Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 52

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 52
^2 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MESSUR Á MORGUN AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. ^Hjálmarsson. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Prestur sr. Hreinn Há- konarson. Organisti Kjartan Ólafs- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRfMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. ^LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins á sama tíma. Organisti Bjarni Jónatansson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Ath.: Vegna mistaka var fundur Kvenfélags Laugameskirkju auglýstur mánudaginn 7. september. Hið rétta er að hann verður haldinn ^fýrsta mánudag í október. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helga- son. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organisti Pavel Smid. Prestamir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson messar. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti ■•íLenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermd verður Mirra Björk Mogensen, Bandaríkjunum. Heimili á íslandi, Suðurbraut 5, Kópavogi. Kór Grafar- vogskirkju syngur. Flutt verður tón- verkið „Veni Sponsa Christi" - Kom þú sem trúir eftir Erik Júlíus Mogen- sen tónskáld, af sönghópnum Mirru undir stjórn Egils Gunnarssonar. Organisti Hörður Bragason. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Kór kirkj- unnar syngur. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Prestarnir. __jXÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kI. 11. Prestur sr. Stefán Lárusson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organist Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. í guðsþjón- ustunni verður beðið fyrir skólastarfi í upphafi skólaárs. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- armessa kl. 14. Fermdar verða Halla Lúthersdóttir og Þórhalla Sigríður Stefánsdóttir. Organisti Pavel Smid. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. fSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fyrsta fjölskylduguðsþjónusta haustsins verður sunnudaginn 6. sept. kl. 11 á Bíldshöfða 10, 2. hæð. Almenn samkoma verður kl. 20. Mik- il lofgjörð og fyrirbænir. Ingunn Björnsdóttir prédikar um efnið: Hvert er markmið okkar í lífinu? Allir hjart- anlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma sunnudag kl. 20. Mikil lof- gjörð, brauðsbrotning, prédikun orðsins og fyrirbæn. Allir hjartan- lega velkomnir. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Bill Hamison prédikar. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Vetrarstarf- ið hefst. Hermannasamkoma sunnu- dag kl. 17. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir tal- ar á samkomum dagsins. Mánudag kl. 15. Fyrsti heimilasambandsfund- urinn. Allar konur hjartanlega vel- komnar. KFUM & K við Holtaveg: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður er sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Allir vel- komnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnars- son. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Kór kirkj- unnar syngur undir stjóm Jóhanns Baldvinssonar. Nanna Guðrún, djákni, tekur þátt í athöfninni. Sr. Bjarni Þór Bjamason. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Organisti Natalia Chow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. VfÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Bragi Friðriksson. Organisti Úlrik Ólason. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14 í safnaðarheimili kirkjunnar. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Njarð- víkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Einar Örn Einarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Morgunbænir þriðjudaga-föstudaga kl. 10. Sóknarprestur. HJALLAKIRKJA í Ölfusi: Messa kl. 14. Sr. Baldur Kristjánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Sóknar- prestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HOFTEIGSKIRKJA á Jökuldal: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Baldur Gautur kveður söfnuði sína í Eiríks- staða-, Möðmdals- og Hofteigs- sóknum. