Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 60

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 60
-60 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Frá uppfærslu Barna- og unglingakórs Fella- og Ilólakirkju á helgileik í desember 1997. Söngnámskeið á vegum Hafnar- fjarðarkirkju Á VEGUM Hafnarfjarðarkirkju verða á komandi vetri haldin tvö söngnámskeið, eitt fyrir og eitt eftir jól. Námskeiðin eru ætluð annars vegar þeim sem hafa enga reynslu en dreymir um að læra að syngja og hins vegar reyndum kórfélögum sem vilja læra að beita röddinni rétt. Kennd verður tækni til þess að losna við hæsi og sérstök áhersla verður lögð á öndunartækni. Einnig verður þjálfuð tónheyrn. Leiðbein- andi á námskeiðunum er Natalía Chow, organisti og kórstjóri Hafn- arfjarðarkirkju, en hún er einnig sérmenntuð sem söngkona. Kennt verður einu sinni í viku, eina klukkustund í senn í hinum nýja tónleikasal safnaðarheimilisins. Fyrsti tíminn er laugardaginn 19. september frá kl. 12.30-13.30. Nám- skeiðið er þátttakendum að kostn- aðarlausu. Skráning fer fram hjá Natalíu Chow í síma 555 1295 og -5551346. Vetrarstarf barna- og ung- lingakórs Fella- og Hólakirkju BARNA- og unglingakór Fella- og Hólakirkju mun hefja fímmta starfsár sitt miðvikudaginn 9. september. Kór- stjórar eru Lenka Mátéová organisti og Þórdís Þórhallsdóttir tónmennta- kennari. Kórinn starfai’ í tveimur deildum og hefur þátttaka verið mjög góð. Kórinn tekur reglulega þátt í messuhaldi kirkjunnar og kemur einnig Iram við önnur tækifæri. Þar að auki er farið í tónleikaferðir, æf- ingabúðir og þátttaka í kóramótum. Innritun verður þriðjudaginn 8. sept- ember kl. 16-18 í safnaðarheimilinu. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu syngur. Allir hjartanlega vel- komnir. Áth. breyttan samkomu- tíma. Topptilboð Herraskór Opið laugardag 10-16 Ath.: Nýir skór daglega ■ Póstsendum samdægurs 1 oppskórinn » VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 OP'Lda9 \^a A6 WHWSI Mörkinni 6, sími 588 5518 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Opið bréf til yfírstjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur UNDIRRITAÐUR, Guð- mundur Ingi Kristinsson, óskar eftir því að yfir- stjórn SHR svari eftirfar- andi spurningum: Hvaða starfandi læknar SHR hafa unnið íyrir trygginga- félög og hverjir eru trún- aðarlæknar tryggingafé- laga og þá fyrir hvaða fé- lög starfa þeir? Ef einhver starfar fyrir tryggingafé- lag þarf hann þá að gera grein fyrir þvi hvort hann er að fara inn í sjúkraskrár sjúklinga fyrir trygginga- félag eða til lækninga? Og á hvern hátt er hægt að aðskilja þetta og hver fylgist með því? Mér var tjáð hjá SHR að það þurfí leyfi til að fara inn í gamlar sjúkra- skrár. Það var farið inn í mína sjúkraskrá hjá SHR síðan 1981 og hún notuð gegn mér til að valda mér tjóni. Mig langar að vita hver fór inn í sjúkra- skrána mína og hver heimilaði það og á hvaða forsendum var það leyft? Ber ekki yfirstjórn SHR fulla ábyrgð á sjúkra- skrám hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur? Á það fólk sem hefur farið í rannsóknir eða myndatökur hjá SHR á hættu að læknar á vegum SHR eða örorkunefndar- læknai- geti notað þær til að finna fáranlegan veik- leika sem eiga að koma ffam 12-18 árum síðar og hafa af viðkomandi bætur. (Þótt rannsóknir sýndu að ekkert hafi verið að). Ef læknar telja sig geta séð leyndan veikleika, eins og t.d. lömun (í gömlum rann- sóknum, sem sýndu ekki neitt) sem legið hefur í leyni í 12 ár, eiga þá ekki allir sem hafa farið í rann- sóknir hjá SHR síðustu t.d. 30 árin (þótt þær sýndu að ekkert væri að) á hættu að þær séu notaðar gegn þeim til að koma í veg fýrir löglegar slysa- bætur? í lögum um sjúkraskrár segir: Sjúkraskrár skulu geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn er nauð- synlega þurfa, hafi aðgang að þeim. Hvaða nauðsyn var fyrir hendi til að fara inn í mína sjúkraskrá? Svar óskast strax. Guðmundur Ingi Kristinsson. Kt:140755-7299. Tapað/fundið Plastpoki týndist á biðstöð PLASTPOKI merktur Ey- mundsson með skóladóti í týndist seinnipart miðviku- dags