Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 53

Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 5 3 AÐSENDAR GREINAR VERULEGAR um- bætur í umhverfismál- um eru nauðsynlegar, enda hljótum við að vera sammála um, að núverandi lífshættir stórs hluta mannkyns ganga ekki upp. Það er hins vegar ekki auðvelt að fá okkur Islendinga og þar með borgarbúa til þess að hlaupa upp til handa og fóta vegna yfirvofandi umhverfis- vanda, þjóð sem býr við næga náttúrulega orkugjafa, hreint loft, hreint vatn og hreint land. En er allt sem sýnist? Hver er skylda okkar, sem nú lifum gagnvart komandi kynslóð- um og hver er skylda okkar í samfé- lagi þjóðanna? Það er ljóst, að rýrnandi gæði umhverfis hafa margvísleg áhrif á heilsufar, bæði einstaklinga og þjóð- félagsins í heild. Umhverfísmál munu kosta okkur hærri fjárhæðir á hverju ári, ef ekkert verður að gert. Dæmi: Umferðarhávaði, sorphirðu- mál. Við erum bundin margvísleg- um samþykktum og lögum varðandi umhverfismál á alþjóðavettvangi. Umhverfismál verða því ekki tekin úr samhengi við aðra málafiokka samfélagsins, heldur verður að sam- vefja þau öllum ákvörðunum og framkvæmdum smáum, sem stór- um. Elín Pálmadóttir, blaðamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hefur af því miklar áhyggjur í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að borgar- stjóri og borgarstjórn og embættismenn borgarinnar séu að bregðast þannig við auknum áhuga almenn- ings á umhverfismál- um, að þau reyni að draga tennurnar úr stjórntækinu Umhverf- ismálaráði með því að blanda því saman við Heilbrigðisnefnd og allt sé þetta gert í þeim tilgangi að hægt sé að sniðganga vilja borgar- búa í umhverfismálum og fara sínu fram í framkvæmdum. Nú kann svo vel að vera, að á ár- um sínum í borgarstjórn hafi Elín þurft að berjast með kjafti og klóm Meginverkefni nýrrar umhverfisnefndar er að mati Helga Pétursson- ar að vinna við gerð Staðardagskrár 21 og að framfylgja henni. fyrir umhverfíssjónarmiðum við fé- laga sína í borgarstjórn, en þeir tímar eru liðinir. 1 stað þess að fela einhverri einni ákveðinni nefnd alla umsjón og eftir- lit með umhverfísmálum, eiga um- hverfismál framtíðarinnar að ná til allra þátta þjóðfélagsins og þá auð- vitað allra stofnana og fyrirtækja borgarinnar og það var í því ljósi, sem ákveðið var af núverandi borg- arstjórn að stórefla fræðslu og um- fjöllun um umhverfísmál af öllu tagi. Einn liður í því er að samræma starfsemi Umhverfismálaráðs og Heilbrigðisnefndar, sem nú er unnið að. Umhverfísstefna Reykjavíkur Fyrsta stórvirkið sem unnið hefur verið er Umhverfisstefna Reykjavík- ur, sem unnin var af nefnd sem í áttu sæti fulltrúar meiri og minnihluta í borgarstjórn undir forsæti Bryndís- ar Kristjánsdóttur, þáverandi for- manns Umhverfismálaráðs. Um- hverfisstefna Reykjavíkur var sam- þykkt í Borgarráði í vor og mun á næstunni verða rækilega kynnt fyrir borgarbúum. Nefndin hafði það að leiðarljósi, að stefnan yrði einföld og skýr og það hefur gengið eftir. Meginmarkmiðin eru þessi: „Reykjavík stefnir að því að verða vistvænasta höfuðborg norðursins. Til þess að ná því markmiði hefur Reykjavíkurborg mótað sér um- hverfisstefnu. Það er stefna Reykjavíkurborgar að sjónai-mið umhverfisverndar verði höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun og uppbyggingu borgarinn- ar. Það er stefna Reykjavíkurborgar að það umhverfi sem við búum í verði aðlaðandi og heilnæmt með aukna velliðan borgarbúa að leiðar- ljósi. Reykjavíkurborg mun sýna frum- kvæði og fyrirhyggjusemi sem leiðir til þess að framkvæmdir og aðgerðir á vegum borgarinnar munu hafa lág- marksröskun á náttúrunni í fór með sér. Umhverfi verður bætt þar sem þess er þörf þannig að komandi kyn- slóðh eignist betri borg í betra um- hverfi.