Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 44
**Í4 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Iiigibjörg Stein-
þórsdóttir fædd-
ist í Ólafsvík 17. jan-
úar 1919. Hún lést á
Landakotsspítala
hinn 28. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
björg Guðmunds-
dóttir, ljósmóðir frá
Straumfjarðartungu
í Miklaholtshreppi,
og Steinþór Bjarna-
son, sjómaður frá
Kötluholti í Fróðár-
hreppi. Ingibjörg
var elsta barn þeirra
hjóna, en fyrir átti Þorbjörg einn
son, Guðmund Ársælsson, f. 16.
okt. 1913, d. 1. nóv. 1992. Al-
systkini Ingibjargar eru: Berg-
þór, f. 26. nóv. 1921, Sigurður, f.
16. júlí 1925, d. 28. sept. 1980,
Oddgeir, f. 13. apríl 1931, og
Bjarni, sem lést í frumbernsku.
Ingibjörg giftist 7. maí 1942
í dag kveðjum við ástkæra móður
okkar, Ingibjörgu Steinþórsdóttur.
Við fráfall hennar verður ekkert eins
og áður og það er margs að minnast
þegar litið er til baka yfir farinn veg.
TEftir sitja góðar minningar og gott
veganesti. Mamma var boðberi
dugnaðar, elju og manngæsku og
hún helgaði sig börnunum og heimil-
inu í einu og öllu fram á síðasta dag.
Mamma bjó alla tíð í Ólafsvík og
þar undi hún sér best. Þótt hún
dveldi í öðrum landshluta var hugur-
inn alltaf þar og staðnum vildi hún
allt hið besta. yitnum við í ljóð móð-
ur hennar um Ólafsvík:
0, mín kæra Ólafsvík,
ti oft hef ég í faðmi þínum
fundið öflin unaðsrík,
áður hvergi fann ég slik.
Dætur og synir dáðarík
dafni vel á brjósti þínu.
Yndislega Ólafsvík,
óskin berst frá hjarta mínu.
(Porbjörg Guðmundsdóttir.)
Innilegar þakkir sendum við Sig-
urði Björnssyni krabbameinslækni
fjTÍr vináttu hans og umhyggju og
starfsfólki Landakotsspítala fyrir
yndislega umönnun.
Guð blessi minningu Ingibjargar
Steinþórsdóttur.
Börnin.
í dag er til moldar borin elskuleg
.'i-tengdamóðir mín, Inga, eins og hún
var kölluð. Ég kynntist henni sumar-
ið 1980 sem verðandi tengdasonur og
upp frá því bar ekki skugga á í sam-
skiptum okkar.
Hún lagði okkur mikið lið þegar
við vorum að feta okkar fyrstu skref
í „búskapnum". Það er mér t.d.
minnisstætt að þegar við eignuðumst
dreng árið 1987 kom Inga til Reykja-
víkur og dvaldi hjá okkur um tíma.
Þær voru ófáar andvökunæturnar
sem við áttum með henni því dreng-
urinn var mjög óvær eins og nokkuð
algengt er með ungbörn fyrstu mán-
uðina. Við þessar aðstæður veitti
Inga okkur mikinn stuðning. Þetta
var mér mikils virði.
, y Eftir að ég fluttist til Þórshafnar
með fjölskyldu mína kom Inga aust-
ur og var einn vetur hjá okkur og var
það sérlega ánægjulegur tími. Hún
var mjög minnug og það var gaman
að eignast hlutdeild í minningabrot-
um hennar. Hún var mjög ánægð á
Þórshöfn þar sem hún fann ákveðna
samsvörun við sína heimabyggð, en
þar snerist lífið og tilveran að miklu
leyti um sjósókn og físk, sem hafði
alla tíð verið órjúfanlegur hluti af lífí
hennar.
Inga var dugnaðarf’orkur og mjög
hörð af sér og þótt hún ætti lengi við
_jheilsubrest að stríða lét hún það ekki
aftra sér á neinu sviði. Hún var að
eðlisfari sérlega blíð, róleg, yfírveg-
uð og sterk manneskja. Hún hafði
yndi af tónlist og söng, enda kunni
hún ógrynni laga og texta.
