Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 51*
' EIN af þekktustu niðurstöðum
hagfræði er að frjáls samkeppni
leiði að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum til hagkvæmni. I ljósi þessa
virðist sumum það skjóta skökku
við að Alþingi ætli að lögfesta
einkaleyfí eins aðila til að byggja
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Réttilega hefur verið bent á að með
því sé löggjafarvaldið að búa til
einokunarfyrirtæki á þessu sviði og
loka fyrir alla samkeppni. Spurn-
ingin er hvort það sé vond hag-
fræði í þessu tilfelli.
I flestum tilfellum er það vond
hagfræði ef ýtt er undir einokun
þar sem einokunarfyrirtækið hefur
þá vald til að ráða verðinu á mark-
aðinum. Það sem er óhagkvæmt
við slíkt fyrirkomulag er að verðið
sem kemur best út fyrir einokunar-
fyi-irtækið er hærra en það verð
sem hámarkar ávinning þjóðfélags-
ins.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að
frjáls samkeppni leiði til hag-
kvæmni er að hver og einn aðili í
þjóðfélaginu njóti einn afraksturs-
ins af sinni eigin vinnu. Stór hluti
af þeirri vinnu sem ráðast þarf í við
gerð gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði er þannig að þegar hún hefur
verið unnin í fyrsta skipti er engin
leið til þess að koma í veg fyrir að
aðrir sem vilja byggja sams konar
gagnagrunn njóti hennar. Því yrði
mun kostnaðarsamara fyrir þann
fyi’sta að byggja gagnagrunn en þá
sem á eftir kæmu. Þetta gerði það
aftur að vei’kum að enginn fengist
til að ríða á vaðið vitandi það að
hinir sem fylgdu í kjölfarið myndu
geta notað hans vinnu til að bjóða
sömu þjónustu á lægra verði. Af
þessum sökum myndi frjáls sam-
keppni ekki leiða til hagkvæmni
þegar um gagnagrunn á heilbrigð-
issviði er að ræða.
Eins og fyri’ segir eru einkaleyfi
sem leiða af sér einokun slæm að
því leyti að einkaleyfíshafínn geng-
ur svo langt í því að stækka hlut
Lögbundin einkaleyfi
í flestum tilfellum er það vond hagfræði ef ýtt er undir einokun
þar sem einokunarfyrirtækið hefur þá vald til að ráða verðinu á
markaðinum. Það sem er óhagkvæmt við slíkt fyrirkomulag er að
verðið sem kemur best út fyrir einokunarfyrirtækið er hærra en
það verð sem hámarkar ávinning þjóðfélagsins. Jón Steinsson
skrifar um hagfræðileg málefni,
sinn í ávinningnum af viðskiptunum
að heildarstærð ávinningsins
minnkai’. En markmið íslenska rík-
isins er auðvitað að hámarka ávinn-
ing íslendinga ekki heildarávinn-
inginn. Það sem er sérstakt við
gagnagrunnsmarkaðinn fyrir okkur
Islendinga er að við erum seljendur
en kaupendumir eni að verulegu
leiti erlendir aðilar. Einkaleyfið gef-
ur þess vegna íslenska aðilanum á
markaðinum vald til að ná stærri
hluta ávinningsins til sín á kostnað
erlendra aðila.
Ef sátt næst um að skynsamlegt
sé að lögbinda einkaleyfí um starf-
rækslu gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði er stóra spurningin hvernig
úthluta eigi einkaleyfinu. Frá hag-
fræðilegu sjónai-miði þarf sú leið
sem farin er að tryggja eins vel og
kostur er að einkaleyfíð komist í
hendur þess aðila sem skapað get-
ur mest verðmæti með því. Hún
þarf einnig að tryggja að þeir sem
lagt hafa út í kostnað við að afla sér
þekkingar á þessu sviði og komið
okkur hinum í skilning um að hér
geti legið mikil verðmæti njóti
þess. En hitt má ekki gleymast að
með tilurð einkaleyfísins er verið
að takmarka rétt annarra íslend-
inga til að byggja gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Hér er því verið að
veita einum aðila sérstök réttindi
fram yfír aðra aðila á íslandi. Það
er því eðlileg krafa
okkar hinna að þessi
aðili borgi sanngjarnt
verð fyrir.
Getur verið að nokk-
ui’ leið uppfylli öll
þessi skilyrði svo vel
sé? Jú, ákveðnar gerð-
ir útboða gera það
einmitt á glæsilegan
hátt. Imyndum okkur
til dæmis að einkaleyf-
ið væri boðið út á eftir-
farandi hátt. Öllum
væri gefínn kostur á
að skila inn boði. Sá
sem byði hæst fengi
einkaleyfið og þyrfti
að borga upphæðina
sem sá bauð sem bauð næsthæst.