“ Nánari stefna er sett fram um þátttöku almennings í umhverfismál- um, sem auðvitað er lykilatriði, enda eru umhverfismál spurning um lífs- stíl. Það er fjallað um orku og auð- lindir, um mengun, um sorp, endur- nýtingu og endurvinnslu, um sam- göngur, landrými og landnýtingu og um verndun lands og lífríkis. Vinna við Staðar- dagskrá 21 hafín Umhverfisstefna Reykjavíkur er stefnumai’kandi í allri þeirri vinnu, sem framundan er á sviði umhverfis- mála og nægir þar t.d. að nefna gerð Staðardagskrár 21, sem nú er hafin. í vor var ráðinn sérstakur starfs- maður, Umhverfisfulltrúi, - til að sinna framkvæmd umhverfisstefn- unnar, en hann er jafnframt tengilið- ur við allar stofnanh borgarinnar og þá sem tengjast umhverfismálum. Fyrhhugað er, að einn ákveðinn starfsmaður eða starfsmenn á hverri stofnun eða fyrirtæki verði tilnefndh umhverfisfulltrúar hennar og reynd- ar hafa margar stofnanh borgarinn- ar þegar mótað sér umhverfisstefnu og vinnulag hvað varðar umhverfis- mál. Vil ég í því sambandi benda á til- raunh Rafmagnsveitunnar með raf- bíla og þemahefti Borgarskipulagsins um Umferð og umhverfi, Umhverfi og útivist og Húsvernd í Reylqavík, sem borgarbúar ættu að kynna sér. Ný Umhverfisnefnd Reykjavíkur, sem jafnframt mun sinna málefnum heilbrigðisefthlitsins, á mikið vei’k fyrh höndum. Vinna er þegar hafin við stöðumat á sviði umhverfismála og er niður- stöðu að vænta á næstu vikum. Þá kemur í ljós, hvar borgin stendur og síðan verða lagðar til leiðir að settu marki. Umhverfisstefna nýrrar aldar Staðardagskrá 21 sem er um- hverfisstefna nýrrar aldar, er um- fangsmikið verk og þar verður að finna leiðh að settum markmiðum. Sveitarstjórnh, og í okkar tilfelli borgarstjórn, er það stjómsýslustig sem stendur fólkinu næst og við gegnum því lykilhlutverki í mennt- un, hvatningu og að uppfylla kröfur almennings í átt að sjálfbærri þróun. Allar nefndh, stjórnh, stofnanh og fyrirtæki borgarinnar eru því undh sama hatti hvað þetta varðar og allar ákvarðanh og framkvæmdh verða skoðaðar með umhverfisstefnu Reykjavikm'borgar í huga. Umhverfisvæn innkaupastefna? Meginverkefni nýrrar umhverfis- nefndar er að mínu mati vinna við gerð Staðardagskrár 21 og að fram- fylgja henni. Þótt við Reykvíkingar búum við hreint loft, hreint vatn og hreina orkugjáfa, er augljóst að við eigum efth að nýta okkur nýja orku- gjafa eins og rafmagn og gas fyrir bfla og almenningsvagna, við getum sett stofnunum og fyrhtækjum borgarinnar umhverfisvæna inn- kaupastefnu við kaup á vörum og þjónustu og að því kemur að við munum þurfa að meta hvort neysla okkar yfirleitt sé að kalla yfir okkur umhverfisvanda. Það er von mín, að þessar línur hafi slegið á ótta Elínar Pálmadóttur um að núverandi borgarstjórn hefði takmarkaðan áhuga á umhverfismál- um. Þvert á móti, - eins og sjá má. Eg get hins vegar heilshugar tekið undir dæmi Elínar í áðurnefndri grein um skelfilega frammistöðu nú- verandi ríkisstjórnar i umhverfis- málum þar sem einskis er svifíst í stóriðjuáformum, hvað sem það kostar. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður umhverfisnefndar Reykjavíkur. Nýjar áherslur í umhverf- ismálum Reykjavíkur Helgi Pétursson Búið er að velja liðið sem keppir í kvöld en. ...þú getur komist í liðið sem fer til Frakklands 1. desember verður dregið úr nöfnum félaga í Námsmannalínu og Heimilislínu Búnaðarbankans. Sá heppni fær ferð fyrir tvo með íslenska landsliðinu til Frakklands á næsta ári. Þú átt möguleika ef þú gerist félagi fyrir 1. desember, - það er næsta víst. Áfram ísland! BÚNAÐARBANKINN traustur banki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.