Ofarlega er mér í huga ferð okkar
með Ingu um páskana 1995 er við
vorum I bíl á leið suður, en þá var
jjwnikill snjór og þung færð með
skafrenningi. A Öxnadalsheiði lá oft
Guðlaugi Guðmunds-
syni, sjónianni frá
Ólafsvík, f. 4. mars
1915, d. 12. apríl
1991. Börn Ingi-
bjargar og Guðlaugs
eru: Sonja, f. 10. des.
1939, Ottar, f. 23.
feb. 1943, Steinþór
Víkingur, f. 3. júní
1945, Guðmunda, f.
14. okt. 1946, Rafn, f.
15. nóv. 1949, Magn-
ús, f. 19. maí 1952,
Sólveig, f. 5. des.
1953, Björg, f. 3. júní
1956, og Guðlaug
Sandra, f. 18. jan. 1961. Sonur
Sonju, Guðlaugur Gunnarsson, f.
19. ágúst 1958, ólst einnig upp
hjá Ingibjörgu til sex ára aldurs.
Barnabörn Ingibjargar eru 32 og
barnabarnabörn 23.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Ólafsvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
við að bíllinn festist í snjónum og út-
lit með áframhald ekki gott. Það er
mér mjög minnisstætt að á meðan á
þessu stóð hélt hún alltaf ró sinni
þótt ég vissi að hún væri mjög veður-
hrædd. Hún lagði það til að við
syngjum, sem og við gerðum hástöf-
um. Þetta voru hennar viðbrögð við
erfiðum kringumstæðum og þau
hjálpuðu einnig okkur hinum.
Nú þegar komið er að leiðai’lokum
lifir minningin um góða og mæta
konu. Með Ingu er gengin á braut
ein af þessum kjarnakonum sem
voru hornsteinn fjölskyldunnar.
Blessuð sé minning hennar.
Garðar Halldórsson.
Þrátt fyi’ir erfið veikindi auðnaðist
Ingibjörgu Steinþórsdóttur, tengda-
móður minni, að halda reisn sinni allt
fram í andlátið. Hún var svo lánsöm
að fá inni á Landakotsspítala síðustu
vikurnar og naut þar frábærrar um-
önnunar starfsfólks sem lagði sig
fram um að láta henni líða sem best
bæði andlega og líkamlega.
Nokkrum dögum áður en Inga lést
kom ég til hennar. Þá hafði starfs-
fólkið og dætur hennar „puntað"
hana upp og hún var hrein og fin.
Þannig vildi hún vera, enda hafði
hún aila tíð hugsað vel um útlit sitt
og raunar útlit alls þess sem hún
hafði með höndum. Hún var stolt
kona og vönd að virðingu sinni.
Hún Inga átti það svo sem inni að
dálítið væri stjanað við hana mátt-
farna og sjúka, því allt sitt líf hafði
hún fórnað kröftum sínum fyi’ir
aðra, bæði sem níu barna móðir og
húsfreyja á risnumiklu heimili, sem á
stundum mátti kalla félagsheimili
stórrar fjölskyldu. Hún átti langan
starfsdag að baki.
Ingibjörg var dóttir hjónanna Þor-
bjargar Guðmundsdóttur ijósmóður
og Steinþórs Bjarnasonar sjómanns
og var eina dóttirin í fimm systkina
hópi. A unglingsárum Ingu var
kreppan í algleymingi og mikil fá-
tækt víða. Inga kynntist því fljótt því
lífsviðhorfi að ekkert fæst án fyrir-
hafnar og var vinnusemi eitt af að-
alsmerkjum hennar með miklum
kröfum til sjálfrar sín.
Ung giftist hún Guðlaugi Guð-
mundssyni skipstjóra og síðar út-
gerðarmanni. Hjónaband þeirra var
gott og bar mikinn ávöxt, því alls
urðu börnin níu eins og fyrr sagði.
Hjónin voru samlynd og aldrei var
skortur í heimiii hjá Ingu og Lauga
þótt ekki væri ríkidæmið framan af.
Hjá þeim ríkti glaðværð, söngelska
og nægjusemi. Þótt heimilið væri
mannmai’gt var ævinlega nægt pláss
fyrir alla, jafnvel var aðkomusjó-
mönnum bætt inn á heimilið auk
þess að þá þótti sjálfsagt að annast
gamla fólkið heima. Ur húsnæðis-
þrengslum rættist þó vel þegar þau
byggðu sitt stóra hús í Mýrarholti
14, þar sem heimili þeirra stóð
lengst.
