Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
STORT gat er í jöklinum þar sem Mórilla ryðst fram. Stórgrýti, sem hefur
komið fram í hlaupinu, liggur á víð og dreif fyrir neðan jökulinn.
Morgunblaðið/RAX
FLEIRI tugir ef ekki hundruð rúmmetrar af urð og
stórgrýti hafa ruðst fram í hlaupinu.
Ovænt jökulhlaup úr Drangajökli
Kom eins og spreng-
ing undan jöklinum
PÁLL Jóhannesson, bóndi á Bæj-
um á Snæfjallaströnd, varð fyrstur
var við að hlaup hafði komið úr
Drangajökli. Hann átti leið um veg-
inn í Kaldalóni á fostudag og áttaði
sig á að eitthvað hafði gerst.
„Það var klakaruðningur um alla
ána. Eg var að koma innan frá og
þegar ég leit inn í lónið sá ég að það
var allt hvítt. Ég áttaði mig ekki
strax á hvað þetta var og hélt í
fyrstu að það væri svona mikið vatn
í ánni, en svo sá ég að þetta var
klakaruðningur. Þetta voru ekki
stórir jakar heldur smámolar sem
lágu með báðum löndum fyrir fram-
an Hóla sem kallað er. Það er skarð
í Hólana sem er 400-500 metra
breitt og þar hefur hlaupið flætt yf-
ir landið Lónseyrarmegin og dreift
úr sér. Það var klakaruðningur
nokkuð langt niður fyrir brú þannig
að þetta hefur verið töluvert mikil
spýja.“
Kom á þriðjudag eða
miðvikudag
Páll sagðist giska á að hlaupið
hefði komið síðla þriðjudags eða á
miðvikudag. Fólk hefði farið um veg-
inn á þriðjudag og þá hefði ekkert
verið að sjá. Á miðvikudag hefðu
skipverjar á Fagranesinu nefnt að
sjórinn sem kæmi út úr lóninu væri
óvenjulega dökkur. Páll sagði að
þegar hann fór um veginn á fóstudag
hefði verið farið að þoma um. Hann
sagðist því hafa trú á að hlaupinu
hefði lokið á skömmum tíma.
Páll sagðist ekki hafa séð neitt
óvenjulegt við Mórillu í sumar. Ekki
hefði verið hægt að greina að rennsl-
ið í ánni væri neitt minna en venju-
lega. Hann sagðist aldrei hafa orðið
var við hlaup í ánni og aldrei heyrt
sögur um að hún hefði hlaupið.
Vamargarður er við brúna í
Kaldalóni og hafði hlaupið náð að éta
úr honum á tveimur stöðum. Ekki
vantar mikið upp á að áin nái að
komast í gegnum garðinn.
Á sunnudag vom enn að koma litl-
ir ísjakar og grjót út um gatið á jökl-
inum þar sem Mórilla kemur undan
honum. Dynldr heyrast þegar jak-
arnir berast niður eftir ánni og
rekast í árbotninn. Nokkuð mikill ís
er því enn í ánni, en hann bráðnar
hratt. Nokkrir stórir jakar era á víð
og dreif neðan við jökulinn, sem
sumir hverjir era nokkrir rúmmetr-
ar á stærð. Jökulopið er ekki ólíkt
munna Hvalfjarðaganga, iíklega um
10 metrar á breidd.
Mikið stórgrýti barst
fram með hlaupinu
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
á Orkustofnun, hefur fylgst vel með
Drangajökli undanfarin ár. Hann
Um 10 metra há urð og stórgrýti hlóðst
upp framan við Dranga.jökul í Kaldalóni í
hlaupi sem kom undan jöklinum um miðja
✓
síðustu viku. Aætla má að stærstu björgin
séu allt að 10 tonn að þyngd. Grjót hefur
borist um kílómetra niður eftir ánni
Mórillu sem kemur undan jöklinum. Egill
Olafsson og Ragnar Axelsson gengu að
jöklinum um helgina.
ÞEGAR jökullinn skríður fram ýtir hann á undan sér jarðvegi ems og
jarðýta. Framskrið jökulsins hefur nú stöðvast að mati Odds Sigurðssonar.
fór og skoðaði ummerki hlaupsins í
Kaldalóni um helgina.
„Það hafa orðið miklar breyting-
ar á jöklinum á síðustu árum. Jök-
ullinn hefur gengið fram um heilan
kílómetra. Mikið land, sem áður var
hægt að ganga um, er núna þakið
um 200 hundrað metra þykkum
jökli.