I útboðum er tvennt sem bjóð-
endur þurfa að hafa í huga. Annars
vegar skiptir máli í hvaða tilvikum
þeir vinna útboðið og hins vegar
skiptir máli hversu mikið þeir
þurfa að borga ef þeir vinna. Þegar
um útboð af ofangreindri gerð er
að ræða hefur eigið boð aðeins
áhrif á líkumar á því að bjóðandinn
hljóti einkaleyfíð. Upphæðin sem
hann borgar þegai’ hann vinnur
ákvarðast hins vegar af boðum
hinna sem hann getur ekki haft
áhrif á. Þess vegna er best fyrir
sérhvem bjóðanda að bjóða raun-
verulegt mat sitt því þá hlýtur
hann einkaleyfið ná-
kvæmlega alltaf þegar
hann vill (þ.e. þegar
hann þarf að borga
minna en sitt raun-
veralega mat) en
aldrei þegar hann vill
ekki fá það (þ.e. þegar
hann hefði þurft að
borga meira en sem
nemur mati hans á
verðmæti einkaleyfis-
ins).
Lítum á hvemig
slíkt útboð uppfyllir
ofangreind skilyrði.
Þar sem allir bjóðend-
ur bjóða raunverulegt
mat sitt er augljóst að
sá sem metur einkaleyfið mest
býður hæst og hlýtur það. Fyrsta
skilyrðinu er því fullnægt.
En hvað er sanngjamt verð? Á
síðasta ái’atug tókst hagfræðingum
að sýna fram á að ómögulegt er að
finna leið sem gefur meira af sér
fyrir seljanda heldur en útboð af
þessari gerð. Það er því strax ljóst
að slíkt útboð leiðir ekki til þess að
of lágt verð fáist fyrir einkaleyfið.
En verður verðið of hátt? Nei, þar
sem sigurvegari útboðsins borgar
aðeins það sem sá bauð sem bauð
næsthæst er hann í rauninni að
njóta nákvæmlega allrar þeirrar
þekkingar sem hann hefur aflað
Jón
Steinsson
umfram aðra á verðmæti einka-
leyfisins en borga aðeins fyrir
verðmætin sem aðrii’ kunna að vita
að era fyrir hendi.
Fleiri rök hníga að því að bjóða
eigi út einkaleyfið. Sala réttinda er
nefnilega hagkvæm leið til að afla
tekna fyrir ríkið. Ríkið aflai^-'
stærsta hluta tekna sinna með
sköttum. Flestir skattar valda ein-
hvers konar óhagkvæmni. Skattar
auka kostnað þess sem þá borgar
og letur fólk því til viðskipta. Flest-
ir myndu til dæmis vinna annað-
hvort meira eða minna ef þeir
þyrftu ekki að borga tekjuskatta
og sala á bflum myndi vísast drag-
ast saman ef tollar væra hækkaðir
svo einhver dæmi séu nefnd. Sala á
réttindum eins og sala á rfldseign-
um hefur aftur á móti engin slík ^
áhrif og er því hagkvæmari
tekjuöflun með skattheimtu.
Útboð tiyggir að það verð fáist
fyrir einkaleyfið sem best endur-
speglar alla þá þekkingu sem til er
á verðmæti þess. Með skynsam-
legu útboði hefur ríkið eins miklar
tekjur og hugsast getur af útgáfu
einkaleyfisins og það án þess að
óhagkvæmni hljótist af. Og þar að
auki nýtur frumkvöðullinn allrar
þeirrar þekkingar sem hann hefur
aflað sér fram yfir aðra í þjóðfélag-
inu á verðmætunum sem fólgin era
í einkaleyfinu. Má ætlast til meira?
Á síðasta áratug láðist að bjóða
út aflaheimildirnar sem urðu til
þegar réttur Islendinga til að veiða^
við strendur landsins var takmark-
aður. í dag era flestir á þeirri skoð-
un að þá hafi réttlætið verið fyi-ir
borð borið. Hér er um mjög svipað
mál að ræða. Það yrðu meiriháttar
mistök ef stjórnvöld létu hjá líða að
bjóða einkaleyfið út. Mistök af
sömu stærðargráðu og þau sem
gerð voru á síðasta áratug með
ókeypis úthlutun aflaheimilda.
Höfundur er hagfræðinemi við
Princeton-háskóla íBandaríkjununnm^
Hann hlýtur aó töfra þig upp úr
skónum enda var ekki Iftió í hann
lagt. 90 milljarðar kr. og 7 milljónir
vinnustunda liggja að baki nýjum
Clio. Það skilar sér í þægindum
og öryggisbúnaði stóra bílsins og
fjölda óvenjulegra nýjunga sem
vert er aó kynna sér. Komdu á
frumsýninguna um helgina í B&L.
Clio er sannkallaður sjarmör.
Í^^Msýnimc
. neigma í|
Laugardagur: 10-17
■Sunnudagur: l?.i-7