Inga var glæsileg kona meðan
heilsu naut við. Tign sinni hélt hún
þó alltaf. Hún var vel gefín, minnug
og skemmtileg og það er ógleyman-
legt að hafa heyrt Ingu og Lauga
mann hennar segja frá gömlu dögun-
um þegar ástin og rómantíkin voru
enn í fullu gildi. Inga var alltaf vel til
höfð heima sem heiman. Hún var
mikil eiginkona og móðir og heimili
hennar var orðlagt fyrh’ hreinlæti og
myndarskap. Oft hefur vinnudagur-
inn verið langur og nóttin lögð við
hjá sjómannskonunni með stóra
barnahópinn sinn og sjaldan verið
sofið fast. Og svo þurfti að sinna
þörfum allra. Þess voru dæmi að
þegar hún tók á móti Lauga og
strákunum af sjónum væri hún með
matinn tilreiddan sérstaklega fyi’ir
hvern og einn. Þótt heimilið væri
stórt og annríkið mikið þar þá greip
Inga oft í vinnu utan heimilis, bæði í
frystihúsinu og eins veiðarfæravinnu
eftir að Guðlaugur stofnaði til út-
gerðar með sonum sínum. Það var
unnið að öllu af dugnaði og það rætt-
ist vel úr efnahagnum. Já, það var
rausnar- og myndarskapur á öllu,
ekki síst hjá húsfreyjunni, en það var
farið vel með alla hluti.
Kærleikur Ingu náði langt út fyrir
fjölskyldu hennar. Hún var góð öll-
um sem minna máttu sín og tók svari
þeirra. Eitt sinn, fyrir mörgum ár-
um, bar það við að næturlagi að Inga
vaknaði ásamt ungri dóttur sinni við
það að umgangur var í eldhúsinu.
Þegar fram var komið var þar ungur
maður, illa á sig kominn. Hafði hann
getað opnað ísskápinn en sofnað þar
með. Þá var það Inga sem kom pilti
til ráðs, dreif í hann mat og lagaði
hann eitthvað til áður en sá óboðni
fór aftur. Skýringin á viðbrögðum
húsfreyjunnar var sú að pilturinn
ætti ekki heimili í plássinu, væri að-
komusjómaður og væri án eiginlegr-
ar umönnunar. Þessa hlýju og um-
hyggjusemi fundum við tengdabörn
hennar strax við fystu kynni. Hún
var okkur sem önnur móðir.
Síðustu árin voru Ingu erfið vegna
bágs heilsufars. Hún varð fyrir áfalli
sem leiddi til þess að hún missti
nokkurn mátt og málið að miklu
leyti. Hún varð svo fyrir þeirri sorg
að missa Guðlaug mann sinn árið
1991 eftir langt og ástríkt hjóna-
band. Hún var þó, þrátt fyrir heilsu-
leysið, alltaf ákveðin í að halda heim-
ili sitt og gerði það. Þó þótti henni
slæmt að hafa ekki þrek til að fylla
hús sitt af ættingjum og vinum á há-
tíðum og standa fyrir veislum eins og
vani var þeirra hjónanna, en til síð-
asta dags glaðnaði yfír henni ef hún
gat veitt gesti beina.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guó, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Inga. Minning þín yljar um
hug og hjarta. Sofðu vært og rótt.
Helgi Kristjánsson.
Elsku amma mín.
Nú líður þér vel. Ég veit þú ert
þar sem ekkert slæmt er til, engar
þjáningar og ég veit þú svífur um,
engillinn minn, falleg og tíguleg eins
og þú varst alltaf. Þú varst búin að
vera mikili sjúklingur svo lengi, en
varst alltaf svo sterk. Allt tekur ein-
hvern tíma enda.
Þær eru óteljandi stundirnar sem
við áttum saman í Mýrarholtinu.
Það gladdi mig svo mikið að vera hjá
þér og geta hjálpað þér, því mér
fannst þú taka alltaf svo mikið mark
á mér, þótt ég væri lítil, og þú varst
mér svo góð. Það veitti mér ómælda
ánægju að geta hjálpað þér við hitt
og þetta, en mest þó þegar við hálp-
uðumst að við að bæta talmálið þitt,
amma mín, sem þú misstir tökin á
þegar þú fékkst heilablóðfallið. Þú
kallaðir mig kennarann þinn, en í
raun og veru varst þú alltaf kennar-
inn minn, því þú fræddir mig um svo
margt í tengslum við lífið og tilver-
una. Þú gafst mér svör við svo
mörgu sem aldrei er spurt um. Við
áttum margt bara út af fyrir okkur
og við deildum saman gleði og sorg.
