ég fékk að vera í sveit að Seli hafði ég þann starfa, sem amma hafði fengið mér, að sækja mjólkina og Morgunblaðið niður á brásapall á morgnana, sópa bæinn og hjálpa til í eldhúsinu. Þess á milli hélt afi mér að verki utandyra, helst við heyskap að mig minnir. Hann var glettinn og kíminn og ég elti hann hvert sem hann fór. Sennilega hefur honum verið skemmt þegar verkin vöfðust fyrir mér fyrir vanþekkingu og klaufaskap. Á kvöldin sátum við heima í baðstofunni og hlustuðum á útvarp eða spjölluðum. Þau sögðu mér svo margt af lífinu í sveitinni, sögur sem ég hef fyrir löngu týnt niður í smáatriðum en era þó enn á sveimi í hugskotinu líkt og í þoku. Ekki man ég hvort það vora þau eða einhver annar sem sagði mér af álfa- byggðinni í hólnum rétt vestan við bæinn. Álfabyggðin var mikill raun- veraleiki og ég gekk um hólinn af varfærni og virðingu. Afi sló hólinn aldrei og dráttarvélum var ekki hleypt þar nærri. Og ég heyrði um- gang í hólnum, auðvitað. Seinna, þegar ég var orðinn fúll- tíða og amma farin heimsótti ég afa á sumram í gamla bæinn og dvaldi hjá honum í eina til tvær vikur í senn. Hann bjó þá í Garðinum en dvaldi mánuð eða tvo um hásumar á ári hverju í Selinu. Oftast voram við aðeins tveir. Þetta vora sumarfríin mín frá vinnu og aldrei hef ég varið þeim betur en í þessi skipti sem ég var með afa í Selinu. Hann var þá orðinn fullorðinn en minnið óbrigðult og sagnagleðinni var viðbragðið. Margt af því sem hann þá sagði mér, sérstaklega af lífinu á toguranum gömlu, stéttabaráttu sjómanna í ár- daga og um vökulögin, varð mér síð- ar veganesti og hvatning til að afla frekari fróðleiks um tíma sem aðeins sárafáir era nú til frásagnar um. Hann var ekki síður áhugasamur um framtíð mína og fyifrætlanir en ég um sögu hans. Og mér hefur alltaf þótt vænt um hve áfram hann var um að við barnabörnin hans mennt- uðum okkur til einhverra hluta. All- an lærdóm og menntun held ég að hann hafi metið mikils en hitt veit ég líka að menntun jafnaði hann ekki við visku eða mannlega verðleika. Hann var bókhneigður sjálfur en ekld síður vel lesinn af langri reynslu sinni. Og hann var vitur því svo oft opnaði hann augu mín fyrir hlutum sem mér hefði annars yfirsést. Mér gafst mikil auðna að fá að eyða tíma með ömmum mínum báðum og afa. Svo margt hef ég síðar byggt á þeim samvistum. Undir það síðasta dró mjög af afa og síðustu áranum eyddi hann á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Á hans efstu árum sáumst við sjaldn- ar. Ég vildi að þau skipti hefðu orðið fleiri. Gamli bærinn er nú kominn í eyði, hluti hans hefur verið jafnaður við jörðu og það sem eftir stendur hverfur sjálfsagt einnig innan tíðar. Þá brestur mér þráðurinn til gamla tímans sem ég aðeins komst í snert- ingu við í Selinu. En reynslan sem mér gafst er ómetanlega dýrmæt og minningarnar munu fylgja mér þann veg sem ég enn á ófarinn. Aðeins álfabyggðin í hólnum stendur enn en hver mun gæta hennar nú að afa gengnum? Við barnabörnin að Kjartansgötu 4 í Borgarnesi kveðjum afa okkar með söknuði en þökkum líka þær stundir sem okkur gáfust með hon- um og þann arf sem hann sannar- lega fékk okkur í hendur. Guð blessi minningu hans. Þór Indriðason. Mig langar í nokkram orðum að minnast afa míns, Björns Bjarna- sonar frá Efra-Seli í Landsveit. Við afi áttum heima í sama húsi þegar ég var lítill og mínar fyrstu minningar era tengdar honum að mörgu leyti. Strax pínulítill var ég oft niðri hjá ömmu og afa en þau þjuggu á hæðinni fyrir neðan okkur. Eg var samt aðeins fimm ára þegar amma dó og man þess vegna lítið eftir henni. Eftir það var ég mörg- um stundum með afa mínum. Við spjölluðum saman, spiluðum marías eða ég fylgdist með honum sjóða saltfísk og kartöflur. Hann átti líka alltaf suðusúkkulaði í eldhússkápn- um og stundum læddi hann að mér einum bita. Hvort það var nú matar- æðinu að þakka eða einhverju öðru þá man ég vel hvað afi var hraustur og sterkur. Hann vann á þessum tíma við fiskverkun og átti það til að ýta ungu mönnunum frá þegar mik- ið reyndi á. Þá minnist ég þess að afi kom mér eitt sinn til bjargar þegar ég var nærri ranninn niður af bíl- skúrsþakinu þar sem ég hafði verið að príla í óleyfi. Afi bar alltaf der- húfu þegar hann var úti og ávallt hafði hann