Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 46
4m LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNLAUGUR BERGLJOT
CARL NIELSEN BJARNADÓTTIR
Gunnlaugur
Carl Nielsen
var fæddur í
Reykjavík 21.
ágdst 1960. Hann
lést 22. ágxíst
síðastliðinn og fór
útfor hans fram
frá Víðistaðakirkju
4. september.
Elsku Björk, Heim-
ir, Linda Björk, Einar,
Björn og aðrir
ástvinir. Um leið og
við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð á
þessari erfiðustu sorgarstund lífsins
viljum við minnast elsku Gulla með
þessum versum:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðurviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðasta blund.
Grátnir til grafar,
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
+ Guð oss það gefi,
glaðirvérmegum
þér síðar fylgja’í friðarskaut.
(V.Briem.)
Elsku Gulli, megi englar Guðs
vaka yfir ástvinum þínum.
Hvíl í friði.
Blessuð sé minning þín.
Asta, Sveindís og Þorbjörg.
Það getur oft verið erfitt og sárt
að horfast í augu við staðreyndir.
Skólabróðir okkar og félagi Gunn-
Taúgur Carl Nielsen er látinn aðeins
38 ára að aldri. Kynni okkar af
Gunnlaugi hófust þegar við vorum í
námi í Vélskóla íslands. Gunnlaugs,
eða Gulla eins og við og flestir
þekktum hann, minnist maður helst
sem hins trausta ráðagóða félaga
sem ætíð með léttri lund og brosi
sínu gat fengið aðra til að líta lífið
jákvæðari augum.
Félagsskapur Gulla var ætíð vel
þeginn þegar við vorum á skólabekk
og að vinna með honum við verk-
efnavinnu gaf verkefnunum ætíð
meira gildi því Gulli hafði sína léttu
lund með hvort heldur verkefnin
voru af þyngra taginu eða léttari.
Ohjákvæmilega leiddu kynni okkar
inf Gulla til þess að við kynntumst
Björk konu hans og bömum þeirra
og hafa þau kynni verið jafn jákvæð
og skemmtileg og kynni okkar af
Gulla. Þegar nær dró lokum náms
okkar, vorum við nokkrir sem sett-
um markið á að klára námið að vori
1989. Ur þessu varð hópur sem setti
sér það markmið komast í útskrift-
arferð þá um vorið. Strax haustið
áður hófst undirbúningur að ferð
þessari og var Gulli einn þeirra sem
af hvað mestum dugnaði setti
verkið af stað. Seinna sýndi það sig
að Gulli átti ekki heimangengt í
þessa útskriftarferð, en þrátt fyrir
það vorum við hinir svo heppnir að
Gulli ákvað samt að starfa áfram
rrtéð okkur að undirbúningi þessar-
ar ferðar. Þetta undirbúningsstarf
sem við unnum vegna útskriftar-
ferðar okkar var mjög skemmtilegt
starf í alla staði og er það ekki síst
því að þakka að Gulli var ætíð með
og létti okkur lundina
og skerpti okkur þegar
þegar miður gekk í
undirbúningnum. Allt
þetta starf framkvæmdi
Gulli með okkur hinum
vitandi það að hann
myndi ekki fara með
okkur í ferðina og var
það mjög óeigingjarnt
það starf sem hann
vann þar. Allt það sem
við námum og unnum
saman á þessum tíma
hristi hópinn vel saman
og kynntumst við
nokkuð vel þama og
eigum við góðar minningar frá þess-
um tíma.
Að loknu námi fórum við eins og
gefur að skilja hver í sína áttina til
starfa, flestir til sjós sem vélstjórar,
fluttist þá Gulli og fjölskylda hans
austur á Eskifjörð til að byrja með,
en fluttist fljótlega aftur suður og
hófu þau Gulli og Björk að byggja
sér hús í Hafnarfirði. A þessum
tíma starfaði Gulli sem vélstjóri á
ýmsum fiskiskipum við mjög góðan
orðstír og var alls staðar vel liðinn
þar sem hann starfaði.
Haustið 1995 tók fjölskyldan sig
upp og flutti til Namibíu þar sem
Gulli hafði ráðið sig sem yfírvéL
stjóri á frystitogarann Seaflower. í
Namibíu var fjölskyldan búin að
koma sér vel fyrir og leið vel þar
suðurfrá og hafði hugsað sér að
vera þar um nokkur misseri. En
mennirnir áforma en Guð ræður,
segir máltækið og hræðilegt slys
átti sér stað aðfaranótt sunnudags-
ins 23. ágúst síðastliðins mánaðar
og Gulli var hrifinn frá okkur öllum
í einu vetfangi. Minningarnar um
Gulla eru margar, en fyrst og
fremst er það minningin um
jákvæðan og lipran félaga sem gam-
an var að hitta og deila með stund
og stund í léttu spjalli. Við kveðjum
Gunnlaug Carl hinstu kveðju og
vottum eiginkonu hans Björk, börn-
um þeirra, foreldrum hans, systkin-
um hans og öðrum ættingjum og
vinum, okkar dýpstu samúð.