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Baldur Gautur Baldursson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Gamalt vín á nýjum belgjum NEPND fjármála- ráðherra um einka- framkvæmd skilaði ný- lega skýrslu þar sem ekki verður annað séð en að nefndin telji að aðferðarfræði einka- framkvæmdar sé hér líkleg til hagsbóta bæði fyrir almenning og at- vinnulíf. Aðferðin er í stuttu máli sú að einka- fyrirtæki fjármagnar mannvirki sem það síð- an gerir samning við ríkið um að reka í ákveðinn árafjölda enda hafi það af rekstrinum tekjur til þess að standa bæði undir rekstri og afborgunum lána. Að umsömdum tíma liðnum eignast síðan ríkið um- rætt mannvirki. Skömmu eftir útkomu skýrslunn- ar voru Hvalfjarðargöngin tekin i notkun en þau munu vera fyrsta einkaframkvæmd hér á landi. Ekki ætla ég að blanda mér í tilfmninga- þrungnar deilur um það hvort veg- farendur aka undir Hvalfjörð með blessun guðs eða Staupasteins en þeir sem einnig láta sig varða tíman- lega velferð ættu e.t.v. að huga að fjármögnun verksins. Mannvirki á borð við Hvalfjarðar- göngin er að sjálfsögðu greitt með erlendu lánsfé, sem síðan verður endurgreitt á komandi árum og ára- tugum af notendagjöldum sem þeir greiða er um göngin fara. Þess hátt- ar lán, sem tekin eru af einkaaðilum, hafa þann ótvíræðan kost að ríkið tekur þau ekki og því hafa þau engin áhrif á di'auminn um hallalaus fjár- lög. Okosturinn er aftur á móti sá að einkaaðilar verða að öllum jafnaði að sætta sig við lakari kjör á lánamark- aði. Lánin eru m.ö.o. dýrari til einka- framkvæmda en til ríkisins en þótt lánsfjárþörf sé u.þ.b. 90% af fram- kvæmdarfé, samkvæmt áðurnefndri skýrslu, skiptir slíkt einkafram- kvæmdaraðilann ekki svo miklu máli, því þegar upp er staðið er það almenningur sem borgar, - eins og endranær. Nú er það svo að rekstur sam- göngumannvirkja á borð við Hval- fjarðargöngin er ekki yfirtak flókinn enda bjóða þær ekki notendum sín- um upp á fjölbreytta þjónustu og oft- ar en ekki á notandinn annan kost, svo sem eins og að aka fyrir Hval- fjörð. En nefnd fjármálaráðherra fjallar ekki aðeins um samgöngu- mannvirki heldur legg- ur hún til mun fjöl- breyttari rekstur af þessu tagi og lítur þá einkum til Bretlands eftir fyrirmynd. Nefnd- in mælir sérstaklega með því að Iðnskólinn í Hafnarfírði, Reykjavík- urflugvöllur og Heilsu- gæslan í Reykjavik verði rekin með þessum hætti og nú þegar hefur raunar verið samið um slíkan rekstur á Iðn- skólanum í Hafnarfn-ði. Af því tilefni skrifaði Drífa Snædal, formað- ur iðnnemasambands íslands, grein í Morg- unblaðið fóstudaginn 28. ágúst. Þar benti hún á þá mótsögn sem i því felst að tala annars vegar um að skólaganga á Islandi sé ókeypis en gera svo á sama tíma samning um að einkageirinn reki skóla með þeim hætti að hann hafi meginhluta tekna sinna af notendagjöldum. Undir þetta sjónarmið vil ég taka því ég og fjöldi annarra deilir þeim áhyggjum með Drífu að þetta sé enn eitt skref í Lán, sem tekin eru af einkaaðilum, hafa ekki áhrif á fjárlög, segir _________Sigríður__________ Jóhannesdóttir, en eru að jafnaði á lakari kjörum. þá átt til aukins misréttis að taka hér upp skólagjöld með þeim afleiðing- um að peningar, fremur en hæfileik- ar, forgangsraði fólki til langskóla- náms. En það er raunar einkennilegt að sækja réttlætingu á þessari aðferð tU Bretlands því þótt járnfrúin þar hafi hrifist af aðferðinni og Toni Bla- ir síðan tekið hana í arf eftir að hafa gefið henni nýtt nafn þá þekkjum við Islendingar aðferð þessa býsna vel. Henni var nefnilega beitt hér á öld- um áður af þvfiíku miskunnarleysi að bæði járnfrúin og einkaframkvæmd- arnefnd fjármálaráðherra hefðu mátt vel við una. A þeirri tíð þekktu menn að vísu ekki nafnið einkafram- kvæmd heldur hét þessi gjörningur uppboð á niðursetningum. Þeir ein- staklingar sem ekki gátu framfleytt sér án aðstoðar voru fengnir þeim til fósturs sem treystu sér til þess að hafa þá á fóðrum fýrir lægstan með- lagsstyrk. Um Reykjavíkurflugvöll segir í skýrslu nefndarinnar (bls. 44) : „í útboði bjóði það (þ.e.a.s. einkafyrirtækið) í hvert árlegt með- lag ríkisins þarf að vera.