á strætisvagnabið- stöð á Lækjartorgi/Hafn- arstræti. Þeir sem hafa orðið pokans varir hafi samband við Atla í síma 568 3836. Dökkblá leðuról í óskilum Á MENNINGARNÓTT var skilin eftir dökkblá leðuról hjá Ófeigi gull- smiðju og listmunahúsi, Skólavörðustíg 5. Upplýs- ingar í síma 551 1161. Blár páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur er í óskilum á Seilugi'anda. Upplýsingar í síma 562 2202 eða 898 1061. Dvergkanína óskar eftir heimili DVERGKANÍNA, blágrá, óskar eftir heimili. Upplýs- ingar í síma 562 0508 og 561 1885. KÖTTURINN Snúður er týndur. Svört læða í óskilum SVÖRT læða fannst við Skógarhlíð 20, Karlakór Reykjavikur. Læðan er nýbúin að eignast kett- linga. Þeir sem kannast við læðuna hafi samband í síma 892 3449. KOTTURINN Snúður týndist frá Álfhólsvegi 143 í Kópavogi sunnudaginn 23. ágúst. Hann er árs- gamall og grábröndóttm', eyrnamerktur (R 8103) og var með rauða hálsól þeg- ar hann hvarf. Upplýsing- ar óskast í síma 564 2850. SKAK Ilnisjóu Margeir l’élursson STAÐAN kom upp á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór í Waikiki á Hawai-eyjum í ágúst. Joel Benjamin (2.595) hafði hvítt og átti leik gegn Eduard Gufeld (2.465). 30. Hxe4! - fxe4 31. De6+ - Kh8 32. Dxh6! - Rf5 (Svartur mátti ekki þiggja drottningar- fómina. 32. - gxh6 33. RÍ7+ + Kg8 34. Rh6 er sérlega glæsilegt mátstef!) 33. Rg6+ - Kg8 34. Hxd5 og svartur gafst upp. Urslitin á mótinu urðu: 1.-2. Júdit Polgar, Ung- verjalandi og Boris Gulko, Bandaríkjunum 8 v. af 9 mögulegum, 3.-5. Rogers, Ástralíu, Wojtkiewiez, Bandaríkjunum og Shaked, Bandaríkjunum 7‘A v. o.s.frv. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... ORÐATILTÆKI og orðaforði hvers tungumáls mótast gjarn- an af þeim veruleika, sem það fólk býr við, sem talar málið. Þannig segja menn að inúítar eigi fleiri orð yfir snjó en aðrir jarðarbúar. Víkverji áttaði sig á því þegar hann var á ferð í Afríku fyrir stuttu að íslenzk tunga dugar illa til að lýsa veruleika þeirra, sem búa við vötnin miklu í Afríku. Þar er að finna menn, sem stundað hafa fiskveiðar frá blautu barns- beini en hafa til dæmis hvorki mig- ið í saltan sjó né dýft hendi í kalt vatn! XXX STUNDUM hræra menn saman gömlum og nýjum, íslenzkum og útlendum orðatiltækjum og fínnst Víkverja yfírleitt fara illa á því. Dæmi um slíkt er að fínna í máli Kristins Péturssonar fískverkanda í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann kallar það „að vera í rússneskri rúl- lettu með fjöregg þjóðarinnar" að geyma fiskinn í sjónum þegar auð- velt sé að veiða hann. I þjóðsögun- um var það nú yfirleitt þannig að tröllin köstuðu fjöreggjunum, sem varðveittu líf þein’a, á milli sín. Ekki minnist Víkverji þess hins vegar að þau hafi gert mikið af því að halda marghleypu með einu skoti að eggjunum, enda þekkja íslenzk tröll tæplega slík tól. xxx F HVERJU geta íslendingar ekki lært að ferðast með rúllu- stiga? I öllum siðuðum löndum standa menn hægi'a megin í stigan- um og leyfa þeim, sem eru að flýta sér, að komast fram úr sér vinstra megin, svona rétt eins og ökumenn eiga að gera í umferðinni. Á íslandi stendur fólk hins vegar hist og her í stigunum, gjarnan hlið við hlið eða í hnapp í stað þess að fara í einfalda röð hægra megin. Þeir sem vilja ferðast hraðar komast engan veg- inn framhjá. Hvernig væri nú að t.d. forráðamenn Kringlunnar tækju sig til og gæfu fólki réttar leiðbeiningar um það hvernig nota á rúllustiga? XXX VÍKVERJA finnst einkennilegt að ekki skuli vera gönguljós á Listabraut, á móts við Kringluna. í hverfinu sunnan Listabrautar býr mikið af eldri borgurum, sem eiga oft erindi í verzlanamiðstöðina. Þeir verða hins vegar að taka á sig stóran krók til að eiga örugga leið yfir götuna, þar sem jafnframt eru fláar í gangstéttir fyrir t.d. inn- kaupatöskur á hjólum og hjóla- stóla. Gönguljós gætu án efa einnig nýtzt því marga æskufólki, sem stundar nám í Verzlunarskólanum og Viðskiptaháskólanum og fara því hagsmunir kynslóðanna saman í þessu máli. Víkverji stingur upp á að borgaryfirvöld geri eitthvað í því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.