Skólafélagar úr Vélskóla fslands.
Elsku Gulli, okkur er það óskilj-
anlegt að þú svo hraustur og fullur
lífsgleði skyldir í blóma lífsins hrif-
inn svo snögglega burt frá okkur
öllum. Síðan fregnir af slysinu bár-
ust okkur hefur hugur okkar oft
leitað til þín og þeirra góðu stunda
sem við áttum með þér. Minnis-
stæðastur er okkur tíminn þegar
við bjuggum í Bremen og þú sigldir
reglulega til Bremerhaven. Við
hlökkuðum alltaf mikið til þessara
mánaðarlegu funda okkar, og að
fara á „kínverska" niðri í bæ og
borða saman. Þar áttum við góðar
stundir, leystum öll heimsins
vandamál og hlógum síðan að öllu
saman. Það var alltaf með trega að
við sáum á eftir þér sigla heim á leið
en við hugguðum okkur við að þú
kæmir brátt aftur. Fyrir utan
birgðir af ferskum karfa skildir þú
alltaf svo mikið eftir hjá okkur. Þú
hreifst okkur með einlægni þinni og
hlýju. Nú hefur þú siglt þína síðustu
ferð og kemur ekki aftur.
Guð blessi þig, Björk og börnin
ykkar.
Bjarni og Sveinbjörg.
t
Elskuleg móðir okkar,
RANNVEIG AXELSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 3. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Eiríksson,
Axel Eiríksson,
Ingibjörg Eiríksdóttir,
Grímur Ó. Eiríksson,
Helga Eiriksdóttir.
+ Bergljót
Bjarnadóttir
fæddist á Flateyri
við Önundaríjörð 8.
júlí 1910. Hún lést á
Landspítalanum 26.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Askirkju 4.
september.
„Við skulum ekki
vera sorgmædd yfir að
missa hana - heldur
vera þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa
hana svo lengi.“ Þessi orð eiga að
vera efst í huga okkar þegar við
kveðjum ömmu Beggu sem var hinn
styrki stofn sem markaði djúp stor í
margar kynslóðir á sinni löngu ævi.
Með sinni blíðu nærveru fyllti hún
hjörtu okkar af kærleik og hlýju. A
heimili hennar voru allir velkomnir
og um leið og hún sýndi annálaða
gestrisni sína - miðlaði hún okkur
af kærleika sínum, viskubrunni og
lífsreynslu. Þrátt fyrir líkamleg
veikindi og krankleika ellinnar, hélt
hún sinni andlegu reisn og virðingu
allt þar til yfir lauk. Ég kveð þessa
miklu konu með virðingu og þökk
og megi hún hvfla í friði í Paradís.
Með hinstu kærleikskveðju frá
Spáni.
Lydia Torres.
Við andlátsfregn móðursystur
minnar Bergljótar Bjarnadóttur,
setti mig hljóða. Minningar liðinna
áratuga liðu sem ljósbrot um hug-
ann. Vinátta hennar hefur alltaf
verið svo ljúf og trygg frá fyrstu tíð,
í gegnum lífsins göngu. Þegar ég
var barn heima á Isafirði, kom
Begga stundum í heimsókn til for-
eldra minna, alla leið frá Haukadal í
Dýrafirði, en þá bjó hún þar ásamt
eiginmanni sínum, Helga Pálssyni
kennara, og börnum þeirra fjórum,
Andreu, Bjarna, Svavari og Guð-
mundu. Þegar Begga birtist í litla
kotinu í Hlíðinni var glatt á hjalla.
Hennar góða skapferli lýsti upp til-
veruna.
Mörgum árum seinna fluttust
Begga og Helgi til Reykjavíkur.
Þegar þau voru sest að í Norður-
brún fómm við Gísli í heimsókn til
þeirra. Þegar mamma kom frá
Isafirði hittust þær systur oft á
Laugamesveginum hjá okkur. Var
þá oftast tekið lagið, því að þær
systur voru mjög söngelskar, og
kunnu heil ósköp af gömlum ljóðum
og lögum. Ljósgeislar minninganna
lifa jafnt í gleði sem sorg. Það
þekkti Begga líka. Hún stóð við gröf
eiginmannsins og beggja sona
sinna. Það var hennar þunga þraut,
en hún stóð eins og hetja í sorginni.