meðferðis tóbaksbauk og klút. Hann var alltaf snyrtilegur til fara en í sparifotin var einungis far- ið á jólunum og við jarðarfarir. Á unglingsárunum flutti ég síðan líka niður á sömu hæð og afi og þar sem hann var nú farinn að eldast þurfti ég stundum að minna hann á súkkulaðið sem einhverstaðar lá uppi í skáp. Þegar ég var síðan 17 ára fór afi á elliheimilið og ég flutti með foreldram mínum annað. Eftir það var afi alltaf hjá okkur á jólunum. Minningar sem ég á frá þeirri hátið eru allar samofnar hon- um afa. Hann fór í sparifótin hálf sex, skipti um tóbaksklút og söng síðan alla sálmana með útvarpinu. Hann kunni líka alltaf betur við hangikjöt í jólamatinn heldur en svínakjöt og mikið talaði hann um það að hann hefði nú ekkert gott af því að borða meira þó ekki væri nú aukakílóunum fyrir að fara. Seinni ár var heilsa afa orðin þannig að hann hélt kyrra fyrir á elli- heimilinu um hátíðarnar. Ég var hins vegar oft á ferðinni þar í nágrenni og heimsótti afa eins oft og ég gat. Ekki var súkkulaði lengur á boðstólnum heldur tók afi fram baukinn og bauð mér í nefið. Við spjölluðum síðan saman um heima og geima, fengum okkur meira í nefið og stundum drakkum við saman kaffi. Þegar ég flutti síðan til útlanda fyrir fjóram áram fækkaði skiljan- lega heimsóknum mínum til afa. Heilsu hans hrakaði líka smátt og smátt og í hverri heimsókn sá ég afa minn eldast. Alltaf þótti mér nú samt gott að heimsækja gamla manninn og alltaf spjölluðum við eitthvað saman. I júlí síðastliðnum heimsótti ég afa í hinsta sinn. Hann var þá kom- inn á 96. ár. Heilsa hans var orðin mjög slæm en samt sagði hann við okkur nokkur orð og kyssti okkur að skilnaði. Elsku afi. Þakka þér fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Bjarni Thor. Elsku afi. Með stáli plógsins reist þú þína rún. Pú ræktaðir þitt land, þín fóðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði Þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans grænu sumarskrúði. Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita guðs og rækta akra hans. I auðmýkt naust þú anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. I dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill - og ævisaga. (D. Stefánsson.) Þeim fækkar óðum, sem feðrunum unna, sem finna sín heilögu ættarbönd, sögur og kvæði kunna og kjósa að byggja sín heimalönd. Fyrr sátu hetjur við arineldinn að óðali sínu, er vetra tók, og lásu við koluna á kveldin kafla í Landnámabók. (D. Stefánsson.) Nú er langi-i göngu þinni lokið, elsku afí, við þökkum fyrir að hafa fengið að ganga með þér þennan spöl. Núleggégaugunaftur, Ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð blessi þér heimkomu þína og hafðu þökk fyrir allt og allt. Barnabörnin, Kjartansgötu 5, Borgarnesi. Þau fjögur sumur sem ég í æsku dvaldi í Efra-Seli var ævinlega sól. Tíu ára gömul var ég send í sveit eins og mörg kaupstaðarbörn um miðbik aldarinnar. Þar bjuggu þá búi sínu Bjöm Bjarnason, sem hér er kvaddur, og kona hans, Guðrán Lilja, frænka mín, ásamt börnunum fimm, sem þá vora öll heima a.m.k. yfir sumarið. Þar var þá eins og viðast hvar bú- ið upp á gamla mátann eins og sagt er í dag. Allt var unnið með hestum og höndum. Það var gott að vera í sveit í Efra- Seli og í mörg ár eftir að ég var þar og kom þangað í heimsókn, fannst mér ég vera komin heim. Björn var bóndi af lífi og sál ogunni jörð sinni og sveit. Hann var ákaflega hlýr og barngóður og leit á alla sem jafn- ingja, ekki síst börnin sem hann tal- aði við eins og fullorðið fólk. Hann fór aldrei í manngreinarálit og sagði skoðanir sínar tæpitungulaust. Hann gat verið glettinn og gaman- samur ef sá gállinn var á honum. Landsveitin er falleg sveit og fjallahringurinn með sjálfa drottn- inguna Heklu í hásæti er óendan- lega fagur. Það var sveitin hans Björns, þar var hann fæddur og bjó alla sína ævi, utan nokkur ár í Garð- inum og að síðustu á dvalarheimil- inu Lundi á Hellu, þar sem hann lést 27. ágúst. Það er enginn héraðsbrestur þótt háaldraður bóndi falli í valinn, en þeim sem áttu hann að og stóðu hon- um næst eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur og þökk fyrir fjögur sólrík sumur fyrir margt löngu. Margrét Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.