Það er svo ótal, ótal margt sem ég
virði og elska þig fyrir, að það verð-
ur ekki með fátæklegum orðum mín-
um tjáð.
Elsku amma, ég kveð þig í bili því
ég veit ég á eftir að hitta þig síðar.
Takk fyrir allar gleðistundirnar okk-
ar, þær eru og verða hornsteinninn í
æskuminningum mínum. Ég bið Guð
og alla englana hans að taka vel á
móti þér og gæta þín.
Ég mun ávallt heiðra minningu
þína.
Þín
ísafold.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Blessuð sé minning ömtnu Ingu.
Guðmundur, Lovísa og Kolbrún.
Elsku amma Inga.
Nú er komið að kveðjustundinni.
Við kveðjum þig með sorg og sökn-
uði en munum ávallt minnast þín
með gleði og hlýhug.
Góðmennska þín og velvild í garð
annan-a var þitt aðalsmerki. Við vilj-
um þakka þér hve góð amma og vin-
ur þú varst okkur. Það var alltaf svo
gott að koma í Mýrarholtið til þín því
þú tókst svo vel á móti okkur og vin-
um okkar. Þú varst alveg einstök á
allan hátt.
Elsku amma krútta, við elskum
þig heitt.
Þínar ömmustelpur,
Dagný, Geirlaug og Silja.
Nú ert þú farin, amma, farin til
Guðs og englanna og til hans afa sem
ég veit að hefur beðið eftir þér.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, þakka fyrir öll
sumrin sem við áttum saman, hlýj-
una og umhyggjuna sem þú barst
fyrir mér, allan góða matinn þinn og
síðast en ekki síst allt það sem við
tvær brölluðum saman og enginn
annar veit.
Það voru forréttindi að fá að vera
hjá þér þegar þú kvaddir þennan
heim. Svo friðsælt að fá að sofna
svona hægt og rólega með ástvinina
hjá sér.
Stundum er sagt að dauðinn sé
líkn og það átti svo sannarlega við í
þetta sinn. Eftir áralöng veikindi
þegar líkaminn er orðinn lúinn og
sálin þreytt er gott að fá hvíldina.
Mér fmnst viðeigandi að kveðja
þig með þessum orðum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu sæl, elsku besta amma.
Við sjáumst örugglega síðar.
Ingibjörg Yr Þorgilsdóttir.
Eftir löng og erfið veikindi hefur
hún amma Inga nú kvatt þennan
heim. Síðustu árin hafa verið henni
erfið í veikindum hennai’, en hún tók
þeim með æðruleysi og tókst þannig
á við erfíðleika sína. I sínum veikind-
um naut hún umhyggju barna sinna
og fjölskyldu sem studdu hana og
styrktu við þær aðstæður, fyrir það
viljum við þakka. Hún amma Inga
var alla tíð mikill dugnaðai’forkur,
hún hélt utan um stórt heimili og var
alltaf að hugsa um alla sína. Auk
þess vann hún lengi utan heimilisins,
eins og tíðkaðist á þeim tíma. Það
var henni mikið áfall þegar afí Laugi
féll frá fyrir nokkrum árum, en þau
höfðu saman átt myndarlegt heimili
og eignuðust níu börn, sem öll eru
myndarlegt og dugmikið fólk. Það
var alltaf gott og gaman að koma til
þeirra afa og ömmu í Mýrarholtið og
þar var oftast mikið um að vera.
Alltaf bar hún fyrir okkur eitthvert
INGIBJORG
. STEINÞÓRSDÓTTIR
góðgæti, en eftirminnilegastar eru
hveitikökurnar sem hún bjó til á sinn
einstaka hátt og yfirleitt voru þær
bornar fram með hangikjöti. Þannig
vai’ hún amma Inga alltaf að hugsa
um að allir fengju nóg hjá sér. A jól-
um þótti okkur ekki vera hátíð nema
fara til afa og ömmu í Mýrarholtið á
aðfangadagskvöld, þá bar amma
jafnan fram góðgæti sem við börnin
hennar og barnabörnin gæddum
okkur á.