Trúin á Drottin Guð lýsti upp tilver-
una og hennar glaða hjarta var
alltaf tilbúið að hugga þá sem
hryggir voru. Með þessum fáu orð-
um vil ég minnast ástkærrar
frænku og vinkonu. Megi von henn-
ar rætast, um að Alvaldsljósið
skæra leiði hana til Ijúfra endur-
funda. Við Gísli vottum dætrum
hennar, þeim Andreu og Guð-
mundu, afkomendum þeirra og
systkinum hennar dýpstu samúð.
Ég ætla að kveðja frænku mína
með hluta úr sálmi, sem við sungum
stundum saman:
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir
engill sá er vonin blíð.
Blessuð von, í bijósti mínu
bú þú meðan hér ég dvel,
lát mig sjá í Ijósi þínu
ljómann dýrðar bak við hel.
(H. Hálfd.)
Elsku Begga, hjartans þakkir
fyrir tryggðina, samfylgdina og
sönginn. Guð blessi þig.
Þín frænka,
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Það var aðeins laut
sem skfldi að holta-
bæina gömlu, Vésteins-
holt og Brautarholt, í
Haukadal í Dýrafirði,
og um þá laut lá fjölfar-
in slóð. Sá sem nú gerir
sér ferð út í Haukadal
sér tæpast móta fyrir
lautinni vegna
trjáræktar núverandi
eigenda Vésteinsholts,
sem nú þjónar sem
sumarbústaður, en
Brautarholt sér hann
hvergi. Það var jafnað
við jörðu þegar eigend-
urnir fluttu burtu. Þeir sem átt hafa
sporin sín þarna sjá þó gjarna fyrir
sér reisulegt húsið í Brautarholti og
myndarleg trén í blómagarðinum
hjá Beggu og Möttu þar sem
venusvagninn og vatnsberinn vögg-
uðu í blænum. Vatnsberinn fékk
veglegastan sess; hann var í miðjum
garðinum en venusvagninn með
þeirri hlið sem sneri fram í dalinn.
Undirrituð man oft eftir að hafa
dáðst að blómunum í garðinum því
að þá var ekki alsiða að garður væri
við hvert býli.
En það er ekki aðeins hægt að sjá
fyrir sér vegsummerki mannanna
og garðinn sem þeir yrktu heldur
ber mannlífið sjálft hæst. Einstak-
lingar koma og fara og þeir hverfa
nú sem óðast Haukdælirnir er settu
svip sinn á dalinn á fyrri hluta þess-
arar aldar og fram á 6. áratuginn.
Þau ár sem eru mér ofarlega í sinni
eni árin frá 1944-1962, þ.e.a.s. upp-
vaxtarár mín uns við fluttumst suð-
ur og ég ætla um stund að hverfa á
vit þessa tíma.
í Brautarholti bjó hún Begga
mín. Hún hét reyndar Bergljót
Bjarnadóttir og ég skildi aldrei
hvers vegna svona falleg kona
skyldi hafa orðshlutann -ljót í nafni
sínu, því að í mínum augum var hún,
og verður ævinlega, gullfalleg og
stórbrotin manneskja. Hún hafði yf-
irbragð drottningarinnar því að það
fylgdi henni tign og virðuleiki þrátt
fyrir glensið, glaðan hláturinn og
ríkulegt skopskyn.
Þegar ég fæddist þá var langt síð-
an bam hafði fæðst á Holtabæjun-
um, og jafnvel í Haukadal, og því
hefur mér skilist að ég hafi hlotið
nokkra athygli nágrannanna. Mér
er sagt að ég hafi skriðið yfir laut-
ina til hennar Beggu minnar til að
ná mér í rúsínur, en hún fóðraði mig
á þeim, sætindum þess tíma. Ekki
man ég eftir þessum ferðum mínum
á fjórum fótum yfir lautina en ég
man hins vegar vel ýmsar þeirra
sem ég fór á tveimur. Þær urðu
margar og allar jafnánægjulegar.
Ég man meira að segja að þær urðu
svo margar að reynt var að stemma
stigu við þeim svo að ég gerðist ekki
uppáþrengjandi. Ég mátti ekki setj-
ast upp hjá Beggu minni og Helga
Pálssyni manni hennar, en Helgi
var, jafnframt því að stunda sjóinn
og búskap, barnakennari í Hauka-
dal um skeið og síðar á Þingeyri.