Það sem mér fannst stórkostleg-
ast við þetta hlaup er hvað hlaupið
hefur tekið mikið grjót með sér. Það
var þarna nærri 10 metra há urð
framan við jökulinn og urð og grjót
hefur borist allt að kflómetra niður
eftir dalnum. Þetta hefur gerst nán-
ast eins og sprenging því annars
hefði áin ekki getað borið allt þetta
gi’jót. Urðin sitthvoru megin við ána
er núna þrem metrum hærri en áin
sjáif,“ sagði Oddur.
Oddur sagðist ekki vera tilbúinn
að kveða upp úr með hvers vegna
þetta hefði gerst. Venjulega þegar
hlaup kæmu úr jöklum gerðist það
vegna þess að lón myndaðist undir
jöklinum eða við jaðar hans. Hlaup
kæmi síðan úr þessum lónum þegar
vatn í þeim væri orðið nógu hátt.
Oddur sagðist ætla að reyna að
fljúga yfir Drangajökul þegar veður
leyfði og reyna að finna ummerki
eftir shkt lón.
Oddur sagði það mat eðlis-
fræðinga að þegar jökull skríður
fram, eins og Drangajökull hefur
gert á síðustu fjórum áram, gæti
það ekki gerst nema á vatni. Vatns-
lag væri undir jökiinum sem hann
skriði fram á. Þegar jökullinn hætti
að skríða safnaðist þetta vatnslag
fyrir og spýttist síðan fram. Oddur
sagðist fram að þessu hafa haft
miklar efasemdir um þessa kenn-
ingu án þess að geta bent á haldbær
rök gegn henni.
Benda mætti þó á að þetta hefði
ekki gerst þegar Síðujökuii hljóp
fram fyrir fjórum árum. Hann
sagðist því vilja leita að öðrum skýr-
ingum áður en hann samþykkti
þessa. Ef þessi kenning væri rétt
Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
Á ÞESSUM tveimur myndum má vel sjá hvaða breytingar hafa orðið á
Drangajökli í Kaldalóni á fjórum árum. Efri myndin var tekin í júní 1994,
en sú neðri um síðustu helgi. Á þessu tímabili hefur jökullinn gengið fram
um einn kflómetra. Kletturinn til vinstri á myndinni, sem heitir Ufur, er
horfinn undir jökulinn. Á neðri myndinni sést vel jökulruðningurinn sem
komið hefur fram í hlaupinu.
mætti búast við hliðstæðu hlaupi í
Leirafirði.
Oddur sagði erfitt að gera sér
grein fyrir hvað mikið vatnsmagn
hefði komið í hlaupinu. Það hefði
a.m.k. ekki nægt til að rjúfa skörð í
veginn. Hlaupið væri því ekki stórt í
samanburði við jökulhlaup í Skafta-
fellssýslu en það væri þó greinilegt
að mjög mikill kraftur hefði verið í
því í upphafi.
Miklar breytingar á jöklinum
Miklar breytingar hafa orðið á
Drangajökli á síðustu áratugum.
Hann hefur verið að hopa alla öld-
ina. Árið 1956 var talið að jökullinn
væri 190 ferkílómetrar, en árið 1983
töldu mælingamenn stærð hans
vera undir 140 ferkílómetrum. Um
síðustu aldamót er talið að 10 eða 12
jökulár hafi fallið frá Drangajökli,
en nú falla fjórar aðaljökulár frá
honum.
Jökullinn hefur skriðið fram með
reglulegu millibili. Hann skreið
fram á árunum 1934-1942 og fram-
skrið hófst aftur í jöklinum 1994.
Jökullinn hefur skriðið fram í
Kaldalóni og Leirafirði, en hann
hefur enn ekki hreyfst í Reykjafirði.
í Kaldalóni hefur jökullinn skriðið
fram um einn kflómetra og enn
meira í Leirufirði. Síðast þegar jök-
ullinn gekk fram í Kaldalóni, á ár-
unum 1936-1940, var skrið hans um
200 metrar. Frá þeim tíma til ársins
1994 hopaði jökullinn í Kaldalóni
hins vegar um 1,5 kflómetra.
Drangajökull hleðst upp á þeim
tíma sem jökuljaðarinn hopar, en
ekki era til nægilega góðar mæling-
ar um hæð jökulsins frá einum tíma
til annars. Svo virðist sem jökullinn
falli fram yfir sig og skríði fram
þegar hann hafi náð vissri hæð. At-
hyglisvert er að Drangajökull geng-
ur fram mun hægar en t.d. Síðujök-
ull, sem fyrir fáum áram gekk fram
um 1 km á 2 mánuðum. Það tók
Drangajökul 4 ár að ná sömu skrið-
lengd í Kaldalóni.