Nú er hún amma látin og þau afi
hafa aftur sameinast. Um ókomna
tíð munu í hugum okkar lifa minn-
ingai’ um góða ömmu sem lét sér
alltaf annt um okkur fjölskylduna
sína. Við þökkum ömmu Ingu fyrir
samfylgdina. Megi hún hvíla í friði.
Drífa, Magnús, Guðrún
og Guðmundur.
Mig langar að minnast góðrar vin-
konu og nágranna, Ingibjargar
Steinþórsdóttur eða Ingu eins og
hún var jafnan kölluð. Við kynnt-
umst fljótlega eftir að ég kom til
Olafsvíkur fyrh’ tæpum 40 árum.
Mágkona min Jóhanna Ögmunds-
dóttir, sem nú er látin, var æskuvin-
kona Ingu og eiginmenn þeirra,
Runólfur og Guðlaugur, voru góðir
vinir. Fyrir rúmum 30 árum byggð-
um við hjónin hús í Mýrarholtinu, við
hliðina á Ingu og Lauga. Alla tíð síð-
an hefur verið gott og mikið sam-
band á milli okkar Ingu. Hún var af-
skaplega traust, ákveðin og skap-
mikil, en um leið svo blíð og góð.
Inga og Laugi eignuðust níu börn,
fimm dætur og fjóra syni. Hún Inga
var ekki bara móðir barnanna sinna,
hún var líka vinur þeiiTa hinn besti.
Það var yndislegt að sjá alla þá hlýju
og væntumþykju sem var í samskipt-
um hennar og barnanna. Heimilið
var mannmargt og afar gestkvæmt
en Inga var mikil og góð húsmóðir,
þrifin og dugleg.
Arin líða svo fljótt, mér finnst svo
stutt síðan við vorum saman á
skemmtunum úti í kirkjukjallara og
svo var farið þaðan á ball í gamla Fé-
lagsheimilið. Eins var farið í Röstina.
Alltaf mikil gleði og ánægja í hópnum.
I mörg ár vorum við hjónin hjá Ingu
og Lauga á nýjársnótt. Þá var gest-
kvæmt hjá þeim og vel veitt í mat og
drykk og mikið sungið. Inga leiddi
sönginn en hún hafði góða söngrödd
og kunni alla gömlu góðu textana. Það
er óhætt að segja að þau hjón kunnu
að gleðjast og taka á móti gestum.
Ekki get ég annað en minnst
„töðugjaldanna" okkar, en svo
nefndum við það þegar ég tók slátur
á haustin. Þá komu frúrnar af báðum
hæðum á Mýrarholti 14, Inga og
Imba, yfir til mín. Við skipulögðum
það þannig að ég tók slátur síðast og
þær hjálpuðu mér og stjórnuðu öllu.
Þegar leið á kvöldið og sá fyrir end-
ann á verkinu hófst gleðin hjá okkur.
Oftast bættust við gestir og alltaf
var mjög gaman og mikið hlegið.
Þær vinkonurnar kunnu svo vel að
segja skemmtilega frá og njóta sam-
verustunda.
En nú er hljótt í nágrenni mínu.
Ég sakna góðu stundanna, en um
leið er ég ánægð að hafa átt samleið
með þessu góða fólki. Við Inga áttum
margar góðar stundir saman og
þurfti ekki tilefni til. Eftir að hún
veiktist fyrir allmörgum árum og átti
bágt með að tala fannst mér við hafa
meiri þörf fyrir að hittast. Hún var
svo dugleg að beita leiktækni ef ég
skildi ekki allt. Inga var ætíð afskap-
lega vel til höfð og hnarreist og hélt
reisn sinni fram til þess síðasta. Ég
sagði stundum við hana að hún hefði
ábyggilega verið hefðarfrú í fyiTa
lífi, því hún bai' sig svo flott í allri
framgöngu.
Elsku Inga mín, ég kveð þig að
sinni og þú mannst hvað við lofuðum
hvor annarri, að það sem okkur gæf-
ist ekki tími til hérna megin ætluð-
um við að bæta okkur upp þegai’ í
himnasæluna væri komið. Ég þakka
þér alla þá gæsku sem þú hefur sýnt
mér og mínu fólki.
Elsku Sonja, ég votta þér, systkin-
um þínum og fjölskyldunni allri mína
innilegustu samúð.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Sigríður Þdra Eggertsdóttir.
• Fleirí minningargreinar uin Jón
Jónsson bíða biríingar og munu
birtast i blaðinu næstu daga.