Þetta var ekki auðvelt að skilja
því að Begga mín var afar skemmti-
leg kona. Hún var hláturmild og
glöð, lagði aldrei illt til nokkurs
manns og kunni þá list að hlusta á
viðmælandann, jafnvel þótt hann
væri ekki hár í loftinu. Henni var
líka lagið að láta lítilli manneskju
finnast að hún hefði eitthvað fram
að færa í tilverunni og skoðanir
hennar skiptu máli ekki síður en
þeiiTa fullorðnu. Það er ekki öllum
gefið að geta talað við börn með
þeim hætti að þeim finnist sá full-
orðni vera jafningi þeirra en við
slíkt samtal öðlast sá eldri og
reyndari trúnað barnanna og
virðingu. Þetta kunni hún Begga
mín svo vel. Eitt atvik úr samskipt-
um okkar er sérstaklega greypt í
vitund mína og snertir einmitt
þennan þátt í fari hennar. Helgi var
fjarverandi og Begga þurfti að
smala lambfé að vorlagi. Hún kom
til foreldra minna og fékk mig
lánaða til að fara með sér fram á
dal. Ég var átta eða níu ára gömul
og varð upp með mér af starfanum.
Ég man ekkert hvemig smala-
mennskan gekk en ég man að alla
leiðina fram eftir töluðum við saman
eins og vinkonur, trúðum hvor
annarri fyrhr hugrenningum okkar
og ýmsum leyndardómum og
skoðunum. Sennilega var þetta í
fyrsta sinn sem ég upplifði slíkan
trúnað af fullorðinni manneskju og
því var stundin dýrmæt. En Beggu
var fleira til lista lagt en glaðlyndi
og góð hugsun til náungans. Hún
söng mjög vel, var m.a. í litla
Haukadalskórnum sem nefndist
Vöggur. Þá lék hún í leikritum sem
færð vora upp í samkomuhúsi stað-
arins, en það hafði kvenfélagið Hug-
rún í Haukadal reist af myndarskap
og að sjálfsögðu var Begga ein af
kvenfélagskonunum. Undirrituð
varð til að mynda þess heiðurs
aðnjótandi að lána henni eina tóma
brúna glerkrukku undan fegurðar-
smyrsli, fengna frá einhverri burt-
fluttri heimasætu dalsins, sem leik-
mun í eitt af leikritunum sem Begga
lék í!
Já, í þá daga var líf og fjör í
Haukadal. Dæmi um það er að þeg-
ar jólatrésskemmtanimar voru
haldnar enduðu þær t.d. ævinlega á
því að Leifur á Húsatúni spilaði á
tvöfóldu harmónikuna sína og allir
dönsuðu gömlu dansana. Ég sagði
allir, því að fullorðnir dönsuðu við
börnin og kenndu þeim réttu spor-
in. Þá var marsérað, farið í kokkinn,
myllu, nafnakall og hvað þeir heita
allir gömlu dansamir sem eru svo
skemmtilegir og stuðla að félags-
lyndi. - Konurnar bökuðu hvíta
tertubotna sem voru lagðir saman
með sultu og skreyttir með rjóma
og sultu, eða kannski skrautsykri ef
hann var til hjá Sigmundi, og allir
drukku heitt súkkulaði með. Gang-
urinn bak við leiksviðið þjónaði sem
kæligeymsla og þegar konurnar
skutust bak við brún, þykk tjöldin
biðu ýmsir í ofvæni eftir að sjá
hvernig til hefði tekist með skreyt-
inguna á þeirri köku sem þær komu
með til baka!
Það er gott fyrir þá sem eftir lifa
að eiga góðar minningar um sam-
ferðamennina sem burtkallast, en
ég held að það sé líka gott þeim sem
hverfa á brott að njóta þeirrar hlýju
sem slíkar minningar kalla fram í
huga vina á kveðjustund. Sporin
okkar eru misdjúp en kannski eru
þau dýpst þegar við stígum sem
léttast til jarðar og förum sem
mýkstum höndum um það sem á
vegi okkar verður, hvort sem það er
manneskja, jurt eða önnur lifandi
vera sem á í hlut. Ég harma það að
hafa ekki verið sú manneskja að
heimsækja hana Beggu mína nú í
seinni tíð, okkar beggja vegna.
Hennar vegna af því að heimsókn-
unum fækkar eftir því sem aldurinn
leggst þyngi-a á menn, mín vegna af
því að ég fór ævinlega ríkari af
hennar fundi. Við munum þó hittast
á „feginsdegi fira“ og taka upp
þráðinn að nýju. Við eigum áreiðan-
lega margt órætt sem gaman verð-
ur að brjóta til mergjar.
Mér þykir leitt að geta ekki fylgt
vinkonu minni til grafar. Hún átti
það skilið að ég fylgdi henni síðasta
spölinn. Aðstandendum votta ég
djúpa samúð vegna burtfarar
Beggu minnar en henni þakka ég
samfylgdina og bið henni ljóss og
Guðs blessunar á æðri leiðum.
Kristín Jónsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.