“ Um heilsu- gæsluna segir í sömu skýrslu (bls. 45) : „Bjóðendur gerðu tilboð í hvert fasta framlagið (þ.e. framlag ríkis- ins) ætti að vera.“ Hér fer ekkert á milli mála að sá einkaaðfii er treystir sér til þess að gera áðurnefnda niðursetninga að brauðbítum sínum með sem minnst- um tilkostnaði samfélagsins fær að taka þá að sér og hagnast á þeim hafi hann útsjónarsemi til þess. Þótt finna megi í fornum heimild- um dæmi um að ágætir menn kæmu fram við niðursetninga af drengskap og mannúð er mér ekki grunlaust um að flestir þeirra hafi átt illa ævi og dæmi eru um samviskulitla svíð- inga sem tóku niðursetninga fyrir litla meðgjöf en högnuðust engu að síður með því að hálfsvelta og þræika skjólstæðinga sína. A bls. 45 í áðurnefndri skýrslu segir um heilsugæslustöðvai-: Al- mennar kröfur um menntun og hæfni starfsfólks verði tilgreindar í útboðslýsingu en að öðru leyti verði ekki skilgreint hvernig stöðin skuli mönnuð. Það verði rekstraraðila að útfæra það frekar. í ljósi tfivitnaðra orða fer ekki hjá því að lesanda verði hugsað til þeirr- ar gagnrýni á þetta kerfi sem komið hefur fram í Bretlandi að þar sem sé um sparnað að ræða sé hann oftar en ekki fenginn með því að fækka starfsfóiki, auka vinnuálag og lækka laun. Það er kunnara en um þurfi að ræða að það starfsfólk sem ber- skjaldaðast stendur gagnvart siíkum atlögum er það sem höllustum fæti stendur fyrir. I góðæri, segir forsæt- isráðherra, eigum við að borga niður skuldh-, afgreiða fjárlög hallalaus, sýna ráðdeild og varast að auka þensluna í þjóðfélaginu. Það er hætt við að á kosningaári sé freistandi að fara um héruð og klippa á borða og afgreiða síðan hallalaus fjárlög fyrst einn armur kolkrabbans er skrifaður fyrir skuldunum uns almenningur hefur giæitt þær og ekki spillir ef lægri laun fyrir meiri vinnu kunna að slá á margumrædda þenslu í þjóðfé- laginu. Höfundur er alþingismaður. Sigríður Jóhannesdóttir Byg’g’iiigafram- kvæmdir í grón- um hverfum borgarstjóm að þeir eigendur sem fá samþykkta stækkun eða útlitsbreyt- ingu á húsi eða reisa ný hús í þegar byggðum hverfum verði gert skylt að hafa lokið utanhússfrágangi húss og lóðar að fullu innan tveggja ára frá útgáfu byggingaleyfis, að við- lögðum dagsektarákvæðum 1. mgr. 57. gr. fyrrnefndra laga. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þessar reglur eiga að flýta framkvæmdum, -------^---------------- segir Oskar Bergsson, í þegar byggðum hverfum. Löngu tímabært Það er von mín að þessar nýju reglur verði til þess að flýta fram- kvæmdum í þegar byggðum hverf- um. Þær verði til þess að margvís- legt ónæði sem af þeim hlýst taki fyrr af, en verið hefur fram að þessu. Það er ekki síður ástæða að hafa reglur um byggingahraða í grónum hverfum heldur en í nýbygginga- hverfum. Því er þessi samþykkt bygginganefndar Reykjavíkur löngu tímabær. Höfundur er formailur byggingar- nefndar Reykjavikur BYGGINGAFRAM- KVÆMDIR í grónum hverfum eru oft við- kvæmt mál þar sem íbúar þurfa að sætta sig við breytt umhverfi og töluvert ónæði á meðan á framkvæmd- um stendur. Þessu til viðbótar hefur það vilj- að brenna við að bygg- ingaframkvæmdir hafa dregist úr hömlu því engar tímatakmarkanir hafa verið settar á stækkanir og breyting- ar á þegar byggðum húsum. Að gefnu tilefni var því samþykkt, á fundi bygginganefndar Reykjavíkur þann 27. ágúst sl., að setja tímatakmarkanir á bygginga- framkvæmdir í þegar byggðum hverfum. Tillaga byggingar- fulltrúa Um byggingahraða á nýbyggingasvæðum er lóðarhafa skylt að hafa lokið utanhússfrágangi húss og lóðar að fullu innan tveggja ára frá útgáfu byggingaleyfis. Sambærileg ákvæði í þegar byggðum hverf- um borgarinnar hafa, fram að_ þessu, ekki verið til. I 4. mgr. 45 gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997 seg- ir: „Sveitarstjórn er heimfit að setja ítar- legri reglur um bygg- ingarhraða í bygging- arskilmála." Með skírskotun til þessa ákvæðis lagði byggingarfull- trúinn í Reykjavík til að bygginga- nefnd samþykkti að leggja til við Óskar Bergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.